Fréttablaðið - 09.05.2019, Síða 42

Fréttablaðið - 09.05.2019, Síða 42
Dansandi ljóð er leik-verk sem Edda Þór-arinsdóttir byggir á ljóðum Gerðar Kristnýjar og verður frumsýnt í Þjóð- leikhúskjallaranum laugardaginn 11. maí í leikstjórn hennar. Verkið fjallar um íslenska konu og átta leik- konur túlka líf hennar í ljóðum, tón- list og hreyfingum. Hópurinn Leik- húslistakonur 50+ setur upp verkið í samstarfi við Þjóðleikhúsið. „Þessi hópur hefur verið starfandi í nokkur ár og samanstendur af leik- húskonum sem eru 50 ára og eldri. Þarna er öll f lóran: leikkonur, dans- arar, leikmynda- og búningahöf- undar, handritshöfundar og leik- stjórar,“ segir Edda Þórarinsdóttir. „Við byrjuðum að starfa í Iðnó undir verndarvæng Margrétar Rósu Ein- arsdóttur og þar settum við upp nokkrar sýningar. Nú erum við ekki lengur í Iðnó, en vorum svo heppnar að fá eins árs samstarfssamning við Þjóðleikhúsið og er Dansandi ljóð önnur sýning okkar á þessu leikári, sú fyrri heitir Fjallkonan fríð – eða hefur hún hátt?“ Edda er spurð af hverju hún hafi ákveðið að gera leikgerð eftir ljóð- um Gerðar Kristnýjar. „Ég hef verið hrifin af því sem ég kalla ljóðasögur hennar: Blóðhófnir, Drápa og Sálu- messa. Það er svo mikill leikhús- galdur í þeim. Svo þegar ég fór að kíkja í hinar ljóðabækurnar hennar rakst ég f ljótlega á ljóðið Systkini mín. Ég á sjálf mörg systkini og ljóð- ið höfðaði strax sterkt til mín. Ég fór að lesa fleiri ljóð eftir hana og sá þau smám saman fyrir mér á sviði og fór að búa til sögu úr þeim og úr urðu Dansandi ljóð sem byggja á ljóðum úr hinum bókunum hennar: Ísfrétt, Launkofi, Höggstaður og Strandir,“ segir Edda sem fékk leyfi hjá skáld- konunni til að semja leikgerðina. Ævisaga konu Um söguna sem sögð er í Dansandi ljóð segir Edda: „Þarna er sögð ævi- saga konu frá fæðingu til fullorðins- ára og við kynnumst æsku hennar og alls kyns leyndarmálum sem hún uppgötvar í fjölskyldunni. Svo kemur ástin til sögunnar og allt er yndislegt um stund. Þá fer ástin að verða nokkuð snúin, það koma upp svik og erfiðleikar og tryllt af brýði- semi. Sem betur fer jafnar konan sig á þessari ástarsorg og lífið heldur áfram.“ Leikkonurnar sem túlka líf kon- unnar eru Bryndís Petra Braga- dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Júlía Hannam, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Vilborg Hall- dórsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla) sem hefur einnig samið Leikhúsgaldur ljóða Edda Þórarinsdóttir hefur gert leikgerð eftir ljóðum Gerðar Kristnýjar. Hópurinn 50+ setur upp verkið í Þjóðleikhúsinu „Við leikhúslistakonur dreifum okkur víða,“ segir Edda Þórarinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRUMSÝND Á MORGUN ELÍSABET ORMSLEV ÍRIS HÓLM JÓNSDÓTTIR SIGURÐUR ÞÓR ÓSKARSSON JÓN RAGNAR JÓNSSON ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON EYÞÓR INGI GUNNLAUGSSON ODDUR JÚLÍUSSON KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR UglyDolls99x250mmFRUMS.indd 1 08/05/2019 11:22 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞARNA ER SÖGÐ ÆVISAGA KONU FRÁ FÆÐINGU TIL FULLORÐINSÁRA OG VIÐ KYNNUMST ÆSKU HENNAR OG ALLS KYNS LEYND- ARMÁLUM SEM HÚN UPPGÖTV- AR Í FJÖLSKYLDUNNI. 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R MENNING 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 5 -A 5 D C 2 2 F 5 -A 4 A 0 2 2 F 5 -A 3 6 4 2 2 F 5 -A 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.