Víkurfréttir - 21.02.2019, Qupperneq 12
12 UMRÆÐAN Á SUÐURNESJUM f immtudagur 21. febrúar 2019 // 8. tbl. // 40. árg.
NENNI EKKI FÉSBÓKARVÆLI!
Eitthvað virðast lokaorð mín í Víkurfréttum í vikunni
hafa snert háttvirtan þingmann Oddnýju Harðar-
dóttur illa. Bara að minnast á Klausturbarinn þykir
skammarlegt. Við skulum alveg hafa það á hreinu að
Klausturbarinn sjálfur er bara ljómandi góður staður
þó umræða ónefndra þingmanna á staðnum í nóvember
síðastliðnum hafi verið þeim illa sæmandi.
Eins og venja er í dag þá þykir best að
svara fyrir sig á Fésbókinni. Ég nenni
illa svoleiðis en ég er þakklátur Odd-
nýju fyrir að láta í sér heyra, svara
mér fullum hálsi og bjóða til fundar
við Samfylkinguna.
Ég hef hrifist af málflutningi bæjar-
stjóra Reykjanesbæjar, Kjartans Más
Kjartanssonar, þar sem ítrekað hefur
verið bent á að Suðurnesjamenn sitja
aftast á merinni í fjárveitingum ríkis-
valdsins. Það er ólíðandi.
Um leið og ég þakka Oddnýju fyrir
heimboðið til Samfylkingarinnar þá
vil ég einnig að íbúar á Suðurnesjum
fái að njóta umræðunnar og legg til að
Oddný og aðrir þingmenn Suðurkjör-
dæmis mæti til opins borgarafundar
í Reykjanesbæ. Þar geti sveitar-
stjórnarmenn og almenningur
fengið að spyrja þingmenn spjör-
unum úr. Það er tími til kominn
að þingmenn okkar svæðis fari að
vinna saman að hag Suðurnesja,
óháð flokkadráttum. Ég geri ráð
fyrir að Ásmundur, Birgir, Silja,
Vilhjálmur og aðrir þingmenn
svæðisins mæti vinnuveitendum
sínum, sem oft eru kallaðir kjós-
endur, augliti til auglitis og geri
grein fyrir sínum málum.
Það er óásættanlegt að Suður-
nesin séu í einhverjum ruslflokki í
landsmálapólitíkinni. Því ætlum við
að breyta, helst ekki seinna en strax!
Bæjarstjóri Reykjanesbæjar skipu-
leggi fundartíma og staðsetningu.
Áfram Suðurnes.
Margeir Vilhjálmsson
Íþrótta- og tómstundastefna Reykjanesbæjar
Öll börn og ungmenni eiga að fá tækifæri til að stunda skipulagt íþrótta-
starf undir leiðsögn þjálfara og stunda íþróttir óháð fjölskylduaðstæðum.
Einnig er mikilvægt að börn kynnist fjölbreyttum íþróttagreinum og þau
hvött til frumkvæðis og virkrar þátttöku. Hlutverk foreldra er líka afar
mikilvægt. Stuðningur, hvatning og aðhald er undirstaðan sem þau þurfa
til að blómstra og þessi nálgun er talin hafa jákvæð áhrif á þroska barnsins.
Æfingatími barna er mis-
jafn og er mikilvægt að
íþróttir og tómstundir miði
við hefðbundið skólastarf
hjá börnum. Dagarnir eru
oft langir og samþætting
skóla og íþróttastarfs er
eitthvað sem þarf að skoða í
þeirri stefnumótunarvinnu
sem er framundan.
Það eru ekki allir foreldrar í þeirri
aðstöðu að geta skutlað á æfingu á
vinnutíma og margir óska eftir því
að frístundaskólinn bjóði upp á þessa
þjónustu. Það er mikilvægt að skoða
samþættingu skóla- og íþróttastarfs
og létta þannig undir því
álagi sem foreldrar glíma
við. Þarna erum við aftur
komin að þeim punkti að
börn geti stundað íþróttir
óháð fjölskylduaðstæðum.
