Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 7
FYLKIR - jólin 2017
7
nefndir. En svo fækkaði í hópnum
eftir því sem á leið og þegar dælu-
stöðin var steypt vorum við innan
við tíu manns. En þá fengum við
reyndar til liðs við okkur bændur úr
nágrenninu og tækjakost frá Hvols-
velli og Selfossi.
„Þetta var mikil framkvæmd og
þörf,“ segir Hávarður og ég er
stoltur af því að hafa átt minn þátt
í henni.“
Gífurlegir kraftar sem leystust
úr læðingi
Eftir að lagningu vatnsveitunnar
var lokið hélt Hávarður áfram að
vinna hjá bænum sem verkstjóri
við hin ýmsu verkefni. En eldgosið
1973 átti eftir að breyta ýmsu hjá
honum rétt eins og öðrum Eyja-
mönnum.
„Ég fór frá Eyjum á gosmorguninn
með fl ugi til Reykjavíkur. En svo
fl jótlega vorum við sem unnum
hjá bænum, ræstir út og fórum til
Eyja. Það var ýmislegt sem þurfti
að huga að, t.d. að loka fyrir vatnið
þegar hús fóru undir. Við sáum líka
um að moka af þökum og gera
varnargarða svo að nokkuð sé
nefnt.“
Og Hávarður segir að sér muni
seint líða úr minni kvöldið 22. mars
þegar eldmessan fræga var haldin
í Landakirkju. „Við höfðum verið
að róta upp varnargörðum úr vikri
austur við Vatnsdal en ákváðum
að stoppa meðan messan væri
og hefjast aftur handa eftir hana.
En þegar við komum austur eftir,
sáum við að garðurinn var kominn
á hreyfi ngu og hana ekki litla. Garð-
urinn, sem hafði verið við Vatns-
dal, endaði vestur við Heimagötu.
Þarna sáum við hvílíkir gífurlegir
náttúrukraftar voru þarna leystir
úr læðingi og hve mannshöndin
er máttvana við slíkar aðstæður,“
segir Hávarður.
„Svo unnum við líka við hraunkæl-
inguna, vorum með dælubúnað og
dældum vatni á hraunið til að reyna
að hefta framgang þess. En það
munaði litlu að illa færi, þegar stóra
hlaupið kom þann 26. mars og fór
yfi r stóran hluta af austurbænum
og Rafstöðina. Þá vorum við með
okkar búnað við húsið Bólstað á
Heimagötunni og áttum fótum fjör
að launa þegar óstöðvandi hraun-
straumurinn kom vellandi að okkur.
Við rétt sluppum með okkar búnað
í skjól niður á Heimatorg.“
Miklar framkvæmdir eftir gos
Eftir gos, þegar ákveðið var að
ráðast í hreinsun bæjarins, kom
Magnús bæjarstjóri að máli við
Hávarð og bað hann um að stjórna
því verki. „Ráðinn hafði verið verk-
fræðingur, Pétur Stefánsson, til að
leggja á ráðin hvernig það skyldi
unnið og ég hitti hann að máli
uppi í Gagnfræðaskóla. Þar sýndi
hann mér teikningar og uppdrætti
og áætlanir hvernig skyldi staðið
að hreinsun lóða og þar áttu svo-
nefndar „Bobcathjólaskófl ur“ að
gegna stóru hlutverki. Mér leist ekki
á það, sagði Pétri að slíkar gröfur
myndu tæta upp lóðirnar og eyði-
leggja þær. Ég stakk upp á að nota
frekar bakkgröfur og mannskap
með skófl ur, hafa vörubílana ofan
á vikrinum og moka sig þannig út
af lóðunum. Þetta taldi ég hlífa lóð-
unum betur og fékk það samþykkt.
Svo hófumst við handa, unnum á
tvískiptum vöktum og þetta gekk
vonum framar. Við sáum um hreins-
unina frá Helgafellsbraut og vestur
úr og lukum því á skemmri tíma en
áætlað hafði verið. Reyndar var ég
með mjög gott fólk í vinnu og það
hafði sitt að segja um hve vel okkur
gekk í hreinsuninni enda allir ein-
huga sem komu að þessu verki.
Eitt af því sem ég tók eftir á upp-
dráttunum hjá verkfræðingnum,
var að inni á milli voru stór auð
svæði í bænum sem átti að skilja
eftir, líklega til að spara tíma;
hreinsa þau svo eftir að hreinsun
lóðanna væri lokið. Við töldum að
þetta gæti verið varasamt, vikur
myndi fjúka af þessum svæðum
yfi r á þau sem búið var að hreinsa,
og stálumst því til að hreinsa þau
líka. Pétur verkfræðingur var mjög
ánægður með þessa ákvörðun
okkar, hrósaði okkur og sagði hana
hafa verið hárrétta. Það gladdi
okkur bæjarkarla.“
Hávarður segir að eftir að hreinsun
lauk, hafi hafi st mikil uppbygging
á öllum vesturbænum. „Lengst
af voru þeir verkstjórar með mér
þeir Þórhallur Guðjónsson, Högni
Sigurðsson og Ásmundur Pálsson.
