Morgunblaðið - 08.01.2019, Page 14
14 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
Þú finnur næsta sölustað á www.facebook.com/tetesepticeland
EKKI
láta veturinn
ná þér
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Leikmynd Íbúðarhúsið á Ingunnarstöðum er byggt árið 1923 og setur sterkan svip á umhverfið í þessum afskekkta dal, skammt frá höfuðborgarsvæðinu.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Í
búðarhúsið er háreist og
setur sterkan svip á um-
hverfið. Ekki aðeins sakir
byggingarstíls, því hrör-
leiki þess vekur óneitan-
lega eftirtekt fólksins í landinu,
sem fylgist af spenningi með sjón-
varpsþáttunum Ófærð, sem nú eru
sýndir á RÚV. Eins og kunnugir
greina eru myndskeið úr þátt-
unum tekin víða á landinu, svo
sem á Siglufirði, á Austurvelli í
Reykjavík, á Landmannaafrétti og
suður við Kleifarvatn. Einnig á
nokkrum stöðum í Kjósinni, svo
sem á bænum Ingunnarstöðum í
Brynjudal en þar er rauðmálaði
sveitabærinn sem áberandi er í
Ófærð.
Hamar Þórs
ræður framvindunni
Á bænum, þar sem Ingunnar-
staðir eru leikmynd, situr Ketill
bóndi, leikinn af Steini Ármanni
Magnússyni. Synirnir, sem virð-
ast hafa sitthvað á samviskunni,
eru Torfi, sem Vignir Þór Val-
þórsson leikur, og Skúli; með
hans hlutverk fer Sigurbjartur
Sturla Atlason.
Þessar þrjár sögupersónur
tengjast samtökunum Hamri Þórs
– en segja má að afstaða liðs-
manna þeirra til virkjunarfram-
kvæmda sé ráðandi í framvindu
sögunar í þessum spennandi þátt-
um.
Það var á haustdögum 2017
sem atriðin á Ingunnarstöðum
voru tekin upp. Ábúendur þar
vildu ekkert tjá sig um kvik-
myndagerðina þegar Morgun-
blaðið var í Kjósinni um helgina,
svo sem hvort þeir væru búnir að
greina plottið í sögunni.
Innarlega í Hvalfirði
Ætla má að á næstunni muni
einhverjir fara og kanna aðstæður
í Brynjudal, sem er innarlega í
Hvalfirðinum eða nokkru áður en
komið er í svonefndan Botnsvog.
Í dalnum er fyrst ekið fram hjá
bænum Þrándarstöðum og þaðan
er ekki langt að Ingunnarstöðum,
sem stendur undir hárri fjallshlíð.
Innst í dalnum er svo tjálundur,
ræktaður á vegum Skógræktar-
félags Íslands.
Glæpir! Atriði í þátt-
unum Ófærð sem nú eru
sýndir á RÚV eru tekin í
Brynjudal í Kjós. Spenn-
an eykst með hverjum
þætti. Fólk í dalnum tjáir
sig ekki um söguna.
Alveg ófært í Brynjudalnum
Ófærð í Kjós
Hval-
fjörður
K J Ó S
HVALFJARÐAR-
STRÖND
BRYNJUDALUR
BOTNSDALUR
MÚLAFJALL Ingunnarstaðir
Þrándar-
staðir
Kortagrunnur:
OpenStreetMap
Ófært! Stórleikararnir Ólafur Darri Ólafsson,
Imur Kristjánsdóttir og Ingvar E. Sigurðsson í
hlutverkum sínum í Ófærð 2. Atriði á Siglufirði.
Kynningarfundur fjallaverkefnisins
Alla leið sem Ferðafélag Íslands
stendur fyrir verður í sal FÍ í Mörkinni
6 í Reykjavík á morgun, miðvikudag-
inn 9. janúar, kl. 20. Fjallaverkefnið er
öllum opið, bæði vönu fjallafólki og
þeim sem vilja prófa þessa frábæru
leið til að hreyfa sig, stunda útivist,
njóta náttúrunnar og kynnast
skemmtilegu fólki. Æfingaáætlunin
miðar að því að undirbúa þátttak-
endur fyrir göngu á hæsta tind lands-
ins, Hvannadalshnúk, sem er 2.111 m.
Undirbúningurinn er þríþættur;
vikulegar fjallgöngur, sem stigmagn-
ast að erfiðleikum, vikulegum þrek-
æfingum og alhliða ferðafræðslu. Á
dagskrá er ein kynningarganga, átta
mánudagsgöngur, sjö dagsleiðangr-
ar, vikulegar þrekæfingar, heimaverk-
efni, tveir fræðslufundir og val um að
ganga á Hvannadalshnúk; 25. maí
eða 8. júní.
Morgunblaðið/RAX
Gleði Sálrænn sigur að ná toppnum.
Göngufólk á Hvannadalshnúk.
Stefnt skal á
Hnúkinn
Ferðafélag Íslands
Nú eru fjölskyldustundirnar að hefjast
á nýjan leik í menningarhúsum
Borgarbókasafns Reykjavíkur. Það
þýðir að fimm sinnum í viku er nýbök-
uðum foreldrum og öðrum boðið að
kíkja á bókasöfn á stundir fyrir börn
sem ekki eru komin á leikskólaaldur.
Oft er skemmtileg dagskrá í boði með-
an á stundunum stendur; s.s. fræðsla
fyrir foreldra um uppeldi, heilsu barna
og fleira.
Í safninu í Spönginni í Grafarvogi
eru fjölskyldustundir á þriðjudögum
milli kl. 14 og 15; í Gerðubergi í Breið-
holti á miðvikudögum kl. 9.30 - 11.00
og í Sólheimasafni kl. 13 - 14. Í Grófar-
safni eru fjölskyldustundir á fimmtu-
dögum kl. 10.30 - 11.30 og í Kringlu-
safni á föstudögum kl. 14 - 15.
Morgunblaðið/Ómar
Gleði Börnin horfa til framtíðar.
Fjölskyldu-
stundir
Borgarbókasafnið