Morgunblaðið - 07.01.2019, Síða 18
18 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019
✝ Harald Sigur-björn Holsvik
fæddist 23. mars
1944 í Reykjavík.
Hann andaðist á
Landspítalanum
við Hringbraut 27.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru Jóhanna Dag-
mar Björnsdóttir
klæðskerameistari,
f. 25. nóvember
1906 á Brunnum í Suðursveit,
d. 31. ágúst 2003, og Harald
Andreas Holsvik, f. 9. sept-
ember 1918, loftskeytamaður
og síðar iðnrekandi frá Syvde í
Noregi, d. 9. desember 1996.
Systkini Haralds samfeðra:
Magne, f. 12.3. 1952, Bodil, f.
29.6. 1953, og Ragnhild, f.
15.10. 1959, þau eru öll fjöl-
skyldufólk í Noregi.
Harald kvæntist 28. desem-
ber 1968 Gígju Sólveigu Guð-
jónsdóttur frá Neskaupstað, f.
21. júlí 1946. Foreldrar hennar:
Guðrún Sigríður Guðmunds-
dóttir, f. 1926, og Guðjón Mar-
teinsson, f. 1922, d. 1989. Börn
Haralds og Gígju Sólveigar eru:
1) Guðjón Dagbjörn, f. 7.10.
1969, kvæntur Valbjörgu Þórð-
ardóttur, f. 18.7. 1969. Börn
tækjamaður. Eftirlitsmaður
með rafkerfum skipa hjá
Siglingamálastofnum, heil-
brigðisráðunautur við Heil-
brigðiseftirlit ríkisins og starf-
aði við mengunarmælingar hjá
Hollustuvernd ríkisins á ár-
unum 1976-1985. Hann var
framkvæmdastjóri Farmanna-
og fiskimannasambands Íslands
frá 1985-1990 og framkvæmda-
stjóri Stýrimannafélags Öld-
unnar frá 1990-1994, loftskeyta-
og fjarskiptamaður hjá
Reykjavíkradíó 1994-2003,
vakt- og varðstjóri í stjórnstöð
Landhelgisgæslunnar og hjá
Vaktstöð siglinga frá 2003 og
til starfsloka.
Harald starfaði ötullega að
félagsmálum sjómanna. Sat
m.a. í stjórn Farmanna- og
fiskimannasambands Íslands,
fulltrúi Félags ísl. loftskeyta-
manna í sjómannadagsráði, í
ritnefnd Sjómannadagsblaðsins
og varaformaður Félags ís-
lenskra loftskeytamanna.
Harald byrjaði ungur að
leika á harmonikku og tromm-
ur, lék í hljómsveitum á yngri
árum, með Gretti Björnssyni
o.fl.
Harald var formaður Félags
aldraðra í Mosfellsbæ og ná-
grennis / FaMos frá 2014-2018.
Útför Haralds fer fram frá
Grafarvogskirkju í dag, 7. jan-
úar 2019, klukkan 13.
þeirra eru: Gígja
Björg, f. 11.2. 1996,
Þórður, f. 29.9.
2000, Marteinn, f.
12.11. 2003, og
Dagmar, f. 4.5.
2011. 2) Guðrún
Dagmar, f. 15.1.
1972, gift Grétari
Ólafssyni, f. 5.6.
1962, sonur þeirra
er Ólafur Harald, f.
18.7. 2009.
Harald ólst upp hjá móður
sinni í Reykjavík, frá fimm til
tólf ára aldurs hafði hann sum-
ardvöl hjá móðurfólki sínu í
Hestgerði í Suðursveit. Frá
árinu 1956 til 1962 vann hann
sumarstörf hjá Vegagerð ríkis-
ins. Harald gekk í Miðbæjar-
skólann og síðan í Gagnfræða-
skóla verknáms. Hann lauk
loftskeytaprófi 1963, sveins-
prófi/löggildingarprófi í raf-
virkjun og prófi frá Arbetar-
skyddsstyrelsen í Svíþjóð í
heilbrigðis- og vinnuverndar-
fræðum. Hann lauk diplóma-
námi í mannauðsstjórnun frá
HR.
