Víkurfréttir - 07.03.2019, Qupperneq 32
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00
facebook.com/vikurfrettirehf
twitter.com/vikurfrettir
instagram.com/vikurfrettir
MUNDI
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M
Ponyhestar fyrir
börnin, viský fyrir mig
... og göngustafir!
SKILYRÐI:
• Vörulýsing á ensku
• Upprunaland komi skýrt fram
• Varan merkt samkvæmt íslenskri reglugerð
Er varan þín góð gjöf?
Pure Food Hall er verslun sem staðsett er í Flugstöð Leifs Eiríkssonar sem sérhæfir sig í íslenskum sælkeravörum.
Verslunin er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem vilja taka með sér íslenskt ljúfmeti út fyrir landsteinana.
VIÐ ÓSKUM EFTIR ÍSLENSKRI SÆLKERAVÖRU
Nánari upplýsingar veitir Ágúst Guðbjartsson,
Vöru- og innkaupastjóri í gegnum tölvupóst:
a.gudbjartsson@lagardere-tr.is
Móttaka tillagna er til 31. mars 2019
Safnahelgi á Suðurnesjum verður haldin í ellefta sinn um helgina 9.–10. mars. Þá opna söfn í Grinda-
vík, Reykjanesbæ, Suðurnesjabæ og Vogum dyr safna sinna fyrir gestum og gangandi. Í fyrra sótti
metfjöldi söfnin á svæðinu og var vel látið af fjölbreyttum sýningum og viðburðum.
Frábær dagskrá fyrir alla fjölskylduna
Á meðal þess sem boðið er upp á í ár er glæsilegur
nýr gagnvirkur plötuspilari í Rokksafni Íslands,
íbúar í Suðurnesjabæ og Vogum opna söfnin sín,
stærsti slökkvibíll í heimi finnst í safnageymslum
Reykjanesbæjar þar sem Slökkviliðsminjasafn Ís-
lands er einnig til húsa og í Grindavík verður hægt
að skoða muni sem tengast ströndum á svæðinu.
Auk þess verður nóg um að vera fyrir börnin, m.a.
upplestur úr Veröld vættanna bæði í Grindavík og
Reykjanesbæ, ævintýraveröld í Þekkingarsetrinu og
föndursmiðja og ratleikur í Duus-húsum. Tilvalið
er fyrir fjölskylduna alla að taka rúnt um Suður-
nesin og skoða menningu og mannlíf í bakgarði
höfuðborgarinnar.
Samstarf með sögu
Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginlegt verkefni
allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem
liður í því að kynna menningu á heilu landssvæði
fyrir landsmönnum öllum og hefur það tekist vel
með aukinni aðsókn árlega auk þess sem Safna-
helgi hefur fest sig í sessi í svo langan tíma eins og
raun ber vitni. Dagskrá helgarinnar er aðgengileg
á vefsíðunni safnahelgi.is.
Flensuraunir
Ég er þessi sem verð aldrei veik. Ég hef
ekki fengið flensu síðan ég lét bólusetja
mig, í fyrsta og eina skiptið á ævinni,
fyrir örugglega meira en tíu árum. Það
hefur ekki skipt neinu máli þótt allir væru
veikir í kringum mig. Ég verð bara aldrei
veik. Punktur.
Þar til núna. Og þá kom flensan líka með
dynk og stæl. Eiginmaðurinn kom með
þetta ógeð heim og lagðist fyrstur, frum-
burðurinn næst, svo ég, stjúpdóttirin og
tengdafólkið hennar. Yngri sonurinn slapp,
en nældi sér í eyrnabólgu í staðinn. Meira
að segja Lubbi var hálf slappur. En við erum
öll hraust að upplagi og náðum þessu úr
okkur á nokkrum dögum sem betur fer.
En þá lagðist pabbi gamli. Og það er aðeins
meira mál að fá flensu þegar maður er
að verða 88 ára. Eftir sólarhring á bráða-
móttökunni í Fossvogi var búið að greina
hann – hann tók þetta alla leið, fékk inflú-
ensu A, súperháan hita og lungnabólgu í
kaupbæti. Það þurfti að leggja hann inn á
sjúkrahús og þá voru góð ráð dýr. Lands-
spítalinn var stútfullur og ekkert pláss að
hafa og auðvitað gekk ekki að hafa bráð-
smitandi manninn liggjandi á ganginum.
Okkur systrum hugkvæmdist þá að athuga
hvort staðan væri eitthvað skárri hér á
HSS og hvort það væri smuga að flytja
hann hingað? Pabbi, sá eðal Keflvíkingur
sem hann er, býr í Reykjavík þannig að við
vorum nú ekkert of vongóðar.
En þetta gekk allt upp og hann var boðinn
innilega velkominn á HSS. Þegar þetta er
skrifað er hann búinn að vera þar í viku
og verður útskrifaður fyrir vikulok, ef allt
gengur eftir. Og þvílíkur munur sem það
var að koma hingað úr erlinum á bráðamót-
tökunni – aldeilis frábærar móttökur og
umönnun á heimsmælikvarða. Ég vil nota
þennan vettvang til þess að hrósa þessari
mikilvægu stofnun okkar og öllu því frá-
bæra starfsfólki sem þar vinnur sín verk
af fagmennsku með bros á vör. Takk!
Ég lærði það sum sé að ég er ekki ónæm
fyrir umgangspestum. Og vá hvað það er
leiðinlegt að liggja í flensu, sérstaklega
þegar eiginmaðurinn stingur svo af til
útlanda í vinnuferð og skilur okkur hin
eftir í bælinu með tóman ísskáp og engan
nógu hressan til að fara í búðina. Í mókinu
glumdu þá auglýsingarnar frá Nettó í höfð-
inu á mér: „Smelltu til að versla í kvöldmat-
inn á netinu…,“ „Vefverslun Nettó – gerðu
innkaupin þegar þér hentar“. Ég man eftir
litríkum og skemmtilegum auglýsingum
þar sem ungur og fallegur piltur dansaði
um með heimsendu vörurnar. Þarna var
lausnin komin, við myndum ekki þurfa að
svelta og ég smellti mér á netið.
En ég hefði betur orðið veik í höfuð-
borginni því ungi pilturinn með heim-
sendinguna er ekki í boði hér. Ég man ekki
sérstaklega eftir að það hafi verið nefnt í
auglýsingunum, en Nettó finnst við Suður-
nesjamenn greinilega ekkert of góð til að
fara bara sjálf út í búð. Mér finnst þetta
hins vegar súperléleg þjónusta og lýsa
hallærislegu metnaðarleysi. Annað hvort
býður maður upp á þjónustuna eða ekki.
Ekki bara þegar þér hentar.
LOKAORÐ
RAGNHEIÐAR ELÍNAR
RÓTGRÓIN SAFNAHELGI Á SUÐURNESJUM
Saga skipstranda í Grindavík, stærsti slökkvibíll
í heimi, ponyhestar, viský og göngustafir
Tvö skipsströnd við Hópsnes í Grindavík fyrir um þremur áratugum. Til vinstri er það Hrafn Sveinbjarnarson III GK
og til hægri flutningaskipið Mariane Danielsen. Því var bjargað af strandstað og dregið erlendis þar sem gert var við skipið.
Myndir úr safni Víkurfrétta.