Fréttablaðið - 09.05.2019, Side 44
TÓNLIST
Vortónleikar Kvennakórs
Reykjavíkur
HHHHH
Stjórnandi: Ágóta Joó.
Hljómsveit: Ari Bragi Kárason,
Zbigniew Dubik, Þorvaldur Þór
Þorvaldsson, Hávarður Tryggva-
son og Vilberg Viggósson. Kynnir:
Silja Aðalsteinsdóttir.
Langholtskirkja
laugardaginn 4. maí
Fu rðu leg a útg á f u s á l msins
Hærra, minn Guð, til þín eftir
Mason Lowell mátti heyra á tón-
leikum Kvennakórs Reykjavíkur
á laugardaginn. Útsetningin var
eftir James L. Stevens, sem lést
nýverið. Sálmurinn var allt að því
óþekkjanlegur, fullur af rembingi
og yfirborðslegum trúarhita. Því
miður eru menn sífellt að reyna
að gera eitthvað „merkilegt“ úr
sálminum og átta sig ekki á að
hann hljómar best einfaldur og
látlaus.
Flest annað á dagskránni var sem
betur fer áheyrilegt, og sumt magn-
að. Ágóta Joó stjórnaði kórnum,
en hún er ungversk og hefur verið
búsett hér á landi síðan árið 1988.
Hún er greinilega frábær kórstjóri,
því söngur kórsins var í hvívetna
tær og fágaður. Jafnvægið á milli
ólíkra radda var eins og best verður
á kosið. Túlkunin var nánast alltaf
sannfærandi, þrungin lífi og inn-
lifun.
Stöppuðu til áhersluauka
Eins og oft er raunin á kórtónleikum
þá var fyrri hluti dagskrárinnar
helgaður „gáfulegu“ efni, en létt-
metið og fjörið var eftir hlé. Eitt
skemmtilegasta lagið í fyrri hálf-
leik var Spinna minni eftir Mist
Þorkelsdóttur við ljóð eftir Þórarin
Eldjárn. Það var í frumstæðum stíl,
enda um völu sem sér í gegnum holt
og hæðir. Lagið er með afar ein-
földu hljómferli, sami hljómurinn
var svo til út allt lagið. Innan þessa
þrönga ramma var þó allt mögulegt
að gerast í blæbrigðum og rytma.
Þegar allar konurnar stöppuðu til
að leggja áherslu á tiltekna setningu
var það svo áhrifaríkt að maður
fékk gæsahúð. Hvílíkur kraftur!
Annað eftirminnilegt lag fyrir
hlé var Ejala eftir Jan Magne Førde.
Þetta var djass og með kórnum lék
Ari Bragi Kárason á trompet. Hann
gerði það forkunnarfallega. Hljóm-
urinn í trompetinum var einstak-
lega mjúkur og ávalur, gæddur alls
konar litbrigðum sem unaður var
að upplifa.
Þriðja lagið sem einnig sló í gegn
í fyrri hlutanum var sérsamið fyrir
kórinn af Péter Tóth við ljóð eftir
Þórunni Guðmundsdóttur. Það
bar nafnið Eldur og var fjarska-
lega kraftmikið, hnitmiðað og með
glæsilegri stígandi í takt við yrkis-
efnið.
Konurnar voru of þægar
Margt eftir hlé var líka reglulega
f lott, en Banvæn ást eftir Jakob
Gade var það þó ekki. Í saman-
burðinum við ódauðlegan söng
Guðrúnar Á. Símonar var söngur
kórsins full virðulegur, funann
og ástríðuna vantaði. Það var eins
og konurnar væru allt of þægar og
vel upp aldar! Hvar var krafturinn
í stappinu fyrir hlé? Auk þess var
fiðlusóló Zbigniews Dubik ekki
hreint í byrjun, sem var hálfgerður
antíklímax.
Zbigniew hefur margsannað að
hann er mjög góður fiðluleikari,
en hann var ekki upp á sitt besta á
tónleikunum. Annað lag þar sem
hann var í veigamiklu hlutverki,
heppnaðist ekki sem skyldi. Þetta
var Shallow eftir Lady Gaga og þrjá
aðra höfunda úr kvikmyndinni A
Star Is Born. Í útgáfunni sem hér
hljómaði hefði fiðluleikurinn mátt
vera hreinni, og því kom lagið í
heild ekki vel út.
Annað eftir hlé var betra, þar
má nefna Boogie Woogie Bugle
Boy eftir Hughie Prince, Ef leiðist
mér heima eftir Lee og Manners og
Dansinn dunar eftir Van Slee. Öll
lögin voru flutt af sannfærandi til-
þrifum og tæknilegum yfirburðum.
Í heild voru þetta f lottir tónleikar
með oftast vandaðri, fjölbreyttri
dagskrá, enda var kórnum ákaft
fagnað í lokin. Jónas Sen
NIÐURSTAÐA: Vandaður flutn-
ingur og fjölbreytt efnisskrá sem
yfirleitt alltaf hitti í mark.
Lady Gaga á tónleikum Kvennakórs
Í heild voru þetta flottir tónleikar segir Jónas Sen um vortónleika Kvennakórs Reykjavíkur.
Þú þarft meira en orðin tóm
Þú getur talað eins og þú vilt, en þegar upp er staðið gerir
síminn þinn takmarkað gagn án gagnamagns.
Ef þú ert í færðu 50 GB fyrir sama verð.
Ótakmarkaðar
mínútur og SMS 2.990
kr. á mánuði
+5 GB =
Ekki vera
gagnslaus
Framtíðin er spennandi.
Ertu til?
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R32 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
5
-B
4
A
C
2
2
F
5
-B
3
7
0
2
2
F
5
-B
2
3
4
2
2
F
5
-B
0
F
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K