Harald starfaði hjá
Landhelgisgæslunni og
Hafrannsóknastofnun um 10
ára skeið sem loftskeyta- og
Í dag kveð ég yndislegan og
góðan mann, tengdaföður minn,
sem ég kynntist fyrir sléttum 25
árum og varð okkur strax vel til
vina. Alltaf var gaman og gott að
hitta Harry minn hvort sem var
í Markholtinu eða á ferðalögum
sem við fórum ófá í innanlands
sem utan og verð ég að nefna
Suðursveitina, sem var honum
einstaklega kær, þar var gaman
að koma og vera með honum.
Þekkti hann vel til enda var
hann þar í sveit á sínum upp-
vaxtarárum, þar sem móðir hans
fæddist og ólst upp.
Marga kostina bar hann en
æðruleysið er mér efst í huga
núna þar sem hann tók á móti
sínum veikindum án þess að
kvarta, var alltaf jafn kátur þeg-
ar við hittum hann hversu veikur
sem hann var, það eru mann-
kostir sem gott er að búa yfir og
tileinka sér.
En komin eru leiðarlok
og lífsins kerti brunnið
og þín er liðin æviönn
á enda skeiðið runnið.
Í hugann kemur minning mörg,
og myndir horfinna daga,
frá liðnum stundum læðist fram
mörg ljúf og falleg saga.
(Höf. ók.)
Takk fyrir samfylgdina, minn
yndislegi tengdafaðir, þú varst
mér svo kær.
Elsku Gígja mín, hugur minn
dvelur hjá þér. Þín tengdadóttir,
Valbjörg.
Það var í þorrabyrjun árið
1966 að Ólafur afi minn átti sjö-
tugsafmæli. Var þá óvænt barið
að dyrum í Hestgerði um miðjan
dag, og fyrir dyrum reyndist
standa Harald frændi minn með
harmonikku á bakinu og í fylgd
frændfólks frá Brunnum og
Brunnavöllum.
Á þessum árum var Harald
loftskeytamaður á varðskipum
Landhelgisgæslunnar, sem í þá
daga var haldið úti allt árið. Á
þessum tíma var skipið, sem
hann var á, við landhelgisgæslu
út af suðurströndinni, en þó var
aðalverkefnið líklega vöktun á
Surtseyjargosinu. Þennan dag
var stillt veður og nærri ládauð-
ur sjór og af því skipið var statt
á þessum slóðum fékk Harald
skipsfélaga sína til að skutla sér
á gúmmíbát upp í Þrándarós,
þangað sem frændur hans á
Brunnavöllum sóttu hann. Eitt-
hvað dreif að af sveitungum til
að heiðra gamla manninn á þess-
um tímamótum og er ekki að
orðlengja að eftir að afmælis-
kaffið dró Harald upp harmon-
ikkuna og sló upp dansleik og nú
finnst mér að þá hafi verið dans-
að í öllum herbergjum í Hest-
gerði, nema þvottahúsinu. Dans-
að var fram í rökkur, en
einhverja skímu urðu þeir skips-
félagar að hafa til að komast aft-
ur gegnum landbrimið á leið aft-
ur til skips og mátti víst ekki
tæpara standa með það. Þótt afi
tæki ekki þátt í dansinum hafði
hann mikla skemmtun af þessu
uppátæki Haralds og ekki síður
er frá leið.
Hvarflar hugurinn nú til
hausts og vetrar 1973. Allt
haustið hafði verið frost, býsna
hart á köflum, og ekkert rignt í
Hornafirði, sem óvenjulegt má
telja. Raforkukerfi landsins var
ekki samtengt á þessum tíma og
svo fór nú í fyrri hluta desember
að vatnsmiðlun Smyrlabjargaár-
virkjunar þraut og aflvélar
hennar stöðvuðust. Ekki var þá
annað rafmagn að hafa þar um
slóðir en frá dísilrafstöð á Höfn,
sem engan veginn var nægilegt
og þurfti því að grípa til strangr-
ar skömmtunar á rafmagni. Er
mér minnisstætt að þegar hita-
stig í kennsluhúsnæði Nesja-
skóla var komið niður í 10°C var
tekin ákvörðun um að hætta
kennslu og senda heimavistar-
nemendur til sinna heimkynna.
Á þessum tíma var Harald loft-
skeytamaður á hafrannsóknar-
skipinu Bjarna Sæmundssyni.
