Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 06.05.2019, Blaðsíða 41
RÝMINGARSALA Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 | Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 Útsölutilboð gilda 2-31. maí eða meðan birgðir endast. BROT AF ÞVÍ BESTA • YFIR 300 FARTÖLVUR STÚTFULL UR AF MÖGNUÐ UM TILBOÐUM ÚTSÖLU BÆKLING UR Af töskum og bakpokum Allt að90%Afsláttur Allt að AF HP FARTÖLVUM ALLT AÐ30.000Afsláttur AF LENOVO FARTÖLVUM ALLT AÐ50.000Afsláttur AF ACER FARTÖLVUM ALLT AÐ80.000Afsláttur AF CHROMEBOOK FARTÖLVUM ALLT AÐ20.000Afsláttur VERÐ ÁÐUR 169.990 VERÐ ÁÐUR 219.990 VERÐ ÁÐUR 349.990 TRITON 500 Aðeins 17.9mm þunn með flottan 144Hz leikjaskjá og örþun- nan skjáramma ACER NITRO 5 Enn öflugri Nitro með 144Hz leikjaskjá og mjög öflugu GTX 1060 VR Ready leikjaskjákorti ACER NITRO 5 Ný og öflugri kynslóð með 144Hz leikjaskjá, baklýstu lyklaborði og Gigabit þráðlausu neti 179.900 269.990 40.000Afsláttur YFIR 300 FARTÖLVUR • MEÐAN BIRGÐIR ENDAST 80.000Afsláttur 129.900 GTX 1060 6GB VR Ready leikjaskjákort Intel i5 8300H 4.0GHz Turbo Quad Core 8GB minni DDR4 2666MHz 512GB SSD NVMe diskur GTX 1050 4GB leikjaskjákort Intel i5 8300H 4.0GHz Turbo Quad Core 8GB minni DDR4 2666MHz 256GB SSD NVMe diskur 15" 144Hz IPS 15" 144Hz IPS RTX 2060 6GB VR Ready leikjaskjákort Intel i7 8750H 4.1GHz Turbo Hexa Core 16GB minni DDR4 2666MHz 512GB SSD NVMe diskur VERÐ ÁÐUR 49.990 VERÐ ÁÐUR 129.990 VERÐ ÁÐUR 149.990 29.994 99.990 119.990LENOVO YOGA N23Flott í fríið með 11.6” 360° snerti- skjá, vökva- högg- og fallvörn ACER SPIN 3 Örþunn og glæsileg fartölva með 360° IPS fjölsnertiskjá HP Pavilion X360 Ný kynslóð lúxus HP fartölva með 360° IPS fjölsnertiskjá RÝMINGARSALA Meðan birgðir endast RÝMINGARSALA Meðan birgðir endast RÝMINGARSALA Meðan birgðir endast Aðeins 30 stk1 á mann! 30.000Afsláttur Aðeins 30 stk1 á mann! 30.000Afsláttur 14” FHD IPS 360° fjölsnertiskjár Intel i5 8250U 3.4GHz Turbo Quad Core 8GB minni DDR4 2133MHz 256GB SSD M.2 diskur 15” FHD IPS 360° Micro Edge fjölsnertiskjár Intel i5 8250U 3.4GHz Turbo Quad Core 8GB minni DDR4 2400MHz 256GB SSD NVMe diskur 40%AfslátturAðeins 1 stk á mann! 11” HD LED 360° fjölsnertiskjár Intel N3060 2.48GHz Burst Dual Core 2GB minni DDR3L 1600MHz 32GB SSD eMMC diskur 6. m aí 2019 • B irt m eð fyrirvara um breytingar, innsláttarvillur og m yndabrengl BÆKUR Vonum það besta Carolina Setterwall Þýðing: Halla Kjartansdóttir Útgefandi: Benedikt Blaðsíður: 376 Carolina Setterwall vaknaði klukkan hálf sjö á venju-legum morgni í október árið 2014. Hún hafði ekki sofið í hjóna- rúminu með sambýlismanni sínum, Aksel, þar sem átta mánaða sonur þeirra, Ivan, var oft órólegur á nótt- unni. Þegar hún kemur inn í svefn- herbergið þeirra um morguninn til að vekja Aksel er hann látinn. Bókin Vonum það besta er frá- sögn Carolinu af ástarsambandi þeirra Aksels, frá því þau kynnast árið 2009 þar til hún nær ákveðinni mælistiku í sorginni og söknuðin- um tveimur árum eftir andlát hans. Titillinn vísar í tölvupóst sem hann sendi henni nokkrum mánuðum fyrir andlátið. Carolina nýtir sér á vissan hátt frásagnaraðferð „chick-lit“ eða stelpusögu, bókmenntagreinar sem fjallar um líf og reynsluheim ungra kvenna og sem lengi vel þótti ekki við hæfi „alvöru“ bókmenntafólks. Kunnugleikinn úr frásagnaraðferð stelpubókanna gerir bókina eigin- lega enn áhrifameiri en annars væri enda umfjöllunarefnið erfitt og