Fréttablaðið - 09.05.2019, Qupperneq 24
Starri Freyr
Jónsson
starri@frettabladid.is
Tónskáldið og píanóleikarinn Gabríel Ólafs kemur fram á tónlistarhátíðinni Iceland
Airwaves sem haldin verður í
Reykjavík í byrjun nóvember.
Gabríel vakti talsverða athygli
á síðasta ári þegar hann gerði
samning við breska útgáfufyrir
tækið One Little Indi an, þá 19 ára
gamall, en útgáfufyrirtækið gefur
m.a. út plötur Bjarkar. Á þeim tíma
hafði hann ekki enn gefið út tón
list á plötu en vakið athygli fyrir
lagasmíðar sínar sem höfðu birst
á netinu.
Hann segir tónlist sinni svip a
til kvik mynda tón list ar enda eru
nokkrir af helstu áhrifa völdum
hans Jó hann Jó hanns son og Ludo
vico Ei naudi sem m.a. samdi tón
list ina fyr ir hina vinsælu frönsku
kvikmynd The Intouchables. „Ég
er líka mikill kvikmyndaunnandi
og fer oft í bíó auk þess að sækja
mikið tónleika. Góður matur
með fjölskyldu og vinum er líka
Fólk er kynningarblað sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu
í formi viðtala og umfjallana. Í blaðinu
er einnig hefðbundið ritstjórnarefni.
Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Sólveig Gísladóttir, solveig@frettabladid.is s. 550 5762 | Elín Albertsdóttir, elin@
frettabladid.is, s. 550 5761 | Brynhildur Björnsdóttir, brynhildur@frettabladid.is, s. 550 5765 | Starri Freyr
Jónsson, starri@frettabladid.is, s. 550 5763 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Kristín Þorsteinsdóttir
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Atli Bergmann, atli@frettabladid.is, s. 550 5657, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@
frettabladid.is, s. 550 5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 550 5653,
„Ég kaupi
sjaldan föt en
kaupi vönduð
föt sem duga
lengur. Þau eru
stundum dýr
en þurfa ekki
endilega að
vera það,“ segir
Gabríel Ólafs.
Brúnn, gulur og jarðartónar eru áberandi hér hjá Gabríel Ólafs.
Framhald af forsíðu ➛
ofarlega á listanum en satt að segja
er ég megnið af tíma mínum í
stúdíóinu.“
Spenntur fyrir framhaldinu
Hann segist afar ánægður og
spenntur yfir samningnum við
One Little Indi an. „Ég kláraði að
semja og taka upp mína fyrstu
plötu á liðnu ári sem kemur út
bráðlega. Undanfarna mánuði
hef ég verið að halda mína fyrstu
tónleika í Evrópu með eigið efnið
og það hefur gengið nokkuð vel.
Á Airwaves í nóvember mun ég
bjóða gestum upp á frumsamda
ljúfa píanótónlist og verð með
framúrskarandi strengjakvartett
með í för.“
Hann lýsir fatastílnum sínum
sem mínímalískum og snyrti
legum og segist alltaf hafa laðast að
skyrtum, gollum og jökkum síðan
hann var lítill. „Ég mundi segja að
helstu tískufyrirmyndir mínar séu
píanóleikarinn Bill Evans, David
Bowie og teiknimyndapersónan
Tinni.“
Hvernig hefur tískuáhugi þinn
þróast?
Í raun hefur klæðnaður minn
lítið breyst í gegnum árin. Ég hef
alltaf klætt mig eins og mér finnst
passa best við mig.
Hvar kaupir þú helst fötin þín?
Stundum heima á Íslandi en
annars ferðast ég mikið til London
og þá reyni ég stundum að kaupa
föt í leiðinni.
Hvaða litir eru í uppáhaldi?
Beige/ljósbrúnn, brúnn, gulur,
jarðartónar, hvítur og svartur.
Hvaða f lík hefur þú átt lengst og
notar enn þá?
Þótt ekki sé hægt að kalla gler
augu flík þá hef ég notað sama
Oliver Peoples gleraugnaramm
ann í rúmlega átta ár og er enn
sáttur við hann.
Áttu þér uppáhaldsverslanir
heima og erlendis?
Kormákur og Skjöldur og
Geysir eru í uppáhaldi hér heima.
Erlendis er það Brooks Brothers. Ég
reyni samt að leita sem víðast og
jafnvel kaupa notuð föt. Ég reyni
að velja föt sem ég veit að ég mun
nota mikið, frekar en að kaupa
mikið og nota fátt.
Áttu eina uppáhaldsf lík?
Það er ljósi Ben Sherman frakk
inn minn. Einnig verð ég að nefna
Joe Boxer náttbuxurnar mínar því
það er mikilvægt að hugsa líka um
þægindin.
Bestu og verstu fatakaupin?
Ég hef gert ákaflega góð kaup
á markaði í London þar sem ég
keypti m.a. „vintage“ rauða Levi’s
jakkann minn sem ég nota mikið.
Þegar kemur að slæmum kaupum
hef ég átt það til að kaupa ýmiss
konar slaufur í herrafataversl
unum þó að ég noti aldrei slaufur
og velji nær alltaf bindi.
Eyðir þú miklu í föt miðað við
jafnaldra þína?
Ég kaupi sjaldan föt en kaupi
vönduð föt sem duga lengur. Þau
eru stundum dýr en þurfa ekki
endilega að vera það.
Notar þú fylgihluti?
Ég er oftast með belti og Daniel
Wellington úr sem ég hef notað
mikið.
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
5
-E
1
1
C
2
2
F
5
-D
F
E
0
2
2
F
5
-D
E
A
4
2
2
F
5
-D
D
6
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K