Kom hann á framfæri þeirri
hugmynd sinni að hægt væri að
sigla skipinu inn á Hornafjörð og
láta aðalvélar og rafala skipsins
framleiða rafmagn inn á raf-
orkukerfi sýslunnar. Ekki er að
orðlengja að þessari hugmynd
var svo vel tekið að skipið var
komið að bryggju fyrir jól. Ein-
hverja daga tók svo að útvega
nauðsynlega kapla og búnað,
tengja og ganga frá, en milli jóla
og nýárs var byrjað að keyra
vélarnar og rafmagnsskömmtun
hætt.
Þannig var Harald. Hug-
myndaflug hafði hann í ríkum
mæli og kom hugmyndum sínum
óspart á framfæri við mann og
annan. Misjafnt var hvort og
hvernig hugmyndir hans komust
í framkvæmd, enda hélt
tækniþróun stundum ekki í við
hugmyndaflugið, en allt til síð-
asta dags hélt hann ýmsum
tæknilegum áformum á lofti.
Að leiðarlokum sendi ég
Gígju, börnum þeirra, tengda-
börnum og barnabörnum mínar
innilegustu samúðarkveðjur.
Trausti Sigurbjörn
Harðarson.
Þín vinartryggð var traust og föst
og tengd því sanna og góða og djúpa
hjartahlýju og ást
þú hafðir fram að bjóða, hjá þér oft
var heillastund,
við hryggð varst aldrei kenndur.
Þú komst með gleðigull í mund
og gafst á báðar hendur.
(Höf. ók.)
Takk fyrir allt, elsku afi, þú
varst okkur svo kær.
Minning þín lifir.
Þín barnabörn,
Gígja Björg, Þórður,
Marteinn og Dagmar.
Það eru rúm 35 ár liðin síðan
ég kynntist Harald. Það er gott
að eiga góða að og það var Har-
ald, svili minn, sem var alltaf
tilbúinn til að aðstoða og leggja
fólki lið. Samskipti okkar voru
alla tíð ánægjuleg og aldrei
heyrði ég Harald tala illa um
nokkurn mann.
Þegar ég var að ljúka há-
skólanámi fékk ég Harald til að
lesa yfir lokaritgerðina mína.
Hann var óspar á tíma sinn við
yfirlesturinn. Við sátum saman
og lásum ritgerðina yfir blaðsíðu
eftir blaðsíðu. Hver málsgrein
fékk sína skoðun og umræður.
Þessi aðstoð sem hann veitti mér
þarna var mjög í anda Haralds,
hann var alltaf boðinn og búinn
að aðstoða þegar eitthvað þurfti
að gera og honum var mjög um-
hugað um að gera þetta eins vel
og mögulegt væri.
Harald hafði mikinn áhuga á
stjórnmálum og samfélagsmál-
um. Hann var sjálfstæður í
hugsun og var oft með nýstár-
lega nálgun á viðfangsefnin.
Hugmyndir hans voru gjarnan
frumlegar og róttækar. Sífellt að
leita nýrra lausna á þeim við-
fangsefnum sem voru í um-
ræðunni, svo sem hvernig stuðla
mætti að lausn á húsnæðisvanda
ungs fólks eða tryggja kjör sjó-
manna.
Hann var engin hópsál sem
fannst stuðningur í því að aðrir
hefðu komið fram með svipaðar
hugmyndir.
Kjaramál sjómanna voru hon-
um löngum hugleikin. Hann var
með hugmyndir um hvernig
hægt væri að veita sjómönnum
hlutdeild í úthlutun veiðiheim-
ilda og treysta þannig stöðu
þeirra. Síðustu árin voru honum
kjör aldraðra líka mjög hugleik-
in. Í báðum þessum málum,
kjaramálum sjómanna og kjör-
um aldraðra, horfði hann aftur
til sögunnar, hvernig regluverk-
ið hafði verið á sínum tíma og
hvernig þessir málaflokkar voru
þá hugsaðir til framtíðar.
Það var alltaf gaman að koma
upp í Markholt í heimsókn til
Haralds og Gígju. Enginn gerði
betri kjötsúpu en Harald og
hann var líka mjög flinkur í að
matreiða fisk, steiktur fiskur hjá
honum var ljúffengur. Þá vorum
við hjónin og dóttir okkar, Guð-
rún Stella, mörg áramót hjá
þeim, í góðum mat, horfðum á
áramótaskaupið og svo var sung-
ið og dansað fram á nótt þar sem
Harald spilaði á harmonikkuna.
