Fréttablaðið - 09.05.2019, Side 4
Fáðu blað dagsins í tölvupósti
kl. 5.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista Frétta-
blaðsins á www.frettabladid.is/
nyskraning. Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
NÝR RAM 3500 2019 - FRUMSÝNDUR 11. MAÍ
UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI
VERÐ FRÁ: 6.967.745 KR. ÁN VSK.
VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK.
ramisland.is
SAKAMÁL Rannsókn morðsins á
Gísla Þór Þórarinssyni er enn í
fullum gangi í Noregi og segir í til
kynningu lögreglunnar í Noregi að
alls hafi 50 vitni verið yfirheyrð.
Karl mennirnir tveir sem grunaðir
eru um morðið hafa þó ekki verið
yfir heyrðir frekar.
Lög regla bíður enn niður staðna
úr greiningum á vopninu, raf
tækjum og öðru. Fram kemur í til
kynningunni að hvorugur þeirra
sem grunaðir eru hafi verið skráðir
fyrir vopni og lög regla hafði á þeim
tíma sem morðið var framið engar
upp lýsingar um að þeir hafi haft
að gang að skot vopni. Rann sóknin
sýnir að þeir grunuðu urðu sér úti
um byssuna sama dag og morðið
var framið.
Fyrstu niður stöður krufningar
Gísla Þórs Þórarins sonar sýna að
Gísli lést vegna blóð missis í kjöl
far þess að vera skotinn í lærið.
Sam kvæmt upp lýsingum frá lög
reglunni í Noregi hefur utan ríkis
ráðu neytið verið látið vita að
krufningu sé lokið og að hægt sé að
flytja lík hins látna heim til Ís lands.
Að stand endum Gísla hefur verið
skipaður lög maður.
Gunnar Jóhann Gunnars son,
hálf bróðir Gísla Þórs, sem er grun
aður um að hafa myrt Gísla að fara
nótt laugar dagsins 27. apríl, var úr
skurðaður þann 29. apríl í fjögurra
vikna gæslu varð hald. Lög regla
segir í til kynningu að þegar gæslu
varð hald hans rennur út muni hún
krefjast þess að það verði fram
lengt. – la
Lést af völdum
blóðmissis eftir
skotsár á læri
EUROVISION Fram undan er langur
og strangur dagur fyrir meðlimi
hljómsveitarinnar Hatara. Æft
verður stíft í Expohöllinni í Tel
Avív í Ísrael. Er þetta önnur æfingin,
en sú fyrsta fór fram á sunnudaginn.
Samkvæmt upplýsingum innan úr
herbúðum Hatara verður atriðið
útfært nánar og verður nálægt því
sem sjónvarpsáhorfendur fá að sjá
þegar hljómsveitin keppir fyrir
Íslands hönd í fyrri undanúrslita
riðlinum á fimmtudaginn í næstu
viku.
Í gær var frjáls dagur og fékk
hljómsveitin, ásamt öllu sínu fríða
föruneyti, að slaka á og fara í skoð
unarferðir. „Hatari fór í fróðlega
ferð til Betlehem,“ segir Matthías
Tryggvi Haraldsson, annar söngv
ara Hatara. „Hópurinn vildi nýta
tímann til að kynnast krókum og
kimum samfélagsins, ræða við Ísra
elsmenn og Palestínumenn, til að
átta sig betur á þversagnakenndum
raunveruleika landsins og komast
nær sannleikanum.“
Eftir æf ingar á morgun mun
Hatari mæta á blaðamannafund.
Blaðamönnum hefur fjölgað tölu
vert í Tel Avív síðustu daga og má
búast við miklu fjölmenni á morg
un. Meðlimir Hatara hafa vakið
mikla athygli fyrir að vilja nota
dagskrárvaldið til að ræða málefni
Ísraels og Palestínumanna. Eftir
að það barst í tal á síðasta blaða
mannafundi var spyrlinum skipað
af yfirboðurum sínum að ljúka
fundinum. – ab
Hatari nýtti tímann og heimsótti Betlehem
Meðlimir Hatara hafa í nógu að
snúast í Ísrael en æft verður í dag.
