Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 22

Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 ✝ Sigríður Magn-úsdóttir fædd- ist á Minna-Hofi á Rangárvöllum 13. september 1943. Hún lést á líknar- deild Landspítalans í Kópavogi 21. des- ember 2018. Foreldrar henn- ar voru Magnús Ingvarsson bóndi og Ingibjörg Sveinsdóttir húsfreyja. Sigríður var önnur í röðinni af fimm systkinum, eftirlifandi eru Ingv- ar Magnússon, Guðrún Magnús- dóttir og Sigurður Magnússon en Óskar Ingi Magnússon lést á fimmta aldursári. Sigríður eignaðist tvo syni í fyrra hjónabandi með Gísla Gíslasyni, f. 15. mars 1940, 26. nóvember 1981. Ingibjörg er gift Sigurði Steina Gunnlaugs- syni en synir Ingibjargar af fyrra sambandi eru Andri Hrafn og Guðni Jóel en saman eiga þau Hilmar Darra og Erik Steina, fyrir átti Sigurður Steini Ásgeir Arnar og Mikael Helga. Sigríður stundaði nám í Hús- stjórnarskólanum í Reykjavík veturinn 1961-1962. Sigríður og Gísli stunduðu félagsbúskap á Geldingarlæk á Rangárvöllum ásamt Ingvari bróður Sigríðar og Svanlaugu konu hans. Síðar fluttist hún á Hellu þar sem hún starfaði bæði á saumastofu og í Kaupfélaginu. Sigríður og Hilmar hófu sambúð 1977 en fluttust á Hvolsvöll 1980 þar sem Sigríður starfaði við saumaskap allt þar til þau fluttu til Reykjavíkur 1987. Í Reykja- vík starfaði hún lengst af við saumaskap. Sigríður lést eftir erfiða bar- áttu við krabbamein. Útför Sigríðar fer fram frá Áskirkju í dag, 8. janúar 2019, og hefst athöfnin klukkan 11. Óskar Inga, f. 28. janúar 1964, og Stefán, f. 16. sept- ember 1966. Óskar Ingi er kvæntur Rúnu Guðrúnu Loftsdóttur. Hann á tvö börn af fyrra hjónabandi, And- reu og Eyþór en Rúna á þrjá syni af fyrra hjónabandi, Halldór, Steindór og Daníel. Stefán er kvæntur Anne T.H. Gíslason, en fyrir á hann tvö börn, Guðrúnu Maríu og Gísla, Anne á fimm börn af fyrra hjónabandi sem búsett eru í Noregi. Seinni eiginmaður Sigríðar var Hilmar Eysteinsson, f. 2. september 1951, og saman áttu þau eina dóttur, Ingibjörgu, f. Það er þyngra en tárum taki að setjast niður og skrifa þessar línur, lengi höfum við vitað að þessi dagur kæmi en það er af- skaplega óraunverulegt að hann sé nú kominn. Í dag fylgjum við mömmu hennar hinstu för. Mamma, sem alltaf hefur verið til staðar og aldrei lengra en í eins símtals fjarlægð, hefur nú kvatt þetta jarðneska líf og haldið á forfeðranna fund. Mamma var ótrúlega trú fólk- inu sínu, hún var alltaf boðin og búin að aðstoða alla og heimili hennar stóð alltaf öllum opið. Hún var stoð og stytta í lífi okkar systkinanna og barna okkar og ekki síður systkina sinna og barna þeirra. Barnabörnin sóttu mikið í hana og hún var fórnfús þegar hennar nánustu voru ann- ars vegar, ég fæ henni aldrei nægilega þakkað hversu mikið hún og pabbi tóku drengina mína inn á heimili sitt og hugsuðu svo vel um þá. Hún var ótrúlega listræn og hafði alltaf einhver verkefni sem hún var að vinna að. Í gegnum tíðina hafa áhugamálin verið mörg en öll tengd sköpun, hún saumaði, málaði, prjónaði og heklaði svo eitthvað sé nefnt og eigum við afkomendur hennar mikið af fallegum munum sem hún skapaði og gaf okkur, muni sem eru svo dýrmætar minning- ar í dag. Mamma var baráttukona, það var alveg sama hvaða verkefnum hún stóð frammi fyrir, hún var alltaf tilbúin að takast á við þau. Það var árið 1992 sem óvætturinn bankaði fyrst upp á. Ég var tæp- lega 11 ára gömul þegar mamma greindist í fyrsta skipti með brjóstakrabbamein, hún tók slag- inn og sigraði. Við áttum 15 góð ár þangað til hún greindist í annað skipti árið 2007, í þetta skiptið varð hún mjög veik og kom ekki fullfrísk