Það var mikil tónlist í honum.
Harald glímdi við heilsuleysi
síðustu misseri en hann bar sig
ætíð vel og kvartaði aldrei þótt
bati léti á sér standa og sífellt
virtist bætast við í veikindunum.
Þrátt fyrir veikindi sín var hann
oft að leita leiða til að aðstoða
aðra. Oft var hann þá með far-
tölvuna í fanginu að leita upplýs-
inga á netinu eða vinna með ein-
hver skjöl.
Ég kveð nú góðan dreng,
blessuð veri minning hans.
Jón Ásgeir Tryggvason.
Kæri Harald mágur. „Margs
er að minnast, margt er hér að
þakka.“
Förum aftur til ársins 1967 að
Hlíðargötu 18, Neskaupstað, ég
þá sex ára og þú að koma í
fyrsta skipti til foreldra minna,
tengdaforeldra þinna. Gígja
systir, elst okkar systra, að
koma með fyrsta tengdasoninn
heim. Hún elst en ég yngst og
hafði miklar áhyggjur af því að
missa sess hjá henni enda úr
háum söðli að detta. Það var
öðru nær, þú varst mér ekki ein-
ungis góður mágur, heldur hinn
besti bróðir. Það hefur aldrei
fallið neinn skuggi á okkar sam-
leið á rúmlega hálfrar aldar
tímabili. Eina sem þér var núið
um nasir var þegar Hlíðargötu-
fjölskyldan var í heimsókn hjá
ykkur Gígju í Markholtinu árið
1969 og þú sagðir við mig „voða-
legt Hlíðargötuhlamm er þetta“
þegar ég hlammaði mér í „hús-
bóndastólinn þinn“ og er ekki
ótrúlegt að þetta sé eini „skugg-
inn“ á rúmlega hálfrar aldar
vegferð.
Ávallt hefur heimili ykkar
Gígju systur staðið okkur Hlíð-
argötufjölskyldunni opið upp á
gátt, Markholtið verið okkur
önnur Hlíðargata 18. Þar hefur
oft verið kátt í koti, sungið og
dansað af hjartans lyst við und-
irleik þinn á harmonikkuna.
Þið pabbi, Guðjón Marteins-
son, tengdafaðir þinn, áttuð
margar ógleymanlegar stundir
saman; á fótboltavellinum, um
borð í skipunum, bílferðum um
höfnina og í öllum umræðunum
um sjávarútvegsmál. Það varst
þú sem fórst tvisvar með
tengdaforeldrum þínum til
Lundúna þegar pabbi fór í
hjartaaðgerðir. Í seinna skiptið
lést hann eftir fjögurra vikna
sjúkrahúslegu en í bæði skiptin
varst þú stoð og stytta. Fyrir
það erum við ævinlega þakklát.
Ég á eftir að sakna morg-
unsímtala okkar hrússanna um
helgar. Þá ræddum við um mál-
efni lands og sjávar. Vorum
langt frá því að vera alltaf sam-
mála um málefnin og komum
víða við í löngu spjalli.
Síðastliðin tvö ár varstu meira
og minna inni á sjúkrahúsi,
ávallt æðrulaus, barmaðir þér
aldrei og varst ánægður með
umönnunina. Í heimsóknum til
þín spurðir þú frétta og ræddir
lands- og heimsmálin og fylgdist
með frá litla viðtækinu þínu og
tölvunni. Nýlega hringdir þú og
ræddir um mömmu, Guðrúnu
Sigríði Guðmundsdóttur 92 ára,
tengdamóður þína, og varst að
velta fyrir þér hennar velferð en
minntist ekki á líðan þína. Hvað
þyrfti að gera meira fyrir Hlíð-
argötuna, þyrfti hún ekki góðan
hjólastól og síðasta jólagjöfin þín
til hennar var göngugrind. Hún
þakkar þér fyrir umhyggju og
hlýju sem aldrei brást.
Guðrún Stella, dóttir okkar
Jóns Ásgeirs, þakkar þér sam-
fylgdina og er þakklát fyrir að
hafa getað heimsótt þig um jólin.
