Morgunblaðið - 08.01.2019, Side 17

Morgunblaðið - 08.01.2019, Side 17
FRÉTTIR 17Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Bíldshöfði 9 Smáratorg 1 He 1 1lluhraun 6- 8 Fiskislóð 1 Við eru í þínu hverfi m Kristján H. Johannessen khj@mbl.is Hörð átök brutust út við tvær landa- mærastöðvar í vesturhluta Afganist- ans. Fréttaveita AFP greinir frá því að átökin hafi staðið yfir í um sólar- hring og eru minnst tíu meðlimir í her- og öryggissveitum landsins látnir. Vígamenn talibana eru sagðir bera ábyrgð á árásinni og tókst þeim meðal annars að hafa á brott með sér nokkurt magn vopna og vista. „Talibanar tóku stjórnina á báðum landamærastöðvum og hirtu þaðan öll hergögn og skotfæri,“ hefur AFP eftir Aziz Bek, forseta héraðsþings, en talsmaður stjórnvalda segir minnst 15 vígamenn talibana hafa fallið í árásunum. Endanlegt mann- fall í báðum fylkingum hafði í gær ekki verið staðfest. Börn áttu við vegsprengju Talibanar hafa þegar lýst yfir ábyrgð sinni á árásunum, en liðs- menn þeirra hafa undanfarið staðið fyrir fjölmörgum árásum með til- heyrandi mannfalli í röðum afg- anskra her- og öryggissveita. Að sögn fréttaveitu AFP létust í gær átta almennir borgarar þegar vegsprengja sprakk héraðinu Pak- tika í suðausturhluta landsins. Eru 12 sagðir hafa særst í sömu spreng- ingu, sumir þeirra lífshættulega, en sprengjan sprakk í námunda við fjöl- farið markaðstorg. Talsmaður lögreglunnar á svæð- inu segir hóp barna hafa verið að fikta í sprengjunni skömmu áður en hún sprakk. Voru börnin að líkindum að reyna að fjarlægja sprengjuna, en á meðal hinna látnu eru tveir bræð- ur, tíu og 12 ára gamlir. Ekki er vitað hvort sprengjunni hafði sérstaklega verið komið fyrir við markaðinn í þeim tilgangi að valda líkamstjóni á almennum borgurum eða hvort um sé að ræða einhverja af þeim fjöl- mörgu sprengjum sem finna má víðsvegar í landinu eftir langvarandi stríðsátök þar. Langvarandi hernaðarátök Samkvæmt opinberum gögnum Sameinuðu þjóðanna létust eða særðust 8.050 almennir borgarar fyrstu níu mánuði ársins 2018. Nú- verandi hernaðarátök í Afganistan hafa staðið yfir í 17 ár og hafa fjöl- margar þjóðir, s.s. Bandaríkin, Tyrkland og Rússland, reynt að koma á friði í landinu. Þá hefur Bandaríkjaforseti boðað fækkun í herafla Bandaríkjanna þar í landi. Talibanar tóku landamærastöðvar AFP Á vaktinni Lögreglumaður stendur vörð á götu úti í höfuðborginni Kabúl, en talibanar gera nú tíðar árásir.  Náðu stjórn á tveimur stöðvum í vesturhluta Afganistans  Komust einnig yfir hergögn og skotfæri „Það er búið að stilla til friðar og ná tökum á ástandinu,“ sagði Guy- Bertrand Mapangou, talsmaður stjórnvalda í Afríkuríkinu Gabon, við fréttaveitu AFP í gærdag. Ástæða ummælanna er mislukkuð valda- ránstilraun hersins þar í landi. Fámennur hópur hermanna gerði tilraun til þess að koma Ali Bongo forseta frá völdum. Tóku þeir yfir stjórn ríkisútvarps Gabons í fyrri- nótt, lásu þar upp yfirlýsingu og hvöttu þjóðina til að rísa upp gegn forsetanum. Sögðust þeir meðal ann- ars hafa náð völdum í landinu, en Bongo forseti hefur undanfarna mánuði dvalist í Marokkó þar sem honum er veitt læknisaðstoð eftir heilablóðfall. Öryggissveitir snöggar til Fréttaveita AFP greinir frá því að fimm hermenn hafi brotið sér leið inn í ríkisútvarpið. Í gærdag var búið að handsama fjóra þeirra og var sá fimmti sagður á flótta. Öryggissveitir landsins brugðust fljótt við valdaránstilrauninni og var hermönnum komið fyrir á helstu stöðum í höfuðborginni til að tryggja allsherjarreglu. Lífvarðasveitir for- setans voru einnig kallaðar út og um- kringdu þær útvarpsstöðina. Mættu hermenn meðal annars á brynvörð- um ökutækjum. Þá greinir breska ríkisútvarpið BBC frá því að skotum hafi verið hleypt af í höfuðborginni. Mapangou, talsmaður stjórnvalda, segir hermenn hafa beitt vopnum sínum í skamma stund er þeir glímdu við ótilgreindan hóp fólks. Forsetinn er af sumum kallaður Ali B, en hann hefur einnig verið nefndur „herra Sonur“ til heiðurs föður sínum, einræðisherranum Om- ar Bongo Odimba, sem stjórnaði landinu í 41 ár þar til hann lést 2009. Sonurinn Ali Bongo tók svo við síðar sama ár. khj@mbl.is Ali B sagður enn við völd í Gabon  Fámennur hópur reyndi valdarán AFP Mislukkað Uppreisnarmenn tóku yfir helstu útvarpsstöð landsins. Nemendur og kennarar í norska háskólanum USN í bænum Bø í Þelamörk komu saman til að minn- ast tveggja norrænna kvenna sem myrtar voru á grimmilegan hátt í Marokkó í desember síðastliðnum. Var tveggja mínútna þögn og mátti sjá bæði danska og norska fánann blakta í hálfa stöng við skólann. Konurnar tvær voru Louisa Vest- erager Jespersen, 24 ára námskona frá Danmörku, og Maren Ueland, sem var 28 ára og frá Noregi. Lík þeirra fundust illa farin á tjaldsvæði á Atlasfjalli. Forsætisráðherra Dan- merkur hefur fordæmt morðin. For- sætisráðherra Noregs, lýsti morð- unum sem „grimmilegri og tilgangs- lausri árás á saklausar konur“. Minntust kvennanna tveggja AFP Réttarhöld hófust í gær í Svíþjóð yfir sex karlmönnum, með ríkis- fang í Úsbekistan og Kirgistan, sem grunaðir eru um að hafa fjár- magnað hryðjuverkastarfsemi. Þrír þeirra eru einnig sagðir hafa lagt á ráðin um hryðjuverk í Sví- þjóð, en mennirnir eru á aldrinum 24 ára til 46 ára. Er það fréttaveita AFP sem greinir frá þessu. „Ef tekist hefði að framkvæma hryðjuverkið hefði slíkt skaðað Sví- þjóð gríðarlega,“ segir meðal ann- ars í ákæru saksóknara, en menn- irnir eru sagðir hafa sent fjármuni til vígasamtaka Ríkis íslams. Meðal sönnunargagna í málinu eru samskipti hinna ákærðu við Ríki íslams á netinu og símleiðis. Þá fundust í fórum þeirra myndir af fjölförnum stöðum í Stokkhólmi og eru það sögð hugsanleg skot- mörk. SVÍÞJÓÐ Vildu fremja ódæð- isverk í Stokkhólmi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.