Morgunblaðið - 08.01.2019, Síða 24
24 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
✝ Guðni Ingi-mundarson
fæddist á Garð-
stöðum í Garði 30.
desember 1923.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Suðurnesja 16.
desember 2018.
Foreldrar hans
voru Jónína Guð-
mundsdóttir hús-
freyja frá Húsa-
tóftum í Garði, f. 1882, d.
1970, og Ingimundur Guð-
jónsson húsasmiður, ættaður
úr Landeyjum, f. 1886, d.
1958. Systkini Guðna voru
Þórunn, f. 1908, d. 1978, Hall-
dór, f. 1912, d. 2001, Guð-
mundur, f. 1913, d. 2009, Val-
gerður, f. 1915, d. 2002,
Björgvin, f. 1917, d. 2001, og
Ingimar, f. 1926, d. 2005.
Hinn 7. september 1946
kvæntist hann Þórunni Ágústu
Sigurðardóttur frá Ásgarði,
Miðneshreppi, f. 14. ágúst
1926, d. 2. júlí 2016. Foreldrar
hennar voru Guðjónína Sæ-
mundsdóttir húsfreyja, f.
1892, d. 1960, og Sigurður
Kristjánsson sjómaður og
bóndi, f. 1886, d. 1983. Börn
Guðna og Ágústu eru: 1)
trukkinn til að breiða yfir
sprengjusvæðið og fjarlægja
grjótið eftir að sprengt var en
hann hafði öðlast réttindi til
þess, einn af fáum á Suður-
nesjum á þessum tíma. Hann
vann mikið fyrir sveitarfélögin
á Suðurnesjum, til að mynda
lagði hann fyrstu almennu
lagnir vatnsveitunnar í Garð-
inum. Guðni var einnig vita-
vörður í 25 ár í Garðskagavita
og Hólmbergsvita.
Þegar líða tók á starfsævi
Guðna hóf hann að safna að
sér vélum og þá aðallega
litlum og gömlum bátavélum.
Sumar þessara véla voru mjög
illa farnar, höfðu legið lengi
úti í hirðuleysi, jafnvel
frostsprungnar. Rúmlega 100
þessara véla gaf hann byggða-
safninu á Garðskaga til varð-
veislu. Hann kynntist Ágústu
eiginkonu sinni um tvítugt,
þau byggðu Borgartún sum-
arið 1945, hófu búskap þar á
aðfangadag sama ár og
bjuggu þar alla sína tíð.
Árið 2014 var Guðni kjörinn
heiðursborgari Garðs fyrir
frumkvöðulsstarf hans við
varðveislu menningarverð-
mæta sem tengjast atvinnu-
sögunni, sem og fyrir störf í
þágu byggða- og atvinnumála.
Lágmynd af honum var af-
hjúpuð á afmælisdegi hans 30.
desember 2017.
Útför Guðna verður gerð
frá Útskálakirkju í dag, 8.
janúar, klukkan 15.
Sigurjóna, f. 1945,
maki Ásgeir
Magnús Hjálmars-
son, þau eiga sex
börn, 21 barna-
barn og 14 barna-
barnabörn. 2)
Ingimundur Þór-
mar, f. 1949, maki
Drífa Björnsdóttir,
þau eiga fjögur
börn, 13 barna-
börn og eitt
barnabarnabarn. 3) Árni, f.
1958, maki Hólmfríður I.
Magnúsdóttir, þau eiga fjögur
börn og sjö barnabörn. 4)
Drengur, fæddur andvana
1966.
Guðni ólst upp á Garð-
stöðum í Garði og lauk barna-
skólaprófi frá Gerðaskóla.
Guðni hafði alla tíð mikinn
áhuga á vélum og 16 ára hóf
hann að vinna á og keyra
vörubíla. Árið 1954 keypti
Guðni GMC-hertrukk og loft-
pressu sem urðu atvinnutæki
hans í 50 ár. Guðni var alla tíð
síðan kenndur við trukkinn,
Guðni á trukknum. Þetta varð
hans aðalatvinna alla hans
starfsævi, að fleyga og bora
fyrir dýnamíti í klappir og í
skurðum með loftpressunni,
Elsku besti afi minn, ég kveð
þig með miklum söknuði en með
þakklæti í huga fyrir að hafa
fengið að njóta þeirra forrétt-
inda að eiga þig að í allan þenn-
an tíma. En það er svo skrýtið
og erfitt að vera ekki að fara á
Borgartúnið, heimili ykkar
ömmu, sem hefur verið svo stór
partur í mínu lífi og ég á svo
góðar minningar frá. Það má
segja að ég hafi kynnst þér á
nýjan hátt eftir að amma lést í
júlí 2016 því þegar ég kom á
Borgartúnið á meðan amma var
á lífi þá dróstu þig yfirleitt í hlé
og fórst út í skúrinn þinn góða.
