Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 28
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það var Eleanor Lambert sem fyrst kom með hugmyndina að Met Gala í fjáröf lunar- skyni. Strax varð Met Gala að veislu ársins enda sóttust Holly- wood-leikarar eftir að sýna sig þar auk helstu tónlistarmanna heimsins. Allt er lagt í sölurnar þegar fataval er annars vegar og því leggja margir leið sína að safninu til að líta dýrðina augum þegar fræga fólkið mætir á svæðið. Hátíðin hefst venjulega á rauða dreglinum þar sem stjörn- urnar ganga upp frægar tröppur safnsins og ljósmyndarar safnast saman í kringum það. Ýmis þemu hafa verið í gegnum árin en oftast tengjast þau sýningum sem eru að fara í gang eftir veisluna hjá safninu. Fyrstu árin var Met Gala ein- ungis miðnæturmatur og kostaði miðinn 50 dali sem þótti mikið á þeim tíma. Hátíðin fór fram á Waldorf-Astoria hótelinu í New York í fyrstu en færðist síðar yfir í Central Park. Þegar fyrrverandi ritstjóri Vogue, Diana Vreeland, varð ráðgjafi við Costume Insti- tute í Met safninu árið 1972 varð Met Gala hátíðin tengdari tísku og glamúr. Þá fóru helstu tískuhönnuðir heimsins að sýna sig á hátíðinni ásamt þekktustu fyrirsætum. Þema ársins 2019 er sótt til sýningarinnar Camp: Note on Fashion sem opnar á næstu dögum hjá Met en innblásturinn er fenginn úr ritgerð Susan Sontag frá árinu 1964 sem nefnist Notes on Camp. Susan var bandarískur rithöfundur, heimspekingur og kvikmynda- gerðarmaður sem lét til sín taka á ýmsum sviðum. Metropolitan Museum of Art eða Met Museum, eins og það er venjulega kallað, er eitt af frægustu söfnum í heimi. Þar eru sýnd listaverk sem sum hver eiga yfir 5.000 ára sögu. Á hverju ári heimsækja safnið yfir sjö millj- ónir manna. Þarna má finna verk eftir Leonardo da Vinci, Georgia O’Keeffe, Pablo Picasso, Monet, Van Gogh og marga f leiri snill- inga fortíðarinnar. Litadýrð á Met Gala hátíðinni Fyrsta mánudag í maí kemur ríka og fræga fólkið saman á Met Gala fjáröflunardansleiknum í Metropolitan Mus­ eum of Art í New York. Met Gala hefur verið haldið ár­ lega frá árinu 1948. Gestir klæðast eftir ákveðnu þema. Tennisstjarnan Serena Williams var sannarlega í gleðilegum sumarkjól sem gagnrýnendur sögðu vera eins og eggjahræru með skinkubitum. Fjaðraskraut var áberandi á hátíðinni. Kendall Jenner lét sitt ekki eftir liggja. Lady Gaga vekur auðvitað alltaf athygli. Að þessu sinni mætti hún í skærbleikum kjól .Gwen Stefani er glæsileg í silfri og hvítri skikkju sem liggur eins og slör á brúðarkjól. Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook 30% afsláttur af völdum vörum fimmtudag, föstudag, laugardag Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna FLOTT FÖT, FYRIR FLOTTAR KONUR NETVERSLUN WWW.BELLADONNA.IS 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 2 F 5 -B 9 9 C 2 2 F 5 -B 8 6 0 2 2 F 5 -B 7 2 4 2 2 F 5 -B 5 E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.