Fréttablaðið - 03.05.2019, Qupperneq 11
Þegar fólk tekur ákvörðun um að byrja á einhverju nýju eða taka upp bættan lífsstíl vantar yfirleitt ekki stuðning frá umhverfinu. Dæmi um þetta er þegar fólk tekur ákvörðun
um að byrja að stunda útihlaup. Þá liggur
vitaskuld beinast við að leita ráða og
stuðnings hjá þeim sem hafa reynslu af því
undarlega háttalagi að klæðast óhemju
ljótum fatnaði og trimma svo í risastóran
hring til þess eins að mæðast í algjöru
tilgangsleysi. Hlaupin enda oftast á sama
stað og þau hófust og hafa eftir því hvernig
maður horfir á það annaðhvort engan til
gang eða tilgang í sjálfum sér, sem virðist
reyndar af andlitsdráttum hlauparanna
oft vera einhvers konar sjálfspíning.
Hlauparar sem hafa gert útiskokk að
lífsstíl ljóma gjarnan upp í hvetjandi brosi
þegar við þá er ámálgaður áhugi á að taka
upp þetta atferli. Það stendur þá hvorki á
vinsamlegum ráðleggingum né stuðningi.
„Mikilvægt að byrja rólega,“ er það sem er
sagt fyrst. „Finna sitt tempó.“ „Hafa gaman
af þessu.“ „Njóta, en ekki þjóta.“
Nesti og nýir hlaupaskór
Og svo segja þessir hlauparar oft: „Þetta
verður ekkert mál. Svo skellirðu þér bara í
10 kílómetrana í Reykjavíkurmaraþoninu.
Þú verður enga stund að koma þér í form.“
Já, já, einmitt. Taktu því rólega fyrst—en
svo þarftu að komast í form og hlaupa 10
km, hálfmaraþon, maraþon, Laugavegs
hlaup, últramaraþon. „Þú verður enga
stund að koma þér í form.“ Og á bak við
þessi hvatningarorð verður strax óþægileg
pressa. „Ef þú ert að þessu á annað borð,
þá er eins gott að vera að keppa.“
Og með þessi ráð í nesti, og nýja hlaupa
skó á fótunum, hefjast æfingarnar. Þá er
enginn til að hvetja mann áfram. Það er
bara gangstéttin, rigningin, rokið eða
sólin, lognið og maður sjálfur einn með
sinn metnað og vilja til þess að sýna og
sanna fyrir sjálfum sér og heiminum að
maður geti þetta eins og allir aðrir. Og
fyrir þá sem hafa verið duglegir að spara
sér sporin eru fyrstu „æfingarnar“ eins og
ísköld vatnsgusa. Það að hlaupa 10 kíló
metra virðist eins fjarlægur raunveruleiki
og að geta stokkið yfir 10 metra í lang
stökki. Meira að segja fimm kílómetrar
virðast óyfirstíganlegir. Maður er orðinn
undarlega úrvinda á innan við kílómetra.
„Það verður ekkert mál að koma þér í
form.“ Einmitt það já.
Ósannindi eða lygar
Kannski er það rétt sem mig hefur alla
tíð grunað—að ég sé alveg einstak
lega illa fallinn til þess að stunda hlaup.
Mín reynsla af því að byrja að reyna að
hlaupa—eftir margra áratuga kyrrsetu,
reykingar, sælgætisát og almennt hóglífi—
er einmitt ekki að það sé „ekkert mál“ eða
að það sé eitthvað annað en sturluð hug
mynd að skrá mig í 10 kílómetra hlaup.
Um leið og ég byrja að skokka, þá byrja
ég að bíða eftir að geta hætt. Það er ekki
taug eða fruma í líkama mínum sem hefur
eina einustu trú á því að ég muni nokkru
sinni ná að hlaupa fimm kílómetra, hvað
þá meira. Og þá hugsa ég að það megi fara
til fjandans allt það lygahyski sem er í
samsæri um að halda fram þessari þvælu
um að „allir geti hlaupið“ og að maður eigi
bara að „hafa gaman af þessu“. Já, hafið þið
bara gaman af ykkar tilgangslausa skokki
og ég skal hafa gaman af því að láta draga
neglurnar af fingrunum á mér. Er það lygi
hjá öllu þessu hlaupaliði að það sé „ekkert
mál“ að koma sér í form? Það eru vissulega
ósannindi—en eru það lygar?
Sársaukinn gleymist
Eftir að hafa harkað af mér nokkuð mörg
örfárra kílómetra skokk yfir margra
mánaða tímabil fór nefnilega eitthvað að
gerast sem ég átti ekki von á. Smám saman
virðist það hafa virkað sem allir sögðu að
myndi virka. Ég fór að nálgast staðinn sem
allir sögðu að „tæki enga stund“ að komast
á. Að geta hlaupið nokkra kílómetra, jafn
vel allt undir tíu, og farið að hafa gaman af
því. Reyndar eru hlaupin lúshæg; en þetta
er betra en ég átti von á og ánægjulegt að
sjá að þrátt fyrir yfirgnæfandi lélega burði
til langhlaupa þá sé hægt að bæta sig ögn.