út úr veikindunum. Þriðja reiðars- lagið kom 2015, þá var krabba- meinið orðið dreift og það var ljóst að í þetta sinn myndi hún ekki losna við krabbann. En hún var ekki tilbúin að leggja árar í bát og gerði allt sem hún gat til að lengja tímann okkar saman. Það tók krabbann 26 ár að sigra mömmu í þremur atlögum, ég er sannfærð um að sá tími hefði ekki orðið svo langur ef mamma hefði ekki passað vel upp á að mæta á leitarstöðina, leita sjálf og fylgja því strax eftir. Fyrir mér er mamma samt sigurvegarinn, því hún nýtti tím- ann sinn vel, sáði ríkulega í þann akur sem fjölskyldan er og upp- skar vel, missir okkar allra er gríðarlegur, hún var kletturinn okkar, það er erfitt að ímynda sér veröld án mömmu. Ég kveð þig, elsku mamma, með texta Ellýjar, sem var þitt uppáhald, ég er sannfærð um að við hittumst aftur annars staðar en þangað til sé ég þig í draumum mínum. Ég man það elsku mamma mín, hve mild var höndin þín, að koma upp í kjöltu þér, var kærust óskin mín. Þá söngst þú við mig lítið lag, þín ljúfa rödd og vær. Ó elsku góða mamma mín, þín minning er svo kær. Ég sofnaði við sönginn þinn, í sælli aftanró, og varir kysstu vanga minn, það var mín hjartans fró. Og ennþá rómar röddin þín, svo rík í hjarta mér. Er nóttin kemur dagur dvín, í draum ég er hjá þér. Þá syngur þú mitt litla lag, þín ljúf er rödd og vær, ó elsku hjartans mamma mín, þín minning er svo kær. (Ellý Vilhjálmsdóttir) Þín dóttir, Ingibjörg. Elsku amma. Ég trúi ekki að þú sért farin. Ég er þér þakklát fyrir svo margt. Ég er þakklát fyrir að hafa fengið að eiga þig í 28 ár. Þegar við systkinin komum í bæ- inn í pabbahelgar vorum við á þínu heimili eins og hver annar heimilismaður, alltaf til nóg af mat og kandís til að maula og þú alltaf að bjóða okkur hitt og þetta eins og við myndum einhvern tímann svelta í heimsókn hjá þér. Það sem er mér þó mikilvægast og ég er þakklátust fyrir er tím- inn þegar ég var að eiga Perlu Kristínu mína. Þú opnaðir heimili þitt fyrir mér, Óla og Víkingi Ara viku áður en Perla Kristín mætti og þér fannst ekkert sjálfsagð- ara. Þegar Perla Kristín mætti svo varst þú heima að passa Vík- ing Ara og varst svo spennt að fá okkur heim. Við vorum aðra viku með Perlu Kristínu glænýja og þér fannst það sko ekkert mál, rakst mig inn í rúm að hvíla mig með henni ef þér fannst ég þurfa þess og dundaðir þér með Víking Ara á meðan. Fékkst að taka þátt í fyrsta baðinu og sagðir mér frá allskonar ráðum og fróðleik síðan þú varst sjálf ung. Þegar við svo héldum heim ofur þakklát fyrir gestrisnina og alla hjálpina ætl- aði ég að lauma smá pening til þín sem þakklætisvott og það var sko ekki að ræða það. En ég er þrjósk og gaf mig ekki en þessi smápen- ingur jafnaðist sko ekki á við það sem þú hefur gefið mér. Elsku amma, ég er þér svo innilega þakklát fyrir allt og er svo heppin að þú varst amma mín. Ég veit að hvíldin er kærkomin eftir erfið veikindi og ég mun halda minn- ingu þinni á lofti og segja börn- unum mínum sem þú dýrkaðir sögur af þér alla ævi. Ég elska þig. Sofðu vel, elsku hjartans amma mín. Guðrún María. Elsku amma, nú ertu farin eft- ir hetjulega baráttu við krabba- meinið. Þú fórst í gegnum þessi veikindi af miklu æðruleysi og horfðir á þetta sem verkefni sem þyrfti að klára. Þegar ég kveð þig í dag hugsa ég um hvað þú varst mögnuð kona og mikil fyrirmynd. Þú varst duglegasta kona sem ég þekki og alltaf tilbúin að rétta hjálparhönd. Ég er einstaklega þakklát fyrir þær samverustundir sem við höfum átt, sérstaklega síð- ustu ár. Það var alltaf gaman hjá okkur og við hlógum oft mikið saman. Þú áttir sérstaklega gott með að