En eftir fráfall ömmu þá hélt ég
áfram að koma á Borgartúnið
og núna til að hitta þig og það
voru góðar stundir. Núna fékk
ég að heyra svo margar sögur
og frásagnir um þitt líf og er
með ólíkindum hvað þú varst
minnugur í þeim frásögnum, öll
smáatriði varstu með á hreinu.
En mest er ég snortin yfir því
hvað þú hefur áorkað miklu í
þínu lífi. Þú varst svo laghentur,
útsjónarsamur og áræðinn og
hef ég heyrt frá mörgum aðilum
að ef eitthvert verkefni var
mönnum ofviða og búið að reyna
ýmislegt sem ekki gekk þá var
ákveðið að ná í Guðna á Garð-
stöðum og undantekningarlaust
leystir þú málið. Trukkurinn
þinn var öflugt tæki en ég er
nokkuð viss um að með áræði
þínu og útsjónarsemi varð hann
ennþá öflugri. Afi kom víða við
og reddaði mörgum, var oft
fenginn í hin ótrúlegustu verk-
efni og fyrir mér þá var hann
klárlega mesti töffarinn í bæn-
um.
Eitt af hans stóru afrekum á
seinni árum eru vafalaust gömlu
báta-, ljósa- og bílvélarnar sem
hann gerði upp og gerði nánast
allar gangfærar, yfir hundrað
talsins og er þetta safn einstakt
á landsvísu og vona ég svo sann-
arlega að bæjarfélagið muni
varðveita þær og sýna þeim
sóma um ókomna tíð þar sem
hann gaf þær allar til byggða-
safnsins á Garðskaga.
Elsku afi minn, þú varst al-
veg einstakur og svo klár en
samt svo hógvær. Síðustu árin
var heyrnin og sjónin ekki góð
og það að þú hafir ennþá búið
einn á Borgartúninu eftir að
amma dó sýndi dugnað þinn og
æðruleysi. Þú gast ekki lesið
blöð né horft á sjónvarp og náð-
ir með herkjum að hlusta á út-
varp með því að hækka í botn
og nota heyrnartól og var það
nóg til þess að þú gætir fylgst
með því sem var að gerast.
Þitt sjónvarp voru minning-
arnar sem þú dróst fram í hug-
anum og við fengum blessunar-
lega að heyra.
Aldrei kvartaðir þú og þú
vildir ekki að við hefðum neitt
fyrir þér. Afi sagði mér sögu af
manni sem notaði setninguna
„allt í funkis hjá mér“ sem
þýddi að allt væri í lagi hjá sér
og þetta notuðum við svo oft,
þegar ég kvaddi hann spurði ég
hvort ekki væri „allt í funkis“
hjá honum og alltaf hló hann við
og kvað svo vera.
Ég vona að þú sért núna í
sumarlandinu góða með ömmu
og litla kút þér við hlið og að allt
sé í funkis. Ég heyri það að
margir minnast þín af mikilli
virðingu og væntumþykju og er
ég afar stolt af því að hafa átt
þig fyrir afa.
Þótt döpur sé nú sálin,
þó mörg hér renni tárin,
mikla hlýju enn ég finn
þú verður alltaf afi minn.
(Höf. ók.)
Ég á eftir að sakna þín mikið.
Hjartans þakkir fyrir allt, elsku
besti afi minn.
Þín
Ágústa.
Elsku besti afi minn, minn-
ingarnar streyma um hugann.
Ég er svo heppin að hafa alist
upp í Garðinum, nálægt þér og
ömmu. Frá Borgartúninu eru
svo margar góðar minningar.
Það er sárt að keyra framhjá
Borgartúninu núna, það er allt
svo hljótt og ákveðin kaflaskipti
sem hafa átt sér stað. Ljúfsárar
minningar og tilfinningar.
Ég segi alltaf svo stolt frá því
að Guðni á Trukknum sé afi
minn. Þaðan koma bestu minn-
ingarnar. Þegar ég og Sigga
Maggý fengum að fara með þér
á rúntinn á Trukknum, það var
svo gaman og auðvitað var aðal-
málið að sitja í miðjunni, sem
næst þér, bæði í Trukknum og í
Dodginum. Beltislausar auðvitað
enda lítið annað í boði, við vor-
um líka bara að keyra um í
Garðinum eða í móanum að
setja upp áramótabrennuna.
Þetta var yndislegur tími.
Bílskúrinn góði geymir líka
margar minningar, alltaf vorum
við velkomnar þangað. Lékum
okkur uppi á lofti í ævintýra-
leikjum eða bara að stússast
eitthvað með þér.
