Fréttablaðið - 09.05.2019, Síða 8
NÁNARI UPPLÝSINGAR Í SÍMA 564 2488 OG
skarpur@simnet.is
Veslun ásamt skerpingarverkstæði, sem þjónustað
hefur byggingariðnaðinn í 36 ár, er nú til sölu
Reksturinn er tvískiptur, Innflutningur, sala á sagarblöðum,
fræsitönnum og öðrum verkfærum fyrir tré- og málmiðnaðinn
annars vegar og hins vegar skerping á sagarblöðum og ýmsum
bitverkfærum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Fyrirtækið hefur ávallt verið leiðandi á sínu sviði og hefur
yfir að ráða fullkomnum tölvustýrðum skerpingarvélum
fyrir flestar gerðir sagarblaða og verkfæra.
Velta fyrirtækisins var um 40 miljónir á síðasta ári og
felast talsverðir stækkunarmöguleikar í auknum innflutningi.
Allur núverandi rekstur er til sölu ásamt vélum, vörubirgðum
og viðskiptasamböndum. Í dag starfa tveir starfsmenn
hjá fyrirtækinu.
VEGNA SÉRSTAKRA
AÐSTÆÐNA ER NÚ
TIL SÖLU
VERSLUNAR- OG
ÞJÓNUSTUFYRIRTÆKI
Litli prinsinn
ÍRAN Hassan Rouhani, forseti Írans,
greindi frá því í gær að ríkið væri
tímabundið hætt að framfylgja skil-
málum Íranssamningsins svokall-
aða. Það er að segja samnings sem
Bandaríkin, Frakkland, Þýskaland,
Rússland, Kína og Bretland gerðu við
Íran um að ríkið myndi leggja kjarn-
orkuáætlun sína niður í skiptum
fyrir afléttingu viðskiptaþvingana.
Frá því að Donald Trump Banda-
ríkjaforseti rifti samningnum af
hálfu Bandaríkjanna í maí á síðasta
ári hefur framtíð plaggsins verið
óljós. Þau aðildarríki sem eftir stóðu
hétu því að vinna áfram eftir samn-
ingnum en Bandaríkjamenn settu
hins vegar á ný viðskiptaþvinganir
gegn Írönum.
Þessar nýju þvinganir hafa haft
neikvæð áhrif á íranskt hagkerfi og
var því ómögulegt að halda áfram
að framfylgja samningnum, að því
er Javad Zarif, íranski utanríkisráð-
herrann, sagði á Twitter í gær.
Samkvæmt Rouhani er hugsanlegt
að Íranar muni nú framleiða meira af
auðguðu úrani til einkanota. Samn-
ingurinn kveður á um að Íranar
þurfi að selja úr landi allt auðgað
úran sem framleitt er við almenna
orkuframleiðslu en efnið er hægt að
nýta í framleiðslu kjarnorkuvopna.
Forsetinn sagði hins vegar að
þetta yrði ekki gert á næstu sextíu
dögum og fór fram á það sérstaklega
við aðildarríki samningsins að þau
myndu vinna með Írönum að því að
aflétta hinum bandarísku viðskipta-
þvingunum. Annars myndu Íranar
vinna auðgað úran fyrir sjálfa sig.
Zarif tók í sama streng í tísti sínu
og skoraði sérstaklega á evrópsku
aðildarríkin. Þau hefðu nú þröngan
tímaramma til þess að athafna sig og
halda lífi í samningnum.
„Ef þessi fimm ríki koma að borð-
inu og við komumst að samkomu-
lagi, og ef þau samþykkja að vernda
olíu- og fjármálageira íranska hag-
kerfisins, getum við komist aftur
á byrjunarreit. Íranska þjóðin og
heimurinn allur þurfa að vera með-
vituð um það að þetta markar ekki
endalok samningsins,“ sagði Rouh-
ani.