láta fólki líða vel í kring- um þig og varst alltaf dugleg að dekra við gesti. Þú tókst öllum ávallt fagnandi og það var alltaf gaman að koma til ömmu. Það fór aldrei neinn með tóman maga frá þér. Þú naust þess að bjóða upp á kræsingar og vildir ekki að neinn færi svangur frá þér. Þú áttir það alltaf til að hugsa fyrst um aðra fram yfir þig og hefur alla tíð ver- ið tilbúin til að hjálpa öðrum. Það var mér mjög dýrmætt að geta aðstoðað þig í veikindum þínum, að ég gat gefið þér eitthvað til baka fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Það hafa alltaf allir verið vel- komnir til þín. Margir í fjölskyld- unni hafa fengið að búa hjá þér og var ég þar engin undantekning. Það var margt sem ég lærði á þeim tíma sem ég bjó hjá þér. Margt í sambandi við elda- mennsku og fleira. Alltaf hafðir þú þolinmæði fyrir brussugang- inum og látunum í mér. Ávallt var hægt að leita til þín með hvaða vandamál sem var, hvort sem það var heimilisráð eða vangaveltur um lífið almennt og hafðir þú allt- af svör og hvattir mann áfram. Eitt það helsta sem þú hefur kennt mér er að gefast aldrei upp. Þú sýndir það sérstaklega í gegnum þessi veikindi að taka hlutunum sem verkefni og ekki gefast upp. Þú sýndir mér hvað rétt hugarfar getur breytt miklu og hjálpað mikið til. Þetta eru hlutir sem ég mun tileinka mér alla tíð. Þú varst allaf til staðar fyrir þá sem þér voru kærir og alltaf var hægt að ganga að því vísu að fá hvatningu frá þér. Ég fann það svo vel þegar ég fór í klásus og komst ekki í gegn að þú hafðir alltaf trú á að það myndi ganga hjá mér næst. Enda leyndi sér ekki gleðin hjá þér þegar ég komst svo loks í gegn og gat byrj- að námið í hjúkrunarfræði. Takk fyrir allt elsku besta amma. Ég er einstaklega lánsöm að hafa átt þig sem ömmu og í dag kveð ég þig en á minningar um góða ömmu sem alltaf var hægt að leita til. Þín Andrea. Elsku Dista, nú þegar ég kveð þig í dag rifjast upp margar minningar. Fyrstu minningar mínar eru þegar ég var að koma í fyrstu skiptin inn á heimili þitt á Hvolsvelli fyrir eitthvað um 35 árum. Þegar komið er að krossgötum lífs og dauða, þar sem þú kveður þennan heim, fyllist hugurinn söknuði og trega. Ótal minningar frá liðinni tíð birtast og þá finnum við ef til vill best hversu mikið við eigum að þakka. Það er svo margt sem ég á þér að þakka. Þú hefur kennt mér margt og margt sem ég hef tileinkað mér. Ég á alltaf eftir að hugsa um þig þegar ég geri frómasinn þinn og lag- kökuna góðu fyrir jólin. Það voru mörg jólin sem þú sendir mér lagköku á aðventunni. Þess vegna var svo gott að ég gat fært þér nokkrar kökur núna fyrir jól- in. Þú hringdir svo í mig núna í desember til að segja mér að þú værir að fá þér kaffi og lagköku og kakan væri alveg eins og hún ætti að vera, mjúk og góð. Þetta er minning sem verður gott að eiga. Ég er þakklát fyrir hvað ég hef náð að koma oft til þín núna á þessum síðustu mánuðum. Ef það er einhver sem á það inni að vera heimsóttur ert það þú. Þú varst allaf fyrst að mæta ef eitthvað bjátaði á hjá einhverjum. Ég man að daginn sem ég kom heim með Andreu nýfædda af fæðingar- deildinni komst þú og auðvitað með köku. Því ef það kæmu ein- hverjir gestir væri nú gott fyrir mig að eiga köku til að bjóða gestunum. Þú varst alltaf tilbúin að hjálpa ef þurfti, gekkst beint í verkið og varst fljót að því. Ég náði nú ekki alltaf þessum mikla hraða sem þú hafðir. Það rifjast upp þegar ég var einu sinni að hjálpa þér með vorhreingern- inguna hjá foreldrum þínum þeg- ar þau bjuggu á Hellu. Þá vorum við að þrífa allt húsið hátt og lágt og afköstin voru margfalt meiri hjá þér en mér. Þá