Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Side 40
40 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30.12. 2018
LESBÓK
Myndlistarsýningar ársins
Myndlistarrýnar Morgunblaðsins, Aldís Arnardóttir, Anna Jóa og Margrét Elísabet Ólafsdóttir, fylgdust með blómlegu mynd-
listarlífinu á árinu. Þær benda hér á margt það áhugaverðasta sem þær sáu og fjölluðu um oftast nær, í gagnrýni eða pistlum.
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir og Hafnarhús: Einskismannsland – Ríkir þar
fegurðin ein?
Allir salir Listasafns Reykjavíkur, á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi, hafa verið lagðir undir sýn-
ingu sem hverfist um öræfi Íslands […] Sennilega er þetta fyrsta stóra samsýningin sem spannar
íslenska nútímalistasögu og beinir sjónum sérstaklega að hálendinu […] Sýningin gefur tilefni til
vangaveltna um gildi öræfanna sem staðar í þjóðarvitundinni og þátt listarinnar þar. Við skoðun
verka kvikna minningar, hugrenningar og þankar sem tengjast því að rýna í staði og kennileiti, sem
og spekúlasjónir um efnistök listamannanna og útfærslu verka…
Sýningin Einskismannsland – Ríkir þar fegurðin ein? dregur saman merkingarþræði, sjónarmið
listarinnar og kveikjur – og safnar saman hálendinu – í farveg samræðu sem varðar okkur öll. (AJ)
Hálendið í söfnunum
Nýlistasafnið: Ragna Róbertsdóttir – Milli fjalls og
fjöru bbbbm
Á sýningunni hefur Ragna komið á stefnumóti áhorfand-
ans við hið kvika hreyfiafl náttúrunnar, en hún vekur einnig
hugleiðingar um skeytingarleysi mannsins gagnvart náttúr-
unni. Samspil verkanna við rýmið hefur tekist afar vel og
list Rögnu er allt í senn margslungin, falleg og beinskeytt í
einfaldleika sínum. Óhætt er að hvetja áhorfendur til að
[…] upplifa tímann sem lifir í verkunum, tíma náttúruafl-
anna sem umbreytt hefur verið með natni og tíma lista-
mannsins. (AA)
Síkvikt hreyfiafl
náttúrunnar
Listasafnið á Akureyri: Sigurður Árni Sigurðs-
son – Hreyfðir fletir bbbbn
Blekkingin byggist á því að skapa form og dýpt á tví-
víðum fleti, en Sigurður Árni tekst ekki síst á við þær
skynrænu villur sem slíkur blekkingarleikur býður upp á.
[…] Fínleg áferð litar og teikningar í verkum hans og
meðferð hans á notkun ljóss og skugga tengir málverk
hans við verk fyrri tíma, ekki síst franska 17. aldar mál-
arann Georges de la Tour, sem var meistari í meðferð
ljóss og skugga […] Verkin á sýningunni í heild draga
fram látleikann í verkum Sigurðar Árna, verkum sem
búa jafnframt yfir dýpt sem virðist endalaus þegar byrjað
er að kafa og vekja heimspekilegar vangaveltur um
grundvallarþætti málverksins og sjónrænnar blekkingar.
(MEÓ)
Endurnýjun sjónrænna blekkinga
Listasafn Reykjavíkur - Kjarvalsstaðir: Har-
aldur Jónsson – Róf bbbbn
Verkin teygja sig út fyrir rými safnsins, á Flókagöt-
una, Klambratúnið, salerni og ganga Kjarvalsstaða, –
eru á mörkum hins hefðbundna sýningarrýmis. Í stað
krónólógískrar yfirferðar er verkum Haraldar skipt
upp eftir þeim viðfangsefnum sem hann hefur snert á
í gegnum tíðina; líkami, tilfinningar, skynjun og tungu-
mál… Verkin rúma þetta róf eða bil sem er á mörk-
um myndlistarinnar og tilverunnar sem Haraldur er
svo næmur á. Róf er forvitnileg og margræð sýning
sem þarf helst nokkrar heimsóknir til að skoða,
skynja og upplifa alltaf eitthvað nýtt. (AA)
Mörk myndlistar og tilveru
Nýlistasafnið: Katrín Agnes Klar og Lukas
Kindermann – Fjarrænt efni bbbbn
Sýningin […] ferðast með áhorfandann til hins
óræða og óhöndlanlega sem vísindamenn reyna að
beisla með böndum þekkingar. Fyrirbæri úr náttúr-
unni […] vekja áhorfandann til umhugsunar og
skörun hversdagslegra hluta verður óhjákvæmileg.
Fjarrænt efni er hrífandi og falleg sýning. (AA)
Ferðalag um alheiminn
Svipmót
mennskunnar
Nýlistasafnið: Elizabeth Peyton – Universe of the
World-Breath
Peyton er tæknilega fær listamaður, jafnvíg á ólíkar að-
ferðir og sýnir olíumálverk, vatnslitamynd og blýants-
teikningu, einþrykk, dúkristur og mjúkgrunnsætingu …
Verk Elizabeth Peyton birta og spegla veruleika þar
sem ótal mannamyndir skarast í sífellu og með þessum
myndum leitast hún við að ná tangarhaldi á slíkum veru-
leika – og hvetja áhorfandann til að staldra við og rýna
eftir svipmóti mennskunnar undir yfirborðinu í hröðu,
ímyndamótuðu fjölmiðlaumhverfi. (AJ)
Berg Contemporary: John Zurier –
Sometimes (Over Me the
Mountain).
Í látleysi sínu og einfaldleika framkallar
sýning Zurier töfra málverksins – ríki-
dæmi efniskenndar og birtu litanna.“(AJ)
Töfrar mál-
verksins Verksmiðjan á Hjalteyri: Minjar af mannöld.
Sýningarstjóri: Pétur Thomsen. Verk eftir
Pétur, Ívar Brynjólfsson, Svavar Jónatansson,
Þorsteinn Cameron og Pharoah Marsan.
Afburðavel uppsett sýning á vel völdum ljós-
myndum sem sýna hver á sinn hátt áhrif mannsins á
umhverfið. Staðsetning sýningarinnar í yfirgefinni
síldarverksmiðju undirstrikaði enn frekar viðfangs-
efni sýningarinnar. (MEÓ)
Afburðavel
uppsett
Listasafn Íslands: Elina Brotherus – Leik-
reglur. Ný ljósmynda- og myndbandsverk
með marglaga frásögnum.
Heildstæð, falleg og látlaus, en áhrifamikil sýning
á verkum eins fremsta ljósmyndara samtímans.
(MEÓ)
Látlaus en
áhrifamikil
Listasafn Reykjavíkur - Hafnarhús: Tak i lige
måde: Samtímalist frá Danmörku. Sýn-
endur: Jeannette Ehlers, Jesper Just, John
Kørner og Tinne Zenner.
Vel til fundin og áleitin sýning á verkum danskra
samtímalistamanna; sýning sem gaf tilefni til íhug-
unar um sögu og sjálfsmynd Íslendinga í samhengi
nýlendustefnunnar og eftirmála hennar allt fram á
líðandi stund. (AJ)
Í samhengi
nýlendustefnu