Þegar ég var lítil þótti mér
svo merkilegt að þú værir vita-
vörður, þú hljópst auðvitað á
undan okkur upp öll rúmlega
100 þrepin, blést ekki úr nös og
hafðir gaman af því að stríða
þeim sem voru mun yngri en þú.
Þú varst ekki bara heimsins
besti afi heldur líka heimsins
besti langafi stelpnanna minna.
Þær höfðu mikið gaman af því
að fara til þín, hvort sem það
var inn á Borgartún eða inn í
bílskúr. Þú settir það nú ekki
fyrir þig að ýta þeim um á
kassabílnum eða leyfa þeim að
skrúfa eins og eina skrúfu eða
sópa bílskúrinn þannig að allt
rykið þyrlaðist upp. Þolinmæðin
ein uppmáluð. Elsku afi, takk
fyrir allar sögurnar sem þú
sagðir mér og mínum frá gamla
tímanum, frá því þegar þú varst
ungur að skemmta þér, frá öll-
um skipunum, frá ferðunum í
Reykjavík að sækja áfengi sem
ungur maður, frá starfi þínu
héðan og þaðan um Suðurnesin,
þetta er aðeins brot af þeim
sögum sem þú hafðir að segja
enda varstu hafsjór af minning-
um. Þú hafðir gaman af því að
segja frá, þú mundir líka allt,
hvert og eitt einasta smáatriði.
Það var svo gaman að hlusta á
þig, þú sagðir svo skemmtilega
frá. Ég mun aldrei gleyma þess-
um sögum. Minningarnar lifa,
elsku afi minn, ég veit að þú
hefur beðið eftir því að komast í
sumarlandið til hennar ömmu.
Núna eru þið sameinuð á ný,
það huggar en er samt svo sárt.
Ég bið að heilsa henni elsku
ömmu. Hafðu það sem allra
best.
Þín
Þóra.
Ég sit hér ein og hugsa
um allar stundirnar með þér
og sárlega sakna.
Ég verð að kveðja
og geyma minningar hjá mér
þegar ég vakna.
En ég veit svefninn kemur seint til
mín
myrkið eitt gefur ró og sefar mínar
sorgir.
Beint í hjartastað berast minningar
um þig
tvö tár um vanga mína renna
í hjartastað þar ást þín hitti mig
þrjú orð á vörum mínum brenna
þú hittir mig beint í hjartastað.
Ég hélt ég hefði tíma
til að tala um allt við þig
nú tómið við tekur.
Ég gat ei vitað
að þú verður ekki hér
en vonin mig vekur.
Ég veit, aldrei skal ég gleyma þér
en myrkrið eitt gefur ró og sefar mín-
ar sorgir
beint í hjartastað berast minningar
um þig
tvö tár um vanga mína renna
í hjartastað þar ást þín hitti mig
þrjú orð á vörum mínum brenna.
Þú hittir mig beint í hjartastað.
(Ingibjörg Gunnarsdóttir og Grétar
Örvarsson)
Elsku afi, mikið sem ég sakna
þín, allar minningarnar sem ég
á með þér og um þig, ég bara
veit ekki hvar skal byrja. Eitt er
framar öllu að þú komst fram
við okkur öll sem jafningja, þú
varst öðlingur í alla staði, alltaf
brosandi og kátur og elskaðir að
hafa fólkið þitt í kringum þig.
Það var algjör unun að fylgjast
með brasinu hjá þér í bílskúrn-
um, þú gerðir allt svo vel og
vandlega, varst skipulagður í
öllu og svo þolinmóður. Elsku
afi, sögurnar sem þú sagðir mér
og mínum, sögurnar sem ég
heyrði af þér þegar þú varst
ungur og sprækur eru og verða
gersemar í huga mér, margar
sögurnar meira að segja til á
upptökum, það er okkur svo
mikils virði. Afi, þú varst dugn-
aðarforkur og til fyrirmyndar og
margir litu upp til þín. Afi, þú
varst með svo stórt hjarta sem
þú galopnaðir fyrir okkur öllum.
Ég er svo þakklát fyrir allan
tímann okkar saman, nú ertu
loksins kominn í sumarlandið til
hennar ömmu og ég veit að hún
hefur tekið þér fagnandi og þú
getur haldið áfram að brasa í
skúrnum að gera upp bátavélar.
Elsku afi hvíl í friði og sendu
mínar bestu kveðjur til ömmu.
Minning þín mun lifa um
ókomna framtíð. Ég elska þig.
Þín afastelpa
Oddný Kristrún
Ásgeirsdóttir.
