Fylkir


Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 6

Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 6
6 FYLKIR - jólin 2017   þarna minni skólagöngu. En ég var ánægður með að fá að klára Gagn- fræðaskólann,“ segir Hávarður. „Það voru ekki allir sem fengu það.“ Þú færð tíu aura á tímann Hávarður segir að fyrsta launaða starf hans hafi verið hjá Árna í Garðsauka. „Árni var með stakk- stæði sem stóð þar sem Heiðarveg- urinn er í dag, austan við efri verka- mannabústaðina. Ég var tíu ára og Sigurpáll, vinur minn, tveimur árum eldri en ég, var í vinnu hjá Árna þetta sumar við að breiða saltfi sk og taka saman síðdegis. Ég var oft að hjálpa honum og suðaði í Árna um að fá vinnu. „Nei,“ sagði Árni. „Þú ert of ungur,“ og þar við sat og ég hélt bara áfram að hjálpa Sigur- páli. Svo einn góðan veðurdag kom Árni, horfði á okkur dágóða stund og hefur líklega séð að ég gat unnið því að hann sagði: „Þú færð tíu aura á tímann.“ Og þar með var ég ráðinn í mitt fyrsta launaða starf. Reyndar voru það ekki pen- ingarnir sem ég var mest að hugsa um, að ég held, það var frekar að hafa hlotið viðurkenningu í þessu samfélagi fullorðinna og vita að maður gat orðið að gagni. En svo um haustið bankaði Árni í Garðs- auka upp á heima og borgaði mér tuttugu krónur í laun fyrir sumarið. Og það var ólýsanleg tilfi nning að taka við fé sem maður hafði unnið fyrir sjálfur. Ég er nú oft búinn að fá útborgað síðan þetta gerðist en ég held að aldrei hafi fylgt útborgun önnur eins ánægja og þarna,“ segir Hávarður. „Mamma fór svo með mér og keypti á mig nýja skó og axlabönd, kaupið nægði fyrir því; og svo minnir mig að hún hafi saumað á mig nýjar buxur. Maður var heldur betur rogginn að spóka sig í því sem maður hafði unnið fyrir sjálfur,“ segir Hávarður. „Næsta sumar var ég svo kúasmali hjá þeim Unu og Guðmundi á Sól- brekku og tvö þar næstu sumur var ég í sveit hjá ættingjum mínum í Neðra Dal í Mýrdalnum þar sem ég kunni prýðilega við mig. En lengri varð sveitadvölin ekki því að árið sem ég fermdist réði ég mig yfi r sumarið hjá þeim Magnúsi Magnússyni og Tóta meðhjálpara í Veiðarfæragerðinni við að hnýta net. Þeir voru með fjölda fólks í vinnu, líklega um tuttugu manns, mest kvenfólk og ég held að ég hafi verið yngstur í þeim hópi. En ég komst fl jótt upp á lagið með að hnýta og kunni vel við þetta starf.“ Vildi vera laus á sumrin Eftir að Hávarður lauk námi í Gagn- fræðaskólanum réði hann sig í vinnu í Hraðfrystistöðinni. „En ég vann líka meðfram því hjá Sigur- geir, bróður mínum sem var verk- stjóri og línumaður hjá Símanum. Haustið 1958 var ég svo ráðinn verkstjóri í Hraðfrystistöðinni en ég setti það skilyrði að ég ynni þar aðeins yfi r haustið og veturinn. Vildi vera laus í maí og geta verið í útivinnu yfi r sumartímann. Og að því var gengið. Fyrir þessu lágu ákveðnar ástæður. Í fyrsta lagi hugnaðist mér ekki að vera innilok- aður í fi skvinnu á þessum árstíma. Ég hef alltaf verið mikill útivistar- maður og þá er sumarið auðvitað aðaltíminn. Svo var ég kominn í kynni við úteyjalífi ð og sá fram á að erfi tt gæti orðið að samræma það vinnu við verkstjórn í frystihúsi. Þess vegna hafði ég þennan hátt á, skipti um starfsvettvang á sumrin. Ég held að það geti verið gott fyrir fólk að breyta til á þennan hátt. Alla vega fannst mér þetta prýðilegt. Ég hafði ánægju af vinnunni á báðum stöðum, í frystihúsinu og hjá Sím- anum og fann að ég hlakkaði til bæði á haustin og vorin að breyta til,“ segir Hávarður. „Sumarið 1959 unnum við að því hjá Símanum að reisa 30 metra hátt mastur á Klifi nu og það var mikil framkvæmd. Við þurftum að grafa okkur niður á þriggja metra dýpi til að koma undirstöðunum fyrir. Svo var að koma öllu efninu upp en til þess notuðum við raf- magnsspil, sem stóð rétt norðan við réttina neðan undir Langabergi, og hífðum efniviðinn upp, m.a. 25 tonn af sandi og sementi, ásamt öllu vatninu sem þurfti í steypuna. Við höfðum ætlað okkur að safna regnvatni uppi á Klifi en þetta sum- ar