Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 11
Guðmundur Steingrímsson Í DAG ALDREI AFTUR! - FUNDARÖÐ SAMTAKA SPARIFJÁREIGENDA Allir velkomnir! Undanfarna daga hef ég lúslesið fréttasíðurnar á landinu bláa og leitað að markverðum tíðindum. Þar sem ég telst jú til fastra penna og skrifa vikulega, þá felst martröð mín einna helst í því að ekkert markvert, ekki baun, sé í fréttum. Ég espast upp við skandala og stórtíðindi, rifrildi og skærur. Þá er gaman. Lognmolla er dauði. Í liðinni viku varð ég verulega undrandi. Gráti nær jafnvel. Ég var ekki að fara að skrifa um það að Icelandair ætli að skipta yfir í Airbus. Maður á ekki að venjast því að svona tíðindaleysi ríki í maí. Hin hefðbundna gúrkutíð er miðsumars. Þá eru allir í fríi. Þessi undarlega ládeyða í fréttum og stórtíðindum varð mér sérstakt rannsóknarefni. Hvað er að ske? Hverju sætir? Eftir smá umhugsun blasti svarið við mér: Það eru auð- vitað allir inni að horfa á Game of Thrones. Það má enginn vera að neinu öðru. Þjóðfélagið er á pásu. Sameinuð veröld Ekki bætir úr skák að Avengers: Endgame hefur einnig verið í bíó undanfarið. Það þarf að sjá hana líka. Mér finnst þetta bitastætt. Sjáiði til: Á laugardaginn fór ég í um það bil hundrað metra röð í fjörutíu mínútur í borginni La Paz í Bólivíu til að næla mér í miða fyrir fjölskylduna. Þar stóð ég við hlið frumbyggjakonu klæddrar í stórt litríkt pils með háan hatt á höfði að bólivískum sið og fjölskyldu hennar. Allir vilja sjá hvernig hetjunum reiðir af í viður- eigninni við hinn ógnarsterka, illa og eilítið þunglynda Þanos. Það er einmitt þetta sem er magnað: Það er ótrúlegt að sjá hvernig stór- virki í sjónvarpsþátta- og kvik- myndagerð sameina fólk, jafnvel lungann úr mannkyni. Í samtölum við fólk í Suður-Ameríku segjum við stundum að við fjölskyldan séum úr norðri. „Norðan við vegg,“ segjum við og flestir skilja hvað átt er við. Það er hlegið. Jafnvel er talað smá í kjölfarið um sameigin- legar áhyggjur okkar af Jon Snow. Ævintýrið í raunheimum Við hjónin hyggjumst bíða með það að horfa á síðustu þátta- röðina. Við þurfum að komast í almennilegt sjónvarp, en ekki vera á f landri með bakpoka, áður en við byrjum slíka hátíð. Sá sem vogar sér að eyðileggja þessa eftirvæntingu, með því að segja okkur hvað gerist, mun uppskera djúpa óvild okkar hjóna um árabil. Svona eru áhrif vel gerðra sjón- varpsþátta og frábærra bíómynda: Þetta grípur mann. Maður hlakkar til að sjá. Maður lifir sig inn í. Og þó maður kunni vel að greina skil heimanna, þess sem gerist í ævin- týrinu og þess sem gerist í raun og veru frá degi til dags, þá speglar vel gert sjónarspil raunheiminn og þá krafta sem þar eigast við. Og öfugt, vil ég meina: Getur ekki verið að þróun veraldarinnar þessi árin – hinn mikli umhverfis- háski sem mannkyn hefur komið sér í – verði eins og tíu rosalegar seríur? Á einhverjum tímapunkti hverfur öll von – kannski bráðum – en svo gerist hið óvænta. Upp- götvun breytir öllum forsendum, hjálpræðið birtist úr óvæntri átt eða sameinaður kraftur fólksins magnast í veldisvexti þegar dauða- línan nálgast, og mannkyn sleppur með skrekkinn í bili. Hefur þróun háskans ekki svo oft verið svona, líkt og í sjónvarpsþáttaröð eða ofurhetjumynd? Kjarnorkustríðin urðu ekki, þótt stundum stappaði nærri því. Vonin blíð Það getur þannig falist ákveðin von í því í sjálfu sér – viss kraftur – að fólk í 170 löndum sé sam- einað fyrir framan sjónvarpsskjái að horfa á háskaleg ævintýri og viðureignir dreka í frosthörkum. Ég veit ekki um neina sjónvarps- þáttaröð eða kvikmynd sem hefur endað með hörmungum. Alltaf sigrar hið góða. Vonin blíð. Hér vaknar spurning um áhrif. Hvaða áhrif hefur það á heilt mannkyn að sökkva sér sameiginlega í háska- legan söguþráð, hvað eftir annað, sem alltaf endar þó vel? Getur maður vonað að slíkt mannkyn muni, þegar öllu er á botninn hvolft, aldrei taka annað í mál en að háskaleikar raunveruleikans endi líka vel? Horfum og vonum. Þokkaleg ævi – hef ég reiknað út – er um það