Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 16

Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Hamraborg 10, Kópavogi Sími: 554 3200 Opið: Virka daga 9.30–18 VERIÐ VELKOMIN Í SJÓNMÆLINGU ——— 8. janúar 2019 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 117.05 117.61 117.33 Sterlingspund 148.42 149.14 148.78 Kanadadalur 86.97 87.47 87.22 Dönsk króna 17.866 17.97 17.918 Norsk króna 13.521 13.601 13.561 Sænsk króna 13.015 13.091 13.053 Svissn. franki 118.46 119.12 118.79 Japanskt jen 1.0837 1.0901 1.0869 SDR 162.72 163.68 163.2 Evra 133.43 134.17 133.8 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 161.6446 Hrávöruverð Gull 1290.35 ($/únsa) Ál 1878.5 ($/tonn) LME Hráolía 55.67 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á ● Á fyrstu 11 mán- uðum ársins nam halli af vöru- viðskiptum 163,9 milljörðum króna. Inn voru fluttar vörur fyrir 713 milljarða króna og út voru fluttar vörur fyrir 549 milljarða. Þetta kemur fram í nýj- um tölum Hagstofu Íslands. Á fyrstu 11 mánuðum ársins var verð- mæti vöruútflutnings 72,6 milljörðum króna meira en yfir sama tímabil 2017. Hækkunina má helst rekja til aukins út- flutnings á áli. Aukning reyndist einnig í öllum undirliðum sjávarafurða milli ára en það má m.a. rekja til sjómannaverk- falls í byrjun árs 2017. Innflutningurinn jókst hins vegar um 83,7 millljarða og munaði þar mest um innflutning á eldsneyti og unnum hrá- og rekstrarvörum. Halli á vöruviðskiptum nam 163,9 milljörðum Ál Útflutningur jókst milli ára. STUTT Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Þrjú hundruð sendingar eru fluttar að jafnaði á degi hverjum frá vöru- húsi Heimkaupa á Smáratorgi, að sögn Guðmundar Magnasonar, framkvæmdastjóra netverslunar- innar. Útlit er fyrir að heimsending- um fjölgi enn í kjölfar þess að byrjað er að bjóða upp á alla helstu mat- vöru í versluninni. „Nú erum við komin í matvöruna með stóru emmi. Við bjóðum alla matvöru, og þegar kemur að vöruvali er verslun okkar orðin fjórfalt stærri en hefðbundinn stórmarkaður,“ segir Guðmundur. Langstærsti stórmarkaðurinn Hann segir að mjög góður stór- markaður í dag bjóði um tólf þúsund vörunúmer, en Heimkaup bjóða nú fast að fimmtíu þúsund vörunúmer. „Við erum þar með orðin langstærsti stórmarkaður landsins.“ Alla erlenda matvöru flytur Heim- kaup inn frá einu og sama vöruhús- inu í Bretlandi, en innlendar vörur koma frá innlendum framleiðendum. Spurður um helsta samkeppnisað- ilann á markaðnum, segir Guðmund- ur að verðsamkeppnin standi helst yfir við Nettó. „Við bjóðum hinsveg- ar margt sem þeir bjóða ekki. Frí heimsending er boðin fyrir öll kaup yfir 4.900 krónum. Þá geta kaupend- ur séð síðasta söludag á vörum sem þeir eru að kaupa og sjálfvirkur 50% afsláttur kemur inn þegar vara nálg- ast síðasta söludag – til að forðast matarsóun. Þá geta kaupendur valið nákvæma þyngd á kjötvörunni sem þeir eru að kaupa hjá Heimkaup.is. Þetta er nýjung sem hefur ekki ver- ið í boði, hvorki hér heima eða er- lendis.“ Guðmundur segir að á meðan aðr- ir stórmarkaðir séu að minnka vöru- framboð sitt aukist það hjá Heim- kaupum. „Við bjóðum til dæmis 250 tegundir í vöruflokknum te og kaffi. Það er töluvert meira en aðrar versl- anir geta státað af.