Morgunblaðið - 08.01.2019, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
VÍKURVAGNAR EHF.
Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík
Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is
Setjum undir á staðnum
Dráttarbeisli
undir flestar tegundir bíla
Veður víða um heim 7.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 léttskýjað
Hólar í Dýrafirði -5 skýjað
Akureyri 1 skýjað
Egilsstaðir 0 léttskýjað
Vatnsskarðshólar 1 skýjað
Nuuk -8 snjókoma
Þórshöfn 5 skúrir
Ósló -1 þoka
Kaupmannahöfn 4 alskýjað
Stokkhólmur 0 skýjað
Helsinki 0 skýjað
Lúxemborg 3 þoka
Brussel 7 þoka
Dublin 10 súld
Glasgow 9 rigning
London 10 alskýjað
París 6 rigning
Amsterdam 8 súld
Hamborg 6 súld
Berlín 5 skýjað
Vín 0 alskýjað
Moskva -11 snjókoma
Algarve 15 heiðskírt
Madríd 14 heiðskírt
Barcelona 13 léttskýjað
Mallorca 13 léttskýjað
Róm 11 léttskýjað
Aþena 2 snjókoma
Winnipeg -1 þoka
Montreal -16 skýjað
New York -2 heiðskírt
Chicago 7 rigning
Orlando 21 heiðskírt
8. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 11:10 15:59
ÍSAFJÖRÐUR 11:47 15:32
SIGLUFJÖRÐUR 11:32 15:14
DJÚPIVOGUR 10:47 15:22
VEÐUR KL. 12 Í DAG
Á miðvikudag Suðvestan 15-23 m/s og rigning, en
þurrt á A-verðu landinu. Hiti 7 til 15 stig.
Á fimmtudag Vestlæg átt, 15-20 m/s og skúrir eða
él nyrst um morguninn. Frost víða 0 til 7 stig.
Vaxandi suðaustanátt og hlýnar, 13-20 m/s og rigning síðdegis, hvassast á Snæfellsnesi, en
hægara og úrkomulaust að kalla N- og A-lands. Hlýnandi veður, hiti 1 til 9 stig í kvöld.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Þessar samningaviðræður hafa
gengið allt of hægt. Nú verða menn
að einsetja sér að setja kraft í þær
með það markmið að klára þetta á
næstu tveimur vikum. Ef svo verður
ekki tel ég að verkalýðshreyfingin
telji sig knúna til þess að fara í að-
gerðir,“ segir Aðalsteinn Árni Bald-
ursson, formaður stéttarfélagsins
Framsýnar.
Töluverðrar óþreyju er farið að
gæta innan verkalýðshreyfingar-
innar með ganginn í kjaraviðræðum.
Eins og kom fram í Morgunblaðinu í
gær eru á annan tug funda á dagskrá
í vikunni og kveðst framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins vonast
til þess að línur skýrist í vikulok.
Samningaviðræður hafa staðið yfir
frá því í októberlok og furða margir
sig á því hversu skammt á veg þær
virðast komnar.
Undir þetta tók Björn Bjarnason,
fyrrverandi alþingismaður og ráð-
herra, í pistli á heimasíðu sinni í gær.
„Þegar menn hafa ekki hugmynd um
hvaða stefnu mál taka eða hvenær
tekst að binda enda á ágreining miða
þeir gjarnan við að eitthvað gerist
„fyrir vikulok“ eða rétt sé að bíða
„fram yfir helgi“. Þessi staða er nú
uppi í kjaraviðræðum fulltrúa verka-
lýðshreyfingarinnar og Samtaka at-
vinnulífsins (SA),“ skrifar Björn
Viðræður „á góðu róli“
Eyjólfur Árni Rafnsson, formað-
ur Samtaka atvinnulífsins, segir í
samtali við Morgunblaðið að við-
ræður við þau verkalýðsfélög sem
vísað hafi deilu sinni til Ríkis-
sáttasemjara séu á borði sáttasemj-
ara og þar sé fundað samkvæmt
hans plani.
