Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 16
Bl
s.
16
Kraftur
Minning Guðrúnar Helgu
mun lifa
Guðrún Helga
var fyrirmynd
og vonargeisli
margra þeirra
sem greinst
höfðu með
krabbamein
og var óþreyt-
andi að gefa
þeim góð ráð
og hvetja þau
áfram
Þann 16. maí n.k. eru 15 ár liðin frá andláti Guðrúnar Helgu
Arnarsdóttur, eins af frumkvöðlum Krafts, stuðningsfélags.
Félagið var stofnað þann 1. október árið 1999 og fljótlega
eftir stofnun þess kom Guðrún Helga til starfa í félaginu.
Af öðrum ólöstuðum átti hún stóran þátt í uppgangi Krafts
fyrstu árin. Hún var formaður markaðs- og kynningar-
nefndar félagsins og var einnig með símaráðgjöf þar sem
hún miðlaði af reynslu sinni, veitti ráðgjöf, stuðning og von.
Guðrún Helga var fyrirmynd og vonargeisli margra þeirra
sem greinst höfðu með krabbamein og var óþreytandi að
gefa þeim góð ráð og hvetja þau áfram – því uppgjöf var ekki
til í hennar huga. Kraftur minnist þessarar miklu baráttu-
konu með virðingu og þakklæti og félagið mun heiðra minn-
ingu hennar með því að halda áfram að veita ungu fólki sem
greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þá bestu
þjónustu, stuðning og kærleika, sem einkenndi allt starf
Guðrúnar Helgu fyrir félagið. Minning hennar mun lifa með
Krafti og hvetja okkur, sem að félaginu standa, til dáða í
framtíðinni.
Minning