Á næstu mánuðum er
umfangsmikil stefnumót-
unarvinna að fara af stað
og mun íþrótta- og tóm-
stundaráð leggja mikla áherslu á að
vinna saman, þvert á alla flokka, vinna
sem heild og umfram allt gera þarfa-
greiningu í takt við þær breytingar
sem hafa átt sér stað á síðastliðnum
árum. Við munum vinna með íþrótta-
félögunum og fá álit fagmanna á þessu
sviði.
Uppi eru óskir um bætta æfingaað-
stöðu fyrir knattspyrnuiðkun, bæði
í Keflavík og Njarðvík, framtíðarað-
stöðu fyrir körfuknattleik hjá UMFN,
stuðning við innra starf félaganna og
þannig mætti lengi telja. Vænlegast
til árangurs er að leggja ekki af stað í
langferð nema að undirbúningurinn
sé góður og allar forsendur á hreinu,
þannig viljum við vinna. Í lokin verður
afurðin heildstæð íþrótta- og tóm-
stundastefna Reykjanesbæjar sem
inniheldur framtíðarsýn um upp-
byggingu íþróttamannvirkja í bæjar-
félaginu.
Eva Stefánsdóttir,
formaður íþrótta-
og tómstundaráðs
Reykjanesbæjar
Rótarýsjóðurinn er kraftur
Rótarýhreyfingarinnar
Rótarýhreyfingin, sem hófst með fjórum mönnum fyrir 114 árum í Chi-
cago, hefur látið gott af sér leiða mörgum til gagns. Rótarýsjóðurinn eða
„Rotary Foundation“ er tæki hreyfingarinnar til þess að koma góðum
verkum í framkvæmd. Sjóðurinn var stofnaður 1917, fyrir meira en
einni öld. Hann var ekki burðugur framan af en það breyttist smám
saman og nú er Rótarýsjóðurinn orðinn afar öflugur. Hann styður og
hefur stutt mörg verkefni víða um heim.
Stærsta verkefni hans er,
og hefur verið síðan 1985,
að útrýma lömunarveiki
af jörðinni. Nú er svo
komið að mjög fá tilfelli
greinast árlega. En þegar
verkið hófst dóu þúsundir
barna víða um heim og
enn fleiri urðu örkumla,
lömuð fyrir lífstíð. Nú þegar hillir
undir endalok þessa hræðilega
sjúkdóms er svo komið að fæstir
Íslendingar muna eftir lömunar-
veikinni og afleiðingum hennar.
En baráttunni lýkur ekki fyrr en
staðfest er að ekki hafi greinst fleiri
tilfelli lömunarveiki eða „Polio“.
Þau voru 32 árið 2018 en þrjú hafa
greinst í ár. Verkefnið ber heitið
„Polio Plus“.
En Rótarýsjóðurinn hefur haft
mörg járn í eldinum og hefur enn.
Margir Íslendingar hafa notið veg-
legra skólastyrkja til meistarnáms
á háskólastigi. Enn fleiri hafa notið
þess að fá tækifæri til þess að ferðast
til landa víða um heim og kynna
sér hvernig störf þeirra eru unnin
í öðrum löndum. Þetta hafa verið
ferðir fámennra hópa undir stjórn
reynds Rótarýfélaga.
Rótarýsjóðurinn hefur unnið að
verkefnum eins og að grafa brunna
í Afríku og víðar og frelsað konur,
einkum ungar stúlkur, frá þeirri
kvöð að sækja vatn langar leiðir
á hverjum degi. Sjóðurinn hefur
styrkt atvinnurekstur kvenna í fá-
tækari löndum og veitt smálán til
þess að koma konum af stað í eigin
rekstri.