„Þau samtöl sem við eigum við
okkar viðsemjendur annars staðar
eru að okkar mati á góðu róli. Við
leggjum mikla áherslu á þau samtöl
í þessari viku og fram í næstu viku
með það að markmiði að ná niður-
stöðu,“ segir hann.
Heimildarmenn Morgunblaðsins
meðal atvinnurekenda segja að ekki
hafi verið hægt að hefja viðræður af
viti fyrr en í nóvember vegna þings
ASÍ. Viðræður hafi staðið yfir í sex
vikur fyrir jól og séu nú að hefjast
að nýju. Eðlilegur gangur sé því í
viðræðum, nú sé verið að fara yfir
störf vinnuhópa sem skipaðir voru
um sérmál á borð við ferðaþjónustu,
fiskveiðar og fleira. Vonast er til
þess að launaliður verði ræddur í
vikunni eða þeirri næstu. Viðræður
sem vísað hefur verið til Ríkis-
sáttasemjara séu hins vegar skem-
ur á veg komnar.
„Enginn kraftur í þessu“
Viðmælendur innan verkalýðs-
hreyfingarinnar taka misjafna af-
stöðu til stöðu mála eftir því hvaða
armi þeir tilheyra. Eins og kunnugt
er brotnaði upp úr samstöðu innan
Starfsgreinasambandsins fyrir jól.
Nú er uppi hávær krafa um að samn-
ingar verði afturvirkir til áramóta.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins
var lögð fram tillaga þess efnis innan
SGS áður en Efling, Verkalýðsfélag
Akraness og VR ákváðu að vísa deilu
sinni til Ríkissáttasemjara að for-
senda áframhaldandi viðræðna væri
að samningar giltu frá 1. janúar. Á
það féllst formaður SGS ekki.
Margir lýsa óánægju með meintan
hægagang og segjast ekki hafa feng-
ið nein svör við kröfum sínum. „Það
er enginn kraftur í þessu. Þó menn
segi að allt gangi vel er þetta ekki að
skila neinu,“ sagði einn viðmælenda
blaðsins. „Vísunin var spark í rass-
inn. Nú er titringurinn kominn og
þessi vika sker úr um framhaldið,“
sagði hann ennfremur.
Aðalsteinn Árni vill ekki taka svo
djúpt í árinni en viðurkennir að kom-
ið sé að mikilvægum tímapunkti:
„Hver mánuður er dýr fyrir okkar
fólk en á sama tíma sparar atvinnu-
lífið sér milljarða. Ef ekkert skýrist
fyrr sé ég fyrir mér átök upp úr
næstu mánaðamótum og sumir vilja
jafnvel að það verði fyrr. Það mun í
það minnsta allt loga í febrúar semj-
ist ekki. Menn hafa verið að hittast af
og til yfir kaffibolla. Ég segi, leggj-
um kaffibollana til hliðar og klárum
þetta, það er öllum til hagsbóta.“
Óþreyju farið að gæta í viðræðunum
Verkalýðsforkólfar tala um kraft-
leysi í kjaraviðræðum Mikilvæg vika
Morgunblaðið/Eggert
Fundahöld Frá fyrsta formlega samningafundi VR og SA fyrir 84 dögum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Veitur vinna að því að virkja borholu
fyrir heitt vatn vestan við Árbæjar-
safn. Holan var boruð árið 1984 en
hefur aldrei verið virkjuð. Unnið er
að virkjun hennar til að mæta auk-
inni eftirspurn eftir heitu vatni.
Framkvæmdirnar hafa vakið at-
hygli vegfarenda í Elliðaárdal. Stutt
er síðan Rafstöðvarvegur var tekinn
í gegn og malbikaður. Nú hefur hluti
hans verið grafinn upp.
Ólöf Snæhólm Baldursdóttir, upp-
lýsingafulltrúi hjá Veitum, segir að
jafnframt sé til skoðunar að virkja
fleiri eldri holur til að auka framboð
á heitu vatni frá lághitasvæðunum í
borginni. Það sé hagkvæmara að
virkja eldri holur en að bora nýjar.