FJÖLMIÐLAR „Þetta er auðvitað
margbrotið mál sem margir hjá
okkur hafa áhuga á og þurfa að tjá
sig um. Þannig tekur það smá tíma
að fara í gegnum þær umræður,“
segir Birgir Ármannsson, þing
f lokksformaður Sjálfstæðisf lokks
ins, um frumvarp um stuðning við
einkarekna fjölmiðla.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta og
menningarmálaráðherra, kynnti
frumvarpið fyrir þingf lokki Sjálf
stæðisf lokksins í gær en það var
afgreitt úr ríkisstjórn síðastliðinn
föstudag.
Birgir segir málið í áframhald
andi meðferð hjá þingf lokknum.
„Við kláruðum það ekki á þessum
fundi en fengum fína kynningu á
því frá ráðherra. Við eigum eftir að
ræða það betur í okkar hópi.“
Frá því að fyrstu drög frum
varpsins voru kynnt í lok janúar
síðastliðins hefur það verið til
vinnslu í ráðuneytinu.
Bætt hefur verið við ákvæði um
sérstakan stuðning við einkarekna
fjölmiðla sem nemur allt að 5,15
prósentum af launakostnaði sem
fellur undir lægra skattþrep tekju
skatts. Gert er ráð fyrir að árlegur
kostnaður ríkissjóðs vegna þessa
nemi um 170 milljónum króna.
Þá hefur verið bætt við greinar
gerð frumvarpsins stuttri máls
grein sem kemur inn á stöðu RÚV.
Þar segir að athuga eigi hvort
breyta skuli tekjuuppbyggingu
RÚV, þar á meðal hvort draga
skuli úr umsvifum á auglýsinga
markaði eða að fjármögnun verði
aðeins byggð á opinberum fjár
munum. Stefnt er að því að ljúka
þeirri athugun fyrir árslok þegar
samningur RÚV og ráðuneytisins
um fjölmiðlaþjónustu í almanna
þágu rennur út.
Alls bárust 29 umsagnir um
málið meðan það var í samráðsferli
í Samráðsgátt stjórnvalda. Flestar
þeirra voru frá fjölmiðlum og sneru
að skilyrðum fyrir styrkveitingum.
Fram kemur í greinargerð með
frumvarpinu nú að ekki hafi þótt
ástæða til að breyta einstökum
ákvæðum þess. Þó hafi verið tekið
tillit til umsagna og athugasemda
eftir atvikum í endanlegri greinar
gerð. sighvatur@frettabladid.is
Sjálfstæðismenn munu skoða
fjölmiðlafrumvarpið betur
Frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla var kynnt fyrir þingflokki Sjálfstæðisflokksins í gær en
breytingar hafa verið gerðar á málinu frá því það kom fram í lok janúar. Bætt hefur verið við ákvæði um
aukinn fjárhagslegan stuðning vegna launakostnaðar og athugun á stöðu RÚV boðuð í greinargerð.
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, vill efla einkarekna fjölmiðla. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Þurfa að uppfylla skilyrði
Frumvarpið gerir ráð fyrir að einkareknir fjölmiðlar geti að ákveðnum
skilyrðum uppfylltum fengið endurgreiddan allt að fjórðung ritstjórn-
arkostnaðar. Hámarksstyrkur hvers aðila á ári verður 50 milljónir króna
en heildarstuðningurinn er áætlaður á bilinu 300-400 milljónir á ári.
Meðal skilyrða sem sett eru er að fjölmiðill hafi það sem aðalmark-
mið að miðla fréttum og fréttatengdu efni, hann hafi starfað í að
minnsta kosti tólf mánuði, eignarhald hans liggi fyrir og að miðillinn
sé ekki í vanskilum með opinber gjöld. Þá eru gerðar kröfur um hlutfall
ritstjórnarefnis og ákveðna lágmarks útgáfu.
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
5
-B
4
A
C
2
2
F
5
-B
3
7
0
2
2
F
5
-B
2
3
4
2
2
F
5
-B
0
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K