Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Dagur B. Eggertsson borgar-stjóri ætlar ekki að víkja úr hópi sem á að fara yfir braggamálið. Hann telur sjálfsagt að hann leggi sjálfur mat á eigin verk og hvaða lærdóm megi draga af þeirri mögn- uðu röð mistaka sem hann ber ábyrgð á í braggamálinu.    En Dagur er ekki einn um að teljaað best fari á að hann meti sig sjálfur.    Borgarfulltrúi Pírata, Dóra BjörtGuðjónsdóttir, er sama sinnis og rökstyður það meðal annars með því að hópurinn sem Dagur er í sé „óformlegur hópur en ekki formlega skipuð nefnd“.    Það breytir auðvitað öllu.    Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borg-arfulltrúi Viðreisnar, sér ekki heldur neitt athugavert við að borg- arstjóri meti verk sín sjálfur, enda telur hún allt aðra menn en hann bera ábyrgð á þessu risavaxna klúðri.    Borgarfulltrúi vinstri grænna, LífMagneudóttir, er einnig þeirr- ar skoðunar að best fari á að Dagur sitji í þessum hópi, enda sé hann „æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar og æðsti yfirmaður borgarinnar“.    Sú staðreynd felur þó bersýnilegaekki í sér að hann beri ábyrgð á stjórn borgarinnar.    Hvernig fer það saman að veraæðsti yfirmaður en bera enga ábyrgð? Æðsti yfirmaður án ábyrgðar metur sig STAKSTEINAR Sendingum á 50 gramma bréfum og minna fækkaði um 29% milli ára þegar horft er til desember, að því er segir í skriflegu svari Íslands- pósts við fyrirspurn Morgunblaðs- ins. Þrátt fyrir fækkunina var eitthvað um að jólakort landsmanna bærust seint, eða milli jóla og nýárs. Ís- landspóstur auglýsti í desember að jólakortin þyrftu að berast póstinum fyrir 17. desember til þess að þau myndu skila sér fyrir jól, en sum jólakort sem voru send fyrir þann tíma skiluðu sér samt seint. Gekk almennt vel „Allt kapp er að sjálfsögðu lagt á að koma jólakortum til skila fyrir jól en því miður getur það alltaf gerst að einhver bréf skili sér á milli jóla og nýárs,“ segir í svarinu. Þá segir að dreifing hafi almennt gengið vel. Þó hafi bréfberum fækk- að á árinu með færri bréfasending- um auk þess sem færri jólastarfs- menn voru ráðnir til að aðstoða við bréfadreifingu. Fram kemur í svari Íslandspósts að rekstrarleyfi fyrirtækisins geri ráð fyrir að 85% bréfa skili sér næstu þrjá daga eftir póstlagningu, en að markmið fyrirtækisins sé að þetta hlutfall verði 90%. „Á síðasta ári náði fyrirtækið þessum gæða- viðmiðum.“ gso@mbl.is Bréfum fækkaði um 29% í desember  Dæmi um að jólakort skiluðu sér ekki fyrir jól  90% komu á tilskildum tíma Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólakort Þeim fækkar milli ára. Til þess að hægt sé að halda úti óbreyttum rekstri Hafrannsókna- stofnunar þarf 234 milljóna króna viðbótarframlag. „Við erum að vona að einhver lausn finnist á þessu. Erum að vinna að því með ráðu- neytinu. Ef það gerist ekki erum við í verulega vondum málum,“ segir Sigurður Guðjónsson, for- stjóri Hafrann- sóknastofnunar, en staðan var kynnt á fundi með starfsfólki í gær- morgun. Minni „Hafró-afli“ Gatið í fjárveitingum kemur þannig til að í fjárlögum er gert ráð fyrir 84 milljóna króna hagræðingu. Þá er útlit fyrir að framlag til rekstrarins úr Verkefnasjóði sjáv- arútvegsins verði 150 milljónum króna minna í ár en verið hefur tvö undanfarin ár. Í þennan sjóð sem at- vinnuvegaráðuneytið heldur utan um rennur hluti andvirðis þess afla sem sjómenn kjósa að landa þótt þeir ekki kvóta fyrir honum, í stað þess að fleygja honum fyrir borð. Sigurður bendir á að stór hluti út- gjalda Hafrannsóknastofnunar sé fastakostnaður. Nefnir að það kosti 1,2 milljarða að hafa tvö rannsókna- skip tilbúin á sjó. Helmingur fjár- veitinga til stofnunarinnar sé bund- inn í öðrum fastakostnaði. Hann segir erfitt að leggja öðru skipinu því þá verði ekki hægt að fara í helming leiðangra stofnunarinnar. „Það sem við gerum er meira og minna grunnstofnmælingar. Ef við sinnum þeim ekki þá vitum við ekki hvað við megum veiða. Til þess að stunda sjálfbærar veiðar þurfum við að vita hvað er í sjónum,“ segir Sig- urður. Skipuleggja árið Spurður hvort til greina komi að segja upp starfsfólki til að draga úr kostnaði segir Sigurður að ekki sé hægt að útiloka það, þegar staðan sé svona. Hann segir verið að skipuleggja starfið á árinu og verði það að skýr- ast fljótt hvort Hafrannsóknastofn- un þurfi að skera niður útgjöld, eins og nú er útlit fyrir. helgi@mbl.is Þarf að skera niður hjá Hafró  Vantar 234 milljónir upp á rekstur Sigurður Guðjónsson Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.