Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 16
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: | Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Benedikt Bóas Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is s. 550 5725 Starri Freyr Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
Mér finnst ég hálfpartinn önnur manneskja en ég var fyrir ári. Ég hef þrosk
ast og lært svo mikið síðan ég flutti
út,“ segir söngkonan Glowie þar
sem hún teygir úr sér í morgunsól
Lundúna klukkustundum áður
en hún stígur á svið í Royal Albert
Hall til að hita upp fyrir velsku
söngkonuna Marinu síðastliðið
föstudagskvöld.
„Lífið er bara yndislegt hér í
London. Mér líður of boðslega
vel enda að vinna með frábæru
fólki. Dagarnir eru mismunandi
en það er alltaf nóg að gera og það
þykir mér gaman. Mér finnst best
að byrja daginn á því að skokka í
garðinum eldsnemma morguns og
verja svo tímanum í stúdíóinu með
Cameron, félaga mínum. Hann er
svo vinalegur og skemmtilegur að
vinna með. Þegar kvöldar þykir
mér ljúft að elda eitthvað gott
heima og lesa ljóð áður en ég fer í
háttinn.“
Hlakkar til að fá kærastann
Glowie eyddi dágóðum tíma í
heimsborginni Lundúnum áður en
hún flutti þangað í byrjun sumars
2018.
„Ég var því nokkurn veginn búin
að venjast borginni áður en flutn
ingurinn átti sér stað. Þetta var
að sjálfsögðu mikil breyting en á
sama tíma rosalega spennandi. Ég
sakna fjölskyldu og vina vitaskuld
mjög mikið, kem í heimsókn til
Íslands þegar tími gefst og hlakka
til þegar kærastinn minn, Guð
laugur Andri Eyþórsson, f lytur
út til mín í sumar. Ég sakna þess
líka að sjá hafið og íslensku fjöllin,
drekka hreina vatnið og anda
að mér fersku og köldu loftinu
heima,“ segir Glowie sem leitaði
oft í einveru í friðsæld íslenskrar
náttúru þegar hún óx úr grasi.
„Ég hef komist að því að ég er
svolítill einfari í mér. Þess vegna
hef ég dálæti á morgnunum hér úti
því þá get ég farið út í garð til að
eiga náðarstund með sjálfri mér
áður en dagurinn og stórborgar
ysinn hefst. Ég held að það sé nauð
synlegt fyrir alla að geta notið
þess að eiga stund með sjálfum
sér, hugsa vel um sig og byggja upp
sjálfstraust.“
Erfitt að bæta á sig kílóum
Í ársbyrjun 2018 setti Glowie sér
markmið um að vera ætíð hún
sjálf, hamingjusöm og tilfinn
ingarík. Hún afneitaði kröfum
samfélagsins að þurfa að vera lýta
og gallalaus til þess eins að öðrum
líkaði við hana.
„Nú er rúmt ár liðið og þetta
er nákvæmlega sú sem ég er og
hvernig ég lifi lífi mínu í dag. Ég hef
á ákveðinn hátt til að öðrum þókn
ist í tónlistarbransanum,“ segir
Glowie sem fékk iðulega athuga
semdir annarra um að hún væri of
grönn á uppvaxtarárunum.
„Frá náttúrunnar hendi hef ég
alltaf verið of boðslega grönn og
afar hröð brennsla gerir mér erfitt
fyrir að bæta á mig kílóum. Ég ein
beiti mér því að því að borða hollt
og hreyfa mig reglulega því heilsan
skiptir mig mestu, en ekki hvernig
ég lít út.“
Er að upplifa draum sinn
Glowie er nýorðin 22 ára. Hún
vakti fyrst athygli þegar hún
sigraði í Söngvakeppni framhalds
skólanna árið 2014, þá sautján ára
gömul. Í kjölfarið buðust mýmörg
tækifæri en Glowie bað um frest til
að þroska og þróa rödd sína. Árin
2015 og 2016 kom hún lögunum
No More, Party, One Day og No
Lie á íslenska vinsældalista og í
mars 2017 var tilkynnt að Glowie
hefði skrifað undir samning við
alþjóðlega útgáfurisann Columbia
Records og RCA Records, sem
sagður er stærsti útgáfusamningur
sem íslenskur listamaður hefur
gert. Fyrsta lag Glowie fyrir
Columbia var Body, sem kom út í
nóvember, og nýlega bættist við
smellurinn Cruel sem heyrist nú
oft á öldum ljósvakans.
„Samningurinn við Columbia
var draumur sem rættist og ég er
algjörlega að upplifa drauminn.
Það fylgir eflaust öllum störfum að
þurfa að klífa háa tinda en ég hef
svo mikla ástríðu fyrir því sem ég
er að fást við að ég nýt mín í öllu
sem fylgir starfinu, hvort sem það
eru góðu eða erfiðu hlutirnir,“ segir
Glowie sem var útnefnd heitasta
útflutningsafurð Íslands í tónlist af
gagnrýnendum Vice, Vogue og iD.
