Morgunblaðið - 08.01.2019, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 08.01.2019, Qupperneq 21
MINNINGAR 21 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 ✝ Þórður Helga-son var fæddur á Staðarhóli í Höfnum 4. október 1930. Hann lést 25. desember 2018. Foreldrar hans voru Þóra Magnús- dóttir og Helgi Maris Sigurðsson. Systkini Þórðar sammæðra eru Kristín Guðmunds- dóttir, Ólafur V. Guðmundsson, Guðmundur M. Guðmundsson, d. 2017. Eiginkona Þórðar er Guð- björg Hulda Þórðardóttir, f. 18. febrúar 1933. Þau eignuðust fimm börn: Þórður, f. 1953, d. 2018. Maki María Ólafsdóttir, barnabörn. Guðbjörn Þór, f. 1971. Maki Brynja Traustadótt- ir, þau eiga tvo syni, Leif Örn, f. 1996, og Ísak Örn, f. 2001. Hulda og Þórður bjuggu lengi í Háukinn 4 í Hafnarfirði en síð- ustu tvo áratugina á Suðurgötu 96 í sama bæ. Þórður var lærður vélstjóri. Hann og félagi hans Gunnar Hermannsson stofnuðu út- gerðarfélagið Eldborg hf. og fengu afhent sitt fyrsta skip árið 1963. Alls gerðu þeir út fjögur skip með Eldborgarnafninu. Eftir að útgerð Eldborgar lagð- ist af starfaði Þórður hjá Véla- verkstæði Jóhanns Ólafs í Hafnarfirði. Þórður var félagi í Rótarý- klúbbi Hafnarfjarðar. Úför Þórðar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju í dag, 8. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 13. hún á eina dóttur og tvö barnabörn. Arn- þrúður, f. 1956. Maki Eiríkur Bj. Barðason. Þau eign- uðust þrjú börn, Gustav Þór, f. 1976, Laufeyju, f. 1980, og Árna Þór, f. 1985. Barnabörnin eru fjögur. Guð- mundur, f. 1958. Maki Fríða Eyjólfs- dóttir. Þau eignuðust þrjú börn, Thelmu, f. 1981, Huldu Kristínu, f. 1988, og Eyjólf, f. 1990. Barnabörnin eru fimm. Ólafur Örn Þórðarson, f. 1962. Maki Erna Jóhannes- dóttir, hún á fjögur börn, 10 barnabörn og fjögur barna- Elsku Diddi afi minn var ein- staklega góður maður. Öll börn hændust að honum enda nálgað- ist hann þau alltaf á yfirvegaðan og ljúfan máta. Ég var þar engin undantekning. Ég á minningar frá því ég var lítil þar sem ég sat á hnjánum á honum sem dúuðu létt og við sungum saman um krakk- ana sem duttu í kolakassann og Atti katti nóa. Hann kallaði mig oft hrossa- brestinn hans afa. Hann sagði mér að þegar ég var pínulítil hafi ég stundum gefið frá mér skræk hljóð sem minntu hann á hrossa- brest. Mér hefur alltaf þótt vænt um þessa nafngift sem afi gaf mér og á eftir að sakna þess mikið að heyra hann kalla mig hrossabrestinn sinn. Blessuð sé minning elsku afa míns. Thelma. Elsku Diddi afi minn. Þegar ég hugsa um þig og allar góðu minningarnar stendur upp úr hversu barngóður og ljúfur þú varst. Mér eru minnisstæðar sumarbústaðaferðirnar á Staðar- hól með ykkur ömmu og þegar ég fór með ykkur norður á Vatns- nesið og til Óla frænda. Einnig koma upp í hugann heimsóknirn- ar í skúrinn til þín bæði í Háu- kinninni og svo seinna á Suður- götunni. Þar var mikið sport að fá að hringja í þig í innanhússíman- um niður í skúr. Ég minnist þess líka að þegar ég var lítil varstu alltaf að blása á milli tánna á mér. Það þótti mér alltaf jafn fyndið. Þið amma komuð tvisvar sinnum í heimsókn til mín til Danmerkur, þær minningar þykja mér mjög dýrmætar. Þú varst líka yndislegur við strákana mína og þið Gunnar Jökull voruð miklir vinir. Alltaf þegar þið hittust settist hann í fangið þitt eða þú lagðist á gólfið til að leika við hann, jafnvel