Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 43
B
ls. 4
3
Kraftur
Viðtal – Halldóra Sigurdórsdóttir
meðfeðina fyrir hvern og einn.“ Signý ræðir einn-
ig um beinmergsskipti sem læknandi meðferð
hjá sumu fólki með hvítblæði en slík meðferð er
þó gríðarlega þung og henni fylgir oft langvinnir
fylgikvillar. Þar skiptir því máli að vera ungur og
hraustur fyrir.
Varla þarf að taka fram að það er mikið áfall fyrir
einstakling að fá þær fréttir að hann sé með krabba-
mein. Samkvæmt tölum í Krabbameinsskrá KÍ, er
þó mun algengara að eldra fólk greinist en ungt
fólk. Sú spurnign vaknar hvort ekki sé erfitt fyrir
lækni að færa fólki slík tíðindi og þá einkanlega
ungu fólki sem á lífið framundan, e.t.v. með ung
börn. Signý svarar því þannig að það sé alltaf erfitt,
sama á hvaða aldri fólk er, þótt óneitanlega sé það
sérlega þungbært þegar ungt fólk á í hlut.
„Þessi þáttur starfsins er óhjákvæmilegur og ég
reyni að gæta þess að viðkomandi sé alltaf með
ástvin sér við hlið þegar ég færi þessi tíðindi og oft
kalla ég saman fjölskyldufund. Ég hef alltaf reynt
að sýna nærgætni á slíkum stundum en engu að
síður er mikilvægt að vera hreinskilin við fólk og
raunsæ, þ.e. ræða staðreyndirnar eins og þær
koma fyrir,“ segir Signý.