Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Page 48

Morgunblaðið - Sunnudagur - 29.12.2018, Page 48
SUNNUDAGUR 30. DESEMBER 2018 „Þetta er okkar ferðalag í gegnum þessar borgir, Moskvu, Volgograd og Rostov. Auðvitað snýst myndin um fótbolta en samt sem áður er enginn fótbolti sýndur í henni. Eigum við ekki að segja að þetta sé HM utan vallar,“ segir Guðmundur Björn Þorbjörnsson, fréttamaður og höfundur heimildarmyndarinnar Gerska æv- intýrið ásamt Grími Jóni Sigurðssyni myndatökumanni. Þriðja hjólið undir vagn- inum er svo Karl Newman, sem klippti efnið. Guðmundur flutti fréttir frá HM fyrir RÚV sl. sumar og þeir Grímur voru með daglegan hlaðvarpsþátt, sem einnig hét Gerska ævintýrið. Í þættinum í kvöld er saga keppnisstaðanna sögð í bland við stemningslýsingu en að vonum hverfðist allt um fótbolta þar eystra á þessum tíma. „Auk þess að skoða borgirnar var það okkar hlutverk að finna andann í fólkinu á götunni; hvaða væntingar fór það með og hvernig upplifði það mótið? Ég held að við höfum verið einu íslensku fjölmiðlamenn- irnir sem ekki ferðuðust með landsliðinu og bjuggu í bænum sem þeir æfðu í við Svartahafið. Við fórum út í þetta verkefni með það að augnamiði að nálgast þetta frá svolítið öðru sjónarhorni en venjulega íþróttaumfjöllun, kannski með smá snert af kaldhæðni. En svo þegar nær dró leikdegi breyttumst við báðir í harða stuðnings- menn og allur töffaraskapur hvarf samstundis,“ segir Guðmundur sposkur. Úr heimildarþættinum Gerska ævintýrinu. Morgunblaðið/Eggert HM utan vallar Guðmundur Björn Þorbjörnsson á leið á völlinn ásamt stuðnings- manni Argentínu. Morgunblaðið/Árni Sæberg Gerska ævintýrið nefnist heimildarþáttur sem sýndur verður á RÚV í kvöld, sunnudagskvöld, og fjallar um ævintýri Íslendinga á HM í Rússlandi í sumar. „„Augað horfði svo illilega á mig, að ég vissi hreint ekki mitt rjúkandi ráð,“ sagði sá, sem kom til rannsóknarlögreglunnar í gærmorgun að skila þýfi sínu – gerviauga, sem hann hafði stolið nóttina áður. Virtist maðurinn þeirri stundu fegnastur, þegar rannsóknarlögreglan hafði tekið þetta illa auga í sína vörzlu.“ Þessa óvenjulegu frétt var að finna í Morgunblaðinu á gaml- ársdag fyrir fimmtíu árum, 1968. Ennfremur sagði: „Í fyrrinótt brauzt þessi maður ásamt kunn- ingja sínum inn í fjögur fyrirtæki að Hverfisgötu 46; Prentsmiðj- una Ásrún, Bókamiðstöðina, Brynju og Kassagerð Georgs & Co. Brutu þeir félagar upp fjórar hurðir og brutu sér að auki leið í gegnum eitt þil. Upp úr krafsinu höfðu þeir eitthvað af skipti- mynt, sígarettur og svo gervi- augað, sem þeir tóku úr skrif- borðsskúffu í skrifstofu kassagerðarinnar. Þegar heim kom skiptu þeir með sér fengnum og féll gervi- augað í hlut þessa manns. Stillti hann því upp á náttborðinu hjá sér og hugðist síðan hverfa á vit svefnsins. Úr því varð þó ekkert og skildi manntetrið fyrst í stað ekkert í því, hversu erfiðlega honum gekk eftir sofna. Þá varð honum litið í augað á náttborð- inu. Og sjá! Þvílíkt augnaráð, sem það sendi honum! Mann- inum varð um og ó.“ GAMLA FRÉTTIN Stal illu auga Gerviaugu geta skotið mönnum skelk í bringu, eins og þjófurinn komst að árið 1968. Þetta tiltekna auga tengist ekki fréttinni með beinum hætti. ÞRÍFARAR VIKUNNAR Melissa Rauch leikkona (Big Bang Theory) Erna Gísladóttir eigandi BL Una Sighvatsdóttir heimshornaflakkari GLEÐILEGT NÝTTÁR! TAKK FYRIR AÐ TAKA FLUGIÐ MEÐ OKKUR Sendum viðskiptavinum okkar og landsmönnum öllum okkar bestu óskir um farsælt komandi ár með bestu þökkum fyrir stuðninginn á því liðna. WOWAIR.IS WOWAIR@WOWAIR.IS

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.