rigndi lítið sem ekkert þannig að við urðum að hífa allt vatn upp líka auk járnvinkla og loftneta á mastrið. Svo þegar undirstöðurnar voru tilbúnar hófst vinnan við að reisa sjálft mastrið sem var 30 metra hátt. Þá kom upp ákveðið vanda- mál. Sumir í hópnum voru svo loft- hræddir að þeir treystu sér ekki nema upp í ákveðna hæð. Ég man eftir einum sem aftók að fara hærra en átta metra og öðrum sem setti markið á fjórtán metra. En sem betur fór voru aðrir sem treystu sér alla leið. Við byrjuðum á verkinu snemma í maí og því var lokið þann 20. júní. Ég held að fl estum hafi þótt þar vel að verki staðið.“ Úteyjalífi ð – ógleymanlegur tími Á þessu ári eru 70 síðan Hávarður fór fyrst til lundaveiða í Elliðaey. Síðan þá hefur lundaveiðin og úteyjalífi ð verið nær órjúfanlegur hluti af lífi hans. „Mig langaði ákaf- lega til að prófa þetta sem strákur. Og fjórtán ára fór ég fyrst út í eyju. Það atvikaðist þannig að þeir Oddsstaðabræður voru ráðandi í Elliðaey og þar sem einn þeirra, Kristófer Guðjónsson, var tengda- faðir Magga bróður, ákvað ég að fara og færa í tal við hann hvort ég mætti fara með út í eyju.. Krist- ófer, sem var ljúfmenni eins og bræður hans, tók vel í það og ég fékk að fara ásamt honum, Einari í Norðurgarði, Tóta á Kirkjubæ og Brynjúlfi Sigfússyni organista. Reyndar veiddi Brynjúlfur ekki, hann var bara í afslöppun úti í eyju. Við sváfum í gamla kofanum sem var talsvert sunnar en núverandi hús og í honum voru sex kojur. Ég fann mig strax í þessu og komst fl jótt upp á lag með háfi nn. Fann að þetta átti virkilega við mig. Lundinn var sóttur út í eyju tvisvar í viku, þá kom sókningsbáturinn, einhverjir veiðimenn fóru heim með honum og aðrir komu í staðinn. Til stóð að ég færi heim eftir næstu sókn en Kristófer spurði mig hvort ég vildi vera lengur. Og að sjálfsögðu vildi ég það,“ segir Hávarður. „Síðan hef ég verið í Elliðaey á nær hverju sumri. Þessi fyrstu ár var nokkuð fastur kjarni veiði- manna sem stundaði veiðar yfi r lundatímann. Það voru þeir Odds- staðabræður, Kristófer, Pétur, Guð- mundur, Guðlaugur, Hjörleifur og Ingólfur sem reyndar var aldrei mikið í sjálfum veiðunum, Þórarinn Guðjónsson betur þekktur sem Tóti á Kirkjubæ og svo talsvert af ung- um mönnum, t.d. Guðjón, sonur Lauga í Smið, Bjarni í Háagarði, Eddi Malla, Guðbjartur á Einlandi og svo Diddi í Svanhól sem peyi. Og marg- ir fl eiri sem of langt mál yrði upp að telja. Svo þegar árin liðu, þá heltust menn úr lestinni og aðrir tóku við. Allt afbragðs félagar,“ segir Háv- arður um þessa vini sína úr Elliðaey. „Þegar ég byrjaði átti ríkið eyjarnar og það voru sextán jarðir sem áttu tilkall til veiði í Elliðaey á lundatím- anum sem þá hófst 1. júlí. Reglurnar voru þær að fjórði hver fugl sem veiddist fór í svonefndan jarðapart og var afhentur jarðaeigendum þegar í land var komið. Hinir fugl- arnir þrír voru eign veiðimann- anna. Þetta kerfi breyttist þegar Vestmannaeyjabær eignaðist eyj- arnar, þá datt jarðaparturinn upp fyrir enda ekki lengur jarðir í ábúð í Eyjum, og veiðifélögin í hverri eyju tóku við. Greiddu ákveðið fasta- gjald til bæjarins fyrir afnotin og gátu síðan ráðstafað því fé sem fékkst fyrir sölu á fugli. Yfi rleitt var reglan sú í veiðifélögunum að menn tóku sér í soðið, til eigin nota af fuglinum en síðan rann andvirði þess sem eftir var til veiðifélags- ins og var notað til endurnýjunar á kofa og í annan sameiginlegan kostnað.“ Hávarður segir að allir hafi verið hæstánægðir með þessa skipan mála í veiðifélagi Elliðaeyjar. „Ég man líka þegar við stofnuðum veiðifélagið, á fundi heima hjá Gumma á Presthúsum. Þá var líka ákveðið að byggja nýjan kofa enda var sá gamli orðinn frekar hrörleg- ur. Til stóð að hafa hann skammt frá þeim gamla en ég lagðist á móti því, vildi færa hann norðar, þar fengist betri yfi rsýn. Mér tókst að sannfæra félaga mína og nýi kofi nn var byggður þar sem hann stendur enn, á fallegum stað með góðu útsýni yfi r fl óann, innsiglinguna og Heimaey. Það gekk líka vel með bygginguna, hún var að mestu leyti fjármögnuð með sölu á fugli og nokkrum árum síðar var svo farið í stækkun sem tókst vel og í dag er þetta ekki lengur neinn kofi heldur glæsilegt veiðihús.