Þau Andrew senda Gígju, Guð-
jóni, Guðrúnu Dagmar og fjöl-
skyldum sínar innilegustu sam-
úðarkveðjur frá Berlín.
Kæri mágur, ég þakka þér
fyrir allar hlýju og björtu sam-
verustundirnar.
„Margs er að minnast, margt
er hér að þakka.“
Hólmfríður G. Guðjónsdóttir.
Í dag kveðjum við okkar
elskulegan mág, Harald Holsvík.
Leiðir okkar lágu saman fyrir 50
árum er hann giftist systur okk-
ar, Gígju Sólveigu. Var Harald
eins og okkar besti bróðir, alltaf
til staðar fyrir alla fjölskylduna,
bæði í gleði og sorg. Fallegt
heimili Gígju og Haralds var
okkur alltaf opið. Oft var dansað
og sungið við undirspil Haralds
á nikkuna. Harald og Gígja voru
dugleg að ferðast innanlands
sem utan og oft var farið í
skemmtilegar ferðir með þeim.
Haralds verður sárt saknað. Í
sjóði minninganna geymast góð-
ar stundir.
Dökkur skuggi á daginn fellur,
dimmir yfir landsbyggðina.
Köldum hljómi klukkan gellur,
kveðjustund er milli vina.
Fallinn dómur æðri anda,
aðstandendur setur hljóða.
Kunningjarnir klökkir standa,
komið skarð í hópinn góða.
Gangan með þér æviárin
okkur líður seint úr minni.
Við sem fellum tregatárin
trúum varla brottför þinni.
Þína leið til ljóssins bjarta
lýsi drottins verndarkraftur.
Með kærleiksorð í klökku hjarta
kveðjumst núna, sjáumst aftur.
(Hákon Aðalsteinsson)
Elsku Gígja Sólveig okkar,
Guðrún Dagmar, Guðjón og fjöl-
skyldur, ykkar missir er mikill.
Okkar dýpstu samúðarkveðjur.
Guðný Steinunn,
María og fjölskyldur.
Vinur minn og skólafélagi úr
gamla Miðbæjarskólanum, Har-
ald S. Holsvik loftskeytamaður,
er látinn. Harald eða Harrý, eins
og margir kölluðu hann, var ein-
staklega elskulegur og aðlaðandi
maður. Hann hafði persónuleika
til að bera, sem gerði það að
verkum að hann var ætíð vin-
margur og hvers manns hugljúfi.
Harrý hlaut margvíslega
hæfileika í vöggugjöf. Við áttum
mörg sameiginleg áhugamál sem
drengir og nægir þar að nefna
tónlistina og knattspyrnuna. Tólf
ára gamlir stofnuðum við skóla-
hljómsveit sem lék reglulega á
skólaböllum í Miðbæjarskólan-
um, hann á harmoniku og ég á
píanó. Oft fengum við til liðs við
okkur trommuleikara eða ein-
hvern blásturshljóðfæraleikara.
Ekki fer sögum af snilldarleik
okkar félaganna við þessi tæki-
færi, en hjarta og sál voru lögð í
þessi danslög. Um svipað leyti
hófum við að æfa knattspyrnu
hjá KR og byrjuðum í 4. flokki.
Ástæðan fyrir þessu var sú að
dag nokkurn ákváðum við að
fara í hjólreiðatúr vestur í bæ.
Við hjóluðum eins og leið liggur
suður Kaplaskjólsveg, en þar
liggur æfingavöllur Knatt-
spyrnufélags Reykjavíkur. Á
vellinum voru ungir drengir að
æfa knattspyrnu undir stjórn
þjálfarans kunna, Guðbjörns
Jónssonar. Við stöldruðum við
og horfðum á æfinguna utan
girðingar. Þetta sá Guðbjörn,
stansaði leikinn og kallaði til
okkar: „Sælir strákar! Viljið þið
vera með?“ Við hikuðum ekki
andartak og vorum á þessu
augnabliki orðnir fullgildir KR-
ingar. Í þessu liði lékum við
Harrý saman á þriðja ár og
höfðum gaman af. Þessi knatt-
spyrnuþjálfun varð til þess að
styrkja enn frekar vináttubönd
okkar. Með tímanum urðu sam-
verustundirnar færri. Við völd-
um okkur ólíkar þroskabrautir.
