Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 42
Dansandi ljóð er leik-verk sem Edda Þór-arinsdóttir byggir á ljóðum Gerðar Kristnýjar og verður frumsýnt í Þjóð- leikhúskjallaranum laugardaginn 11. maí í leikstjórn hennar. Verkið fjallar um íslenska konu og átta leik- konur túlka líf hennar í ljóðum, tón- list og hreyfingum. Hópurinn Leik- húslistakonur 50+ setur upp verkið í samstarfi við Þjóðleikhúsið. „Þessi hópur hefur verið starfandi í nokkur ár og samanstendur af leik- húskonum sem eru 50 ára og eldri. Þarna er öll f lóran: leikkonur, dans- arar, leikmynda- og búningahöf- undar, handritshöfundar og leik- stjórar,“ segir Edda Þórarinsdóttir. „Við byrjuðum að starfa í Iðnó undir verndarvæng Margrétar Rósu Ein- arsdóttur og þar settum við upp nokkrar sýningar. Nú erum við ekki lengur í Iðnó, en vorum svo heppnar að fá eins árs samstarfssamning við Þjóðleikhúsið og er Dansandi ljóð önnur sýning okkar á þessu leikári, sú fyrri heitir Fjallkonan fríð – eða hefur hún hátt?“ Edda er spurð af hverju hún hafi ákveðið að gera leikgerð eftir ljóð- um Gerðar Kristnýjar. „Ég hef verið hrifin af því sem ég kalla ljóðasögur hennar: Blóðhófnir, Drápa og Sálu- messa. Það er svo mikill leikhús- galdur í þeim. Svo þegar ég fór að kíkja í hinar ljóðabækurnar hennar rakst ég f ljótlega á ljóðið Systkini mín. Ég á sjálf mörg systkini og ljóð- ið höfðaði strax sterkt til mín. Ég fór að lesa fleiri ljóð eftir hana og sá þau smám saman fyrir mér á sviði og fór að búa til sögu úr þeim og úr urðu Dansandi ljóð sem byggja á ljóðum úr hinum bókunum hennar: Ísfrétt, Launkofi, Höggstaður og Strandir,“ segir Edda sem fékk leyfi hjá skáld- konunni til að semja leikgerðina. Ævisaga konu Um söguna sem sögð er í Dansandi ljóð segir Edda: „Þarna er sögð ævi- saga konu frá fæðingu til fullorðins- ára og við kynnumst æsku hennar og alls kyns leyndarmálum sem hún uppgötvar í fjölskyldunni. Svo kemur ástin til sögunnar og allt er yndislegt um stund. Þá fer ástin að verða nokkuð snúin, það koma upp svik og erfiðleikar og tryllt af brýði- semi. Sem betur fer jafnar konan sig á þessari ástarsorg og lífið heldur áfram.“ Leikkonurnar sem túlka líf kon- unnar eru Bryndís Petra Braga- dóttir, Helga E. Jónsdóttir, Júlía Hannam, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sólveig Hauksdóttir, Vilborg Hall- dórsdóttir, Þórey Sigþórsdóttir og Margrét Kristín Sigurðardóttir (Fabúla) sem hefur einnig samið Leikhúsgaldur ljóða Edda Þórarinsdóttir hefur gert leikgerð eftir ljóðum Gerðar Kristnýjar. Hópurinn 50+ setur upp verkið í Þjóðleikhúsinu „Við leikhúslistakonur dreifum okkur víða,“ segir Edda Þórarinsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI FRUMSÝND Á MORGUN ELÍSABET ORMSLEV ÍRIS HÓLM JÓNSDÓTTIR SIGURÐUR ÞÓR ÓSKARSSON JÓN RAGNAR JÓNSSON ÆVAR ÞÓR BENEDIKTSSON EYÞÓR INGI GUNNLAUGSSON ODDUR JÚLÍUSSON KATRÍN HALLDÓRA SIGURÐARDÓTTIR UglyDolls99x250mmFRUMS.indd 1 08/05/2019 11:22 Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is ÞARNA ER SÖGÐ ÆVISAGA KONU FRÁ FÆÐINGU TIL FULLORÐINSÁRA OG VIÐ KYNNUMST ÆSKU HENNAR OG ALLS KYNS LEYND- ARMÁLUM SEM HÚN UPPGÖTV- AR Í FJÖLSKYLDUNNI. 9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R MENNING 0 9 -0 5 -2 0 1 9 0 7 :4 9 F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 5 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 2 F 5 -A 5 D C 2 2 F 5 -A 4 A 0 2 2 F 5 -A 3 6 4 2 2 F 5 -A 2 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 5 6 s _ 8 _ 5 _ 2 0 1 9 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.