Rótarýsjóðurinn hefur styrkt skóla-
starf víða í Afríku og Asíu. Það er
afar mikilvægt að styðja menntun,
einkum ungra stúlkna sem ella
eiga ekki kost á henni. Markmið
Rotary Foundation er að láta gott
af sér leiða, „Doing Good
In The World“. Upphafið
var 26,5 dollara framlag
Rótarýklúbbs Kansas
City að undirlagi Arch T.
Klumph 1917. Sjóðurinn
hefur vaxið síðan og er nú
viðurkenndur einn best
rekni góðgerðasjóður í
heimi. „The Association of Fundrais-
ing Professionals“ útnefndi sjóðinn
sem framúrskarandi árið 2017. Sú
viðurkenning er mikils virði.
Nánast hver króna eða dollari sem
gefinn er til sjóðsins rennur beint til
þeirra verkefna sem honum er ætlað
að sinna. Stór hluti af þeim árangri
stafar af því að Rótarýfélagar sjá um
að féð nýtist og aðkoma þeirra er
sjálfboðaliðastarf. Það er ekki greitt
fyrir vinnu við að koma verkefnum
í gagnið og gang. Þúsundir Rótarý-
félaga víða um heim hafa bólusett
börn gegn lömunarveiki. Fyrir
hvern dollara sem Rótarý leggur
til Polio Plus veitir sjóður Bill og
Melindu Gates tvo til sjóðsins. Það
sýnir mikið traust þeirra á „Rotary
Foundation“.
Íslenskir Rótarýfélagar hafa veitt
meira en einni milljón dollara til
sjóðsins á undanförnum áratugum.
Þess má geta að Rótarýklúbbur
Keflavíkur hefur verið einn öflugasti
klúbburinn þegar kemur að fram-
lögum til sjóðsins frá Íslandi og sum
árin sá allra öflugasti.
Markmið „The Rotary Foundation“,
sem við nefnum gjarnan sjóðinn
okkar, er að gera Rótarýfélögum
kleift að efla skilning manna á
meðal, góðvild og frið með því að
stuðla að bættri heilsu, stuðningi
við menntun og útrýmingu fátæktar.
Ólafur Helgi Kjartansson,
félagi í Rótarýklúbbi Keflavíkur
Árangur hefur náðst!
Hávær umræða hefur verið um hve ójöfn fjárframlög
til opinberra stofnanna á Suðurnesjum séu miðuð
við stofnanir víða annars staðar. Málið höfum við
þingmenn kjördæmisins rætt á reglulegum samráðs-
fundum með Félagi atvinnurekanda á Reykjanesi
(SAR) og sveitarstjórnafulltrúum. Samband sveitar-
félaga á Suðurnesjum (SSS) tók þetta mál föstum
tökum með því að láta óháðan aðila gera skýrslu um
málið sem hefur verið markvisst kynnt fyrir ráðu-
neytum, stofnunum og þingmönnum. Þessi vinna hefur nú þegar skilað
sér vel sem góður stuðningur við þá vinnu sem við þingmenn svæðisins
höfum verið að vinna að undanfarin ár. Verkefnin eru mörg og hefur
gengið misvel að koma þeim áfram. Góður árangur hefur náðst í mörgum
málum og með framtaki SSS hefur komist aukinn kraftur í önnur mál.
Hægt væri að skrifa heila grein um
hvert mála um sig en mig langar
að nefna nokkur þeirra hér til upp-
lýsingar.
Áfangasigrar hafa náðst á Reykja-
nesbrautinni með nýjum hring-
torgum, mislægum gatnamótum
við Krísuvíkurgatnamótin og nú er
í útboði aðskilnaður akstursstefna
inni í Hafnafirði. Allt eykur þetta um-
ferðaröryggi okkar sem hér búum en
lokum framkvæmda þarf að flýta enn
frekar. Framkvæmdir við endurbætur
á Grindavíkurvegi eru komnar af stað
og hefur viðhald á helstu leiðum á
Reykjanesinu verið stórbætt.
Áherslur í fjármálaáætlun og byggða-
áætlun um að meðhöndla Suðurnes
sem vaxtarsvæði hefur skilað sér, til
að mynda með auknum skilningi á
stöðu heilbrigðisstofnunarinnar.
