Víkurfréttir - 07.03.2019, Síða 8
Að flytja til Englands og gerast au pair er besta ákvörðun sem Elva Margrét
Sigurbjörnsdóttir hefur tekið. Elva er 23 ára og er frá Keflavík en eftir að
hafa flutt út í september og klárað starfstímann sinn ákvað hún að verða
eftir í Lincolnshire og lifir þar hamingjusömu lífi.
„Mig langaði að prófa eitthvað nýtt og fékk tækifæri til að gerast au pair.
Það er eitthvað sem mig hefur alltaf langað til að gera. Ég mæli svo mikið
með því að fólk flytji frá heimalandi sínu og prófi eitthvað nýtt,“ segir
Elva Margrét.
Eftir að hafa starfað sem au pair í Englandi fékk hún vinnu sem barþjónn
á klúbbi sem ber heitið Home og hefur nú starfað þar í tvö ár. „Mér finnst
það ótrúlega gaman. Ég er búin að kynnast mjög mörgum. Það vinna yfir
fimmtíu manns á klúbbnum og það að vera í þessum bransa hér úti hefur
hjálpað mér mjög mikið.“
Íslenski kassinn heftandi
Bretar eru mjög ólíkir Íslendingum, Elva
Margrét segir að þeir séu opnari og yfir
höfuð finnist þar meiri fjölbreytni. „Það er
mjög mikill munur á menningunni. Mér
finnst margir á Íslandi lifa í ákveðnum
kassa. Þeir haga sér og klæða sig svipað.
Ég hef orðið vitni að því heima á Íslandi
að vinir mínir hlusti til dæmis á vissa
tónlist af því hún er í tísku á þeim tíma,
þó þeim hafi þótt tónlistin drepleiðinleg.
Mér hefur alltaf fundist það svo brenglað
að fylgja þessum straumi og mér hefur
aldrei liðið eins og ég passi í þennan
kassa,“ segir hún.
Kokteilsósa og Kúlusúkk
Þar sem Elva vinnur oft langt fram undir
morgun hefst hefðbundinn dagur hjá
henni vanalega um hádegi. „Það getur
verið erfitt að vakna snemma því ég kem
stundum heim frá vinnu um klukkan
fimm á morgnanna. Ég hitti oftast vini
mína á daginn og fer niður í bæ eða fer
að stússast eitthvað. En svo koma líka
dagar þar sem mig langar bara að hafa
það rólegt og glápa á Netflix.“
Aðspurð segist hún sakna fjölskyld-
unnar, vina sinna og kisanna sem búa
heima á Íslandi. „Annars sakna ég þess
að fá íslenskt vatn, mjólk, kokteilsósu,
pítusósu, Vogaídýfu, Draumasúkku-
laði, Kúlusúkk, fylltar reimar, Þrist,
Bragðarref og pizzu á Langbest. Ég
sakna þess samt ekki að búa á Íslandi,“
segir hún.
Börnin sem hún passaði á Englandi,
Faye, Leena og Maximilian, segir Elva
ein þau bestu sem hún hafi kynnst.
„Ég er svo heppin að fá að kalla þau
mín. Ég elskaði það að vera au pair.
Það komu alveg erfiðir tímar en þeir
voru mun fleiri sem voru góðir.“
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Rauða krossins á Suðurnesjum verður
haldinn miðvikudaginn 13. mars 2019 kl: 20.00
að Smiðjuvöllum 8, Reykjanesbæ.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Kaffiveitingar
Önnur mál
Hvetjum alla Rauða kross félaga til að mæta og taka
þátt í starfi deildarinnar
Rauði krossinn
á Suðurnesjum
Árleg Góugleði
Félags eldri borgara á Suðurnesjum
verður haldin sunnudaginn 10. mars
kl. 15.00 í samkomuhúsinu Garði.
Kvenfélagið Gefn sér um kaffiveitingar.
Nemendur frá Tónlistarskólanum Garði
verða með tónlistaratriði, auk þess mun
hljómsveitin Suðurnesjamenn koma fram.
Besta ákvörðunin að flytja til Lincolnshire
– Elva Ma
rgrét
starfar se
m bar-
þjónn í Bre
tlandi Sólborg Guðbrandsdóttirsolborg@vf.isVIÐTAL Elva með Max og Leena.
Með vinahópnum á Home.
FRÉTTAVAKT
ALLAN SÓLARHRINGINN
898 2222
Aðalfundur
Miðflokksfélags Suðurkjördæmis
verður haldinn laugardaginn 9. mars 2019,
kl.:16:00 á Papas Pizza, Hafnargötu 7a í Grindavík.
Gestir verða: Birgir Þórarinsson
Karl Gauti Hjaltason
Didda Hólmgrímsdóttir
Tómas Ellert Tómasson
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórn Miðflokksfélags Suðurkjördæmis
8 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. mars 2019 // 10. tbl. // 40. árg.