Morgunblaðið - 08.01.2019, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 08.01.2019, Qupperneq 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019 Íónefndu upphafsljóði nýrrarljóðabókar Steinunar Sigurð-ardóttur, Að ljóði munt þúverða, ákallar ljóðmælandinn Goluna, einskonar óræða uppsprettu eða sagnaranda ljóðanna sem birtist þar á eftir í sex hlutum bókarinnar. Er Gola þessi beðin um að syngja um Skuggann – og spyr ljóðmælandinn jafnframt um það hver hann sé og nefnir þá viðfangsefni sem lesendur Steinunnar þekkja vel úr hennar fyrri verkum, viðfangsefni sem birt- ast hér að nýju: „Er það Ástin mín, hún sem einu sinni var, / einu sinni var og ekki… // Er það Barnið mitt horfna, þú / sem gengur þó mér við hönd hvert fótmál hvert / svefn- mál… // Er það Sorgin mín, fylgi- konan fáráða? / Er það Elskhug- inn minn athyglis- sjúki, tíminn?“ Þannig spyr ljóðmæl- andinn og persónugerir nokkur þau viðfangsefni sem eru áberandi í þessu fína verki, ástina, barnið, sorg- ina og tímann. Að ljóði munt þú verða er tíunda ljóðabók Steinunnar og kallast í heiti og að vissu leyti í efnistökum á við þá síðustu, Af ljóði ertu komin, sem kom út árið 2016. Ekki hefur liðið svo skammt á milli ljóðabóka Steinunar síðan sú fyrsta, Sífellur, kom út fyrir hálfri öld í ár en þá liðu einnig aðeins tvö ár þar til sú næsta, Þar og þá, kom á prent. Og tíminn, þessi mikla reynsla, setur eðlilega sitt mark á verkið; einkennandi röddin, mynd- smíðin, einlæg og írónísk hlýjan sem lesendur verka Steinunnar hafa hrif- ist af við lestur ljóða hennar gegnum árin eru hér til staðar, þótt ljóðin séu jafnframt ný, forvitnileg og fersk. Í fyrsta hlutanum mæta lesand- anum vandræði, höfnun og dauði, enda nefnist sá „Upp upp mín upp- gjöf“. Í fyrsta ljóðinu hér, „Vand- ræða“, veltir ljóðmælandi fyrir sér vandræðagangi mannsins og það alla leið frá vöggu til grafar. Segir vand- ræðalegt að vera jafnt nýfætt barn „organdi framan í kuldavegg geims- ins“ og sem gamall maður; vand- ræðalegt að vera jafnt kona „á heim- leið að kvöldlagi, gjóandi angistar- augum, á aðalmenni með veiðileyfin“, sem karl sem á „í standandi vand- ræðum með starfsmanninn stjórn- lausa“. Það sé nefnilega „vandræða- legt að vera manneskja. Eiga ekkert víst, „aldrei, annað en dauðann og skattinn“ – og þessum vandræða- bálki sem fyllir lesandann efasemd- um um tilgang mannsins lýkur með þessum orðum: Manneskja vildi ég ekki vera. Flissandi í laumi frá vöggu til grafar. Verður að hafa það. Og strax í næsta ljóði kemur fyrir annað lykilþema bókarinnar, ferða- lagið, en þau eru með ýmsu móti og hér er það lífsgangan sem er af- greidd með snjöllum hætti. Undir- búningurinn, segir ljóðmælandinn, felist í því að búa sig undir ferðalagið, að finna leiðarlýsingu. En eftir „lang- an undirbúning er ferðalagið snubb- ótt / og stendur ekki undir vænt- ingum“. Og svo er undirbúningurinn líka ónýtur, segir þar, því „það sem gerist verður alltaf öðruvísi en það sem búist / var við. // Barnsfæðingin. / Höfnunin. / Fyrstu ástarleikir.