Á næsta ári sé áætlað að hætta að
nota vatn frá lághitasvæðunum á
höfuðborgarsvæðinu til að hita upp
Árbæjarhverfi og setja hverfið yfir á
heitt vatn frá Hellisheiðar- og Nesja-
vallavirkjun. Vatnið, sem nú hitar
upp Árbæ, verði þá hægt að nýta til
að auka framboðið í öðrum hverfum
borgarinnar sem nota lághitavatn.
Til marks um aukna eftirspurn hjá
Veitum var notkun á heitu vatni 27%
meiri í október síðastliðnum en í
október 2017. Þegar áhrif veðurs
hafa verið tekin með í reikninginn
var aukningin áætluð 7% milli ára.
Veðrið hefur mikil áhrif
Um 90% heita vatnsins fara til
húshitunar og hefur veðurfar því
áhrif á notkunina. Samkvæmt upp-
lýsingum á vef Veitna var metnotkun
á heitu vatni marga mánuði í fyrra.
Tekjur Veitna af sölu á heitu vatni
námu 9 milljörðum fyrstu níu mán-
uði ársins 2018, borið saman við 8,08
milljarða sömu mánuði 2017. Það er
um 11,5% aukning og metsala. Ólöf
Snæhólm bendir á að aukin sala þýði
líka aukinn kostnað, einkum við dæl-
ingu. Veitur séu einn stærsti raf-
orkunotandinn á höfuðborgarsvæð-
inu vegna umfangsmikils dælukerfis
í hitaveitu, vatnsveitu og fráveitu.
Þörf sé fyrir stórframkvæmdir, eins
og stækkun varmastöðvar á Hellis-
heiði og að setja Árbæ á virkjana-
vatn, til að mæta aukinni eftirspurn.
Ólöf Snæhólm segir heita vatnið
sem notað er á höfuðborgarsvæðinu
annars vegar koma frá lághitasvæð-
um í Mosfellsbæ og Reykjavík
(Laugarnesinu og Elliðaárdal) og
hins vegar frá háhitasvæðum á
Nesjavöllum og Hellisheiði.
Fá vatnið úr borholum
Reykvíkingar vestan Grafarvogs,
íbúar í Úlfarsárdal, Mosfellingar og
Kjalnesingar fái að öllu jöfnu jarð-
hitavatn frá borholum í Reykjavík og
Mosfellsbæ. Grafarholt, Grafar-
vogur, Kópavogur, Garðabær og
Hafnarfjörður fái hins vegar heitt
vatn frá Nesjavöllum og Hellisheiði.
Hún segir vatninu frá þessum
tveimur „uppsprettum“ að mestu
haldið aðskildu í dreifikerfinu. Því
séu ákveðin kerfi á lághitavatni og
önnur á upphituðu grunnvatni frá
Hellisheiðar- og Nesjavallavirkjun.
Ólöf Snæhólm segir unnið að
stækkun varmastöðvar á Hellisheiði.
Áætlað sé að þeirri vinnu ljúki í lok
ársins. Við það aukist framleiðslu-
getan á virkjanavatni um 13%.
Fram kemur á vef Veitna að árleg
fjárfesting í hitaveitukerfinu næstu
árin sé áætluð um 3 milljarðar.
Aukningin kallar á fleiri borholur
Veitur bregðast við metnotkun á heitu vatni með því að virkja gamla borholu vestan við Árbæjarsafn
Reiknað er með að Veitur fjárfesti í aukinni afkastagetu kerfisins fyrir 3 milljarða á ári næstu árin
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Vestan við Árbæjarsafn Borhola hjá Veitum við Rafstöðvarveg. Vegna hol-
unnar var hluti Rafstöðvarvegar grafinn upp en hann er nýmalbikaður.
Veitur – tekjur af
sölu á heitu vatni
Milljarðar króna 2014-2018
2014 2015 2016 2017 2017* 2018*
10,8 11,4 11,0
11,9
8,1
9,0
Heimild: Ársreikningar
Veitna 2014-2017,
samandreginn árshluta-
reikningur Orkuveitu
Reykjavíkur 2018,
fyrstu 9 mánuðir ársins.
*Fyrstu 9
mán. ársins