Og kemur þá að þessu með lygarnar og
ósannindin. Í staðinn fyrir að vera stoltur
af því að hafa þraukað í gegnum langan
tíma þar sem enginn árangur virtist vera
að nást, finn ég að ég byrjaði sjálfur að
sannfærast um að þetta hefði í raun og
veru ekki verið neitt mál. Ég einfaldlega
man ekki eftir því hversu erfitt og von
laust mér fannst þetta allt saman fyrir
ári síðan. Það eina sem bjargar mér frá
algjörri veruleikafirringu er nákvæm
skráning á hlaupunum frá upphafi. Ég
get séð framfarirnar á pappír þótt mér
finnist í raun eins og ég hafi alltaf verið á
nákvæmlega þeim stað sem ég er núna.
Svona virkar margt sem krefst fyrir
hafnar en er þó þess virði. Foreldrar sem
berjast í gegnum fyrstu ár barna sinna
vansvefta og pirraðir gleyma því öllu
algjörlega og líta til baka til tímans sem
algjörs sælutímabils. Hér er það sama á
seyði. Þetta er hluti af blekkingunni sem
gerir mannfólkinu kleift að leggja á sig
erfiði í dag til þess að njóta ávaxtanna
síðar.
Árangurinn lifir
Allar erfiðu æfingarnar sem íþróttamenn
leggja á sig gleymast þegar þeir ná árangri.
Púlið við að læra fyrir erfið próf, eða að
reyna að skilja f lókna hluti virkar róman
tískt og skemmtilegt eftir á. Og þekking,
skilningur og færni sem maður öðlast með
miklum harmkvælum og álagi virðist aug
ljós þegar maður hefur náð almennilegu
valdi á henni. Og það sem meira er; maður
getur ekki ímyndað sér að þekkingin hafi
ekki alltaf leikið í höndunum á manni.
Þeir sem hafa náð árangri á einhverju
sviði—hvort sem það eru hlauparar,
stærðfræðingar eða listafólk—vanmeta
oftast vinnuna og erfiðið sem þeir hafa
lagt á sig. Þeir eru ekki óheiðarlegir, og eru
hvorki að ljúga að sjálfum sér né öðrum—
þeim einfaldlega finnst af algjörri ein
lægni þeir ekki hafa þurft að leggja svo á
sig; þekkingin og getan hafi alltaf verið til
staðar.
Þetta er ágætt að hafa í huga núna á
vormánuðum þegar margt kyrrsetufólk
er byrjað að velta fyrir sér skráningu í
Reykjavíkurmaraþon. Það eru vissulega
ósannindi að það sé „ekkert mál“ að koma
sér í form—en þó er það ekki lygi heldur.
Þetta er bara erfitt á meðan á því stendur,
en ekkert mál þegar það er afstaðið.
Í DAG
Þórlindur
Kjartansson
MEXÍKÓ VEISLA FRÁ
219kr.
TORTILLA
FÍNAR
370g
198kr.
JALAPENOS
CHILI
220g
259kr.
TACO
SKELJAR
135g
159kr.
TACO SÓSA
MEDIUM & HOT
220g
140kr.
TORTILLA
FLÖGUR
200g
69kr.
FAJITA
MIX
40g
119kr.
GUACAMOLE
MIX
40g
75kr.
TACO SPICE
MIX
40g
219kr.
TORTILLA
HEILKORNA
370g
ÞÚ FINNUR SUPER1 Á ÞREMUR STÖÐUM
HALLVEIGARSTÍG 1 FAXAFENI 14 SMIÐJUVEGI 2
OPIÐ 10:00 - 22:00 ALLA DAGA
MJÖG GOTT - MJÖG GOTT - MJÖG GOTT VERÐ
Lygalaupar á hlaupum
Um leið og ég byrja að skokka, þá
byrja ég að bíða eftir að geta hætt.
Það er ekki taug eða fruma í líkama
mínum sem hefur eina einustu trú
á því að ég muni nokkru sinni ná
að hlaupa fimm kílómetra, hvað þá
meira. Og þá hugsa ég að það megi
fara til fjandans allt það lygahyski
sem er í samsæri um að halda fram
þessari þvælu um að „allir geti
hlaupið“ og að maður eigi bara að
„hafa gaman af þessu“.
Ábendingahnappinn má
finna á www.barnaheill.is
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11F Ö S T U D A G U R 3 . M A Í 2 0 1 9
0
3
-0
5
-2
0
1
9
0
8
:3
8
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
E
B
-E
A
E
4
2
2
E
B
-E
9
A
8
2
2
E
B
-E
8
6
C
2
2
E
B
-E
7
3
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
3
2
s
_
2
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K