Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 29

Morgunblaðið - 07.01.2019, Side 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 »Leikhópurinn Lotta frumsýndi fjölskyldusöngleikinn Rauðhettu í Tjarnarbíói í gær en í honum er ólíkum og þekktum ævintýrum blandað saman, m.a. þeim um Rauðhettu og úlfinn og Hans og Grétu. Lotta sýndi söngleikinn fyrst árið 2009 og ákvað að dusta rykið af honum nú tíu árum síðar og setja í nýjan búning. Leikstjóri er Ágústa Skúladóttir og leikarar Andrea Ösp Karlsdóttir, Anna Berg- ljót Thorarensen, Árni Beinteinn Árnason, Sigsteinn Sigurbergs- son og Stefán Benedikt Vilhelmsson. Börnin skemmtu sér yfir ævintýrasöngleiknum Rauðhettu í Tjarnarbíói Morgunblaðið/Árni Sæberg Líf og fjör Í afgreiðslunni var stemning og stuð og kunnu ungir gestir vel að meta það. Spennandi Sóldís, Halla Rún og Brynjar voru spennt að sjá Rauðhettu. Góð stund Fólk á öllum aldri gerði sér ferð í Tjarnar- bíó til að sjá söng- leikinn. Ásgerður Snævarr, Iðunn Andradóttir og Flóki Ásgeirsson. Gaman Þórunn Ása, Gísli Ólafsson, Bjarney Lilja, Jóhanna Björk og Ingibjörg voru kát. Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is HAGBLIKK Álþakrennur & niðurföll Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi Þær eru einfaldar í uppsetningu HAGBLIKK Ryðga ekki Brotna ekki Litir á lager: Svart, hvítt, ólitað, rautt silfurgrátt og dökkgrátt ICQC 2018-20 Söngleikurinn Matthildur er stór- sýning sem verður frumsýnd á Stóra sviði Borgarleikhússins í mars, en í dag, mánudag 7. janúar, kl. 13 verður opinn samlestur þar sem leikarar sýningarinnar munu lesa í gegnum allt verkið undir stjórn Bergs Þórs Ingólfssonar leik- stjóra. Einnig verða nokkur lög úr söngleiknum sungin við undirleik Agnars Más Magnússonar tónlistar- stjóra. Leikarar í sýningunni eru Arnar Dan Kristjánsson, Björgvin Franz Gíslason, Björn Stefánsson, Ebba Katrín Finnsdóttir, Rakel Björk Björnsdóttir, Vala Kristín Ei- ríksdóttir og Þorleifur Einarsson. Þær Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir skipta með sér hlutverki Matt- hildar. Einnig leikur í sýningunni hópur barna sem voru valin úr þeim rúmlega 1.100 börnum sem mættu í áheyrnarprufur í fyrra. Gísli Rúnar Jónsson sá um að ís- lenska söngleikinn og aðstoðarleik- stjóri er Hlynur Páll Pálsson. Samlesturinn í dag verður á Stóra sviði Borgarleikhússins og er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. Ungar leikkonur Erna Tómasdóttir, Ísabel Dís Sheehan og Salka Ýr Ómarsdóttir munu skiptast á að sjá um að leika aðalpersónuna Matthildi. Opinn samlestur á söngleiknum Matthildi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.