Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.03.2019, Síða 26

Víkurfréttir - 07.03.2019, Síða 26
Verið velkomin á samkomu alla sunnudaga kl. 11.00 Hvítasunnu- kirkjan í Keflavík, Hafnargötu 84   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Okkar elskulegi ARNÓR JÓHANNESSON frá Forna-Krossnesi í Eyrarsveit, Reykjanesvegi 54, Reykjanesbæ, andaðist á hjúkrunarheimilinu Nesvöllum í Reykjanesbæ 24. febrúar. Útförin fer fram frá Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík, fimmtudaginn 7. mars klukkan 13. Sveinbjörn Gizurarson og fjölskylda Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA G. MELSTED Kirkjuteigi 1, Reykjanesbæ, lést á heimili sínu 23. febrúar. Jarðsungið verður frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. mars kl. 13. Guðmundur Jónsson Þorvarður Guðmundsson Ingunn Pedersen Unnur Guðmundsdóttir Ásgeir Þórðarson Gunnar Guðmundsson Tinna Magnúsdóttir Fríða Ragna Ingvarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Hann er elstur núlifandi Grindvíkinga og heitir Jón Valgeir Guðmundsson. Hann er yfirleitt kallaður Jón á Skála og er kenndur við Ísólfsskála þar sem hann ólst upp. Hann verður 98 ára í sumar og er mjög ern. Systkini hans náðu flest háum aldri en Valgerður Guðmundsdóttir, systir hans, lést árið 2013 og var á 102. aldursári. Jón er einn eftirlifandi úr ellefu systkina hópi. Það var ánægjulegt að heilsa upp á manninn sem lék við hvern sinn fingur, ótrúlega hress og minnugur, þuldi vísur sem hann hefur samið sjálfur og sagði frá á lifandi hátt. Hann meira að segja hóf upp raust sína og söng vísur sem hann orti þegar hann var í útilegu með ættingjum og vinum en það var afmælisferð á 95 ára afmæli hans. Við gefum Jóni orðið: Lukkan hefur alltaf verið með mér „Ég er fæddur 4. júlí árið 1921 og heiti eftir afa mínum og ömmu sem dóu sama ár og ég fæddist. Mér var gefið grátt lamb þegar ég fæddist og það var mikil happakind eins og allt hefur verið hjá mér um dagana. Lukka hefur alltaf verið yfir mér og þakka ég almættinu það. Það er almætti yfir mér. Þessi tilvera er þannig útbúin að þeir sem lenda í höndum almættisins, það kemur ekkert fyrir þá. Þeir eru látnir vita og fá aðvaranir í draumi ef eitthvað á að ske og þannig hefur það alltaf verið hjá mér.“ Þegar rætt er við Jón þá finnur maður það glöggt að maðurinn er trúaður en hann var fengsæll sjómaður um ævina og treysti almættinu fyrir sér og áhöfn sinni. Mönnum fannst gott að hafa hann um borð því hann var ber- dreyminn og fékk fyrirboða í gegnum draumfarir sínar. Berdreyminn sjómaður „Við keyptum bát frá Þýskalandi 1959 og ég var sendur út ásamt öðrum en ég var útgerðarstjóri. Svo lögðum við af stað frá Þýskalandi og fórum þarna inn í Skagerrak og Kattegat. Ég vakna þar um morguninn við draum þar tveir kvenmenn, allsberir eða því sem næst, ráðast á mig og ætla að drepa mig. Ég vakna við þetta og þegar ég kem á fætur þá tala ég við skipstjórann og vélstjórann, segi þeim drauminn og segi einnig að við munum fá stórveður í tvo daga og það muni litlu að við munum far- ast. Jæja, en svo leggjum við af stað. Þegar við komum á Færeyjabanka var þar stórsjór sem gekk yfir bátinn, þá kemur þessi voða sjór á eftir bátnum en hann var kaldbakslaus þá. Ég ákvað að stoppa vélina. Þá kemur siglinga- fræðingurinn til mín og spyr mig hvers vegna ég sé að slá af. Ég sagði við hann að ef ég hefði ég ekki slegið af þá hefðum við hvolft bátnum. Bara af því að báturinn var kyrr þá slapp hann því það var engin ferð á honum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef dreymt á lífsleiðinni fyrir einu og öðru. Þetta er bara eitt brot af því.