Samskipti okkar við heilbrigðis-
ráðherra eru góð og finnum við
fyrir skilningi á því aukna álagi
sem sú fjölbreytta íbúafjölgun og
aukni ferðamannastraumur hefur á
stofnunina. Aðbúnaður og fjárfram-
lög Lögreglunnar á Suðurnesjum
hafa verið stórbætt og umfram
önnur lögregluembætti.
Endurskoðun á málefnum Kadeco
eru langt komin í fjármálaráðuneyt-
inu í samstarfi við sveitarfélögin
og Isavia. Þar hefur, að mínu mati,
hjálpað mikið til að heimamenn eru
í forsvari stjórnarinnar og félags-
ins sjálfs. Gangi þær fyrirætlanir
eftir munu mörg tækifæri skapast
til uppbyggingar á fjölbreyttari at-
vinnustarfsemi og markaðssetn-
ingu á svæðinu fyrir verðmætari
störf. Ég hef þá trú að þessi vinna
hafi skilað auknum skilningi ríkis-
valdsins á þeirri innviðaþörf sem
hér er til staðar og hvað þarf til svo
tækifærin sem okkar öfluga svæði
hefur verði nýtt.
Fjármagn hefur verið tryggt til að
hefja uppbyggingu á félagsaðstöðu
við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og
hefst sú vinna vonandi fljótlega. Það
hefur tekið ótrúlega langan tíma að
fá fjármagnið en nú sér vonandi fyrir
endann á því. Málefni Keilis hafa
mörg hver verið leyst og er gaman að
fylgjast með eflingu þess skóla rétt
eins og Fisktækniskólans í Grindavík
eftir að hann fékk þjónustusamning.
Velferðarnefnd Alþingis ræðir mál-
efni eldri borgara þessa dagana og
eru hjúkrunarheimilismálin alltaf
á dagskrá, m.a. undirbúningur við
fjölgun hjúkrunarrýma í Reykja-
nesbæ. Þar þarf að móta stefnu á
landsvísu sem tryggir sem besta
þjónustu fyrir eldri borgara um
land allt með það að markmiði að
þeir hafi sem lengst val um búsetu
og þjónustu.
Skipulag markaðsstofanna hefur
verið til endurskoðunar innan Ferða-
málastofu og var þá gengið á hlut
Markaðsstofu Suðurnesja vegna
nálægðar við flugvöllinn. Ferða-
málaráðherra tók ekki undir þessa
nálgun og varð því ekki af samdrætti
hjá markaðsstofunni.
Því er ekki að leyna að málflutningi
okkar um skert framlög til Suður-
nesja er misvel tekið innan kerfisins
og er okkur svarað með ýmsum
rökum en í þingnefndum Alþingis
finnst mér okkur vel tekið. Aðrir
benda svo öfundaraugum á okkur
vegna þeirra miklu uppbyggingar
sem á sér stað á vegum Isavia, fé-
lags í opinberri eigu. Við þingmenn
kjördæmisins erum samhent í því
að fylgja málum áfram fast eftir í
þágu Suðurnesja.
Vilhjálmur Árnason,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Störf í boði
Algalíf leitar að starfsmönnum í mötuneyti sitt og þrif í
verksmiðju og á starfsmannaaðstöðu. Algalíf er lifandi
og skemmtilegur vinnustaður með um 30 manns í vinnu.
Helstu verkefni og ábyrgð:
• Undirbúningur fyrir
og eftir mat
• Uppþvottur og almenn þrif
• Þrif á skrifstofu, verksmiðju
og starfsmannaaðstöðu
Hæfnikröfur:
• Lipurð í mannlegum
samskiptum
• Frumkvæði og sjálfstæð
vinnubrögð
• Snyrtimennska og stundvísi
• Enska skilyrði
Um er að ræða 80-100% störf.
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2019
Ferilskrá sendist á clara@algalif.com merkt „mötuneyti“