Fylkir


Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 11

Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 11
FYLKIR - jólin 2017   11 upplýsingar svo sem að einangrun í útveggjum sé „pappi og tex“, í húsinu er einfalt gler og olíu- kynding. Á húsinu eru sagðar vera málmþakrennur og brunnvatn til neyslu. Um fyrirkomulag í húsinu er val um að merkja við fjóra „glugga“ á matsforminu, það er Ágætt, Gott, Sæmilegt og loks Slæmt. Það er hakað við gluggann Gott. Stigar eru sagðir Óþægilegir og get ég alveg tekið undir það mat, þetta voru algjörir „hænsnastigar“, bæði þröngir og brattir. Við undirbúning og skrif þessarar greinar ræddi ég við þær systur Elínu Jóhönnu og Viktoríu Ágústu til að ryfja upp ýmislegt frá Aðal- bóli. Þá leitaði ég fanga á bóka- og skjalasöfnum Vestmannaeyja auk þess að hafa uppi á ýmsu „nýtilegu“ á Alnetinu. Þrátt fyrir að gólffl öturinn hafi ekki verið stærri fannst mér alltaf vera nóg pláss á Aðalbóli og eru jólaboðin þeirra ömmu og afa sér- staklega eftirminnileg. Þegar komið var inn í forstofuna var gengið til vinstri inn í eldhús og reyndar upp á loft, en innar voru dyr inn í stofu og loks klósettið. Í eldhúsinu var amma aldeilis á „heimavelli“ og alveg ótrúlegar veislur sem hún gat töfrað fram handa öllum krakkaskaranum og alltaf var nóg til. Ein af fyrstu raf- magnseldavélum sem keyptar voru til Eyja var á Aðalbóli (afi og Sigurjón Högnason, Sigurjón á Borg, keyptu vélarnar). Inn af eldhúsinu var svefnherbergi ömmu og afa, og alltaf fi nnst mér skemmtileg sagan sem mamma sagði okkur af því þegar Dengsi (Magnús) týndist og var leitað „um alla Eyju“, en þá hafði hann skriðið undir hjónarúmið og sofnað!! Í stofunum (borðstofa og „betri“ stofa) voru svo haldin hin eftir- minnilegu jólaboð. Reglulega var afi með „spilaklúbb“ sem spilaði bridge í stofunni. Uppi í risi voru tvö herbergi og sagði Ágústa að Ellý hefði haft stærra herbergið sem var austan megin (þar höfðu áður verið Bubb- ur og Dengsi) og Ágústa var í litla herberginu vestan megin þar sem hún eignaðist Agnesi 18. júní 1962. Ellý eignaðist Bjarna, frumburð sinn, 19. júlí 1949 í svefnherbergi ömmu og afa á neðri hæðinni. Þriðja barnið, Viktoría Karlsdóttir, fæddist á Aðalbóli 6. nóvember 1939. Þá fæddist Guðlaug dóttir Guðrún- ar Rannveigar Guðjónsdóttur og Péturs Guðjónssonar (á Kirkjubæ) á Aðalbóli 25. september 1928, en þau leigðu þá í kjallaranum. Bubbur og Dengsi voru farnir að leigja úti í bæ þegar Ágústa man eftir sér, en þeir komu heim á Aðal- ból í hádegismat að minnsta kosti. Mér eru minnisstæðar „miklar til- færingar í þvottahúsinu í kjallaran- um, þegar amma og mamma voru að setja í „stórís“ – strekkjarann, en strekkjarinn var bæði notaður til að strekkja dúka og gardínur (stórísa). Amma og afi voru með nokkurt búfjárhald, en þau áttu tvær kýr, auk hænsna og kinda, sem hafðar voru í Álsey á sumrin, en heima á veturna. Ágústa sagði að sér hafi þótt það alveg agalegt að þurfa að reka beljurnar heim til mjalta, því afi hafði tún neðan við Jómsborg og þurfti að reka beljurnar í gegn- um bæinn að Aðalbóli. Svo skitu þær á göturnar og „hittu“ aðrar kýr á leiðinni og þurftu þá auðvitað „að spjalla saman.