Víkurfréttir - 21.02.2019, Síða 11
11FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Sóley Sigurjóns GK aflahæsti ísfisks-
togari landsins í febrúar
„Mikið gaman, mikið fjör“, segir einhvers staðar. Þannig er það búið að
vera nú í vikunni í Grindavík og Sandgerði því mjög vel hefur veiðst og
bátar koma með fullfermi í land, þó aðallega neta- og dragnótabátarnir.
Ennþá eru þrír minni línubátar á
veiðum skammt utan við Þjórsárs-
ósa, þeir Von GK sem hefur landað
81,5 tonni í átta róðrum og mest 14
tonn í róðri. Bergur Vigfús GK sem
er með 38,3 tonn í sex og mest 10,7
tonn og Beta GK sem er með 25 tonn
í fjórum róðrum og mest 10,1 tonn.
Hinir línubátarnir hafa líka fiskað
vel og má segja að þeir skiptist í tvo
hópa. Annar hópurinn er á veiðum
utan við Grindavík og landar þar og
hinn hópurinn er á veiðum utan við
Sandgerði og landar þar.
Ef litið er til Grindavíkur þá er t.d.
Sævík GK með 80 tonn í níu róðrum
og mest 14,5 tonn. Dúddi Gísla GK
49 tonn í sjö og mest 10 tonn. Gísli
Súrsson GK 80 tonn í sjö. Ef litið er til
Sandgerðis þá er t.d. Dóri GK 58 tonn
í níu, Daðey GK 57 tonn í tíu. Addi Afi
GK 18,5 tonn í sex róðrum, Guðrún
Petrína GK 14,6 tonn í fjórum, Birta
Dís GK 9,3 tonn í þremur og Ölli
Krókur GK 3,8 tonn í þremur. Haf-
dís SU 62 tonn í átta og Hulda GK 63
tonn í átta. Þess má geta að Hulda
GK kom til Sandgerðis með öll kör
full um daginn og eftir endurvigtun
þá var aflinn 12,6 tonn. Blautt úr
bátnum þá var aflinn um 16,5 tonn.
Sjá má myndband af Huldu GK koma
til lands inn á Youtube-rásinni Icel-
andlukka, sem er í eigu þess sem
skrifar þennan pistil.
Sóley Sigurjóns GK hefur fiskað
vel í trollið og landað 425 tonnum í
fjórum löndunum og er þegar þetta
er skrifað aflahæsti ísfiskstogari
landsins í febrúar. Berglín GK er með
177 tonn í tveimur róðrum.
Fyrst við erum kominn í togarana þá
erum við komin í Nesfisksflotann en
í Sandgerði hafa dragnótabátarnir
þeirra mokveitt. Benni Sæm GK er
með 113 tonn í ellefu róðrum og þar
af kom báturinn með 25,6 tonn í land
í einni löndun eftir aðeins tvö köst. Í
fyrra kastinu fengust 20 tonn og um
6 tonn í því seinna. Siggi Bjarna GK
er með 107 tonn í ellefu róðrum og
mest 21 tonn. Sigurfari GK 76 tonn
í átta og mest 29,4 tonn. Aðalbjörg
RE 41 tonn í sex róðrum og mest
10 tonn.
Öfugt við hina bátana þá reyna
áhafnarmeðlimir Aðalbjargar RE
að veiða kola og eru því með lítinn
hluta af þorski í aflanum, en þó hefur
það gengið brösuglega að losna við
þorskinn því mjög margt hefur verið
af honum á miðunum sem þeir eru
á, dragnótabátarnir.
Þess má geta að á þessum dragnóta-
miðum sem bátarnir eru á, sem er
undir Hafnarbjarginu á stað sem
kallast Hafnarleir, hefur Hásteinn
ÁR verið að veiðum. Hásteinn ÁR
er að fiska í sig, eins og það kallast,
og landar öllum sínum afla í Þor-
lákshöfn.
Þá eru það netabátarnir. Mikið mok
hefur verið hjá þeim og Erling KE
færði sig skammt utan við Grinda-
vík og hefur landað þar. Erling KE
er kominn með 231 tonn í þrettán
róðrum, af þessum afla eru þrjár
landanir í Grindavík. Grímsnes GK
er með 111 tonn í tólf róðrum, Maron
GK 81 tonn í tólf, Halldór Afi GK 38
tonn í tíu. Bergvík GK 37 tonn í níu
og Þorsteinn ÞH, sem er elsti eikar-
báturinn sem er gerður út.