“ Guðmundur segir að fyrirtækið nái til um 80% þjóðarinnar í heim- sendingum samdægurs. „Hægt er að velja hvenær dagsins sendingin á að koma og við sendum samdægurs um allt suðvesturhornið, þar á meðal til Akraness og um allt Reykjanes- ið.“ Olíufyrirtækið Skeljungur á þriðj- ung í Heimkaupum. Guðmundur segir að innan skamms geti fólk pantað vörur á Heimkaup.is og sótt þær í sérstaka kassa á Skeljungs- stöðvunum hjá Kringlunni, og á Dal- vegi. Brúðan var söluhæst Aðspurður segir Guðmundur að stefnt sé að því að skila rekstrinum réttum megin við núllið í fyrsta skipti í lok árs 2019, en tekjur fé- lagsins jukust um 50% milli áranna 2017 og 2018 og veltan nam tæpum 1,5 milljörðum króna á síðasta ári. En rétt að lokum, hvaða vara var söluhæst í Heimkaupum á nýafstað- inni jólavertíð? „Í stykkjum talið var það Brúðan eftir Yrsu Sigurðardóttur.“ Fara með 300 heimsend- ingar á dag úr vöruhúsinu Morgunblaðið/Kristinn Magnúss Sala Í tvö þúsund fermetra vöruhúsi Heimkaupa í Smáranum eru 50 þúsund vörunúmer í boði. Netverslun » 3.500 erlend vörunúmer flutt inn beint frá Bretlandi. » Vöruhús Heimkaupa er í Smáranum og er 2.000 fer- metrar að stærð. » Stefnt er að því að rekstur- inn skili jákvæðri niðurstöðu í lok árs 2019. » Með því að bjóða afslátt af vörum sem nálgast síðasta söludag er stuðlað að minni matarsóun.  Heimkaup byrjuð að bjóða upp á matvörur í heimsendingu  50.000 vörunúmer Ekki er hægt nýta alla möguleika nýj- ustu tegundar snjallúra frá Apple hér á landi. Fjórða kynslóð úranna er bú- in svokölluðu eSIM-korti, eða inn- byggðu SIM-korti í tækið sem gerir notandanum kleift að skilja símann eftir og nota úrið eins og síma, án þess að vera bundinn við það að vera með símann sjálfan meðferðis. Er þetta hægt í ýmsum löndum, þar á meðal í Svíþjóð, Danmörku og Noregi. Apple framleiðir tvær útgáfur af fjórðu kyn- slóðar úrinu, með og án eSIM-korts. Óvíst er hvenær slík tækni verður í boði hér á landi. Samkvæmt upplýsingum frá Sím- anum er það Apple sem stýrir því hvar útgáfa úrsins með eSIM-kortinu er aðgengileg. „Við getum ekki keypt Apple-úrið af Apple með eSIM,“ segir Guðmundur Jóhannsson, samskipta- stjóri Símans, og bætir því við að ekki sé hægt að kaupa Apple úr erlendis með eSIM sem virkar á Íslandi þrátt fyrir að símfyrirtækin hér landi myndu styðja við eSIM. Apple stýrir því sín megin hvar þessir möguleikar úrsins virka, en það er einungis í land- inu þar sem úrið er keypt. Guðmundur segir að óljóst sé hve- nær grænt ljós verður komið á þessa tækni hér á landi. „Einhvers staðar erum við á einhverjum lista hjá Apple um það hvenær við megum fá þetta. Það er spurning hvenær það er. Við vitum það ekki,“ segir Guðmundur í samtali við Morgunblaðið. „Tækni- lega séð erum við enga stund að styðja við eSIM óháð framleiðanda. En eSIM kallar á samþættingu. Við þurfum að tengjast inn í kerfin hjá Apple og þeir okkar. Vonandi verður þetta sem fyrst því við myndum glöð vilja hafa þessa vöru í boði.“ Tækni Ekki hægt að nota eSIM hér. Möguleikar ekki í boði hérlendis  Óvíst er hvenær svokölluð eSIM- tækni verður í boði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.