Fréttablaðið - 09.05.2019, Blaðsíða 46
The House That Jack Built (ice sub) 17:30
Yuli-Carlos Acosta Story (eng sub) 17:45
Całe szczęście (polish w/eng sub) . 17:45
Everybody Knows (ice sub) ........ 20:00
Að sjá hið ósýnilega (icelandic) .. 20:00
The Wild Pear Tree (ice sub) ......20:30
Girl (ice sub) ............................................ 22:00
Mug // Twarz (eng sub) ......................22:30
HAPPY HOUR Á BARNUM 17-19 NÁNAR Á BIOPARADIS.IS
KVIKMYNDIR
Avengers: Endgame
Leikstjórn: Anthony Russo, Joe
Russo
Aðalhlutverk: Robert Downey Jr.,
Chris Evans, Mark Ruffalo, Chris
Hemsworth, Scarlett Johansson
Útlitið var ekki gott, eiginlega bara von-lau st , þegar v ið skildum við Marvel-het ju r na r ok k a r í lok Avenger s :
Infinity War fyrir ári síðan. Þrátt
fyrir að hafa snúið bökum saman
í baráttunni við sturlaða títaninn
Thanos máttu Hefnendurnir, mestu
hetjur jarðarinnar, og varðhundar
vetrarbrautarinnar, Guardians of
the Galaxy, lúta í gras. Og það sem
verra er, drjúgur hluti þeirra varð
að ryki ásamt helmingi alls lífs í
alheiminum þegar Thanos afgreiddi
öll helstu vandamál sem að okkur
steðja með því að smella fingrum.
Þegar Thanosi hafði tekist að
safna saman sex töfrasteinum af
mikill einurð og skelfilegri festu
tókst honum, þrátt fyrir hetjulega
andspyrnu hetjanna okkar, að leysa
öll vandamál tengd hnattrænni
hlýnun, hungursneyð, háskalegri
fólksfjölgun og öllum þeim óleys-
anlegu vandamálum sem steðja að
heimsbyggðinni.
„Þetta var skrítinn endir,“ sagði
rígfullorðinn maður við mig þegar
Infinity War kláraðist, þar sem
hann sat við hliðina á mér í bíó. Ég
gat ekki annað en tekið undir það en
með tárin í augunum reyndi ég að
hugga hann með því að þetta væri
nú bara hálfleikur.
En þar sem allt almennilegt fólk
hefur beðið í ofvæni í heilt ár eftir
að Hefnendurnir myndu leiðrétta
þessa skelfingu í framhaldinu,
Endgame, sem er vitaskuld að slá
öll aðsóknarmet, er kannski ágætt
að byrja á smá upprifjun:
„Myndin er löðrandi í Marvel-
húmor og bröndurum, notalegri
væmni ásamt fjölda stórfenglegra
bardagaatriða þannig að gæsa-
húðin hríslast um mann með reglu-
Lokauppgjörið við smelludólg eilífðarinnar
Mikið mæðir á Captain America og Iron Man í endataflinu við Thanos og til þess að eiga einhverja von verða þessar kempur að leggja gamlar væringar til hliðar.
Karlarnir eru frekir til fjörsins en konurnar hafa aldrei verið jafn margar og
öflugar og í lokauppgjörinu þar sem Captain Marvel mætir sterk til leiks.
Iron Man
er sem fyrr
aðalgæinn.
Hann byrjaði
þetta ævintýri
fyrir áratug
og hlýtur að
klára það líka.
legu millibili á þessari rúmlega
tveggja og hálfrar klukkustundar
rússí banareið um Marvel-heima
og geima.“
Þetta hafði ég að segja á þessari
síðu í Fréttablaðinu þann 1. maí
2018 og gæti í raun bara endurtekið
þetta en þó með þeim fyrirvara að
Endgame er hálftíma lengri, mikl-
um mun tilkomumeiri og betri og
skilur við mann fullnægðan, alsæl-
an og í algeru andlegu kjötfarsi.
Ég færi létt með að fjalla um þessa
mikilfenglegustu ævintýramynd
sem sögur fara af í löngu og ítarlegu
máli en nú til dags má víst ekkert
segja án þess að einhverjir tauga-
sjúklingar með spilliefnisþráhyggju
fari yfirum. Læt því bara duga að
lýsa því yfir að þessi mynd uppfyllir
allar væntingar, stenst allar kröfur
og er frábær skemmtun. Löðrandi
í húmor, hasar, spennu og undir
öllum djöfulganginum ólga heitar
tilfinningar, bæði milli persónanna
innbyrðis og ekki síður þeirra og
áhorfenda.
Sagan heldur auðvitað engu vatni
og götin í plottinu eru svo stór að
útblásinn Ant-Man gæti þrammað í
gegnum þau. Það bara skiptir engu
máli og þeir vitleysingar sem nenna
að spila sig svaka töff og klára með
því að standa í sparðatíningi út af
þessu ættu að leita sér sérfræði-
aðstoðar og reyna að vinna aðeins
í eigin komplexum.
Þar fyrir utan var líka ekkert verið
að slá upp þessu rosalega partíi fyrir
slíka hrímþursa. Þetta er veisla fyrir
okkur hin sem erum stolt af því að
vera hrifnæmir nördar og höfum
borið gæfu til þess að varðveita
barnið innra með okkur.
Endgame markar, eins og titillinn
ber með sér, ákveðin kaflaskil í rúm-
lega tíu ára og 22 mynda sigurgöngu
hugarfóstra Stans heitins Lee á hvíta
tjaldinu og það segir allt sem segja
þarf um hversu of boðslega útpælt
og vel þetta er gert hjá Marvel að
aðeins tvær af þessum myndum geta
talist undir meðallagi.
Þessi magnaði bálkur hófst í maí
2008 með Iron Man en í þeirri goð-
sagnakenndu málmbrynju leyndist
snillingurinn, hrokagikkurinn og
aðalgæinn, Tony Stark, sem Robert
Downey Jr. hefur túlkað af stakri
snilld í tíu myndum og þótt allar
persónur og leikendur toppi sig í
þessum lokakaf la er ekki á neinn
hallað þótt fullyrt sé að Tony er enn
aðalgæinn.
Hann hefur verið hjartað, sálin og
sementið í þessu öllu saman enda
varla við öðru að búast af persónu
sem kinnroðalaust getur sagt: „I am
Iron Man.“ Þórarinn Þórarinsson
NIÐURSTAÐA: Endgame er stórkostleg
kvikmynd og frábær skemmtun þar
sem blautustu draumar allra Marvel-
nörda rætast með tilheyrandi gæsa-
húð, tárum og hlátri.
Sem betur fer varð enginn úr upprunalega Avengers-genginu að ryki í
lok Infinty War þannig að enn er von og „ef við getum ekki varið jörðina
munum við, fjandinn hafi það, hefna hennar“. MYNDIR/MARVEL STUDIOS
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R34 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
BÍÓ
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
5
-C
8
6
C
2
2
F
5
-C
7
3
0
2
2
F
5
-C
5
F
4
2
2
F
5
-C
4
B
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K