Morgunblaðið - 07.01.2019, Síða 23

Morgunblaðið - 07.01.2019, Síða 23
Ljóðin í sálinni, inniheldur ein- göngu lög með ljóðum eftir Davíð Stefánsson, alls 21 lag.“ Tónlist Guðmundar Óla hefur heyrst víða og reglulega er óskað eftir henni í óskalagaþáttum á RÚV. „Ég bjóst ekki við því en það er mjög gaman að hafa náð til fólksins.“ Guðmundur Óli var með fasta pistla bæði í Fréttablaðinu og Stundinni og skrifaði einnig pólitískar kjallaragreinar í Vísi á 9. áratugnum þegar hann var í Bandalagi jafnaðarmanna. Undanfarin fimm ár hefur hann verið þáttastjórnandi með út- varpsþátt á Útvarpi Sögu. „300. þátturinn minn verður núna í byrjun árs.“ Þá hefur Guðmundur Óli kennt og miðlað þekkingu sinni hjá Landbúnaðarháskóla Íslands þeg- ar námskeið um meindýravarnir eru haldin þar. Fjölskylda Sambýliskona Guðmundar Óla er Kristín Margrét Harðardóttir, f. 4.3. 1951, deildarstjóri í mennta- málaráðuneytinu. Fyrrverandi eiginkona er Jón- ína Stefánsdóttir leikskólakennari. Börn þeirra eru Kristín, 9.3. 1973, myndlistarmaður, Jón Stefán, f. 10.12. 1974, vaktstjóri hjá Innnesi, Guðrún Sesselja, f. 27.10. 1980, matráður hjá N1 á Blönduósi, og Guðmundur Óli, f. 9.9. 1988, flug- maður hjá Mýflugi. Barnabörnin eru orðin 12. Systkini: Ómar J. Scheving, f. 17.8. 1953, bifvélavirki, bús. í Reykjavík, Viðar J. Scheving, f. 11.11. 1956, múrarameistari, bús. í Garðabæ, Hrafnhildur J. Schev- ing, f. 3.7. 1961, d. 24.7. 2014, hús- móðir í Reykjavík. Foreldrar: Jón G. Scheving, fæddur í Vestmannaeyjum 1.3. 1924, d. 19.12. 1995, forstjóri, mál- ari og vaktmaður í Reykjavík, og Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir, frá Suðureyri í Súgandafirði, f. 16.9. 1927, fyrrverandi skrif- stofumaður, bús. í Mosfellsbæ. Guðmundur Óli Scheving Sigrún Sigurðardóttir húsfr., f. á Hofsstöðum í Gufudalssveit Hallbjörn Eðvarð Oddsson kennari og sjómaður á Suðureyri, síðast bús. áAkranesi Valgerður Friðrika Hallbjörnsdóttir húsfr., f. á Laugabóli íArnarfirði Guðmundur Þorleifur Geirmundsson sjómaður og síðar smiður á Suðureyri Guðrún Sesselja Guðmundsdóttir skrifstofum. og húsfr. í Rvík Guðrún Einarsdóttir húsfr., f. í Kvíanesi í Súgandafirði Geirmundur Jónsson húsmaður í Breiðadal í Önundarfirði Aðalheiður Steina Scheving hjúkrunarfr. í Eyjum, síðar á Borgarspítala Hreinn Loftsson lögmaður Magnús Loftsson frkvstj. Listaháskóla Ísl. Sigurður Scheving ritstjóri í Eyjum og skrifstofustj. í Eyjum og Rvík Edda Scheving ballettkennari og frkvstj. Íslenska dansflokksins Nína Dögg Filippusdóttir leikkona áll Scheving erksmiðjustj. í Eyjum P v Sigurgeir Scheving eikari og leikstj. í Eyjum lBylgja Schevingfélagsráðgjafi í Rvík Kristey Hallbjarnardóttir húsfr. á Suðureyri Eðvarð Sturluson bifreiðarstj. og oddviti