kom pabbi þinn til mín og sagði að það væri nú ekkert verra þótt maður færi hægar yfir, verkið væri jafn vel unnið. Líklega vildi hann hug- hreysta mig eitthvað því ég var ekki svona öflug eins og þú, komst ekki eins hratt yfir. Það er stórt skarð höggvið í Minna-Hofs-fjölskylduna þegar þú hefur kvatt þennan heim. Öll- um þínum nánustu færi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Nú ertu komin til foreldra þinna og ég veit að þér líður vel hjá þeim. Ég þakka þér fyrir all- ar góðu samverustundirnar og allt sem þú hefur gert fyrir mig sem ég mun ávallt geyma vel í huga mínum. Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir börnin mín, Andreu og Eyþór, hvað þú hefur reynst þeim vel og verið góð amma. Ég vil sérstaklega nefna þann tíma sem Andrea bjó hjá þér. Ég veit að þið áttuð margar góðar stundir saman sem Andreu finnst gott að eiga minningar um núna. Þó í okkar feðra fold falli allt sem lifir. Enginn getur mokað mold minningarnar yfir. (Bjarni Jónsson frá Gröf) Takk fyrir allt. Jóhanna Þórhallsdóttir. Ég finn það gegnum svefninn, að einhver læðist inn með eldhúslampann sinn, og veit að það er konan, sem kyndir ofninn minn, sem út með ösku fer og eld að spónum ber og yljar upp hjá mér, læðist út úr stofunni og lokar á eftir sér. Þessar ljóðlínur Davíðs Stef- ánssonar minna mjög á eiginleika elsku vinkonu minnar, Sigríðar Magnúsdóttur, Distu, eins og hún var oftast kölluð. Lík móður sinni, Ingibjörgu Sveinsdóttur, sem var einstök sómakona, hversdagshetja, dugnaðarforkur og vann ætíð langan vinnudag við aðstæður sem voru mjög erfiðar, álagið mikið á mannmörgu sveitaheimili. En hún kvartaði aldrei. Og án þess að ætlast til neins af öðrum. Þessa eiginleika erfði Dista í ríkum mæli. Vinnusöm, fórnfús, jákvæð og ætíð tilbúin að gera öllum gott, ekki síst þeim er minna mega sín. Bróðir minn, sem var mikill sjúklingur, einfari og vinafár mesta sína ævi, var einn þeirra er nutu hjartagæsku, ræktar- og umhyggjusemi Distu í gegnum árin og var hann alltaf velkominn á hennar heimili hvernig sem á stóð hjá henni sjálfri, hún tilbúin að gleðja hann eins og hún best gat. Í þrígang greindist Dista með alvarlegt krabbamein, fyrst 1992, síðan 2007 og seinast 2015. Öllum þeim meðferðum sem hún þurfti að ganga í gegnum tók hún af miklu æðruleysi og trú á að þetta væri verkefni sem þyrfti að klára og komast yfir. Æðruleysið sem hún sýndi er nær dró og hún fann kraftinn þverra og kveðjustundina nálg- ast var aðdáunarvert. Þó þráði hún eins og við öll gerum að njóta lengur fjölskyldu sinnar og ást- vina. En trú hennar á hið góða, betri, fallegri og friðsælli veröld og að hitta liðna ástvini var sterk. Eftir nærri 70 ára kynni get ég hiklaust sagt að Dista gerði heim- inn betri og er þakklát fyrir óeig- ingjörn kynni og kærleika. Hvíl í friði elsku vinkona. Berglind Oddgeirsdóttir. Sigríður Magnúsdóttir ✝ Pámi SteinarSigurbjörnsson fæddist í Reykjavík 16. desember 1931. Hann lést 23. desember 2018. Foreldrar hans voru Lilja Kristín Árnadóttir frá Jörfa í Haukadal, Dalasýslu, f. 19. október 1887, d. 30. september 1981, og Sigurbjörn Guðmunds- son, f. 12. janúar 1881 í Þor- geirsstaðarhlíð í Miðdala- hreppi, Dalasýslu, d. 15. febrúar 1950. Systkini Pálma Steinars: 1) Helga, f. 9. október 1907, d. 26. janúar 1996. 2) Ólöf Kristbjörg, f. 13. janúar 1910, d. 31. mars 1946. 3) Jóhann, f. 10. júlí 1911, d. 5. júní 1973. 4) Hildur, f. 8. september 1914, d. 16. janúar 2009. 