Harrý varð loftskeytamaður og
ég gekk tónlistinni alfarið á
hönd. Tíminn leið og dag einn
fyrir um það bil 15 árum hringdi
Harrý og vildi safna saman
hópnum, sem hafði tekið fulln-
aðarpróf vorið 1956 frá Miðbæj-
arskólanum. Það er skemmst frá
því að segja að þetta heppnaðist
svo vel, þökk sé Harrý og mörgu
öðru góðu fólki, að grundvöllur
myndaðist fyrir svokallaða „hitt-
inga“ sem hafa staðið nokkuð
reglulega hjá okkur skólasystk-
inunum alveg síðan. Potturinn
og pannan í þessum hittingum
hefur verið Harrý okkar bless-
aður. Nú hefur hann kvatt þenn-
an heim og ég veit að við skóla-
systkinin munum sakna hans
sárlega. Harrý var lánsamur í
sínu einkalífi með sína yndislegu
eiginkonu, Gígju, börn og barna-
börn. Persónulega vil ég þakka
honum innilega fyrir hans dýr-
mætu vináttu og elskusemi í
minn garð ævinlega. Eiginkonu
hans og fjölskyldu sendum við
Guðný okkar hjartanlegustu
samúðarkveðjur.
Gunnar Kvaran.
Þá er hann farinn blessaður.
Stór, sterkur og vörpulegur
maður sem lét að sér kveða hvar
sem hann var staddur í hóp.
Þannig var Harrý alla tíð frá
barnæsku.
Við kynntumst í Miðbæjar-
skóla sem börn og höfum vitað
hvor af öðrum alla tíð síðan. Eft-
ir því sem aldurinn færðist yfir
urðu tengslin nánari og sam-
skiptin meiri. Við skóla-
félagarnir fórum að hittast hér
og þar síðustu ár, síðast í Naut-
hól og hefur þar verið um all-
stóran hóp að ræða sem hefur
komið saman með reglulegu
millibili. Þar var Harald (Harrý)
í forystu. Nú nýtur hans ekki
lengur við en við munum halda
áfram að hittast.
Harrý var mikill félagsmála-
maður sem tók þátt í ýmsum
nefndum og ráðum. Þar er lang-
ur listi. Hann var meðal annars
formaður FAMOS, Félags eldri
borgara í Mosfellsbæ. Harrý var
kátur og hress, hláturmildur og
hafði gaman af smá sprelli. Við
skólafélagarnir munum sakna
hans og halda hans merki á lofti.
Árið 2018 var honum mjög erfitt
sökum veikinda og oft var það
svo að við töldum að nú væri
þessu að ljúka. En hann var
sterkur andlega og líkamlega og
reis alltaf upp aftur en að lokum
gerðist það óumflýjanlega og
hans þrautum er nú lokið. Sökn-
uður skólasystkina okkar verður
mikill og fyrir mína hönd og
annarra í undirbúningsnefnd
Miðbæjarskólakrakka, Einars
Long og Lísu Thompsen, send-
um við okkar innilegustu sam-
úðarkveðjur til Gígju og annarra
aðstandenda.
Sigurþór Sigurðsson.
Hinsta kveðja frá FaMos
Við fráfall Haralds Holsvik
langar okkur í stjórn Félags
aldraðra í Mosfellsbæ og ná-
grenni að minnast hans nokkr-
um orðum. Harald var formaður
félagsins í fjögur ár. Hann var
gríðarlega áhugasamur og dug-
legur í starfi sínu fyrir félagið.
Sérstaklega var hann áhugasam-
ur um hagsmunamál eldri borg-
ara. Honum sárnaði mjög hversu
hægt miðaði í þeim málum.
Fyrir um tveimur árum veikt-
ist Harald alvarlega. Veikindin
komu þó ekki í veg fyrir að hann
fylgdist með málum félagsins og
væri í stöðugu sambandi við
okkur.
Stjórn FaMos þakkar Harald
fyrir ánægjulegt samstarf á liðn-
um árum og sendir fjölskyldu
hans innilegar samúðarkveðjur.
Fyrir hönd FaMos,
Ingólfur Hrólfsson.
Harald S. Holsvik