á Suðureyri Sturla Gunnar Eðvarðsson framkvæmdastjóri Smáralindar Sigurður Hallbjörnsson tgerðarm. á AkranesiúRafn Sigurðsson fv. forstjóri Hrafnistu Jón Páls Guðmundsson jómaður í Rvíks Ágúst Ingi Jónsson blaðamaður á Morgunblaðinu Cæsar Benjamín Hallbjarnarson Mar kaupm. í RvíkElías Mar rithöfundur í Rvík Þuríður Ketilsdóttir húsfr., f. á Ásólfsskála undir Eyjafjöllum Jón Stefánsson b. og formaður í Varmahlíð og Gerðakoti undir Eyjafjöllum, fórst með Haffara Ólafía Kristný Jónsdóttir húsfr. í Vestmannaeyjum Guðjón Scheving málarameistari og kaupmaður í Vestmannaeyjum Kristólína Bergsteinsdóttir húsfr., fædd á Tjörnum undir Eyjafjöllum Sveinn Scheving bóndi, lögregluþj. og hreppstj. á Steinsstöðum í Eyjum Úr frændgarði Guðmundar Óla Scheving Jón Guðjónsson Scheving forstjóri, málari og vaktmaður í Rvík Afmælisbarnið Guðmundur Óli. ÍSLENDINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 7. JANÚAR 2019 90 ára Jónas Thorarensen 85 ára Sæunn Magnúsdóttir Þórir Þorsteinsson 70 ára Ásta Jónsdóttir Bergur Höskuldsson Bjarni Reykjalín Gísli Geir Jónsson Guðmundur Óli Scheving Guðrún Guðmundsdóttir Hildur Sveinsdóttir Inga Jóna Andrésdóttir Knútur Eyjólfsson María N. Guðmundsdóttir Páll Gunnar Loftsson Valgerður Guðmundsdóttir Þorsteinn G. Benjamínsson Þórdís Guðmundsdóttir 60 ára Árný Gyða Steindórsdóttir Benóní Torfi Eggertsson Guðný Ólafsdóttir Gunnar Magnússon Haraldur Guðmundsson Hilmar Heiðar Eiríksson Jóhann Gestur Jóhannsson Jómundur G. Hjörleifsson Margrét Kjartansdóttir Þorsteinn Einarsson 50 ára Ari Þór Jónsson Elísabet Á. Sigurjónsdóttir Guðmundur H. Kjartansson Guðrún Kristmanns Birgisdóttir Hlynur Örn Sigurðsson Hulda Júlía Sigurðardóttir Leonila Morales Perez Ragnar Kristinn Ingason Rögnvaldur Kristbjörnsson Valgerður Halldórsdóttir Valur Páll Viborg Vilhjálmur Hreinsson Þorbjörn Sigurðsson Þórdís Sólmundardóttir 40 ára Dominik Piotr Sikora Helena Liene Voldemarsdóttir Jaroslaw Piotr Kumpicki Jenný Lovísa Árnadóttir Julius Caesar Rivera Deiparine Katarzyna Urszula Walczak Katla Sigurðardóttir Páll Þórir Daníelsson Sigurður Örn Kolbeins Svava Gísladóttir Sveinn Sævar Frímannsson Unnur Ingimundardóttir 30 ára Arkadiusz Michal Dojnikowski Aron Örn Jónsson Ásdís Elfarsdóttir Birkir Smári B. Sigurgeirsson Daníel Trausti Róbertsson Grzegorz Marcin Lakomski Guðmundur Hrafn Gunnarsson Ingólfur Ásgeirsson Martin Rucek Pálmi Ragnar Ásgeirsson Soffía Hlynsdóttir Steinar Geirdal Snorrason Til hamingju með daginn 40 ára Katla er Hafnfirð- ingur og er sjálfstætt starfandi klæðskera- og kjólameistari. Maki: Þórhallur Sverris- son, f. 1976, kerfisfr. hjá Reiknistofu bankanna. Börn: Erpur, f. 2007, Freyr, f. 2009, Salka, f. 2011, og Jökull, f. 2018. Foreldrar: Sigurður