Fréttablaðið - 09.05.2019, Síða 28
Elín
Albertsdóttir
elin@frettabladid.is
Það var Eleanor Lambert sem fyrst kom með hugmyndina að Met Gala í fjáröf lunar-
skyni. Strax varð Met Gala að
veislu ársins enda sóttust Holly-
wood-leikarar eftir að sýna sig
þar auk helstu tónlistarmanna
heimsins. Allt er lagt í sölurnar
þegar fataval er annars vegar
og því leggja margir leið sína að
safninu til að líta dýrðina augum
þegar fræga fólkið mætir á
svæðið. Hátíðin hefst venjulega á
rauða dreglinum þar sem stjörn-
urnar ganga upp frægar tröppur
safnsins og ljósmyndarar safnast
saman í kringum það. Ýmis
þemu hafa verið í gegnum árin
en oftast tengjast þau sýningum
sem eru að fara í gang eftir
veisluna hjá safninu.
Fyrstu árin var Met Gala ein-
ungis miðnæturmatur og kostaði
miðinn 50 dali sem þótti mikið
á þeim tíma. Hátíðin fór fram á
Waldorf-Astoria hótelinu í New
York í fyrstu en færðist síðar yfir
í Central Park. Þegar fyrrverandi
ritstjóri Vogue, Diana Vreeland,
varð ráðgjafi við Costume Insti-
tute í Met safninu árið 1972
varð Met Gala hátíðin tengdari
tísku og glamúr. Þá fóru helstu
tískuhönnuðir heimsins að sýna
sig á hátíðinni ásamt þekktustu
fyrirsætum.
Þema ársins 2019 er sótt til
sýningarinnar Camp: Note on
Fashion sem opnar á næstu
dögum hjá Met en innblásturinn
er fenginn úr ritgerð Susan
Sontag frá árinu 1964 sem
nefnist Notes on Camp. Susan
var bandarískur rithöfundur,
heimspekingur og kvikmynda-
gerðarmaður sem lét til sín taka
á ýmsum sviðum.
Metropolitan Museum of Art
eða Met Museum, eins og það
er venjulega kallað, er eitt af
frægustu söfnum í heimi. Þar eru
sýnd listaverk sem sum hver eiga
yfir 5.000 ára sögu. Á hverju ári
heimsækja safnið yfir sjö millj-
ónir manna. Þarna má finna verk
eftir Leonardo da Vinci, Georgia
O’Keeffe, Pablo Picasso, Monet,
Van Gogh og marga f leiri snill-
inga fortíðarinnar.
Litadýrð á Met
Gala hátíðinni
Fyrsta mánudag í maí kemur ríka og fræga fólkið saman
á Met Gala fjáröflunardansleiknum í Metropolitan Mus
eum of Art í New York. Met Gala hefur verið haldið ár
lega frá árinu 1948. Gestir klæðast eftir ákveðnu þema.
Tennisstjarnan Serena Williams var
sannarlega í gleðilegum sumarkjól
sem gagnrýnendur sögðu vera eins
og eggjahræru með skinkubitum. Fjaðraskraut var áberandi á hátíðinni. Kendall Jenner lét sitt ekki eftir liggja.
Lady Gaga vekur auðvitað alltaf athygli. Að þessu sinni mætti hún í skærbleikum kjól .Gwen Stefani er glæsileg í silfri og hvítri skikkju sem liggur eins og slör á brúðarkjól.
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
30% afsláttur
af völdum vörum
fimmtudag, föstudag,
laugardag
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is
Verslunin Belladonna
FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR
NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
2
F
5
-B
9
9
C
2
2
F
5
-B
8
6
0
2
2
F
5
-B
7
2
4
2
2
F
5
-B
5
E
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K