Ég mun aldrei gleyma því að
þegar ég var lítil kíkti ég oft í
skúrinn hjá langafa og fékk að
skoða alls konar dót sem hann
hafði verið að gera við og vinna
í, það var alltaf mjög spennandi
að koma í skúrinn hjá honum og
sjá hvað hann væri að bralla í
þetta skipti. Einu sinni leyfði
hann mér og Helmu að kíkja
upp á háaloft, þar var mjög mik-
ið af gömlu dóti sem var ekki
notað lengur. Við vorum ekki
lengi að finna upp á því hvað við
gætum gert við allt þetta dót og
fengum langafa til að hjálpa
okkur að færa til dótið og búa til
litla stofu. Þarna lékum við svo
okkur í smá tíma. En mesta
sportið við að koma í skúrinn
var það að fá að leika sér í
græna bílnum, hann var svo
flottur. Við Helma fórum oft
saman til langafa og lékum okk-
ur hjá honum í skúrnum og end-
uðum oft á því að fara á rúntinn
í flotta græna bílnum, kíktum í
búðina með honum og hjálpuð-
um honum að versla og setja í
poka.
Þarna vissum við alltaf að við
myndum fá eitthvert nammi fyr-
ir hjálpina.
Kaffi hjá langafa var nokkuð
sem maður sleppti aldrei þegar
maður kom aftur út í Garð, allt-
af svo gott að kíkja í heimsókn
til hans þótt það hafi stundum
bara verið til að smella einum
kossi á hann.
Hann langafi var einn yndis-
legasti maður sem ég þekkti og
eru þessar minningar mér mjög
dýrmætar og þeim mun ég aldr-
ei gleyma. Hvíldu í friði elsku
langafi minn.
Þín
Freyja Kolbrá.
Guðni
Ingimundarson
Fleiri minningargreinar
um Guðna Ingimundarson
bíða birtingar og munu birt-
ast í blaðinu næstu daga.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN INGVELDUR INGÓLFSDÓTTIR,
Engjavegi 30,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands
17. desember.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Þökkum innilega samúð og hlýhug.
Ásgeir Sigurðsson
Anna Ásgeirsdóttir Chris Newman
Sigurður Ingi Ásgeirsson Guðrún Sigurðardóttir
Kristrún Ásgeirsdóttir Sigurður Bjarnason
barnabörn og barnabarnabörn
Þökkum innilega hlýhug og samúð við
andlát og útför ástkærs eiginmanns míns,
föður, tengdaföður, afa og langafa,
JÓNS INGIMARS MAGNÚSSONAR,
Höfðagrund 15, Akranesi.
Ásthildur Theodórsdóttir
Ágúst G. Ingimarsson Guðríður Sigurjónsdóttir
Brynjar Ingimarsson Unnur E. Bjarnadóttir
Guðrún Ingimarsdóttir Einar P. Bjargmundsson
barnabörn og langafabarn
Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem
sýndu okkur vináttu, stuðning og hlýhug við
andlát og útför eiginmanns míns, föður,
tengdasonar, tengdaföður og afa,
VALTÝS E. VALTÝSSONAR,
Grenibyggð 22, Mosfellsbæ.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólkinu
á blóðlækningadeild Landspítalans við Hringbraut fyrir einstaka
umönnun og hlýju.
Björk Einisdóttir
Jónas Valtýsson Erla María Árnadóttir
Helena Björk Valtýsdóttir Guðni Þór Björgvinsson
Marsibil Katrín Guðmundsdóttir
barnabörn
Elskulegur eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRIR FINNUR HELGASON
húsasmíðameistari,
Iðalind 3, Kópavogi,
lést á Landspítala Fossvogi föstudaginn
4. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Vigdís Björnsdóttir
Ingibjörg Halla Þórisdóttir Bárður Sveinbjörnsson
Helgi Þórisson Sigríður Pálsdóttir
Björn Þórisson Kristín Garðarsdóttir
Elskulegur eiginmaður minn,
RAGNAR J. HENRIKSSON,
Hvammsgötu 2, Vogum,
lést á Hrafnistu Nesvöllum sunnudaginn
30. desember.
Útförin hefur farið fram.
Jórunn Erla Stefánsdóttir
Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem
sýndu okkur samúð, vináttu og umhyggju
við andlát og útför okkar ástkæru móður,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
STEINUNNAR SIGRÍÐAR
JÓNASDÓTTUR,
Skarðshlíð 30a, Akureyri,
sem lést 16. desember 2018 og var jarðsungin 3. janúar 2019
frá Akureyrarkirkju. Sérstakar þakkir færum við stúlkunum í
Heimaþjónustunni, Heimahjúkrun og starfsfólki á dvalar-
heimilinu Hlíð fyrir þá umhyggju og nærgætni sem þau sýndu.
Jóhann Svan Brynjarsson
Fanný María Brynjarsdóttir Birgir Rúnar Davíðsson
ömmu- og langömmubörn