þótt þú ættir orðið erfitt með gang og ekki auðvelt með að standa upp aftur, léstu það ekki stoppa þig. Síðustu skiptin sem við kom- um til þín hafðirðu í hógværð þinni orð á því að það væri óþarfi að vera að eyða tíma okkar á Ís- landi í að heimsækja þig. En það gaf mér mikið að sjá hversu glað- ur og þakklátur þú varst alltaf að fá okkur í heimsókn. Þín er sárt saknað, elsku afi. Þín Hulda Kristín. Elsku tengdapabbi minn Diddi lést á jólanótt. Hann sagði alltaf að loga ættu ljós á jólanótt. Ég hef alltaf haldið þeim sið og mun gera áfram. Hann var einstakur tengda- pabbi, tók mér sem dóttur frá fyrstu stundu. Diddi hafði lúmskan húmor. Mér er mjög minnisstætt þegar ég, sextán ára, dvaldi fram eftir nóttu í heimsókn hjá Mumma. Seint og um síðir dríf ég mig af stað í flýti og ætla að klæða mig í skóna mína. Þá kem ég ekki fæti í skóna, orsökin var kleina. Þetta var ljúf kveðja frá tengdapabba og stríðni um leið. Þegar ég kom inn í þessa yndislegu fjölskyldu varð ég strax ein af þeim. Það var góð til- finning að eignast fjögur ný „systkini“. Það var alltaf gaman að koma í Háukinn 4. Þvílíkt líf og fjör sem þar var á neðri hæðinni. Um- gangurinn var eins og á lestar- stöð. Ég naut þessara ærsla en ef ég þurfti ró, læddist ég upp á efri hæðina til Þrúðu og Þórðar. Þar voru rólegheit og þau voru sann- kölluð amma og afi. Allar gömlu minningarnar sem nú koma upp í hugann, Eld- borgarárin, Danmerkurferðirn- ar, smíði og skírn síðustu Eld- borgarinnar. Á þeim árum áttum við frábærar stundir í Hirtshals, Fredrikshavn, Strandby og víð- ar, og eignuðumst þar góða vini. Stundirnar við byggingu Stað- arhóls, sumarbústaðar tengda- foreldra minna, voru ógleyman- legar. Þar var vandað til allra verka eins og gert er þegar hlutir eiga lengi að standa. Gróðursetn- ing var honum hugleikin enda ber lóðin þess merki enn í dag. Diddi var einstaklega blíður og góður maður, en fastur var hann fyrir. Ef hann tók ákvörðun var henni varla haggað. Hann var einstaklega barngóður. Öll börn hændust að honum. Börn og barnabörn okkar Mumma hafa fengið að njóta þess í ríkum mæli. Alltaf nálgaðist hann þau hægt og hljótt. Gott þótti þeim þegar hann tók tærnar þeirra og blés á milli þeirra. Það hafði róandi áhrif á þau. Þegar Thelma okkar var barn var hún með mjög hvella rödd og kallaði tengdapabbi hana ætíð hrossabrestinn sinn. Hann náði svo sannarlega þeim tón, þrátt fyrir að hafa ætíð glímt við skerta heyrn og lesið mikið af vörum manna. Ekki er hægt að minnast tengdapabba án þess að nefna Huldu tengdamóður mína. Hún hefur staðið við hlið manns síns eins og klettur alla tíð. Betri tengdaforeldra gat ég ekki fengið. Blessuð sé minning elsku tengdapabba. Fríða Eyjólfsdóttir. Kveðja frá Rótarýklúbbi Hafnarfjarðar. Félagi okkar og vinur Þórður Helgason, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, lést á Sólvangi þriðjudaginn 25. desember sl., 88 ára að aldri. Þórður fæddist í Höfnum á Reykjanesi 4. október 1930. Eftirlifandi eiginkona Þórðar er Hulda Þórðardóttir og eignuð- ust þau fimm börn. Snemma fékk Þórður áhuga á vélum og ungur að árum byrjaði hann að keyra vélar í frystihús- inu í Höfnum, þar sem hann ólst upp. Þórður fór fyrst á vertíð 17 ára gamall og var það á hvalfjarðar- síld. Þórður aflaði sér snemma 1.000 hestafla vélstjóraréttinda, en vélstjóraréttindin voru á þeim tíma flokkuð eftir