Kraftur - 01.01.2018, Blaðsíða 15
B
ls. 15
Kraftur
á ofanskráðum þáttum. Loks nýtast upplýsingar um
nýgengi krabbameina stjórnvöldum svo hægt sé að
áætla sjúklingafjölda fram í tímann.“ Aðspurðar um
þróun krabbameina á undanförnum sex áratugum
eru þær sammála um að stærstu tíðindin séu að
horfur þeirra sem greinast með krabbamein hafa
batnað mjög á þessum árum, eða um 35% prósentu-
stig. Það þýðir að um 70% allra sem greinast lifa leng-
ur en 5 ár eftir greiningu og því ljóst að æ fleiri ýmist
læknast alveg eða lifa með krabbameininu. „Í raun
hefur tíðni dauðsfalla af völdum krabbameina í heild
lækkað, jafnvel þótt nýgengi hafi hækkað mikið
með tímanum í ákveðnum krabbameinum,“ segir
Laufey. Hún nefnir sem dæmi brjóstakrabbamein og
blöðruhálskirtilskrabbamein en reyndar hafi nýgengi
þess síðarnefnda lækkað dálítið síðustu árin og
mikil lækkun orðið á nýgengi magakrabbameins og
leghálskrabbameins. Ástæður lækkandi dánartíðni
eru margvíslegar, þar á meðal bætt meðferð, aukið
eftirlit og forvarnir; „Vondu fréttirnar eru aftur á móti
þær að dánartíðni vegna lungnakrabbameins er enn
alltof há. Þetta er það krabbamein sem tekur flest
mannslíf á Íslandi í dag þótt það sé eitt fárra krabba-
meina þar sem við þekkjum vel meginorsök og því
auðvelt að fyrirbyggja. Þannig verða líkurnar á að fá
lungnakrabbamein mjög litlar ef við reykjum aldrei
og þær lækka mikið hjá reykingarfólki sem hættir
að reykja. Jákvætt er þó að við sjáum viðsnúning hjá
yngra fólki þar sem dánartíðnin fer hratt lækkandi,
enda hefur reykingafólki fækkað mjög.“
Árlega greinast tæplega 1600 manns með krabba-
mein hér á landi og meðalaldur við greiningu nálægt
66 árum. En hvað segja tölurnar þegar við skoðum
aðeins ungt fólk á aldrinum 20-40 ára? Um 70 manns
greinast árlega með krabbmein á þessum aldri og
eins og í öðrum aldurshópum hefur lifun í þessum
aldurshópi aukist verulega, en allt að 90% lifa lengur
en fimm ár. Algengustu tegundir krabbameina hjá
konum í þessum aldurshópi eru krabbamein í brjóst-
um, leghálsi og skjaldkirtli en hjá körlunum eru það
eistnakrabbamein, krabbamein í miðtaugakerfi (heili
o.fl.) og sortuæxli. Athygli vekur að nýgengi sortu-
æxla jókst mikið um tíma og lækkaði svo aftur, en
skýringin á því er m.a. mikil notkun sólarlampa á
tímabili. Aðspurð um orsakir fyrir aukningu ný-
gengis einstakra krabbameinstegunda, eins og t.d.
krabbameina í brjóstum og blöðruhálskirtli, segir
Laufey að þar komi til áhrif margra þátta, sem ekki
séu allir þekktir. „Það er þekkt staðreynd að áfengis-
neysla hefur áhrif á brjóstakrabbamein en nútíma-
konur neyta mun frekar áfengis en konur gerðu hér
áður fyrr. Þá eignast konur færri börn nú til dags en
það er líka staðreynd að meðganga og brjóstagjöf
vernda konur gegn krabbameini. Hins vegar er erfiðara
að segja hvað veldur fjölgun greindra með blöðruháls-
kirtilskrabbamein. Það kunna að vera margar ástæð-
ur, þar á meðal aukin greiningarvirkni vegna mikillar
notkunar PSA mælinga“ segir Laufey.
Nánari upplýsingar má finna
á www.krabbameinsskra.is
Grein
Starfsfólk Krabbameinsskrárinnar. Frá vinstri: Elínborg J. Ólafsdóttir,
Guðríður H. Ólafsdóttir, Helgi Birgisson, Hrefna Stefánsdóttir, Sigrún
Stefánsdóttir, Kristín Alexíusdóttir og Laufey Tryggvadóttir