bil tíu sjónvarpsþáttaraðir ef gert er ráð fyrir að hver þáttaröð sé níu seríur eða svo. Ævi mín byrjaði með Húsinu á sléttunni, færðist svo yfir í Dallas, þaðan í Friends, svo 24 og nú Game of Thrones. Inni á milli eru ótal bíómyndir og ótal aðrar seríur. Lost, Shameless, Walking Dead (ég hef verulegar áhyggjur af Rick Grimes). Ef vel spilast úr eiga kannski fimm seríur, hver á eftir annarri, eftir að marka spor sín í líf mitt hér eftir. Og vonandi sameinast mannkyn alltaf meira og meira yfir hinu sameiginlega markmiði: Að láta mannlífið dafna áfram, um aldir, þrátt fyrir yfirþyrmandi og enda- lausan háska. „Hasta la vista, baby,“ sagði frumbygginn við okkur á strábátn- um á Titicaca-vatninu í síðustu viku og réri aftur út á vatnið. Viðureignin við Þanos Hvar sem er í heiminum er fólk eins. Við viljum búa í friðsömu samfélagi þar sem við getum lifað á eigin forsendum. Grundvöllur að sjálf- stæði okkar, andlegu heilbrigði og þátttöku í samfélaginu er réttur- inn til vinnu sem gerir okkur kleift að standa á eigin fótum. En staðreyndin er sú að hópur fólks á Íslandi hefur ekki þessi sjálfsögðu réttindi. Það eru þau sem sótt hafa um hæli og bíða svara frá yfirvöldum. Eins fáránlega og það hljómar er hælisleitendum gert að lifa á framfærslu ríkisins þrátt fyrir að vinnu sé að hafa og fólk sé viljugt til verka. Skilyrði sem ómögulegt er að uppfylla Þau skilyrði sem hælisleitendur þurfa að uppfylla til að geta unnið eru þröng og einkennast af f lóknu og seinvirku skrifræði, sem gerir jákvæða niðurstöðu því sem næst ómögulega. Flestir þurfa að bíða í þrjá mánuði til að mega yfirleitt sækja um atvinnuleyfi og þá þarf fólk að vera búsett annars staðar en í búsetuúrræði Útlendingastofnun- ar. En til að komast í annað úrræði þarf viðkomandi í f lestum tilfell- um að geta sýnt fram á að vera með vinnu. Ef fólki tekst að uppfylla þessi nánast ómögulegu skilyrði tekur við bið eftir að umsóknin fái úrvinnslu, en að því koma Vinnu- málastofnun, Útlendingastofnun, stéttarfélög og atvinnurekandinn. At vinnurekendur bíða ek k i lengi, enda er f ljótvirkara að f lytja inn fólk til að leysa úr manneklu í stað þess að fara eftir leikreglum þeim sem settar hafa verið þegar kemur að hælisleitendum. Sumir atvinnurekendur nýta sér svo bága stöðu þeirra sem bíða úrlausnar sinna mála og bjóða örvæntingar- fullum manneskjum svarta vinnu. Með því er stuðlað að félagslegum undirboðum en það samfélags- mein er á ábyrgð okkar allra að uppræta. Ástand sem er engum til sóma Nálægt þúsund manns hafa sótt um hæli á ári frá 2016, en aðeins nokkrir tugir fengið atvinnuleyfi. Þetta ástand er engum til sæmdar- auka og kemur sér illa fyrir sam- félagið, atvinnulífið og ekki síst hælisleitendur. Atvinnuleysi eykur á vanlíðan þeirra sem bíða, fólks í einstaklega viðkvæmri stöðu. Það sem verra er, hælisleitendunum er stundum sjálfum kennt um ástandið sem þeir eru neyddir til að lifa við. Þetta skapar samfélagslega sundrung og elur á viðhorfum sem aðeins leiða yfir okkur hörmungar. Það er til lausn Smálegar breytingar, auðveldar í framk væmd, geta einfaldað umsóknarferlið fyrir bráðabirgða- atvinnuleyfi til muna. Við getum komið þeim á um leið og fulltrúar viðkomandi stofnana og ráðuneyta setjast niður og leysa málið. Látum ekki grimmileg viðhorf móta afstöðu íslenskra stjórn- valda. Ríkt samfélag sem vill kenna sig við mannréttindi og frelsi á að láta mannúð og skynsemi ráða för þegar kemur að því að aðstoða fólk í leit að öruggri tilveru. Við höfum öll rétt til vinnu Drífa Snædal forseti ASÍ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar Sá sem vogar sér að eyði- leggja þessa eftirvæntingu, með því að segja okkur hvað gerist, mun uppskera djúpa óvild okkar hjóna um árabil. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11M Á N U D A G U R 6 . M A Í 2 0 1 9 0 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 E E -7 1 B 4 2 2 E E -7 0 7 8 2 2 E E -6 F 3 C 2 2 E E -6 E 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.