stærð véla í hestöflum talið. Þórður og Gunnar Her- mannsson stofnuðu útgerðar- félagið Eldborg hf. og fengu þeir fyrsta skipið, Eldborg, afhenta árið 1963, en þeir höfðu látið smíða skipið í Noregi. Gunnar var skipstjóri og Þórður vélstjóri. Eldborgin varð strax landsþekkt aflaskip. Þeir félagar létu síðar smíða þrjú önnur skip, sem öll báru Eldborgarnafnið og urðu þau öll landsþekkt aflaskip. Tvö þau síð- ustu voru langt á undan sinni samtíð hvað stærð og tækni- búnað varðar. Síðustu starfsár sín vann Þórður hjá Vélaverkstæði Jó- hanns Ólafs hér í bæ. Þórður gekk í Rótarýklúbb Hafnarfjarðar 6. desember 1984 og var hann fulltrúi fyrir starfs- greinina „fiskveiðar“. Þórður sótti fundi klúbbsins reglulega. Gott var að fá sér sæti nálægt Þórði því hann var ætíð léttur í lund og hafði góða nær- veru. Síðustu árin var Þórður heiðursfélagi klúbbsins. Við Rótarýfélagar sendum Huldu, börnum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Minningin um góðan dreng og rótarýfélaga lifir. Guðbjartur Einarsson, forseti Rótarýklúbbs Hafnarfjarðar. Þórður Helgason ✝ Helga Jóns-dóttir fæddist 9. febrúar 1932 á Akureyri. Hún lést á Öldrunarheimil- inu Hlíð á Akur- eyri 27. desember 2018. Foreldrar henn- ar voru Svanlaug Jónsdóttir, f. 6. mars 1896 á Heiði í Gönguskörðum, Skagafirði, d. 4. október 1936. Hún sótti hómópatanámskeið á Englandi 1929 og auk þess kom hún víða við í kennslu barna og ungmenna. Faðir Helgu var Jón Jónasson, f. 11. nóvember 1899 á Hólum í Öxnadal, d. 23. maí 1964. Hann varð búfræðingur frá Hólum 1921. Einnig fór hann til náms í Kaupmannahöfn 1925. Fékkst við smábarna- kennslu á Akureyri 1925-1940, stundaði síðan búskap á Ey- vindarstöðum í Saurbæjarhreppi og Kambi, Önguls- staðahreppi, 1940- 1963, fluttist þá til Akureyrar. Helga var eina barn þeirra hjóna. Hún varð gagnfræð- ingur frá GA, einn- ig lauk hún námi frá Húsmæðraskól- anum á Laugalandi 1953. Eftir að hún fluttist til Akureyrar 1963 vann hún mörg ár hjá KEA, lengst af við síma- afgreiðslu á skiptiborði KEA. Eiginmaður Helgu var Eiður Reykjalín Stefánsson, f. 24. júlí 1926, d. 8. ágúst 2016. Þau gengu í hjónaband 20. apríl 1974.Þau áttu sitt heimili á Lögbergsgötu 1, Akureyri. Útför Helgu fer fram frá Höfðakapellu í dag, 8. janúar 2019, klukkan 10. Helga Jónsdóttir fæddist 9. febrúar 1932 neðst á Gilsbakka- veginum á Akureyri. Hún lést 27. desember 2018. Foreldrar hennar voru þau Svanlaug Jónsdóttir smábarna- kennari og Jón Jónasson frá Engimýri, smábarnakennari. Þau ráku um tíma smábarna- skólann á árunum rétt fyrir og eftir fæðingu Helgu. Svanlaug, móðir Helgu, kom úr Skagafirði og lærði til hómópata. Hún var meðlimur Sjónarhæðarsafnað- arins til dauðadags en hún lést úr sykursýki 4. október 1936. Eftir andlát Svanlaugar lá leið Jóns með dóttur þeirra fram í Eyjafjarðarsveit þar sem bú- skapurinn og bændastörfin réðu öllu í lífi þeirra. Hann bjó á Kambi 1940 og þar undi Helga barnæsku sinni vel fram til árs- ins 1963. Helga lauk bæði barnaskóla og gagnfræðaskól- anum en framhaldsmenntunin varð Húsmæðraskólinn á Laugalandi veturinn 1952-1953. Áratug síðar fluttist Helga ásamt föður sínum til Akureyrar að Lögbergsgötu 1. Hún var orðin símamær KEA-samsteyp- unnar og varð þannig rödd hins mikla bákns um langan tíma. Það voru nokkrir aðrir áhrifa- valdar í lífi Helgu. Þeir voru föðursystur hennar sem