Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 12
12 FYLKIR - jólin 2017
Árið 1971 málaði Guðni A. Her-
mansen, listmálari og tónlistar-
maður, mynd sem hann kallaði
„Hefnd Helgafells“. Aldrei hafði
gosið í Helgafelli síðan byggð
hófst í Eyjum, en nú fann Guðni sig
knúinn til að gefa þessu útdauða
eldfjalli, að því er menn héldu, nýtt
líf á striga. Það var malartakan í
suður- og austurhlíðum Helgafells,
sem margir Eyjamenn töldu ljótt
sár í síðu fjallsins, sem varð honum
að innblæstri. Guðni hafði lengi
fylgst með malarnáminu og það
var ákafl ega þungt í honum út af
því. Eftir eina ferð sína austur og
suður fyrir fellið, kannski í nóvem-
ber 1971 þegar nokkrir Eyjamenn
mótmæltu malarnáminu, tók lista-
maðurinn penslana sér í hönd og
hóf við að mála „Hefnd Helgafells“.
Örugglega hafði Surtseyjargosið á
árunum 1963-1967, skammt vestur
af Heimaey, áhrif á myndefnið að
þessu sinni. Málverkið vakti verð-
skuldaða athygli þegar Helgafell
tók að gjósa rúmu ári seinna, eftir
sex þúsund ára hlé.
Fegurð eða notagildi:
hin sístæðu átök
Samgöngur höfðu lengi verið
vandi Vestmanneyinga. Um aldir
hafði sjórinn verið eini vegurinn
milli lands og Eyja. En með nýrri
tækni komu ný tækifæri: fl ug hófst
til Eyja, í fyrstu sjófl ugvélar. Nauð-
syn var að gera fl ugvöll. Fram-
kvæmdir hófust við lok seinna
stríðs sunnan Helgafells, milli
Helgafells og Sæfells (sem sumir
kalla Sæfjall). Þessum framkvæmd-
um fylgdi allnokkurt rask, ekki síst
voru unnin mikil spjöll á Sæfellsöxl-
inni við eystri brautarendann. Við-
hald fl ugbrautar og stækkun kost-
aði svo ofaníburð og malarnám.
Almennilega möl var hvergi að
hafa á Heimaey nema í Helgafelli,
höfuðprýði eyjarinnar. Hófu menn
þá að taka rauðamöl úr suðaustur
hlíðum fellsins svo að stórlega sá á
innan fárra ára. Svo var um búið að
sárið sást ekki frá kaupstaðnum;
samviskan nagaði menn. Þótt möl-
in úr Helgafelli þætti ekki sérlega
gott slitlag jókst ásóknin í hana, sér-
staklega eftir 1965, og sárið orðið
„tífalt stærra en það var fyrir fáum
árum“ (frásögn Mbl. 5. nóv. 1971).
Helgafell hafði margsinnis borið
á góma í náttúruverndarumræðu
áður en Guðni gaf því nýtt líf á
striga. Þegar árið 1950 ritaði Sig-
urður Þórarinsson jarðfræðingur
tímamótagrein þar sem hann var-
aði við náttúruspjöllum. Þar segir
um Helgafell:
Helgafell í Vestmannaeyjum er
búið að grafa sundur til lýta og
bera gjall úr því, m.a. á fl ugvöllinn.
... Ég tel, að Vestmannaeyingar
ættu, sjálfs sín vegna, að hugsa sig
tvisvar um áður en þeir lýta höfuð-
prýði eyjarinnar, Helgafell, meir
en þegar hefur verið gert. Vest-
mannaeyjar eiga áreiðanlega eftir
að verða fjölsótt ferðamanna-
svæði, ef rétt verður í haginn búið,
og Helgafell er það íslenzkt eld-
fjall, sem fl estir þeir útlendingar,
er koma til landsins sjóleiðina,
líta fyrst augum, enda fáar mynd-
skreyttar ferðalýsingar frá Íslandi,
sem ekki hafa mynd af Helgafelli.
Sóðaleg umgengi um það fjall er
því ekki aðeins Vestmannaeying-
um heldur og allri þjóðinni til van-
sæmdar.
Svipaður texti var tekinn upp sem
almenn röksemd í athugasemdir
með frumvarpi um náttúruvernd
sem Sigurður og Ármann Snævarr
lagaprófessor sömdu og lagt var
fram á Alþingi árið 1954, stórmerki-
legt plagg, varð að lögum 1956,
fyrstu heildarlög um náttúrvernd
á Íslandi.
