Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 14
Bl
s.
14
Kraftur
Hvernig leitum við eftir upplýsingum um tíðni krabbameina, horfur,
kynjahlutföll, aldur og aðrar staðreyndir um krabbamein á Íslandi? Hjá
Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Íslands er hægt að nálgast allar
þessar upplýsingar á aðgengilegan hátt, til dæmis má skoða upplýs-
ingar um tíðni krabbameina á www.krabbameinsskra.is. Krabbameins-
skráin var sett á laggirnar í maí árið 1954. Með henni var í fyrsta skipti
haldið saman tölum um krabbamein á Íslandi. Fyrsti starfsmaður skrá-
arinnar var Halldóra Thoroddsen en nú eru starfsmenn Krabbameins-
skrárinnar 8 að tölu, auk læknanema sem vinna þar að rannsókn-
um. Laufey Tryggvadóttir er framkvæmdastjóri Krabbameinsskrár-
innar en Kraftsblaðið settist niður með henni og Elínborgu J. Ólafsdótt-
ur, sérfræðingi, og forvitnaðist nánar um notagildi skrárinnar. Einnig
rýndum við í athyglisverðar tölur.
Að sögn Laufeyjar nýtist Krabbameinsskráin á margvíslegan hátt. Þar
er hægt að sjá breytingar í gegnum tíðina. „Við fáum sendar upplýs-
ingar frá meinafræðideild Landspítala og öðrum rannsóknarstofum í
meinafræði og færum þær upplýsingar inn í skrána jafn óðum. Þannig
skráum við t.d. nýgengi krabbameina, tegund, forspárþætti, meðferð,
aldur, kyn og dánartíðni,“ segir hún og útskýrir að oftast séu horfur
sýndar sem hlutfall sjúklinga er lifa lengur en fimm ár eftir greiningu.
„Tilgangurinn með krabbameinsskráningu er m.a. að undirbyggja
rannsóknir á orsökum og þannig koma í veg fyrir krabbamein. Einnig
er lýðgrunduð skráning bakgrunnur rannsókna á horfum og meðferð
sjúklinga og árangri skimunar fyrir krabbameinum og er þannig mikil-
væg fyrir sókn okkar til framfara á þessum sviðum. Skráin er mikið
nýtt af ýmsum fræðimönnum heilbrigðisstétta sem stunda rannsóknir
Árlega greinast tæplega 1600 manns með
krabbamein hér á landi, um 70 manns á
aldrinum 24 til 40 ára greinast árlega með
krabbmein og eins og í öðrum aldurshópum
hefur lifun í þessum aldurshópi aukist veru-
lega, en allt að 90% lifa lengur en fimm ár.
Rætt við Laufeyju
Tryggvadóttur og
Elínborgu j. Ólafsdóttur
Tíðni og horfur krabbameins