Morgunblaðið - 08.01.2019, Blaðsíða 30
30 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
Stangarhyl 1 | 110 Reykjavík | Sími: 570-8600
Smyril Line Seyðisfjörður 4702808 |
info@smyril-line.is | www.smyrilline.is
Taktu bílinn með
til Færeyja eða
Danmerkur
Bókaðu
núna og
tryggðu
þér pláss
FÆREYJAR
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 16.600
Vikulegar siglingar
allt árið til Færeyja
og Danmerkur
DANMÖRK
2 fullorðnir með fólksbíl
verð á mann frá
ÍSK 30.750
Ný könnun sem
gerð var fyrir
samtök þeirra
rithöfunda í
Bandaríkjunum
sem gefa verk sín
út í bókum, Auth-
ors Guild, sýnir
að það verður sí-
fellt erfiðara að
lifa af ritstörfum.
Könnunin sýnir
að meðalárslaun rithöfunda vestan-
hafs sem störfuðu árið 2017 ekki
við annað en skrifa bækur voru
rúmlega 20 þúsund dalir, eða um
2,4 milljónir króna, en hins vegar
skiluðu skrifin höfundum í hluta-
starfi um sex þúsund dölum, um 700
þúsund krónum, að meðaltali.
Í umfjöllun The New York Times
kemur fram að tekjur höfunda af
skrifum í hlutastarfi hafi lækkað
um 42 prósent á síðustu níu árum.
Könnunin var gerð meðal um
5.000 höfunda í hinum ýmsu grein-
um bókmennta, þetta á bæði við ef
verk þeirra eru gefin út af viður-
kenndum forlögum og ef þeir gefa
þau út sjálfir.
Haft er eftir stjórnanda Authors
Gulild að á síðustu öld hafi góðir
höfundar á sviði skáldskapar getað
haft ágæt millistéttarlaun af skrif-
um sínum. Nú þurfi flestir höfundar
að lyfta launum sínum með kennslu
eða fyrirlestrahaldi. Hreinar tekjur
af bóksölu hafi á síðasta áratug
lækkað um nær 30 prósent.
Áður fyrr höfðu margir rithöf-
undar traustar aukatekjur af því að
skrifa fyrir tímarit og dagblöð en
greiðslur fyrir skrif í lausa-
mennsku hafa hrunið auk þess sem
margir þessir miðlar, og ekki síst
þeir sem best borguðu, hafa lagt
upp laupana á undanförnum árum.
Samkvæmt The New York Times
er Amazon netverslunarrisanum
kennt um stóran hluta samdráttar-
ins í tekjum höfunda. Amazon tek-
ur stóran hluta verðs seldra bóka í
umboðs- og markaðslaun og kemur
það sérstaklega illa niður á minni
forlögum sem hafa brugðist við
með því að greiða höfundum sífellt
lægri fyrirframgreiðslu og höfund-
arlaun.
Laun rithöf-
unda hafa
lækkað mikið
Í Strand, bóka-
búð í New York.
Guðrún Erlingsdóttir
ge@mbl.is
„Ég kalla mína tónlist bítlarokk með
nýbylgjuívafi. Það kemur til af því
að ég hreifst af Bítlunum fjögurra
ára gamall en varð líka fyrir áhrif-
um pönksins og nýbylgjurokksins. Í
textunum tjái ég lífssýn mína og
upplifanir. Hvernig ég sé heiminn
og upplifi hann í gegnum trúna,“
segir Eiríkur Einarsson um tónlist-
ina á diskinum Stefnumót við lífið.
Að lifa lífinu lifandi sem kom út á
dögunum en flytjendurnir kalla sig
Eika Einars & Byltingarboltana.
„Diskurinn átti að koma út 16.
nóvember og var tilbúinn í Ham-
borg 10. þess mánaðar. Þjónusta
póstsins er þannig að sending fer
ekki af stað fyrr en búið er að fylla
gám og því kom diskurinn ekki til
landsins fyrr en 10. desember. Þá
var orðið of seint að kynna hann al-
mennilega í jólavertíðinni. Við
stefnum því að kraftmiklum útgáfu-
tónleikum í febrúar,“ segir Eiki eins
og hann er oftast kallaður.
Eiki Einars & Byltingarboltarnir
fagna nú 10 ára afmæli. Stefnumót
við lífið er fjórði diskurinn sem Eiki
gefur út. Ég er með hugmynd var sá
fyrsti og kom út árið 2009, þar á eft-
ir Góðar fréttir, 2012, og Maður lif-
andi kom út árið 2016. Eiki segir að
á fyrstu þremur hafi þeir Halldór
Ágúst Björnsson og Þorsteinn Enok
Einarsson verið fasti kjarninn en á
nýju plötunni átti Steini Enok ekki
heimangengt frá Svíþjóð þar sem
hann býr nú. Margir aðrir hljóð-
færaleikarar og söngvarar hafa tek-
ið þátt í upptökunum á diskunum.
Tekur þau bestu
aftur upp á Spáni
Tíu lög eru á Stefnumóti við lífið
og eru öll lögin og textarnir eftir
Eika sem spilar á gítar ásamt Emil
Heiðari Björnssyni. Hálfdán Árna-
son spilar á bassa og Halldór Ágúst
sér um margt; leikur á píanó,
trommur, sér um áslátt, upptöku-
stjórn og útsetur lögin ásamt Eika.
