Fylkir


Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 16

Fylkir - 01.12.2017, Blaðsíða 16
FYLKIR - jólin 2017   „Hún gat aldrei nefnt nafnið hans án þess að tárast“, sagði Ásta dóttir Önnu í viðtali sem ég tók við hana um móður hennar Önnu Halldórs- dóttur. Anna fæddist að Bryggju í Biskupstungum 28. október 1906 en bærinn Bryggja var kotbýli og hjáleiga frá Haukadal. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Ársæl Guðmundsdóttir og Halldór Þor- valdsson sem þar bjuggu. Var Anna næstelst af fjórum systkinum. Elstur var Bergsteinn, f. 1904, Lára f. 1908 og Þuríður f. 1914. Biskupstungur eru ein af efstu sveitum Árnessýslu og Haukadalur efsti bær í Tungunum, vestan Tungufl jóts. Norðan við Biskups- tungur liggja óbyggðir, hálendi, hraun og heiðar. Að austan skilur Hvítá Biskupstungur og Hruna- mannahrepp. Brúará rennur á sveitamörkum Laugardals, Gríms- ness og Tungna. Hvítá kemur úr Hvítárvatni og í henni er Gullfoss. Biskupstungur eru stór sveit en frekar strjálbyggð, hefur hún verið talin betur fallin til sauðfjárræktar en nautpenings. Haglendi eru víða góð, fallegir sumarhagar og á vetr- um góð sauðfjarbeit. Í manntali Árnessýslu 1. októ- ber 1860 eru búandi í Helludal í Haukadalssókn hjónin Þorvaldur Halldórsson 27 ára bóndi fæddur í þeirri sókn og kona hans Anna Sæmundsdóttir 26 ára, fædd í sömu sókn. Einnig móðir bónda Halla Gísladóttir 74 ára ekkja fædd í Hrunamannasókn. Þeim hjónum fæddist sonur 1. janúar 1861 og var hann skírður Halldór. Halldór Þor- valdsson er titlaður sveitarbarn og niðursetingur á Syðri-Reykjum hjá Þórði Jónssyni og Sesselju Þórðar- dóttur 1869. Hann var bólusettur við kýrbólu af Birni Árnasyni það ár og fermdur með biskupsleyfi sem getur þýtt að hann hafi ekki kunnað fræðin nógu vel. Í manntalinu árið 1901 býr Halldór Þorvaldsson húsbóndi, ókvæntur 40 ára á Bryggju í Hukadalssókn. Árið 1902 ræðst til hans bústýra, Guðrún Ársæl Guðmundsdóttir 23 ára, komin frá Reykjavík. Guðrún Ársæl fæddist 31. des- ember 1874 að Gafl i í Villingaholts- sókn í Árnessýslu, óekta sem þýðir að hún var ekki hjónabandsbarn. Foreldrar Guðmundur bóndi Guð- mundsson og Þuríður Guðmunds- dóttir, ógift. Vottar við skírn hennar voru Þórður bóndi Eiríksson Mýr- um, Helga kona hans Sveinsdóttir og Einar bóndi Þóroddsson, Gafl i. Guðrún Ársæl var fermd 1889, sögð kunna og lesa vel, skrifa og reikna sæmilega, hegðun ágæt. Vel hefur farið á með þeim Hall- dóri og Guðrúnu því þau voru gefi n saman 5. desember 1903 í Sandskála. Hann titlaður bóndi að Bryggju og hún bústýra á sama bæ. Leyfi sbréf er dagsett 19. október 1903. Anna, sem var önnur í röð barna þeirra hjóna var skírð 25. nóvember 1906. Skírnarvotar voru Greipur Sigurðsson, Kristmundur Þorvaldsson og Margrét Guð- mundsdóttir. Árið 1907 fl uttu þau hjónin Hall- dór, þá 46 ára og Guðrún 29 ára með börn sín Bergstein þriggja ára, Önnu eins árs og Þuríði Guð- mundsdóttur 66 ára móður hús- freyju frá Bryggju í Haukadalssókn í Arnarbæli, Klausturhólasókn. Ekki bjó fjölskyldan lengi þar því árið 1910 var hún í Deild á Eyrarbakka, þurrabúð með íbúðarhúsi. Eigandi Sigurður Daníelsson. Þá hefur bæst við barn, Lára sem fæddist þeim hjónum 1908 í Arnarbæli. Þuríður amma barnanna er með