Hún upplifir enga streitu í hörku
tónlistarheimsins.
„Ég lít ekki á tónlistarbransann
sem keppni og finnst hálf asnalegt
þegar tónlistarmenn fara í sam
keppni. Mér finnst frekar að við
ættum að standa saman og styðja
hvort annað. Að vera í endalausri
samkeppni tekur frá manni óþarf
lega mikla orku; orku sem maður
getur í staðinn notað til að búa til
góða list. Þess vegna á maður að
njóta þess að gera það sem manni
þykir skemmtilegt og það er ein
mitt það sem ég einbeiti mér að.“
Góðir hlutir gerast hægt
Nýju lögin hennar Glowie eru
samin af þungavigtarfólki í
tónlistarheiminum. Lagið Body
var samið af Juliu Michaels sem
hefur til dæmis samið smelli fyrir
Justin Bieber, Demi Lovato, Britney
Spears og Selenu Gomez, og lagið
Cruel samdi Tayla Parx sem hefur
meðal annars unnið með Ariönu
Grande, Jennifer Lopez, Rihönnu
og Mariuh Carey.
„Bæði Body og Cruel innihalda
skilaboð sem standa nærri hjarta
mínu en þeim er ekki eingöngu
beint til kvenna heldur líka karla.
Ég reyni að gefa út lög sem ná til
allra og í tónlist minni fjalla ég
mikið um mismunandi tilfinn
ingar og andlega heilsu, og því
geta bæði kynin samsamað sig,“
útskýrir Glowie um textasmíð
arnar sem eru þrungnar merkingu
um andlega heilsu, líkamsvirðingu
og mannlegar tilfinningar.
Hún segir gaman að vinna með
svo hæfileikaríku fólki en allt að
fimmtíu manns vinna eingöngu
í kringum Glowie hjá Columbia
Records.
„Það er ansi mikið af fólki og
getur stundum orðið yfirþyrm
andi að hugsa út í það, en allt er
þetta yndislegir einstaklingar og
einstaklega gaman að vinna með
þeim. Við Tayla Parx erum orðnar
góðar vinkonur. Hún er of boðs
lega indæl og algjör stuðbolti. Við
höfum átt skemmtilegar sam
ræður um alls konar hluti og það
er gott að geta talað við einhvern
sem hefur verið lengi í bransanum
og getur gefið góð ráð þegar maður
þarf á að halda.“
Í smíðum er ný plata sem Glowie
vonast til að komi út í ár eða á
næsta ári.
„Við tökum eitt skref í einu því
að góðir hlutir gerast hægt. Þessa
dagana vinnum við að því að
gefa út nýja smáskífu í sumar og
það eru komin svo mörg góð lög í
sigtið að það er um að gera að leyfa
öðrum að heyra hvað við höfum
verið að bralla á bak við tjöldin.
Það er alltaf nóg að gera og næst
á dagskrá er að koma fram á tón
listarhátíðinni The Great Escape
sem fer fram í Brighton í vikunni,“
segir Glowie sem vekur jafnan
mikla athygli fyrir þjóðerni sitt.
„Þegar ég hitti nýtt fólk tek ég
yfirleitt alltaf fram að ég sé íslensk.
Það þykir bæði merkilegt og
gaman, og ég er mjög stolt af því
að vera frá Íslandi. Það er því um
að gera að monta sig aðeins af því,“
segir hún og hlær.
Fylgstu með ævintýrum Glowie á
glowiemusic.com og á Instagram
undir itsglowie.
Þórdís Lilja
Gunnarsdóttir
thordisg@frettabladid.is
aldrei fyrr verið jafn hamingjusöm
og ég er á of boðslega góðum stað
í lífinu,“ segir Glowie sem lætur
engan stjórna því hvernig hún
lítur út.
„Þvert á móti klæði ég mig og
mála eins og mig langar. Mér finnst
heldur alls ekki ætlast til þess
af mér að ég líti út eða hagi mér
Í tónlist minni
fjalla ég mikið um
mismunandi tilfinningar
og andlega heilsu, og því
geta bæði kynin sam-
samað sig.
Glowie
Mér finnst hálf
asnalegt þegar
tónlistarmenn fara í
samkeppni. Það tekur
frá manni óþarflega
mikla orku; orku sem má
frekar nýta í góða list.
Glowie
Glowie er á góðum stað í lífinu og segist aldrei hafa verið jafn hamingjusöm og nú. MYND/GUÐLAUGUR ANDRI EYÞÓRSSON
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . M A Í 2 0 1 9 M Á N U DAG U R
0
6
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
6
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
E
E
-8
F
5
4
2
2
E
E
-8
E
1
8
2
2
E
E
-8
C
D
C
2
2
E
E
-8
B
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
8
s
_
5
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K