Stefán Ómar Jakobsson leikur á
básúnu og Gísli Helgason á blokk-
flautu. Eiki syngur auk þess að
radda ásamt Guðbjörgu Elísu Haf-
steinsdóttur, Rafni Hlíðkvist Björg-
vinssyni og Rúnari Ólafssyni. Disk-
urinn var tekinn upp í Stúdíó Nep-
túnus bæði á Íslandi og á Spáni, þar
sem Eiki býr nú.
Eiki, sem starfar annars við
blaðaútgáfu, segir nóg fram undan í
tónlistinni. Hann hafi gefið út 50 lög
með íslenskum textum en ætli að
láta yfirfæra 12 bestu lögin á ensku
og taka þau upp á Spáni. Hann segir
að við það nái hann að stækka mark-
aðinn fyrir tónlist sína til muna. Ís-
lenskur markaður sé ekki stór og
enn minni fyrir tónlist með trúar-
legan boðskap. Eiki segir lög sín
mest spiluð á Lindinni en hann hafi
þó fengið spilun á Rás 2 og komist
þar í viðtal hjá Andra Frey Viðars-
syni. Erfitt sé að koma tónlist með
trúarlegum boðskap á útvarps-
stöðvar á Íslandi.
Náðargjöf frá Guði
„Ég bý að bítlaáhuganum frá
æsku því ég lærði mikið af þeim
hvernig byggja á upp lög. Ég lít
samt sem áður svo á að lögin og
textarnir sem frá mér koma séu
náðargjöf frá Guði. Stundum fæ ég
lög í kollinn og þá verð ég að hlaupa
heim og koma þeim á band. Það er
líka stundum þannig að ef ég tek
upp gítarinn get ég ekki hætt fyrr
en lagið er tilbúið,“ segir Eiki, sem
semur lögin fyrst og textana við þau
á eftir.
Hann segir diskinn í raun trú-
boðsverkefni þar sem ætlunin sé að
kynna lífið fólki sem ekki þekkir að
eiga stefnumót við lífið í Kristi.
Textarnir séu ekki áróður heldur
hans eigin upplifun.
„Ef góðu fréttirnar heyrast er
mínu markmiði náð. Ég lít svo á að
það sé þýðingarmesta ákvörðun
hvers manns að taka á móti þessari
áskorun að upplifa hvað lífið í raun-
inni er og þá í leiðinni að tengjast
því,“ segir Eiki og bætir við að sér-
hverjum manni sé boðið á þetta
stefnumót.
Hægt er að nálgast frekari upp-
lýsingar og panta diskinn á fésbók-
arsíðunni Eiki Einars og Byltingar-
boltarnir.
Bítlaáhugi „Ég bý að bítlaáhuganum frá æsku því ég lærði mikið af þeim
hvernig byggja á upp lög. Ég lít samt sem áður svo á að lögin og textarnir
sem frá mér koma séu náðargjöf frá Guði,“ segir Eiki Einars.
Stefnumót
við lífið
Eiki Einars og Byltingarboltarnir á
nýjum diski Bítlarokk með nýbylgju-
ívafi og trúarlegum boðskap
Alls 11 verkefni hlutu styrk upp á
samtals 2,2 milljónir króna úr tón-
menntasjóði kirkjunnar í byrjun
ársins. Sjóðurinn er myndaður af
hlutfalli greiðslna fyrir notkun á
höfundarvarinni tónlist við helgi-
hald kirkjunnar og greiðir STEF,
samtök um réttindi tónhöfunda og
réttvarins efnis, árlega til sjóðsins.
Að þessu sinni bárust sjóðnum
samtals 23 umsóknir sem stjórn
tónmenntasjóðs kirkjunnar lagði
mat sitt á. Stjórnina skipa Hildi-
gunnur Rúnarsdóttir tónskáld,
Hrafn Andrés Harðarson rithöf-
undur og Margrét Bóasdóttir
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.
Styrki hlutu (í stafrófsröð um-
sækjenda): Aðalsteinn Ásberg Sig-
urðsson til að þýða norskan söng-
leik um jólaguðspjallið; Ásbjörg
Jónsdóttir til að semja orgelverk
fyrir nýtt orgel Guðríðarkirkju;
Björn Steinar Sólbergsson til að
gefa út geisladisk með íslenskum
orgelverkum; Dómkórinn í Reykja-
vík til að fá tvö ung tónskáld til að
semja verk sem kallast á við kór-
verk Jóns Nordal, Óttusöngva á
vori, en tónskáldin eru bæði
barnabörn Jóns; Halldór Hauksson
til að búa til útgáfu sálmalaga-
útsetningar J.S. Bachs með ís-
lenskum textum; Kammerkórinn
Hymnodía til að láta semja kór-
verk, O sacrum convivium; Kór
Akureyrarkirkju til að láta semja
sálm fyrir kórasamveru kirkju-
kóra við Eyjafjörð; Kristján
Hrannar Pálsson til að semja org-
elverk um hlýnun jarðar; Tríó
Jóns Rafnssonar til að gefa út
geisladisk með sálmum; útgáfu-
félagið Alvör til að gefa út kirkju-
leg kórverk ungra tónskálda og
Þorvaldur Örn Davíðsson til að
gefa út eigin kirkjuleg kórverk
sem dreift yrði til allra organista.
Úthlutun Styrkþegar ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskupi Íslands, og
Guðrúnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra STEFs, í Háteigskirkju.
2,2 milljónum króna
úthlutað til 11 verkefna