Báturinn var smíðaður árið 1946
og hefur heitið Þorsteinn alla sína
lífstíð. Fyrst sem Þorsteinn EA 15,
en árið 1956 var báturinn seldur
til Grindavíkur og fékk þar nafnið
Þorsteinn GK 15. Árið 1972 þá var
báturinn svo seldur til Raufar-
hafnar en hélt þar sínu nafni og
númeri. Það var ekki fyrr enn árið
2013 sem báturinn fékk númerið og
skráninguna Þorsteinn ÞH 115, sem
hann hefur í dag. Nokkur kvóti er á
bátnum og er hann núna á vertíðinni
að veiða kvóta sinn og leggur upp hjá
Hólmgrími sem ansi oft hefur verið
minnst á hér í þessum pistlum. Þessi
gamli bátur, sem er alger mubla að
sjá, kom til Sandgerðis með um 17
tonn í sínum fyrsta túr eftir aðeins
fimm trossur. Öll kör voru kjaftfull
þegar í land kom. Í þremur róðrum
þá landaði hann um 35 tonnum.
Þess má geta að inn á Youtube-rás-
inni Icelandlukka má finna mynd-
band af Þorsteini ÞH koma til hafnar
í Sandgerðis. Munið bara að gerast
áskrifendur að þeirri rás.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
AFLA
FRÉTTIR
Samþykkt með tilvitnuðum
fyrirvara bæjarstjórnar
Verkís ehf. hefur óskað eftir því fyrir hönd Stakksbergs ehf. að skipu-
lags- og matslýsing frá 30. janúar 2019 verði tekin til meðferðar hjá
bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ. Jafnframt er óskað eftir heimild til
að vinna deiliskipulagsbreytingu í samræmi við skipulags- og mats-
lýsinguna.
Bæjarstjórn Reykjanesbæjar
féllst á það, á fundi sínum þann
22. janúar síðastliðinn, „fyrir sitt
leyti á að Stakksberg ehf. hefji
vinnu við skipulags- og matslýs-
ingu og deiliskipulagsbreytingu
í samræmi við beiðni þeirra þar
að lútandi. Það skal þó áréttað að
Reykjanesbær hefur skipulagsvald
á svæðinu og tekur skipulagstil-
lögur fyrirtækisins til afgreiðslu
þegar málsmeðferð skv. lögum er
lokið. Þar áskilur sveitarfélagið sér
rétt til að hafna tillögunum, enda
byggi sú ákvörðun á lögmætum
sjónarmiðum.“
Á fundi Umhverfis- og skipulags-
ráðs Reykjanesbæjar þann 15.
febrúar var erindið samþykkt
með tilvitnuðum fyrirvara bæjar-
stjórnar.
Gunnar Felix Rúnarsson full-
trúi Miðflokksins bókar: „Mið-
flokkurinn hafnar sem fyrr upp-
byggingu/endurræsingu kísilverk-
smiðjunnar í Helguvík. Slíkt er
þvert gegn vilja meginþorra íbúa
Reykjanesbæjar. Einnig skal á það
minnt að slík andstaða er við málið
að nú þegar hafa andstæðingar
verksmiðjunnar skilað inn undir-
skriftarlistum með lögbundnu lág-
marki íbúa til að knýja fram íbú-
akosningu. Fulltrúi Miðflokksins
setur sig alfarið upp á móti þessari
tillögu að breyta deiliskipulagi á
þessu svæði.“
Engin kísilversskoð-
unarferð framundan
„Þetta er hefðbundin vinnu-
ferð til vinabæjar okkar þar
sem starfsmönnum gefst
kostur á að fræðast um hin
ýmsu samfélagsverkefni
sem efst eru á baugi hverju
sinni. Hér er um að ræða
sameiningu sveitarfélaga,
fræðslu- og velferðarmál,
ferðaþjónustu og atvinnumál sem og
rekstur sveitarfélaga. Það er mikil
einföldun að halda því fram að hér
sé um sérstaka ferð starfsmanna
til að skoða kísilver í Noregi,“ sagði
Friðjón Einarsson, formaður bæjar-
ráðs Reykjanesbæjar, en í síðasta
tölublaði Víkurfrétta kom fram
að Margrét Þórarinsdóttir, bæjar-
fulltrúi Miðflokksins, gagnrýndi í
bókun á bæjarstjórnarfundi
það fjáraustur bæjarins að
senda átta fulltrúa Reykja-
nesbæjar til vinabæjarins
Kristiansand í lok maí.
„Nýverið samþykkti meiri-
hluti bæjarstjórnar Reykja-
nesbæjar áskorun til lögaðila,
sem hyggjast byggja kísilver
í Helguvík, um að hætta við þau verk-
efni. Það væri því ansi skondið að á
sama tíma værum við svo að senda
sendinefnd til að skoða kísilver. Þessi
bókun Miðflokksins er því varla svara-
verð og eingöngu ætluð til að koma
Miðflokknum á forsíðu dagblaða enda
óskaði bæjarfulltrúinn engra upp-
lýsinga um málið áður en umrædd
bókun var sett fram.“
Konudagur 2019
Spennandi tilboð
alla helgina
Max’s Restaurant & Aurora Floating
Northern Light inn · Norðurljósavegi · 240 Grindavík
Hafðu samband í síma
426-8650 eða kíktu á
Facebook síðuna okkar