bjuggu líka á Lögbergsgötu 1 og svo Hvítasunnusöfnuðurinn Fíla- delfía á Akureyri. Henni var boðið á 20 ára afmæli safnaðar- ins 1956 og eftir það var fram- tíðin ráðin. Það kirkjustarf studdi hún með ráðum og dáð. Ég kynntist Helgu ekki fyrr en árið 2001 þegar ég flutti frá Vestmannaeyjum til Akureyrar. Okkur varð vel til vina. Ég fékk að vita um skyldleika hennar við tengdamömmu og mig grunar að ég hafi fengið betri móttökur vegna þeirra tengsla enda var Helga frændrækin. Helga giftist Eiði Reykjalín Stefánssyni frá Gauksstöðum á Skaga hinn 20. apríl 1974 en þeim varð ekki barna auðið. Eið- ur var bóndi af Guðs náð og flinkur hestamaður. Hann bauð mér í útreiðartúr sem sýndi mér augljóslega hve frábær tök hann hafði á gæðingunum. Það var í gegnum safnaðar- starf Hvítasunnusafnaðarins sem leiðir okkar lágu saman og í hvert sinn sem ég kom í heim- sókn var lesið úr hinni helgu bók og beðið fyrir landi og þjóð. Það var ánægjulegt fyrir mig að kynnast þessum hjónum með baráttuanda trúarinnar. Ég ólst upp við þann anda í Betel Vest- mannaeyjum og hann var einnig hjá Helgu og Eiði. Eiður lést hinn 8. ágúst 2016 og þá tapaði Helga „hjarta- manninum“ sem hún kallaði svo. Hugur hennar og áhugi trúar- innar færðist enn meira á himin Guðs, staðinn sem okkur hlotn- ast þegar lífinu hér lýkur. Trúin á Jesú og dauði Eiðs skerptu vonina hjá Helgu. Þannig kvaddi hún lífið með von trúar- innar. Snorri í Betel. Helga Jónsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG FLYGENRING, Hringbraut 67, Hafnarfirði, sem andaðist fimmtudaginn 27. desember, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju miðvikudaginn 9. janúar klukkan 13. Ingólfur Flygenring Magnús Flygenring Hildur Guðfinnsdóttir Þóra Flygenring Sigurður Arnórsson Unnur Flygenring Gunnlaugur Bjarnason barnabörn og barnabarnabörn Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÁRNI EINARSSON kaupmaður, Hjarðarhaga 32, Reykjavík, lést á líknardeild LSH í Kópavogi 3. janúar. Útför hans fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 11. janúar klukkan 15. Ásgeir Heiðar Oddný Eiríksdóttir Inga Árnadóttir Sigurður Pálmason Danía Árnadóttir Bryndís Árnadóttir Danfríður Árnadóttir Halldór Ólafsson Margrét Lillý Árnadóttir Ásgeir Ásgeirsson barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, NÍNA SÆUNN SVEINSDÓTTIR kennari, Hraunbraut 14, Kópavogi, sem andaðist á líknardeild Landspítalans 28. desember, verður jarðsungin frá Kópa- vogskirkju miðvikudaginn 9. janúar klukkan 13:30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Styrktarsjóð Kristins og Rannveigar, rnr. 0130-05-578537, kt. 630807-1070, til stuðnings nemendum Menntaskólans á Laugarvatni sem sýnt hafa frábæran dugnað, hæfileika og ástundun í námi. Ari Ólafur Arnórsson Kjartan Arnórsson Traci Klein Auðunn Arnórsson Margrét Sveinbjörnsdóttir Hrafn Arnórsson Þóra Arnórsdóttir Svavar Halldórsson Arnkell, Sæunn Una, Oddur, Halldór Narfi, Nína Sólveig og Ásdís Hulda Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, SIGURÐUR SÍMON SIGURÐSSON, Fossheiði 15, Selfossi, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands fimmtudaginn 27. desember. Útförin fer fram frá Selfosskirkju fimmtudaginn 10. janúar klukkan 14. Ingibjörg Guðmundsdóttir Guðrún Halldóra Sigurðardóttir Laufey Soffía Þórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.