Sjónarmið Sigurðar Þórarinssonar
fóru ekki fram hjá Eyjamönnum.
Sveinn Guðmundsson, útbússtjóri
ÁTVR, bæjarfulltrúi bæði áður og
síðar, steinasafnari og náttúruunn-
andi, tók haustið 1951 undir með
Sigurði í grein í Framsóknarblaðinu:
Undanfarin ár hefur verið tekinn
ofaníburður sunnan í Fellinu og
blasir opið sár í síðu Helgafells
við auga vegfarandans, fl estum
til angurs, og ekki öllum að
sársaukalausu. Eru það fl eiri en
Eyjabúar sem hér eiga hlut í máli.
Helgafell er ein fegursta „keila“
frá jarðfræðilegu sjónarmiði hér
á landi. Á nauðsyn þess að vernda
þetta fagra fell frekari spjöllum en
orðið er, hefur verið drepið í Nátt-
úrufræðingnum eftir Sigurð Þórar-
insson jarðfræðing.
En það voru ekki allir sammála
Sveini. Í Eyjablaðinu 1951 (blaði
sósíalista) kvað við annan tón. Ólaf-
ur Á. Kristjánsson, þá bæjarstjóri,
lagði áherslu á notagildi Helgafells:
All mikið hefur verið rætt og ritað
um malartöku í Helgafelli, í sam-
bandi við þau lýti sem á þessu
fagra fjalli verði, ef svo heldur
áfram. Sízt skal lítið úr því gert, að
við áframhaldandi malartöku úr
Helgafelli verði um nokkur um-
merki að ræða á hlíðum þess, sem
frá bænum snúa, og þau til hins
verra fyrir augu þeirra sem nátt-
úrufegurð unna. Upphaf malar-
töku í stórum stíl var vegna bygg-
ingar fl ugvallarins. .... og mundu
víst fáir óska sér þess, að Helgafell
væri ósært, ef það hefði kostað,
að hér væri enginn fl ugvöllur, svo
mjög sem sú samgöngubót hefi r
breytt öllu lífsviðhorfi hér í Eyjum,
og komið okkur í nánari tengsli
við móðurlandið. Helgafellsmölin
er gullsígildi, sem við höfum ekki
ráð á að láta ónotaða.
Ólafur bæjarstjóri minnti á mikil-
vægi Helgafellsmalarinnar fyrir
gatnagerð og einangrun íbúðar-
húsa:
Það er líkt með Helgafell og fagran
foss. Sá sem býr við næga birtu og
yl frá raforku, getur á góðviðris-
degi í sumarfríinu sínu horft á
fagran foss, og sagt, þennan foss
má ekki virkja, því fegurð er oss
fyrir öllu. En íbúar í nágrenni hins
fagra foss, hafa ekki síður séð feg-
urð hans, en hinir aðkomandi. En
hvort væri skynsamlegra, að horfa
á fossinn nokkra góðveðursdaga
á ári, eða virkja hann og færa þeim
sem í nágrenni hans búa birtu og
yl um alla framtíð. Ég er ekki í vafa
um svarið.
Átti að fórna Helgafelli?
Eftir samþykkt náttúruverndar-
laganna 1956 var stofnað til nátt-
úruverndarnefndar Vestmanna-
eyja eins og skylt var. Fyrsti fundur
hennar var haldinn 21. febrúar 1957.
Málefni Helgafells bar oft á góma á
fundum nefndarinnar, en svo er að
sjá að gert hafi verið hlé á umræðu
um Helgafell í bæjarblöðunum í
nokkur ár. Þegar gerð „þverbrautar-
innar“ (norður-suður-brautar) hófst
1962 taka menn aftur að deila um
möl í fl ugvöllinn, einkum í fram-
haldi af tilmælum og beiðni fl ug-
Gísli Pálsson og Helgi Bernódusson:
Hefnd Helgafells
GREINARHÖFUNDAR:
GÍSLI PÁLSSON
HELGI
BERNÓDUSSON
Guðni A. Hermansen málar „Hefnd Helgafells“ haustið 1971 til að mótmæla malartöku í Helgafelli. Verkið var á sýningu hans í Færeyjum 1972.
Eyjakonan Jóhanna Hermannsdóttir, vinkona Guðna, keypti verkið 1972 og fór með það til Bandaríkjanna. Mynd: Sigurgeir Jónasson.
Mótmæli gegn malartöku í hlíðum Helgafells 4. nóvember 1971 (sjá nöfn mótmælenda í meginmáli).
Mynd: Sigurgeir Jónasson.