5) Ólafía Sigurveig, f. 2. kvæntur Johanna Elizabeth van Schalkwyk, f. 13. mars 1973. Börn þeirra eru: Ariadne Líf, Embla Elizabeth og Harpa Em- ilía Shelagh. Pálmi Steinar hóf sjó- mennsku á Kötlu, skipi Eim- skipafélags Reykjavíkur árið 1948 en Katla var víðförlust ís- lenskra skipa á þeim tíma. Hann byrjaði sem messagutti, varð síðar háseti og eftir að hann lauk farmannaprófi frá Stýrimannaskólanum í Reykja- vík árið 1958 var hann stýri- maður og skipstjóri á Kötlu og Öskju til ársins 1966. Eftir það starfaði Pálmi Steinar við versl- unarstörf hjá Fönix. Á sumrin leysti hann af sem stýrimaður á björgunarskipinu Goðanum og flutningaskipinu Öskju. Síðar tók hann við skipstjórn á flutn- ingaskipinu Sæborgu í eigu Guðmundar A. Guðmundssonar hf. þar til rekstri útgerðarinnar var hætt árið 1977. Frá því starfaði Pálmi Steinar sem stýrimaður hjá Eimskipafélagi Íslands til starfsloka. Útför hans fer fram frá Foss- vogskirkju í dag 8. janúar 2019, klukkan 13. júlí 1916, d. 24. september 2004. 6) Svava, f. 25. desember 1918, d. 30. maí 1987. 7) Finnur, f. 2. júní 1921, d. 15. ágúst 1982. Pálmi Steinar kvæntist Ólafíu Guðlaugu Þórhalls- dóttur, f. 22. desember 1936, þann 1. júní 1960. Foreldrar Ólafíu Guðlaugar voru Berg- þóra Einarsdóttir, f. 27. apríl 1908 í Garðhúsum í Grindavík, d. 1. október 1989, og Þórhallur Þorgilsson, f. 3. apríl 1903 í Knarrarhöfn í Hvammssveit, Dalasýslu, d. 23. júlí 1958. Börn Pálma Steinars og Ólafíu Guðlaugar eru: 1) Halla Bergþóra Pálmadóttir, f. 16. september 1962. 2) Björn Stein- ar Pálmason, f. 1. mars 1967, Móðurbróðir minn, Pálmi Steinar Sigurbjörnsson, lést á Þorláksmessu eftir erfið veikindi, 87 ára gamall. Hann var eins og eldri bróðir, enda aðeins átta ár á milli okkar. Þegar móðir mín, Svava, fermdist hélt hún Steinari undir skírn og fékk viðurnefnið „litla mamma“ frá fermingarsystkin- um sínum. Var ekki hrifin. Ég minnist margra skemmtilegra stunda með Steinari. Eitt sinn bauð hann okkur mömmu í bíltúr ásamt vini sínum. Hann átti þá Morris-bíl og var farið austur í Vík í Mýrdal þar sem ég hafði verið fimm sumur í sveit og það- an alla leið að Breiðamerkurlóni. Það var ógleymanleg ferð. Líka er mér í fersku minni þegar hann var háseti á M/S Kötlu. Þar var móðurbróðir minn Jóhann skip- stjóri og fékk ég að sigla með þeim til Raufarhafnar að sækja síldartunnur og þaðan til Húsa- víkur þar sem Morris-inn var hífður frá borði og Steinar, messagutti, og ég ókum suður. Steinar var að fara í Stýrimanna- skólann. Á suðurleið var komið við í Vatnsdal og frænka okkar Sissa tekin með en við vorum að fara í Kvennaskólann. Á leið okkar upp Holtavörðuheiðina lentum við fyrir aftan stóran flutningabíl og þegar Steinari fór að leiðast hæg- ur aksturinn gerði hann sér lítið fyrir, setti handbremsuna á, snaraðist út úr bílnum og hljóp uppi flutningabílinn, stökk upp á brettið og lán var að bílstjórinn sem sat blístrandi við stýrið fékk ekki hjartaáfall. Hann vék til hliðar og eftir það var gatan greið. Steinar átti plötuspilara og þegar hann var til sjós leyfði amma mér stundum að stelast inn í herbergið hans og spila plötur. Þegar hann sigldi til Kúbu gaf hann mér plötu, 78 snúninga með kúbverskri tónlist sem varð mín uppáhaldsplata árum saman. Margt fleira kemur upp í huga minn þegar ég hugsa til þessa uppáhaldsfrænda míns, en það verður ekki tíundað hér. Kæri frændi minn. Ég þakka þér gamlar og góðar samveru- stundir og kæra Lóla mín, ég þakka þér fyrir að hugsa svo vel um hann frænda minn. Þú stóðst svo sannarlega við heit þitt frá 1960 „í blíðu og stríðu“. Sendi þér, Höllu Beggu og Birni Stein- ari og fjölskyldu innilegar sam- úðarkveðjur frá mér og dætrum mínum. Lilja Huld. Pálmi Steinar Sigurbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.