“ Kýrnar voru hins vegar mikil búbót, því amma og afi gátu selt frá sér hálfpott og hálf- pott og minnist Agústa þess að Elli Bergur (Bergur Elías Guðjónsson) og fl eiri hafi verið í viðskiptum við þau. Afi hafði tvö stakkstæði, annað við Aðalból en hitt við Brimhól, og sagði Ellý að það hafi gjarnan verið vakið klukkan 6 á morgnana þegar vel viðraði til að breiða fi sk og svo þurfti auðvitað að snúa. Hún minn- ist einnig grænmetisræktunar ömmu en hún ræktaði ýmislegt í garðinum sínum sunnan við Aðal- ból svo sem gulrætur, rófur, rad- ísur, kartöfl ur og kál að ógleymdum jarðarberjunum. „Ljúfar minningar eru um það að amma notaði hvíta endann af rabbarbaranum ásamt sveskjum og gaf þeim að borða með rjóma!“ segja þær systur. Í minningargrein um ömmu Vikt- oríu skrifaði ég meðal annars: „Þá var nú aldeilis hátíð, þegar boðið var til jarðarberjaveizlunnar úti í garði við Aðalból. Og auðvitað var svo gott veður í þá daga að við strákarnir vorum á stuttbuxum og frænkur okkar í sumarkjólum, já sannkallaðir dýrðardagar.“ Leigjendur - vermenn Á Aðalbóli voru iðulega leigjendur, en í mínum huga er orðið vermenn, því mamma talaði oft um „alla ver- mennina“ sem voru á Aðalbóli. Síðasti leigjandi, og um alllangt skeið, var Sigurður Viktorsson (fæddur 18. júní 1929, dáinn 20. apríl 2001) og hélt hann alltaf tryggð við afa og ömmu. Auk ver- mannanna leigðu Guðrún og Pétur Guðjónsson (á Kirkjubæ) í kjallar- anum (eins og áður sagði) og Sylvía móðir Svans Kristjánnsonar (hálf- bróðir Oddgeirs) og Guðrún vin- kona hennar. Aðrir sem Agústa minnist eru Ingólfur Markússon frá Strýtu og stundum með honum tveir frænd- ur hans Rúnar (Rúnar Guðjónsson fæddur 26. ágúst 1933) og Doddi (Þórarinn Guðjónsson fæddur 12. ágúst 1931, systursynir Ingólfs), í kjallaranum. Helgi Þorláksson, skólastjóri, leigði fremri stofuna í eitt ár. Ágústa segir minninguna um Helga kannski skýrast af því að hann gaf henni bækur sem hann áritað með nafni hennar. Einnig gisti í stofunni „Blóma-Grímur“ (sennilega kall- aður það af því að hann kom til Eyja og seldi blóm) og þá minnist hún Matthíasar Sigfússonar, listmálara, sem greiddi leiguna með málverki. Matthías reri hjá afa á Gissuri hvíta VE 5. Ellý minnist Stebba „Færeyings“ á Aðalbóli, en hann var einn af „ver- mönnunum“ (Stefán Jóhannsson, hálfbróðir ömmu, sem fl utti til Fær- eyja og fékk því þetta auknefni. Í Færeyjum var hann hins vegar allt- af kallaður Stebbi „Íslendingur“!). Í kreppunni fór afi illa út úr útgerð- inni sem hann átti í, v/b Gissur hvíti VE 5, og var útlit fyrir að þau amma misstu Aðalból, og má því segja að afi og amma hafi borgað Aðal- ból tvisvar, með dugnaði og góðra manna hjálp. Um v/b Gissur hvíta VE 5 segir svo í Bliki 1978: Hann var 17 rúmlestir að stœrð. Smíðaður í Reykjavík árið 1926. Eigendur: Björn Sigurðsson o.fl . Formaður á bátnum var Alex- ander Gíslason á Landamótum. Bátur þessi var seldur austur til Hafnar í Hornafi rði árið 1947. Ágústa fer að heiman 1953 að hausti til og sest í Kennaraskólann þaðan sem hún útskrifast 1957 og gerist þá kennari við Barnaskólann í Vestmannaeyjum. Úr minningar- grein minni um ömmu Viktoríu: „Þá var ekki síður gott að vera í stofunni hjá ömmu, þegar Ágústa frænka, nýútskrifuð úr Kennaraskólanum, var að reyna að kenna okkur Bjarna frænda að lesa og skrifa, því við vissum að alltaf biðu okkar veizlu- föng eftir kennsluna.