Morgunblaðið - 08.01.2019, Side 1

Morgunblaðið - 08.01.2019, Side 1
Kakó- og kleinusalarnir duglegu létu ekki kuld- ann á sig fá um helgina og voru með heimasmíð- aða söluvagninn við Gróttu eins og marga laug- ardaga. Bræðurnir Daníel Ólafur og Róbert Frímann Stefánssynir Spanó hafa meðal annars notað ágóðann til að styrkja þyrlusjóð Landhelg- isgæslunnar. Af því tilefni bauð Gæslan þeim í þyrluferð í janúar á síðasta ári sem var þeim ógleymanlegt ævintýri. Kleinusalarnir að störfum í kulda og trekki Morgunblaðið/Eggert Heimasmíðaður söluvagn við Gróttu á Seltjarnarnesi Jukust um 11,5% » Tekjur Veitna af sölu á heitu vatni námu 9 milljörðum fyrstu níu mánuði ársins 2018 sem er um 11,5% aukning og metsala. » Tekjurnar voru um 8 millj- arðar sömu mánuði 2017. Baldur Arnarson baldura@mbl.is Veitur áforma að hefja miðlun heits vatns frá borholu vestan Árbæjar- safns á næsta ári. Verður vatninu dreift til þeirra hverfa borgarinnar þar sem notað er lághitavatn. Ingvar Stefánsson, fjármálastjóri Orkuveitunnar, segir kuldatíð síð- ustu tvo vetur hafa sitt að segja um að auka þurfi framboð á heitu vatni. Þá hafi umsvifin í samfélaginu aukist mikið á síðustu árum. Meðal annars kalli mikil fjölgun ferðamanna á aukna notkun á heitu vatni. Nýir gististaðir séu tengdir við kerfið. „Vegna vaxandi notkunar hefur skapast fjárfestingarþörf fyrir inn- viði. Þá meðal annars í nýrri varma- stöð á Hellisheiði,“ segir Ingvar. Áætlað er að Veitur muni fjárfesta fyrir 3 milljarða á ári í innviðum á næstu árum og segir Ingvar að- spurður að félagið sé vel í stakk búið til að fara út í þessar fjárfestingar. Fyrir utan mikla fjölgun ferða- manna hefur íbúum höfuðborgar- svæðisins fjölgað ört síðustu ár. Hef- ur þeim til dæmis fjölgað um minnst 18 þúsund frá ársbyrjun 2014. Virkja borholu í Árbænum  Veitur auka afkastagetuna vegna metnotkunar á heitu vatni  Gamlar borholur verða virkjaðar  Kuldatíð og fjölgun ferðamanna eiga þátt í stóraukinni notkun MAukningin kallar á fleiri … »4 AFP Sellafield Endurvinnslu kjarnorku- úrgangs hefur verið hætt hjá THORP. Framundan er margra ára kostn- aðarsamt hreinsunarstarf á stóru svæði í Sellafield í Englandi en end- urvinnslu á kjarnorkuúrgangi hef- ur verið hætt í THORP-stöðinni þar. Sigurður M. Magnússon, for- stjóri Geislavarna ríkisins, segir að eftir sitji mikið af úrgangi sem flokkist sem geislavirkur; bygging- arhlutar, búnaður, tæki og jarð- vegur mengaður af geislavirkum efnum. Starfsemin í Sellafield hefur lengi verið umdeild. Hávær mót- mæli risu, meðal annars hjá íslensk- um ráðamönnum, í kjölfar þess að leki á hágeislavirkum vökva kom í ljós þar í maí 2005 og var stöðinni lokað í tæp tvö ár. Ekki er lengur talið fjárhagslega hagkvæmt að endurvinna brennsluefni kjarna- ofna þar sem ekki er skortur á úrani í heiminum. »15 Hreinsa þarf til við Sellafield-stöðina Þ R I Ð J U D A G U R 8. J A N Ú A R 2 0 1 9 Stofnað 1913  6. tölublað  107. árgangur  EKKI VAR ALLT FYRIRSÉÐ Á GOLDEN GLOBE BREYTT SÓKNARLÍNA EIKI HREIFST AF BÍTLUNUM FJÖGURRA ÁRA ÓLAFUR STEFNIR LANGT MEÐ VAL ÍÞRÓTTIR STEFNUMÓT VIÐ LÍFIÐ 30VERÐLAUN VEITT 33  Samningaviðræðurnar um endur- nýjun kjarasamninga hafa gengið allt of hægt og nú verða menn að einsetja sér að setja kraft í þær, að sögn Aðalsteins Árna Baldurssonar, formanns Framsýnar. Að öðrum kosti muni verkalýðshreyfingin telja sig knúna til að fara í aðgerðir. „Ef ekkert skýrist fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr næstu mánaða- mótum og sumir vilja jafnvel að það verði fyrr. Það mun í það minnsta allt loga í febrúar semjist ekki. Menn hafa verið að hittast af og til yfir kaffibolla. Ég segi, leggjum kaffi- bollana til hliðar og klárum þetta, það er öllum til hagsbóta.“ »4 Segir allt loga í febrúar semjist ekki Að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra netverslunar- innar Heimkaupa, er sú nýjung að leyfa kaupendum að sjá síðasta söludag matvæla og veita þeim 50% afslátt þegar varan nálgast síðasta söludag meðal annars gerð til að forðast matarsóun. Heimkaup komu inn á matvöru- markaðinn í fyrsta sinn nú fyrir skömmu og kaupir fyrirtækið alla erlenda matvöru frá einum stað í Bretlandi. Innlenda vöru kaupir það frá innlendum framleiðendum. „Kaupendur geta líka valið ná- kvæma þyngd á kjötvörunni sem þeir kaupa. Þetta er nýjung sem hefur ekki verið í boði, hvorki hér heima né erlendis,“ segir Guð- mundur. Hann segir að nú þegar mat- varan hefur bæst í hillur verslunar- innar bjóði Heimkaup fjórum sinn- um fleiri vörunúmer en hefð- bundinn stórmarkaður. „Við bjóðum til dæmis 250 tegundir í vöruflokknum te og kaffi. Það er töluvert meira en aðrar verslanir geta státað af.“ Fyrirtækið nái til um 80% þjóðarinnar í heimsending- um samdægurs og það fer með 300 sendingar að jafnaði á dag. »16 Heimkaup ráðast gegn matarsóun í sölu matvæla Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Heimkaup Í vöruhúsinu í Smár- anum eru um 50.000 vörunúmer. Morgunblaðið/RAX Hreinkálfur Hnik á vaxtartíma plantna getur valdið misræmi við næringarþörf dýra s.s. hreindýra. Niðurstöður vísindarannsókna benda til þess að heildar-blómg- unartími plöntutegunda á norður- slóðum styttist með hlýnun lofts- lags. Þetta getur haft áhrif á afkomu ýmissa dýrategunda að því er fram kemur í vísindagrein eftir 38 plöntuvistfræðinga. Greinin birtist í Nature Ecology and Evolu- tion í desember 2018. Ingibjörg Svala Jónsdóttir, pró- fessor við Háskóla Íslands, er í hópi vísindamannanna sem könnuðu blómgunartíma 253 plöntutegunda á 23 mismunandi stöðum á heimskautatúndrunni á allt að 20 ára tímabili. Hún segir að breyting- arnar geti mögulega haft áhrif á frjóbera, þ.e. skordýr, og eins á t.d. hreindýr sem lifa á gróðri. »11 Blómgunartími heimskauta- jurta breytist með hlýnun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.