Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 13

Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 13
B ls. 13 Kraftur Ég er dauðhrædd um að detta sem er skiljanlegt svo ég hef lært að haga lífi mínu á þann hátt að ég komist allra minna ferða án þess að þurfa að klöngrast mikið um í hálku. Það þýðir að versla inn á stöðum sem bjóða upp á hálkulaus bílastæði. Einfalt en eitt af mörgu sem ég hafði aldrei spáð í! Ég þori heldur ekki í rúllustiga, en vonandi mun ég læra síðar að fara í þá, annars eru tröppur og lyftur mun betri vinir mínir. Ég er mjög heppin að vera ekki mjög kvalin, draugaverkirnir voru miklir til að byrja með en þeir hafa minnkað mikið, svo ég hef ekki þurft að taka inn mikið af lyfjum. Það er mikill munur. Ég vorkenni mér í raun ekki. Það er auðvitað fullt af hlutum sem ég get ekki gert eins og að dansa, hjóla, ganga á fjöll, ferðast ein, hlaupa eða spila fótbolta. En það skiptir mig litlu máli, aðalmálið er að vera til staðar fyrir fjölskylduna.“ Hafa veikindin haft áhrif á ykkur hjónin? ,,Ef eitthvað er þá erum við nánari og sterkari en nokkru sinni fyrr. Á þeim fimm árum sem við höfum verið saman þá höfum við gengið í gegnum ansi erfiða hluti og líklega meira en margir í sínum sam- böndum þó lengri séu. Við setjum saman tvær fjölskyldur, veikindi sonar okkar og afleiðingar þeirra svo og krabbameinið og aflimunin eru stór verkefni. Það var auðvitað ekki bara ég sem þurfti að sætta mig við að missa fót heldur maðurinn minn líka. Það reyndist honum frekar erfitt til að byrja með og við ræddum það við sérfræðinga. Það var mikilvægt að hann var með mér í læknaviðtölunum og var eins og ég upplýstur um að þetta væri eina leiðin. Auðvitað hefur þetta allt haft áhrif á börnin okkar og ekki síst elstu dótturina. Það er margt sem við öll þurfum að vinna úr í framtíðinni.“ Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? ,,Þar sem krabbameinið var staðbundið og skorið í burtu er ég ekki að velta dauðanum neitt fyrir mér. Ég fer auðvitað í eftirlit og var ansi stressuð alla vikuna þegar ég fór í fyrsta sinn. Mig dreymir um að fara að vinna aftur en ég geri ekki ráð fyrir því að það gerist í bráð. Ég nýt hvers dags og reyni að láta þetta ekki stoppa mig við að lifa lífi mínu. Lífið er núna.“ Viðtal

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.