Gíslason, f. 1946, arkitekt og Sigrún Einarsdóttir, f. 1948, tækniteiknari, kennari og arkitekt. Katla Sigurðardóttir 30 ára Ingólfur er Njarð- víkingur og er atvinnu- flugnemi hjá Keili. Maki: Elísabet Mjöll Jens- dóttir, f. 1993. Börn: Hálfdán Logi, f. 2013, drengur f. 19. des- ember 2018. Foreldrar: Ásgeir Ás- geirsson, f. 1954, lyfja- fræðingur, og María Ing- ólfsdóttir, f. 1954, húsmóðir og fjármála- fulltrúi. Þau eru bús. í Njarðvík. Ingólfur Ásgeirsson 30 ára Steinar er Reykvík- ingur og vélaverkfræð- ingur og starfar hjá Mann- viti. Maki: Katrín Þuríður Páls- dóttir, f. 1989, bygginga- verkfræðingur og verk- efnastjóri hjá Malbikunarstöðinni Höfða. Dóttir: Sara Björk, f. 2018. Foreldrar: Snorri Geirdal, f. 1967, þjónn í Danmörku, og Guðrún Sigríður Stef- ánsdóttir, f. 1969, þjónn í Reykjavík. Steinar Geirdal Snorrason  Thomas Brorsen Smidt hefur lokið doktorsvörn í kynjafræði við Háskóla Íslands. Heiti ritgerðar- innar er Fílabeinsturninn í kynjuðu ljósi: Stefnumótun, óvissa og and- spyrna í fræðasamfélagi nýfrjáls- hyggjunnar. Andmælendur voru Louise Mor- ley, prófessor í menntunarfræði við Sussex-háskóla, og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, prófessor og deildar- forseti deildar menntunar og marg- breytileika við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi var dr. Gyða Mar- grét Pétursdóttir dósent í kynja- fræði. Aðrir í doktorsnefnd voru dr. Þorgerður Einarsdóttir, prófessor í kynjafræði við Háskóla Íslands, dr. Nicky Le Feuvre, prófessor við Há- skólann í Lausanne, og dr. Fredrik Bondestam, rannsóknastjóri við Gautaborgarháskóla. Í kjölfar markaðsvæðingar hafa háskólar farið að reiða sig í aukn- um mæli á ný viðmið og verklag sem hafa fest sig í sessi í vísinda- samfélaginu. Þar birtist ósamræmi milli þess sem kemur fram í stefnum um kynjajafnrétti og fram- kvæmd stefnanna. Í rannsókninni er þetta ósamræmi skoðað ásamt því hvernig kyn hefur áhrif á upp- lifun fólks í háskólasamfélagi sem er mótað af hugmyndum um stöð- ugan vöxt og frammistöðu. Sjónum er einnig beint að því hvernig fólk bæði styður við og veitir þessari menningu viðnám. Thomas Brorsen Smidt Thomas Brorsen Smidt fæddist í Esbjerg 14. júní 1985 og ólst upp í þorpinu Hunderup, sem er 15 km frá Ribe. Hann stundaði nám í ensku við Syddansk Uni- versitet sem hann lauk árið 2010 og MA prófi í kynjafræði frá Háskóla Íslands lauk hann árið 2013. Hann er verkefnastjóri hjá Jafnréttisskóla Háskóla Samein- uðu þjóðanna (UNU-GEST) og býr í Mosfellsbæ ásamt eiginkonu sinni, Maríu Logn Kristínardóttur Ólafsdóttur. Doktor Hægt er að sendamynd og texta af nýjum borgara eða brúðhjónum af slóðinni mbl.is/islendingar eða á netfangið islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.