“ Hávarður segir að árin 1967, 1968 og 1969 hafi dottið út hjá sér í lundaveiði í Elliðaey. „Þá var ég að vinna við Vatnsveituna uppi á Landeyjasandi og gat ekki tekið mér frí. Og það voru stundum erf- iðir tímar, að horfa yfi r sundið og hugsa með sér hvernig félögunum gengi. En síðan hef ég farið á hverju ári ef þrjú síðustu ár eru undanskil- in, þegar ekki má veiða fugl hverfur svona ákveðinn hluti af sjarm- anum. En ég er sammála því að láta fuglinn njóta vafans og vonandi er þetta bara tímabundið ástand sem mun lagast,“ segir Hávarður. „Elliðaey er afar skemmtileg eyja og þar hef ég eignast einhverja þá bestu félaga sem völ er á. Það er erf- itt að gera upp á milli manna,“ segir Hávarður þegar hann er spurður hverjir hafi verið eftirminnilegastir. „En ætli það hafi ekki verið þeir bræður, Kristófer, Pétur, Gummi, Laugi og Hjölli og svo Tóti,“ segir hann eftir nokkra umhugsun. „En yfi rhöfuð voru allir þessir félagar algerar perlur. Þetta var ógleyman- legur tími sem ég hefði ekki viljað missa af.“ Vatnsveitan - mikil fram- kvæmd og þörf Þegar Stefán Runólfsson ákvað upp úr 1960 að færa sig um set, frá Hraðfrystistöðinni yfi r í Fiskiðjuna, spurði hann Hávarð hvort hann væri til í að fylgja sér yfi r. „Ég ákvað að slá til og fara en það var á sömu forsendum og áður, að ég væri laus yfi r sumartímann. Því var tekið og ég sá um skreiðarverkunina hjá Fiskiðjunni yfi r vetrartímann og svo síldarsöltun á haustin. Var svo eins og áður hjá Sigurgeir bróður á sumrin.“ En árið 1966 þýddi verulegar breytingar á lífi og störfum hjá Hávarði Sigurðssyni. „Magnús H. Magnússon, bæjarstjóri, kom að máli við mig og vildi ráða mig sem verkstjóra við væntanlega vatns- lögn milli lands og Eyja. Ég ákvað að taka því og 15. júlí fór ég upp á land til að útvega húsnæði fyrir væntanlega vinnufl okka. Það gekk vonum framar. Þetta voru tvö gengi og við í efra genginu fengum hús- næði í Eyvindarholti undir Eyjafjöll- um en hitt gengið, þar sem Ísleifur Ingvarsson var verkstjóri, fékk hús- næði á Bakka í Landeyjum. Síðar fengum við einnig afnot af bragga sem stóð við Markarfl jótsbrúna. Þar með var sá undirbúningur að baki og hægt að hefjast handa við sjálfa lögnina og sú vinna hófst strax í júlí. Við vorum með tvo bílstjóra í vinnu, þá Ástþór Ísleifsson og Pál Gíslason frá Bólstað, þeir sáu um að aka rörunum frá Þorlákshöfn og okkur tókst að leggja allt asbestið, alls 22 km. þrýstiprófa rúma 4 km og byggja fyrra vatnsbólið fyrir jól. Á árinu 1967 unnum við svo í þremur gengjum og gengum frá stokkum við Markarfl jótsbrúna, lögðum plastið og þrýstiprófuðum svo allar lagnir. 1968 var ákveðið til öryggis að byggja brú uppi í gili undir leiðslunni og sömuleiðis var farið í að reka niður undirstöður, 9 metra langa strengjasteypustólpa, fyrir dælustöðina niðri á sandi. Helstu erfi ðleikarnir við það voru að koma efninu á staðinn sem var erfi tt vegna sandbleytu. En við nýttum okkur þann tíma þegar frost var í jörðu og það gekk eins og í sögu. Svo um haustið gengum við frá dælunum inni í húsinu og þar með var okkar þætti að mestu lokið við þessa stórframkvæmd.“ Hávarður segir að fl estir hafi unnið við þessar framkvæmdir fyrsta sumarið. „Ég held að fjöldinn hafi farið upp í 30 þegar mest var. Og kjarninn í þessu liði voru Eyjamenn. Þarna voru Einar Jónsson, Magnús Bergsson, Guðjón Guðnason, Ólaf- ur Óskarsson, Ingi Sigurjónsson og Kristinn Andersen svo nokkrir séu Veiðifélagar í Elliðaey. Þórarinn Guðjónsson, Hávarður, Guðmundur Guðjónsson, Kristófer Guðjónsson. Verkstjórar hjá Hraðfrystistöð Vestmannaeyja 1963. Frá vinstri: Hávarður Sigurðsson, Jón Guðleifur Ólafs- son, Pálmi Árnason, Óskar Guðjónsson, Alfreð Einarsson, Jóhann Ingvar Guðmundsson. Mynd: Sigurgeir.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.