Við sáum um að gera nýjar götur
ásamt öllum lögnum í þær. Þá voru
miklar malbikunarframkvæmdir í
gangi, ný leguaðstaða fyrir Herjólf,
vatnsgeymir í Hrafnaklettum ásamt
mörgum öðrum verkefnum sem
við komum að.“
Góðir foreldrar
Fram að gosi hafði Hávarður búið í
foreldrahúsum að Boðaslóð 2. „En
að gosi loknu varð þar breyting á.
Þá fl utti ég ásamt foreldrum mín-
um í nýbyggt hús mitt að Bröttu-
götu 12 a þar sem þau bjuggu hjá
mér til æviloka en pabbi lést 1978
og mamma ári síðar. Pabbi vann í
Hraðfrystistöð Vestmannaeyja frá
upphafi og þar til hann hætti að
vinna en mamma var heimavinn-
andi og sinnti því vel, bjó okkur
gott og fallegt heimili. Þau voru
góðir foreldrar. Pabbi fór oft í kirkju
á mínum yngri árum, sat þá alltaf
á sama stað og ég fékk oft að fara
með honum. Mér er það minnis-
stætt að hann tók sálmabókina
sína ætíð með sér og tók undir með
kórnum. Hann var áhugamaður um
söng og líklega hef ég erft það frá
honum,“ segir Hávarður.
Þakklátur fyrir þann tíma sem
við áttum saman
Yfi rleitt festa menn ráð sitt á yngri
árum, þ.e.a.s. ef menn hafa hugsað
sér á annað borð að gera það. Lík-
lega voru fl estir búnir að gera sér
þá mynd af Hávarði Sigurðssyni að
þar færi einhver ákveðnasti pipar-
sveinn Eyjanna, kominn á sextugs-
aldur og ávallt einn. En sú mynd átti
eftir að breytast.
„Já, heldur betur,“ segir Hávarður.
„Við kynntumst, ég og Ástríður
Fríðsteinsdóttir á síðasta áratug
liðinnar aldar og hún fl utti til Eyja
1995 en þá höfðum við reyndar
þekkst í nokkur ár. Hún var ári eldri
en ég, fráskilin og átti fjögur börn.
Þórdís dóttir hennar bjó þá í Eyjum
og auk þess átti hún hér tvær systur,
Þórdísi sem var gift Vigfúsi Waag-
fjörð og Steinu sem var gift Óskari
Björgvins, ljósmyndara þannig að
hún átti hér góðan frændgarð. Við
hófum sambúð það ár, 1995, og
giftum okkur svo 2002, bæði komin
fast að sjötugu. Frá upphafi fór
ákafl ega vel á með okkur og sjálf-
um fi nnst mér að þarna hafi ég fyrst
fengið að kynnast því sem kallað er
hamingjusamt fjölskyldulíf. Addý
hafði ánægju af útivist eins og ég,
hún spilaði golf en tókst ekki að
vekja áhuga minn á þeirri íþrótt og
svo nutum við þess að ferðast. Við
vorum bæði í Samkórnum og svo í
Félagi eldri borgara. Mér þótti líka
vænt um hvað börnin hennar tóku
mér vel sem og barnabörnin sem
strax kölluðu mig afa og ég man
hvað mér hlýnaði um hjartarætur
við það. Þau hafa öll reynst mér afar
vel og það er gott að eiga slíka fjöl-
skyldu.“
Addý lést í apríl í fyrra og Hávarður
segir það hafa verið sér þungt áfall.
„Ég fi nn enn fyrir sorg og söknuði
en minningin um þessa góðu konu
og þær góðu stundir sem við áttum
saman, ylja mér líka um hjarta-
ræturnar og ég er þakklátur fyrir
þann tíma sem okkur auðnaðist
að vera saman á lífsleiðinni,“ segir
Hávarður.
Söngur, fuglalíf og örnefni
Það gefur að skilja að jafnfjölhæfur
maður og Hávarður Sigurðsson
hlýtur að eiga sér mörg áhugamál
enda er sú raunin.
„Ætli ég verði ekki að nefna söng-
inn sem númer eitt. Það áhuga-
mál hefur fylgt mér frá því að ég
var smápeyi. Eins og áður hefur
komið fram, var ég í kór hjá Karli
Guðjónssyni í Barnaskólanum. Svo
í karlakór sem Ragnar Jónsson frá
Berghól stjórnaði og við héldum
konserta í Samkomuhúsinu en
Ragnar var mjög ötull í tónlistar-
lífi nu hér á sinni tíð. Af honum tók
við Steingrímur Sigfússon bæði hjá
kirkjukórnum og átti líka að taka
við karlakórnum. Þá kom í ljós að í
þann kór vantaði fl eiri tenórraddir
og úr varð að stofnaður var Samkór
með bæði karla- og kvennarödd-
um. Martin Hunger tók við af hon-
um og síðan Nanna Egils Björnsson.