Ákvörðun Íransstjórnar féll í
nokkuð grýttan jarðveg hjá aðildar-
ríkjunum. Dmítríj Peskov, upp-
lýsingafulltrúi Vladímírs Pútín
Rússlandsforseta, kenndi Banda-
ríkjamönnum um hvernig farið hefur
fyrir samningnum. Hann sagði að
Pútín hefði spáð fyrir um afleiðingar
„vanhugsaðrar“ riftunar Bandaríkja-
manna. „Nú erum við að sjá þessar
spár verða að raunveruleika.“
Florence Parly, franski varnar-
málaráðherrann, sagði við franska
miðilinn BFM TV að Frakkar vildu
ólmir halda lífi í plagginu, ella myndi
frekari þvingunum verða beitt gegn
Íran. „Það myndi ekkert koma sér
verr fyrir Íran í dag en að rifta samn-
ingnum.“
Bretar, Kínverjar og Þjóðverjar
ræddu sömuleiðis um mikilvægi
samningsins. Theresa May, for-
sætisráðherra Breta, sagði að það
væri lykilatriði að samningurinn
yrði virtur og upplýsingafull-
trúi þýska utanríkisráðuneytis-
ins sagði Þjóðverja staðráðna í
því að framfylgja samningnum.
thorgnyr@frettabladid.is
Íran krefst verndar
gegn Bandaríkjunum
Forseti Írans hefur tilkynnt að ríkið ætli tímabundið að hætta að framfylgja
kjarnorkusamningnum vegna þvingana Bandaríkjamanna. Íranar vilja
vernd gegn þvingununum annars ætli þeir að framleiða auðgað úran.
Rouhani er ekki sáttur við viðskiptaþvinganirnar. NORDICPHOTOS/AFP
Harry Bretaprins og Meghan Markle, hertogahjónin af Sussex á Bretlandi, sýndu heimsbyggðinni í gær sinn
glænýja, tveggja daga gamla son. „Ég hef tvo bestu drengi veraldar mér við hlið þannig að ég er afar ham-
ingjusöm,“ sagði hertogaynjan við fjölmiðlafólk. Prinsinn fær nafnið Archie Harrison. NORDICPHOTOS/AFP
SUÐUR-AFRÍKA Þingkosningar fóru
fram í Suður-Afríku í gær. Niður-
stöður lágu ekki fyrir þegar Frétta-
blaðið fór í prentun. Það munu
þær líklegast ekki gera fyrr en um
helgina, að því er Reuters hafði eftir
suðurafrískum embættismönnum í
gær.
Kosningarnar koma í kjölfar
afsagnar Jacobs Zuma forseta. Zuma
neyddist til að segja af sér í febrúar
á síðasta ári vegna þrýstings innan
flokks síns, Afríska þjóðarráðsins
(ANC). Hann hafði verið ákærður
fyrir spillingu og átti von á van-
trausti á þingi.
Cyril Ramaphosa tók við af
Zuma, jafnt sem forseti og leiðtogi
ANC. Hann leiddi flokkinn í kosn-
ingum gærdagsins og miðað við
skoðanakannanir verður að teljast
líklegt að hann hafi unnið stórsigur.
Könnun IRR frá því í lok apríl
sýndi ANC með 49,5 prósenta
stuðning og könnun Ipsos frá því
viku fyrr sýndi ANC með 56,9 pró-
sent. Stuðningurinn hafði verið
álíka mikill mánuðina á undan. Til
samanburðar hafði Lýðræðisbanda-
lagið (DA), undir forystu Mmusi Mai-
mane, 21,3 prósent í könnun IRR og
15,2 hjá Ipsos. Hagfrelsishreyfingin
(EFF), undir forystu Julius Malema,
hafði 14,9 hjá IRR, 9,5 hjá Ipsos.
Þessar niðurstöður yrðu þær lök-
ustu í sögu Afríska þjóðarráðsins allt
frá því að flokkurinn bauð fyrst fram
með Nelson Mandela í fararbroddi
árið 1994. Þá fékk þjóðarráðið 62,65
prósent en í síðustu kosningum,
undir forystu Zuma, fékk flokkurinn
62,15 prósent. – þea
Suður-Afríkumenn
velja sér nýtt þing
Frá kjörstað í Suður-Afríku í gær. Ekki er búist við því að niðurstöður úr
kosningunum liggi fyrir fyrr en um helgina. NORDICPHOTOS/AFP
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
5
-D
C
2
C
2
2
F
5
-D
A
F
0
2
2
F
5
-D
9
B
4
2
2
F
5
-D
8
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K