sárt. Þá má ekki gleyma því að þó stelpusögurnar væru í byrjun með áherslu á ástir og skemmtun þá þró- uðust þær fljótlega út í að fjalla um vináttu milli kvenna og ýmiskonar erfiða lífsreynslu frá sjónarhóli stelpna og kvenna. Carolina lýsir sér í upphafi sem hinni dæmigerðu stelpubókastelpu: konu um þrítugt í skemmtilegu starfi og stórum vina- hópi sem kynnist og verður skotin í manni og hefur með honum ástar- samband. Í sambandinu gengur á ýmsu og hún tekur í raun stjórn á líf i þeirra beggja til að sk apa þá framtíð sem henni f innst að þau ættu að eig a . En auð - v it að er sú fram- tíð ek ki alltaf ein- föld, og það sem t e k u r við eftir fyrsta kossinn sem stelpubækurnar enduðu stundum á er f lókið og ekkert nærri alltaf skemmtilegt. En það er raunsætt og framtíðin virðist liggja nokkuð beint við þar til hún er ekki lengur til og allar forsendur lífsins breyt- ast. Bókin er einstaklega falleg þroskasaga þar sem höfundur hlífir sér hvergi heldur gengst við sjálfri sér og brestum sínum, hún lýsir líka hjartaskerandi vel fyrstu stundum, dögum og vikum eftir andlát Aksels enda hefur Carolina sagt í viðtölum að ein ástæða þess að hún skrifaði bókina var að hún kannaðist ekki við sorgina sem hún sá í sjálfs- hjálparbókum, sorg hennar var flóknari, tættari og óhreinni og hún vildi skrifa bók fyrir þá sem upplifa svipað. Þá eru lýsingar hennar á því að vera einstæð móðir með ung- barn líka raunsæjar og vel skrifaðar. Þýðing Höllu Kjartansdóttur er vönduð og skilar vel anda frá- sagnarinnar. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Vonum það besta er mjög læsileg, heillandi og átakanleg saga um líf með sorg og missi og framtíð. Hvernig lífið heldur áfram Í tilefni af stórafmælum Sinfóníu-hljómsveitar Íslands (70 ára), Íslensku óperunnar (40 ára) og Listahátíðar í Reykjavík (50 ára) verður ópera Richards Wagner, Val- kyrjurnar, f lutt 27. og 29. maí 2020 í Eldborg í Hörpu. Hljómsveitinni stjórnar Alex- ander Vedernikov sem í fyrra tók við stöðu aðalstjórnanda við Kon- unglegu dönsku óperuna í Kaup- mannahöfn. Leikstjórinn, Julia Burbach, er fastráðin við Covent Garden í Lundúnum; vídeólista- maðurinn Tal Rosner hefur meðal annars unnið til BAFTA-verð- launa fyrir list sína, en hann hefur m.a. starfað við National Theatre í Lundúnum og Lincoln Center í New York. Nokkrir heimsþekktir söngvarar fara með stærstu hlutverkin og má þar nefna Christopher Ventris sem syngur Sigmunde, Claire Rutter sem syngur Siglinde og Frode Olsen sem verður í hlutverki Hunding. Ólafur Kjartan Sigurðarson mun syngja hlutverk Wotan. Jamie Barton syngur hlutverk Fricku og Christine Goerke syngur Brunn- hilde. Aðrar valkyrjur verða túlk- aðar af íslenskum söngkonum. Þetta verður í fyrsta sinn sem Valkyrjurnar eru f luttar í fullri lengd á Íslandi og um leið er þetta fyrsta ópera Nif lungahringsins sem f lutt verður óstytt á Íslandi. Flutningurinn markar því tímamót í sögu óperuflutnings á Íslandi. Valkyrjur Wagners í Hörpu Richard Wagner. M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21M Á N U D A G U R 6 . M A Í 2 0 1 9 0 6 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 6 F B 0 4 8 s _ P 0 4 4 K -N Y .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 E E -9 4 4 4 2 2 E E -9 3 0 8 2 2 E E -9 1 C C 2 2 E E -9 0 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 8 s _ 5 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.