Undir hennar handleiðslu æfðum
við Meyjaskemmuna og fl uttum
hana bæði hér og svo í Færeyjum
þar sem við sungum fi mm sinnum
fyrir fullu húsi. Ég man hvað það var
gaman að syngja fyrir Færeyingana.
Eftir gos tók svo Sigurður Rúnar
Jónsson, Diddi fi ðla, við kórnum og
síðan Bára Grímsdóttir. Þá tók við
pólskur stjórnandi, Anna Zwalinska,
en eftir að hún fór héðan hefur ekki
verið starfandi samkór. Aftur á móti
er hér nýstofnaður karlakór sem er
að gera góða hluti og svo stendur
kirkjukórinn alltaf fyrir sínu,“ segir
Hávarður.
„Svo var ég líka um tíma í kvartett,
ég og Geir Jón Þórisson vorum
í bassanum en þeir Reynir Guð-
steinsson og Jón Þorgilsson í ten-
órnum og við komum nokkrum
sinnum fram, meðal annars í sjón-
varpinu. Þar gerðu þeir sér mat úr
því hve gríðarlegur stærðarmunur
er á okkur Geir Jóni og höfðu marg-
ir gaman af þeirri útsendingu. Við
fengum nafngiftina Mislangi kvar-
tettinn eftir það,“ segir Hávarður
og brosir við þessa upprifjun.
„Núna er ég í Kór eldri borgara
og það fullnægir nokkurn veginn
mínum sönglegu þörfum,“ bætir
hann svo við.
Fyrr í þessu spjalli hefur komið
fram áhugi Hávarðar á úteyjalífi
en hann sat um tíma í stjórn Bjarg-
veiðimannafélags Vestmannaeyja
og var lengi gjaldkeri þess félags.
„En það er ekki bara lundinn sem
er inni á mínu áhugasviði. Ég hef
lengi haft áhuga á öllum gerðum
fugla og atferli þeirra og fer helst
ekki í gönguferð nema hafa kíkinn
með til að geta fylgst með fugla-
lífi nu. Eftir slíkar göngur skrái ég
alltaf niður hvaða fugla ég sá og
svo sendi ég Náttúrufræðistofu
tilkynningu ef ég hef rekist á fl æk-
ingsfugla. Þeir hafa áhuga á að
fylgjast með því. Þá var ég líka með
um tíma fuglatalningu fyrir Nátt-
úrufræðistofu og skráning örnefna
hefur líka verið eitt af áhugamál-
unum.“
Leiðist ekki í ellinni
Rúmur áratugur er síðan Hávarður
hætti störfum hjá Vestmannaey-
jabæ. Hvernig líða dagarnir eftir að
lífsstarfi nu er lokið og hvernig er
að eyða elliárunum í Vestmanna-
eyjum?
„Ég var yfi rverkstjóri hjá Vest-
mannaeyjabæ um margra ára skeið
og reyndar má segja að vinnan hafi
verið eitt af mínum áhugamálum.
Mér leiddist aldrei í vinnunni, sama
hvaða starfi ég gegndi. Og merki-
legt nokk, ég kveið því ekki að
hætta að vinna. Ég hef líka haft nóg
að gera, við að dytta að húsinu og
ýmislegt sem því fylgir.
Svo fer ég í göngu á hverjum
morgni ef veður leyfi r, þ.e. ef vind-
urinn fer ekki yfi r 20 metra á sek-
úndu. Ég lít oft við í kaffi á mínum
gamla vinnustað í Áhaldahúsinu
og hitti þar gamla kunningja. Fer
líka oft suður á eyju, geng þá gjarn-
an Töglin, Klaufi na og Víkina og
fylgist með fuglum.
Ég hef líka gott samband við ætt-
ingja mína, bæði hér í Eyjum og í
Reykjavík. Við Stella systir spjöllum
daglega saman í síma og ég heim-
sæki hana ef ég er á ferð syðra. Svo
búa börnin hans Magga bróður hér
í Eyjum og milli okkar er gott sam-
band rétt eins og sambandið við
börn Addýjar eins og fyrr er getið.
Nei, mér leiðist ekki í ellinni.
Vissulega er söknuður eftir fráfall
Addýjar. En ég er tiltölulega heilsu-
hraustur og hef það gott. Maður
þakkar fyrir hvern góðan dag sem
maður fær,“ sagði Hávarður Birgir
Sigurðsson að lokum.
Ingi Sigurjónsson, Hávarður og Magnús Bergsson við vatnslindirnar í Syðstu Mörk undir Eyjafjöllum.
Það er föst venja hjá Hávarði eftir gönguferðir að skrá niður þá fugla
sem hann sá, sem og fjölda þeirra.
Nafnalisti úr vinnubók Hávarðar Sigurðssonar yfi r þá sem unnu við
Vatnsveituna.