í för, sögð fædd árið 1841 í Vatnskoti í Háfs- sókn, Rangárvallasýslu. Árið 1911 eru þau skráð í Vina- minni II. býli á Eyrarbakka, þ.e. sömu nöfn og í Deild. Árið 1912 eru þau þar líka og Anna orðin sex ára. Árið 1913 eru þau farin úr Vina- minni og komin að Eimu II. Í árslok 1915 er Anna orðin níu ára og fjöl- skyldan sú sama, búandi í Eimu. Anna var fermd í Stokkseyrarkirkju 14. nóvember 1920 og hafði lesið Helgakver. Prestur var Gísli Skúla- son og er umsögn hans um Önnu að hún kunni kristindóminn dável og að hegðun hennar sé góð. Árið 1922 búa þau öll í Eimu II og Anna ennþá heima orðin 16 ára. Árið 1923 er Guðrún Ársæl orðin ekkja, Anna farin að heiman en Þur- íðu Guðmundsdóttir amma Önnu ennþá á heimilinu 81 árs gömul. Halldór Þorvaldsson þurrabúðar- maður í Eimu lést 2. maí 1923, 61 árs að aldri. Hann var jarðsettur 12. maí. Eyrarbakki var öldum saman eini verslunarstaðurinn á öllu Suður- landsundirlendi og lágu þangað margir vegir. Samgöngur á sjó voru hinsvegar engar. Þegar Anna hleypti heimdraganum lá leið hennar til Vestmannaeyja. Ekki var um farþegafl utninga á þeirri leið að ræða en hægt að fá far með bátum. Liggur nær að ætla að Anna hafi lagt upp í för sína frá Stokkseyri því eftir að vélbátar komu til sögunnar höfðu Stokkseyringar stundum báta í förum, einkum til vöru- fl utninga. Var ekki gert ráð fyrir far- þegum, lestin oftast full af vörum og þilfarið líka, þannig að farþegar urðu að búa um sig í farangrinum á þiljum uppi eða í hásetarýminu. Á árunum 1915-1922 voru á sumrin frá 10 til 22 ferðir milli Stokkseyrar og Reykjavíkur. Auk þess margar aukaferðir á öllum tímum árs til Vestmannaeyja. Vestmannaeyjar höfðu breyst úr sjávarþorpi í kaupstað 1918 og árið 1922 voru þar um 70 vélbátar gerðir út á vertíð. Byggðin var samt nokkurskonar blanda af sveit og sjávarþorpi, fl est húsin lítil, byggð úr timbri og að húsabaki gripahús og hlaða. Við komuna til Vestmannaeyja var Önnu vel tekið af hjónunum Jónínu Sigurðardóttur og Guðmundi Jóns- syni á Háeyri við Vesturveg. Guð- mundur var frá Eyrarbakka, einn fjölmargra sem bjuggu í Eyjum. Má nefna Pál Bjarnason skólastjóra, þann merka mann sem sennilega hefur verið kennari Önnu í barna- skólanum á Eyrarbakka áður en hann fl utti til Eyja og gerðist skóla- stjóri barnaskólans. Guðmundur á Háeyri var báta- smiður og bátsformaður. Það var algengt á upphafsarum 20. aldar í Vestmannaeyjum að meðfram út- gerð var stundaður búskapur. Auk 16 Sendum Eyjamönnum óskir um Gleðileg jól og þökkum fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða. Siglinga- fiskileitar og rafeindatæki. Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Anna Halldórsdóttir frá Eystri-Gjábakka GREINARHÖFUNDUR: GUNNHILDUR HRÓLFSDÓTTIR Anna Halldórsdóttir frá Eystri Gjábakka. Þórarinn Sigurður Thorlacius Magnússon Bergsteinn Theodór (Kúti ) Þórarinsson. Í norska blaðinu „Aftenposten" frá 17. febrúar 1940 er sagt frá því að „Bisp" sé talið af og þar á meðal fjórir Íslendingar; Guðmundur Eiríksson og Þórarinn S. Thorlasius Magnússon, báðir frá Vestmannaeyjum, Haraldur Bjarnfreðsson frá Efri Steinsmýri í Meðallandi og Hreggviður Þorsteinsson frá Siglufi rði.

x

Fylkir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.