Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 2
Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenningur muni gera það með sinni umhverfis- hugsun. Axel Sæland blómabóndi Veður Malbikunarsumarið hafið Malbikunarframkvæmdir í höfuðborginni hófust nú í vikunni en slíkar framkvæmdir eru eitt af merkjum þess að sumarið sé í þann mund að ganga í garð. Þessi f lokkur var að störfum í Eikjuvogi í gær en alls verða 67 götur malbikaðar í borginni í sumar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Norðlæg átt, 5-13 m/s, hvassast vestantil á landinu. Él norðan og austan til, en skýjað með köflum eða bjartviðri sunnan- og vestanlands. Sums staðar skúrir eða slydduél sunnanlands síð- degis. Hiti 2 til 8 stig að deginum, mildast suðvestan til, en hiti. SJÁ SÍÐU 26 Original Formula styður við og styrkir • eðlilega starfsemi hjarta- og æðakerfisins • ónæmiskerfið 100% lífrænn, lyktarlaus og fer vel í maga fylgdu hjartanu LANDBÚNAÐUR Innf lutningur á afskornum blómum skilur eftir sig mun stærra kolefnisspor en inn- lend ræktun blóma. Kolefnisspor innlendrar ræktunar er einungis 18 prósent af innfluttum afskornum blómum. Axel Sæland, blómabóndi á Espi- f löt, segir innf lutning afskorinna blóma ekki nauðsynlegan. Hann segir þau blóm sem f lutt eru inn langf lest vera af sömu tegundum og þau sem ræktuð eru hér á landi og að innlend framleiðsla geti vel staðið undir íslenskum blóma- markaði. „Mest er verið að flytja inn tegundir sem eru í ræktun á Íslandi, það er það sem blómabúðirnar og kúnnarnir þekkja. Það er rosalega lítið um það að verið sé að flytja inn eitthvert framandi efni sem enginn þekkir því þá þorir enginn að nota það.“ Óskað var eftir umsóknum um tollkvóta vegna innf lutnings á blómum seinni hluta ársins 2019 á vef atvinnu- og nýsköpunarráðu- neytisins í lok síðasta mánaðar. Ekki liggur fyrir niðurstaða útboðs- ins en samkvæmt niðurstöðum útboða síðastliðinna tveggja ára má gera ráð fyrir því að um 300 þúsund afskorin blóm séu flutt inn til lands- ins á ári hverju. Axel segir tollkvótann ekki hvetj- andi fyrir íslenska blómabændur. „Það var settur tollkvóti fyrir ein- hverjum árum síðan, tollur settur á hvert stykki, einhver krónutala. Sú krónutala hefur alls ekki haldið gildi sínu þar sem hún fylgir ekki verðlagi en það hefur breyst síðast- liðin 20 ár. Tollverndin heldur því ekki lengur, verndunin er ekki fyrir innlendan markað. Við getum því ekki leyft okkur verðhækkanir á innlendum blómum sem þýðir bara minna í kassann fyrir íslenska framleiðendur og meiri óvissu á markaði“. Meirihluti þeirra blóma sem seljast hér á landi er framleiddur hér en Axel framleiðir um  tvær milljónir blóma á ári hverju. Hann segir neytendur á Íslandi vera með- vitaða um þær vörur sem þeir kaupa og treystir á þá frekar en stjórnvöld til að halda lífi í íslenskum blóma- bændum. „Hugsunin mín er farin úr því að treysta stjórnvöldum til að vernda og passa okkur í það að almenn- ingur muni gera það með sinni umhverfishugsun. Það er það sem mun halda okkur á lífi í þessum bransa,“ segir Axel og bætir við að stjórnvöld stjórnist af markaðsöfl- um frekar en lýðheilsu og náttúru- vernd: „Það eru ekki lýðheilsa eða náttúruvernd sem stjórna ákvörð- unum stjórnvalda. Því bindur maður hreinlega vonir við íslenska kúnnann, að hann sé nógu vel upp- lýstur til að taka ákvarðanir um það hvað hann vill“. birnadrofn@frettabladid.is Innflutningur blóma mengandi og óþarfur Íslensk blómaframleiðsla gæti staðið undir öllum blómamarkaði hér á landi. Þó eru flutt inn um 300 þúsund afskorin blóm á ári, jafnvel þótt blóm af sömu tegund séu ræktuð hér á landi. Innflutningurinn er sagður mjög mengandi. Árlega eru flutt 300 þúsund afskorin blóm til landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN VIÐSKIPTI Viðskiptavinir tveggja af þremur stóru bönkunum gátu tengt kortin sín við Apple Pay í gær. Um er að ræða greiðsluleið sem gerir eigendum iPhone-síma kleift að borga með símanum í stað hefðbundinna greiðslukorta. Bankarnir hafa undirbúið komu Apple Pay um nokkurt skeið og í gær kynntu Arion banki og Lands- bankinn greiðsluleiðina fyrir við- skiptavinum sínum. Íslandsbanki tilkynnti hins vegar sínum við- skiptavinum að opnað yrði fyrir greiðsluleiðina innan tíðar. „Þetta er enn þá í vinnslu hjá okkur, þetta er bara enn í ferli hjá Apple,“ segir Edda Hermanns- dóttir, sviðsstjóri samskipta hjá Íslandsbanka. Hún segir þetta ekki stranda á því að Íslandsbanki notar MasterCard en hinir bank- arnir Visa. Edda getur ekki gefið neinar nákvæmar tímasetningar á því hvenær viðskiptavinir bankans geta notað þjónustuna. „Þetta er væntanlegt innan tíðar. Mjög f ljót- lega.“ – ab Tveir af þremur bönkum opnað á Apple Pay Edda Hermanns- dóttir, sviðsstjóri samskipta hjá Íslandsbanka. DÓMSMÁL Hæstiréttur féllst á beiðni Barnaverndarstofu um að taka fyrir mál Freyju Haraldsdóttur gegn stofnuninni. Freyja sótti um að verða fósturforeldri en Barna- verndarstofa hafnaði umsókn hennar um að sækja námskeið þar sem hæfni hennar yrði metin. Hér- aðsdómur sýknaði Barnaverndar- stofu í málinu en Landsréttur sneri niðurstöðunni við. Taldi Lands- réttur að Barnaverndarstofa hefði mismunað Freyju á grundvelli fötl- unar hennar. Barnaverndarstofa óskaði eftir heimild til að áfrýja til Hæstarétt- ar þar sem málið varðaði hagsmuni barna. Freyja segir það vonbrigði. „Þetta er mjög dapurt. Dómur Lands réttar var mjög skýr og maður hefði haldið að hann ætti að duga en fyrst hann gerir það ekki þá verð ég bara að halda á fram. Það er ekkert annað í stöðunni,“ segir Freyja. – la Mál Freyju fyrir Hæstarétt 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 5 -A 0 E C 2 2 F 5 -9 F B 0 2 2 F 5 -9 E 7 4 2 2 F 5 -9 D 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.