Fréttablaðið - 09.05.2019, Qupperneq 52
500
KR/STK.
350
KR/STK.
600/750
KR/STK.
750
KR/6 STK.
20% afsláttur
10.-12. maí
Vinsælir kínverskir réttir
sem þekktir eru um allan heim
CHINESE FLAVOUR | VIÐ HLEMM
Opið 11:30 - 19:30 ( lokað í vondu veðri )
Ítalska sólgleraugnamerkið SOYA og íslenska listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack tilkynntu um samstarf sitt á dögunum. Sólgleraugun eru einstaklega
flott og koma í þremur mismunandi
útgáfum.
„Ég hitti aðstandendur merkisins
fyrst fyrir tilviljun úti í Mílanó. Svo
heyrðu þau í mér í kjölfarið, þeim
fannst Instagrammið hjá mér f lott
og heilluðust af merkinu mínu og
hvað ég hef verið að gera,“ segir
Andrea.
Andrea hafði verið aðdáandi
merkisins og fylgst með því frá
stofnun. Því var gaman að upplifa
að aðstandendur merkisins hefðu
gagnkvæman áhuga á henni og
hennar hönnun.
„Þau sendu mér gleraugu úr fyrri
línum til að vera með á myndum.
Þá sá ég betur hvað það voru mikil
gæði í sólgleraugunum og að þessi
tvö merki áttu margt sameiginlegt.
Þótt mitt merki sé frá Íslandi var
margt líkt. Stærð fyrirtækjanna,
gæði framleiðslunnar og hug-
myndafræðin var allt eitthvað sem
mér fannst svipað.“
Andrea er vinsælasti ilmvatnshönnuður Íslands en ilmirnir hennar eru seldir í 22 löndum. MYND/BENJAMIN HARDMAN
Matteo hannaði gleraugun með ilm-
vatnsflöskur úr línu Andreu í huga
Andrea segist sjálf nota sólgler augu allan ársins hring og því hafi sam-
starfið verið skemmtilegt. MYNDIR /AMY HASLEHURST
í samstarf
Næsta laugardag, 11. maí, fer fram dansviðburður til styrktar neyðaraðgerðum
UNICEF í Mósambík. Þar hafa á
stuttum tíma riðið yfir tveir felli-
byljir og eiga gríðarlega margir um
sárt að binda. Viðburðurinn fer fram
í World Class Laugum. Það er Friðrik
Agnar zúmbakennari sem stendur
að baki skipulagningunni, en hann
hefur áður séð um svipaða viðburði
til styrkar UNICEF. Síðast var frábær
stemning og alls 70 manns mættu og
dönsuðu.
Nú er stefnan tekin á að alls fimm
kennarar haldi zúmbakennslu í
hundrað manna sal og planið er að
fylla hann. Dansað verður í alls 90
mínútur.
„Ég fékk hugmyndina að Dansa
fyrir lífinu jólin 2017, þegar ég rakst
á einhverja auglýsingu frá UNICEF
þar sem kallað var eftir aðstoð
vegna ástandsins í Sýrlandi. Ég hugs-
aði með mér að mig langaði til að
leggja mitt af mörkum.“ segir Agnar.
Hann segist helst hafa viljað fara
sjálfur til Sýrlands og huga að þeim
sem áttu um sárt að binda. Hann
hafi viljað gera það sem í hans valdi
stæði, og fannst liggja beint við að
halda viðburð til styrktar fórnar-
lömbunum.
„Mér fannst eitthvað fallegt við
að sameina þessa ástríðu fyrir dans-
inum og andlegri heilsu og að gefa af
sér til þessa málefnis. Auðvitað vildi
ég bara endurtaka leikinn því þetta
var svo vel sótt og gaf held ég öllum
sem tóku þátt rosa mikið,“ bætir
hann við.
Friðrik Agnar segist vonast til að
sjá sem flesta í World Class á laugar-
daginn klukkan 11.30.
„Ég vil helst gera þetta að árlegum
viðburði,“ segir Friðrik Agnar að
lokum.
Dansað fyrir fórnarlömb fellibylja
Síðasti viðburður var einstaklega vel sóttur og höfðu allir gaman af.
Sólgleraugun koma í þremur litum.
Andrea Maack
með ítölskum
sólgleraugnarisa
Andrea kynntist
stofnandanum fyrir
tilviljun í Mílanó.
Hann hefur hannað
gleraugu fyrir
helstu tískufyrir-
tæki heims.
Hálfu ári seinna hafði eigandinn
og aðalhönnuðurinn, Matteo Pon-
tello, samband við Andreu með
samstarf í huga.
„Hann stofnaði merkið árið 2015.
Hann vann áður hjá stærstu tísku-
merkjum heims á borð við Tom
Ford, Emporio Armani, Roberto
Cavalli og Celine. Hann hafði verið
í gleraugnabransanum í ein 20 ár
en vildi stofna sitt eigið merki út frá
sinni reynslu.“
Matteo langaði að gera sólgler-
augu í samstarfi við Andreu.
„Svo hann byrjar að koma með
hugmyndir og þessi týpa var ein af
fyrstu hugmyndunum sem hann
kom með. Mér fannst þessi gler-
augu túlkandi fyrir merki okkar
beggja. Þau passa líka útlitslega við
ilmvatnsflöskurnar frá mér, það var
einmitt hans hugmynd á bak við
hönnunina.“
Litunum þremur sem gleraugun
prýða svipar um margt til norður-
ljósa, myrkurs og elds, allt sem
hefur skírskotun í landið og er lýs-
andi fyrir það.
„Okkur fannst líka áhugavert að
eins ólík og þessi lönd eru, Ítalía og
Ísland, þá notum við líka oft sól-
gleraugu. Ég nota mikið sólgleraugu
á veturna því sólin er svo sterk. Það
er ákveðin menning fyrir því hér-
lendis þó það hljómi undarlega í
fyrstu,“ segir Andrea að lokum.
Gleraugun koma í sölu á vefsíðu
Andreu, andreamaack.com, í lok
maí. steingerdur@frettabladid.is
9 . M A Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R40 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
4
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
5
-C
3
7
C
2
2
F
5
-C
2
4
0
2
2
F
5
-C
1
0
4
2
2
F
5
-B
F
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K