“ Ævi og störf Afi vann um skeið á vigtinni (hafn- arvoginni) sem þá var vestan við núverandi „hafnarhús“ (hafnarskrif- stofur og aðstaða hafnarvarða). Afi vann við Fiskmatið til 72 ára aldurs en hann hafði farið á nám- skeið til Reykjavíkur til að undirbúa starfi ð. Fyrst sem fi skmatsmaður við gæðamat á fi ski og síðar yfi r- fi skmatsmaður í Vestmannaeyjum, en staðan veittist honum formlega frá 15. október 1948. Við starfslok í Fiskmatinu gerðist hann nokkurs konar aðstoðarmaður á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, sótti póst, lyf og fl eira og var í ýmsu snatti. Viktoría Guðmundsdóttir var fædd á Baugsstöðum í Stokkseyrar- hreppi 22. febrúar árið 1897. Hún lést á Hrafnistu 12. janúar 1995, tæplega 98 ára að aldri. Foreldrar hennar voru Guðmundur Brynj- ólfsson frá Sóleyjarbakka í Hruna- mannahreppi og Elín Magnúsdóttir frá Baugsstöðum. Viktoría ólst upp á Baugsstöðum hjá móður sinni og eldri hálfsystkinum, Guðlaugu, Kristínu, Stefáni og Elínu Jóhanns- börnum. Amma var „send að heiman“ 16 ára í vist og var meðal annars í Mosfellssveit, en í Eyjum á Sunnu- hvoli, hjá Katrínu, systur Engilberts Gíslasonar listmálara í Eyjum, og þar „lærði hún til húsmóðurstarfa“. Amma Viktoría var alltaf heima- vinnandi húsmóðir, en þegar Ágústa byrjar í Kennaraskólanum 1953 fór amma út að vinna og vann í fi ski í Hraðfrystistöð Vestmanna- eyja. Herbergi Ágústu var þá leigt út til stúlkna sem unnu á sjúkra- húsinu. Aldarminning Ágústs Þórðarsonar. Sunnudaginn 22. ágúst 1993 voru 100 ár liðin frá fæðingu Ágústs Þórðarsonar. Í tilefni dagsins komu afkomendur og fjölskyldur þeirra saman í Al- þýðuhúsinu, og gerðu sér glaðan dag. Alls voru þá afkomendur þeirra Ágústs og Viktoríu Guðmunds- dóttur orðnir 101, og var sá yngsti skírður í Landakirkju fyrir hádegið á sunnudag. Var það stúlka, sem hlaut nafnið Ágústa (Halldórsdóttir Hallgrímssonar og Guðrúnar Krist- mannsdóttur), og hélt langamma hennar Betsý Ágústsdóttir, og jafn- framt elsti afkomandinn, Ágústu undir skírn. Alls voru 64 sem hittust þennan dag og fengu sér kaffi sopa í Al- þýðuhúsinu. Í dag eru afkomendur þeirra Ágústs Þórðarsonar og Viktoríu Guðmundsdóttur orðnir 198. Þar sem ég hóf þessa grein á um- mælum um afa Ágúst ætla ég að enda á þessum nótum: „Þú ert góðgjörn og velviljuð, fl jót að fyrirgefa misgjörðir annarra og hefur hæfi leika til djúprar og varan- legrar ástar.“ Þetta er tilvitnun í gamla afmælis- dagabók og á við fæðingardaginn hennar ömmu Viktoríu. Þessi mynd er tekin (líklega 1948) í stofunni á Ingólfshvoli (heimili Betsýar Gíslínu og Karls Kristmanns) og eru í efri röð frá vinstri Guð- mundur Siggeir, Ágúst og Magnús Þórður en fyrir framan Esther, Elín Jóhanna, Viktoría Ágústa, Viktoría og Betsý Gíslína. Bryggjumynd (Bæjarbryggjan) árið 1912 (ljósmyndari óþekktur). Afkomendur Ágústs Þórðarsonar við Aðalból 22. ágúst 1993 á 100 ára fæðingarafmæli hans..

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.