“ Alin upp á Ísólfsskála Jón segir jafnframt að þeir sem vilja hlusta eftir almættinu fá leið- beiningar og það sé bara staðreynd. Maður fær það á tilfinninguna þegar hlustað er á Jón segja frá að hann sé ekki eins og fólk er flest, jafnvel skyggn en hann þvertekur fyrir það þegar blaðamaður spyr hann. Manni virðist hann samt eiga svör við öllu og því lék blaðakonu forvitni á að vita hvers vegna Jón haldi að hann sé svona langlífur. „Það hefur aldrei grandað mér eitt eða neitt um dagana. Ég hef alltaf verið frískur og alltaf unnið voðalega mikið frá blautu barnsbeini. Foreldrar mínir, Guðmundur Guðmundsson og Agnes Jónsdóttir, voru fædd þó nokkru fyrir aldamótin 1900. Þau byggðu húsið að Ísólfsskála sem stendur enn. Það var þarna áður bara gamalt moldarbarð sem afi átti. Mamma mín átti fimm börn áður en hún var fráskilin en hún réði sig sem ráðskonu hjá pabba mínum á Hrauni í Grindavík en hann gerði út þaðan og þau fluttu svo upp á Skála árið 1908. Saman eignuðust þau sex börn. Mamma eignaðist ellefu börn allt í allt. Hún var afskaplega dugleg kona og kenndi okkur systkinunum að lesa, skrifa og reikna. Hún kunni þessi ósköp af öllu mögulegu. Hún var af duglegu fólki komin, það var mikið hæfu fólki í Grindavík. Hún fór í skóla í Grindavík og varð hæst af öllum nemendum. Hún gat þulið ótal vísur og kvæði. Mamma sá til þess að við urðum læs, hún kenndi okkur allt. Við fórum aðeins eitt ár í barna- skóla niðri í Grindavík en það var fyrir fermingu. Fram að því hafði mamma kennt okkur. Þá var ekki vegur á milli Ísólfsskála og Grindavíkur og því var okkur systkinum komið fyrir hjá fólki sem pabbi þekkti aðallega í Grindavík á meðan við vorum í barnaskólanum.“ Hænan sem breyttist í hana Búskapur var að Ísólfsskála en for- eldrar Jóns voru með 250 kindur, þrjár kýr, hænur og það sem því fylgdi. Furðusagan um hænuna sem breyttist í hana er sönn segir Jón sem ólst upp í sveitinni. „Já, já, það er satt. Það var svoleiðis að Einar sálugi í Krosshúsum var hæns- nahirðir en hann átti danska konu. Hann seldi voða mikið af eggjum. Svo kom þetta upp að Skálanum og hann var svo hugfanginn af þessu þegar hænan fór að gala. Hænur gala, konur tala, hérna suður í Grindavík. Þetta kom í blöðunum. Sagan um risakol- krabbann er ekki sönn en það getur hafa verið löngu fyrir mína tíð.“ Ótrúlega minnugur Við Jón ræðum um góða veðrið og sólina sem skín inn um gluggann þennan dag sem við mæltum okkur mót. Hann segir að sumarið fram- undan verði frábært og fór svo með vísu sem fjallaði um veðurfar á Íslandi án þess að hika. „Það var talið að fösturnar færu eftir jólaföstunni. Jólafastan í ár var alveg glimrandi góð, alltaf svona þurrt og sólskin. Í fyrra var alltaf ausandi rigning, þreifandi bylur og læti og þannig fór sumarið í fyrra. Það var talað um þetta og þetta vissu gömlu mennirnir. Þetta var bara staðreynd. Þeir bjuggu svo mikið til þetta fólk. Ég ætla að fara með þessa þulu fyrir þig: TÓLF ERU SYNIR TÍMANS SEM TIFA FRAM HJÁ ÞÉR. Janúar er á undan með árið í faðmi sér. Febrúar og fannir þá læðist geislinn lágt. Í mars þó blási oft biturt þá birtir smátt og smátt. Í apríl sumar aftur þá ómar söngur nýr. Í maí flytur fólkið og fuglinn hreiður býr. Í júní sest ei sólin þá brosir blómafjöld. Í júlí er bagginn bundinn og borðuð töðugjöld. Í ágúst slá menn engin og börnin týna ber. Í september fer söngfugl og sumardýrðin þver. Í október fer skólinn að bjóða börnum heim. Í nóvember er náttlangt í norðurljósageim. Þó desember sé dimmur þá dýrðleg á hann jól. Á honum endar árið og aftur hækkar sól. Svona voru vísurnar, þær sögðu okkur hvað væri framundan. Þetta hefur verið troðið niður. Ég hef talað við margt meiriháttar fólk sem hefur aldrei heyrt þetta fyrr. Áður fyrr voru þetta heimildarvísur.“ Heillaður af hafinu „Ég var aðallega að leika mér með báta, ég var allur fyrir sjó. Þarna var tjörn og ég sigldi þar bátum sem ég bjó til sjálfur. Ég var líka niðri í fjöru að leika en við vorum einnig að hjálpa til á bænum. Pabbi byggði húsið okkar árið 1931 og þar bjó ég megnið af ævi minni. Vegurinn kom þangað út eftir árið 1930 og ég var svo heppinn að ég fékk að fara í vegavinnuna. Ég var sendur heim um ellefuleytið til að elda matinn ofan í mennina og ég eldaði saltfisk á prímus. Einar Bene- diktsson skáld átti heima á þessum tíma í Herdísarvík. Svo fór ég til sjós E R E L S T U R G R I N D V Í K I N G A O G V E R Ð U R 9 8 Á R A Í S U M A R Almættið vakir yfir Jóni á Skála Mar ta Eiríksdóttir marta@vf.is VIÐTAL Jón Valgeir Guðmundsson. 26 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.