Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 25

Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 25
B ls. 25 Kraftur Hvernig varð þér við? “Ég var ekki að stressa mig mikið á þessu fyrst og átti síst von á að þetta væri svona alvarlegt. Þess vegna var þetta mjög mikið áfall. Maður heldur líka að þetta sé dauðadómur fyrst, þetta orð er svo gildishlaðið og maður veit svo lítið. Það tekur tíma að átta sig á þessu og kyngja þessum fréttum. Mér fannst samt gott að vera laus við þetta af því þeir voru búnir að taka hnútinn og finna ekki lengur fyrir þessu“ Sóley segist hafa farið í fleygskurð en læknarnir hafi viljað hreinsa stærra svæði og því hafii hún fengið smá sogæðastreng í kjölfarið. “Ég hafði lítinn tíma fyrir æfingar enda var ég enn að vinna á fullu og komst ekki í frí fyrr en 2-3 vikum eftir uppskurð. Svo tók við lyfjameðferð ásamt geislum og hormónameðferð. Lyfjameðferðin fannst mér frekar erfið fyrstu dagana á eftir en svo átti maður góðan tíma á milli og þá reyndi ég að gera eitthvað skemmtilegt. Ég endaði með að gera eiginlega allt sem var á plönunum en fyrst þá hættum við við allt. Við tókum flugvél til Flateyrar um verslunarmannahelgina í stað þess að keyra alla þessa leið tveimur dögum eftir fyrstu lyfjameðferð og ég var bara í rólegheitum þar í staðinn fyrir heima hjá mér. Ég var alveg hissa á hvað ég hafði mikla orku en ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í með þessum sterku lyfjum.” Sóley Kristjánsdóttir er vörumerkjastjóri hjá Ölgerðinni. Hún er gift, með tvær dætur sem verða 9 ára og 12 ára á þessu ári og einn fullorðinn stjúpson. Sóley lagði Krafti lið í átaki félagsins í janúar og var meðal þeirra 22 sem myndir birtust af með skilaboðum. Krafts-blaðið hitti Sóleyju að máli og spurði fyrst hvernig hún hefði greinst. Viðtal – Ragnheiður Davíðsdóttir “Ég var búin að finna hnút í brjóstinu síðan um jólin og fór í skoðun í mars í fyrra og þeir sögðu mér að hafa ekki miklar áhyggjur af þessu, þetta liti mjög eðlilega út. Þeir tóku samt hnútinn til öryggis og sögðust hafa samband eftir páska ef eitthvað væri. 24. apríl fékk ég símtalið um að þetta væri krabbamein.”

x

Kraftur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.