Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 6
B
ls
.6
Kraftur
Kynlíf og krabbamein
Krabbamein getur haft veruleg áhrif á kynlíf þess sem veikist en oftar
en ekki ræðum við ekki um það. Margir upplifa að þegar við tökumst
á við svo alvarleg veikindi eins og krabbamein ætti enginn að vera að
hugsa um kynlíf. Það á kannski vel við á fyrstu stigum veikinda að
kynlíf sé fjarri huga flestra. En það er hinsvegar staðreynd að margir
Íslendingar lifa í dag eftir að hafa læknast af krabbameini. Það er því
mikilvægt að huga að kynlífinu í veikindum og eftir þau.
Krabbamein og þær meðferðir sem við beitum til að bola þeim burt
hafa mikil áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Það er þekkt að krabba-
mein hafa oft í för með sér kynferðislegar afleiðingar, s.s. minnkaða
kynlöngun, risvandamál, sársauka við samfarir og neikvæðari líkams-
ímynd. Sumar af þessum afleiðingum eru ekki afturkræfar. Því tala kyn-
fræðingar um kynlífsendurhæfingu í kjölfar veikinda. Endurhæfingin
felst í því að fræðast um þær breytingar sem fólk upplifir í kjölfar veik-
inda og aðferðir til að lifa og njóta í breyttum líkama.
Unnið er með breytta líkamlega eða andlega getu. Það getur verið
persónubundið hvað truflar mest en líklega glíma flestir sem hafa
greinst með krabbamein að einhverju leyti við sömu afleiðingarnar.
Kynfræðsla fyrir fullorðna er nauðsynlegur hluti af kynlífsendur-
hæfingu. Slík kynfræðsla fjallar um það hversu fjölbreytt og skemmti-
legt kynlíf getur verið ef við erum bara tilbúin að opna hugann fyrir
því. Kynfræðsla í slíkri endurhæfingu setur áhersluna á hvað er
jákvætt við kynlíf, líkamlega og andlega. Flestir fagna aukinni kyn-
fræðslu og einn mikilvægur þáttur sem farið er í er hversu fjölbreytt
kynlíf getur verið. Kynlíf og samfarir eru ekki samheiti. En algeng-
ast er að kynlífsraskanir tengist samförum og einhverra hluta vegna
hefur nútímafólk sett þær í aðalhlutverk í kynlífi. Jafnvel getur fólk
upplifað að samfarirnar séu eina hlutverkið og sé þeim sleppt sé ekki
verið að stunda kynlíf. En það er margt sem styður það að kynlíf sé
ekki svo einfalt að bara ein athöfn skilgreini það. Til dæmis kom út
úr þjóðarkönnun í Bandaríkjunum að þegar fólk svaraði spurning-
unni “hvað gerðir þú síðast þegar þú stundaðir kynlíf?”, þá var
niðurstaðan yfir 40 mismunandi athafnir.
Kynlíf snýst um lífsgæði og því
skiptir máli að tala um og hlúa
að því þegar veikindi koma upp.
Grein: Áslaug Kristjánsdóttir
hjúkrunar- og kynfræðingur.
Kynlífsráðgjafi í ráðgjafar-
þjónustu Krabbameinsfélagsins.