Fréttablaðið - 09.05.2019, Síða 56
Dreifing dreifing@postdreifing.is
Ef blaðið berst ekki 800 1177
Við segjum fréttir Smáauglýsingasíminn og skiptiborð 550 5000
Ritstjórn 550 5070 ritstjorn@frettabladid.is Auglýsingadeild 550 5050 auglysingar@frettabladid.is Prentun Torg. ehf
mest lesna dagblað landsins.
ÞÚ GETUR NÁLGAST FRÍTT EINTAK AF
FRÉTTABLAÐINU VÍÐSVEGAR UM LANDIÐ.
Óskir þú eftir því að fá blaðið í áskrift, hafðu samband við Póstdreifingu.
FERSKT Á FERÐINNI * FRESH TO GO
*FERSKAR NÝJUNGAR*
/ ÞAÐ ER BARA ÞANNIG SEM VIÐ RÚLLUM /
SómaVefjur
Flatbrauð,
kebab kjúklingur,
sósa, tómatar,
kál, laukur.
KJÚKLINGA
*KEBAB*
Flatbrauð,
falafel, tómatar,
jalapeno, rauðlaukur,
klettasalat, tzatziki.
*FALAFEL*
og TZATZIKI
BEST
GRILLAÐ VEGAN
BRÆÐINGUR
Þorbjargar
Gunnlaugsdóttur
BAKÞANKAR
Keppnir eru heillandi. Þeir í Monty Python sögðu einu sinni söguna af erfiðustu
keppni í heimi, feluleik karla á
Ólympíuleikunum. Heimurinn
allur var undir í feluleiknum. Gat
Francisco Huron slegið met Don
Roberts um að vera í felum í 11 ár, 2
mánuði, 26 daga, 9 klukkustundir,
3 mínútur og 27,4 sekúndur? Sem
barn elskaði ég keppnir og hélt bók-
hald um sigurvegara Evróvisjón
og þau lönd sem sviku Ísland (öll).
Stúderaði niðurstöður lyfjaprófa
í 100 m hlaupi karla. Þekkti helstu
titla í hverri keppni Ungfrú Ísland
og hvaða keppendur klæddust
kjólum frá Jórunni Karls. Fylgdist
með hvernig hrossunum hjá
Sigurbirni Bárðar vegnaði. Kunni
kaloríuinntöku Hjalta Úrsus sem
þróaðist síðan út í áhuga á keppni
um köku ársins. Það er góð keppni.
Núna er það forsetakjörið í
Bandaríkjunum. Þar veit enginn
hvað þarf til að vinna þó ákveðnar
lykilbreytur séu þekktar. Allir
sigurvegarar hafa verið með utan-
áliggjandi þvagrás. Að öðru leyti er
leikurinn opinn. Lítil atriði verða
stór. Dijon sinnep ofan á hamborg-
ara leiðir til Dijongate. Tölvupóst-
ur úr einkanetfangi getur drepið.
Dýr jakkaföt eru hættuleg á fundi
með kornbændum. Menn þurfa að
geta lesið salinn. Alltaf elska amer-
íska bíla. Aldrei kunna frönsku,
en endilega spænsku. Ekki mæta
í baptistamessu án þess að geta
sungið. Í þessari keppni geta leik-
reglur líka breyst. Alltaf vandað
að klökkna í ræðu (Bill Clinton)
en ekki í samtali (Hillary Clinton).
Í síðustu keppni urðu síðan hin
ótrúlegu úrslit að kjósendum tókst
ekki að finna forsetann. Lítil atriði
urðu að stórum. Enn er sú hætta
fyrir hendi. Í tveggja ára keppni
þar sem lítil feilspor ráða úrslitum
er lykillinn kannski aðallega að
láta ekki afhjúpa sig. Sá sigrar sem
er bestur í feluleiknum.
Feluleikur
forsetans
0
9
-0
5
-2
0
1
9
0
7
:4
9
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
5
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
5
6
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
2
F
5
-9
B
F
C
2
2
F
5
-9
A
C
0
2
2
F
5
-9
9
8
4
2
2
F
5
-9
8
4
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
5
6
s
_
8
_
5
_
2
0
1
9
C
M
Y
K