“ Og að lokum: Þegar dauðans dyr opnast þá loksins vildum við lifa undir- búningslaust. En það er ekki í boði því þá hefst umfangsmesti undir- búningurinn undir það sem ekkert er Og uppgjöf, eða einfaldlega viður- kenning á veruleika lífs manns og jarðar, birtist í ljóðinu „Allt deyr“. Ljóðmælandinn eins og lítur í kring- um sig og viðurkennir þá staðreynd, blágrenitréð deyr, kettirnir og vin- irnir deyja, enginn kemur í þeirra stað, og „deyr jökullinn sjálfur / fyrir augunum á mér // og ekkert kemur í hans stað“. Og sólkerfin gliðna líka og leysast upp, svo og svartholið. Eftir þessa svörtu – en þó líklega skynsamlegu – sýn í fyrsta hlutanum kveður við annan tón í þeim næsta, „Upp upp mín upprisa“. Þar er held- ur betur bjartari og jákvæðari sýn á heiminn. Í tveimur ljóðum með heitið „Páskdagsmorgunn“ er annarsvegar ort um að rétt eins og Skálafell rísi enn upp úr Hellisheiði og krókus enn úr úr vetrarmold, þá rísi ljóðmæland- inn „sjálf / upp úr öskustó nætur- draumanna // í áttina að dagdrauma- stéttinni / þar sem sálin upprisin sippar og fer í snúsnú“. Og í hinu er horft til himins og sagt að þar mun- um við hittast „Við sem fórumst á mis á jörðu niðri / og við sem fórumst ekki á mis. / Líka við.“ Steinunn hefur oft ort vel og fal- lega um náttúruna, og líka af þunga um meðferð manna á henni, og í ljóð- inu „Tjútt“ skýtur hún fast á fram- komu okkar mannanna við jörðina: Við erum ekki verkamenn í víngarði drottins við erum skemmdarverkamenn eins og á veslings víngarðinum má sjá. Við erum ekki góðverkamenn í lífi og dauða við erum ósjálfráðir spillikettir. Við mennirnir erum sagðir læða eitri í taugakerfi viðkvæmra svo úr verður lömun og við gerum börnin okkar að skaðræðisgrip eða aum- ingja með „óvart aðferðum“, segir í ljóðinu, og gagnrýnin er beitt í lokin þar sem segir: „Við erum ekki góðar manneskjur sem kallað er og göf- ugar / því síður / en þar erum við þar í góðum félagsskap.“ Og kæruleysið og ábyrgðarleysið í umgengninni við náttúruna birtist í dansi meðan nátt- úran líður: „Alltaf má tjútta við sína líka, í aflóga víngarðinum.“ Í stuttum þriðja hluta bókarinnar, „Farir“, er ort um ófarir, regnfarir og sjófarir; efniviðurinn meðal ann- ars kvíði, tár og ákveðin vonbrigði þar sem ljóðmælandinn lagði upp í siglingu sem átti að vera auðveld, að strönd sem geymdi minningar um góðar stundir forðum með barninu, en í stað þess að komast þangað steytti ljóðmælandinn „á skörðóttri dagsbrún“ meðan „fullorðið barnið dormar á Hádegisströnd“. Í bókarhlutanum „Skáld konur í sólinni“ hugsar Steinunn í björtum og litríkum ljóðum til tveggja skáld- systra, Gabrielle Roy og Edith Söd- ergran. Þá kemur „Hvers dags ljóð“, með sjö fín ljóð sem eiga það sam- merkt að fjalla um daginn og jafn- framt um tímann sem líður, og þar með lífsgönguna. Í einu kveðst ljóð- mælandinn vera á undan klukkunni, byrjar daginn á undan henni og „kæfi í henni upphafsöskrið ógurlega / þegar ég er löngu komin á ról“. Í öðru, einfaldri en fallegri náttúru- mynd, liggur hún í lyngi „uppíloft / teljandi ókunnug skýin á Norður- landi“ og lýsir formum þeirra og ferðum. Þá er skáld orðaleikja í ess- inu sínu í „Eftir“: Eftir mig er ég eftir það sem á undan fór eftir það sem á eftir mun koma er ég eftir mig liðlangan daginn eftir og þar á eftir. Bókinu lýkur á lengsta hlutanum, „Farandljóð“ nefnist hann og er ein 17 ljóð sem fjalla um ólík ferðalög, jafnt invortis sem milli staða. Í einu er íshjarta brætt með áföngum þar til komið er alla leið inn að miðju varmans og í öðru fjallað um að í lest- arklefa gengur hugardælan pappírs- laust og er þannig andstæða staða, innan dyra eða úti í náttúrunni, þar sem skáldverk höfðu orðið til. Hér eru líka táknræn ferðalög, eins og þar sem horft er tárvotum augum til baka aftur í lifað lífið, sem og vel mótaðar ferðarispur eða myndir af upplifunum. Bókinni er lokað með hugvekjandi ljóðatvennum þar sem hugsað er til Japan og Kína og í þeirri seinni til skáldbróðurins Lí Pó sem uppi var á áttundu öld og sá ferðaðist líka um með sína Sorg og sinn Skugga. Og ramma þau ásamt upphafsljóðinu, þar sem Golan er ávörpuð, vel inn þessa margræðu, margradda og athyglisverðu bók Steinunnar. Morgunblaðið/Árni Sæberg Skáldið „… einkennandi röddin, myndsmíðin, einlæg og írónísk hlýjan sem lesendur verka Steinunnar hafa hrifist af við lestur ljóða hennar gegnum árin eru hér til staðar, þótt ljóðin séu jafnframt ný, forvitnileg og fersk. Elskhuginn minn athyglissjúki, tíminn? Ljóð Að ljóði munt þú verða bbbbm Eftir Steinunni Sigurðardóttur. Bjartur, 2018. Innb., 73 bls. EINAR FALUR INGÓLFSSON BÆKUR Elly (Stóra sviðið) Lau 12/1 kl. 20:00 188. s Lau 19/1 kl. 20:00 191. s Fös 25/1 kl. 20:00 194. s Sun 13/1 kl. 20:00 189. s Sun 20/1 kl. 20:00 192. s Lau 26/1 kl. 20:00 195. s Fös 18/1 kl. 20:00 190. s Fim 24/1 kl. 20:00 193. s Stjarna er fædd. Ríkharður III (Stóra sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 4. s Fim 17/1 kl. 20:00 7. s Fim 31/1 kl. 20:00 10. s Fös 11/1 kl. 20:00 5. s Mið 23/1 kl. 20:00 8. s Mið 16/1 kl. 20:00 6. s Sun 27/1 kl. 20:00 9. s 5 stjörnur - ÞT. Morgunblaðið / 5 stjörnur - SJ. Fréttablaðið Allt sem er frábært (Litla sviðið) Fös 18/1 kl. 20:00 27. s Fim 24/1 kl. 20:00 28. s Fös 1/2 kl. 20:00 29. s Gleðileikur um depurð. Kvenfólk (Nýja sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 16. s Sun 20/1 kl. 20:00 aukas. Lau 2/2 kl. 20:00 27. s Lau 12/1 kl. 20:00 17. s Fös 25/1 kl. 20:00 24. s Fös 8/2 kl. 20:00 28. s Fös 18/1 kl. 20:00 aukas. Lau 26/1 kl. 20:00 25. s Lau 9/2 kl. 20:00 29. s Lau 19/1 kl. 20:00 20. s Fös 1/2 kl. 20:00 26. s Drepfyndin sagnfræði með söngvum. Núna 2019 (Litla sviðið) Fös 11/1 kl. 20:00 Frums. Lau 12/1 kl. 17:00 2. s Sun 13/1 kl. 17:00 3. s Núna er ekki á morgun, það er NÚNA Kvöldvaka með Jóni Gnarr (Litla sviðið) Fim 17/1 kl. 20:00 3. s Fös 25/1 kl. 20:00 5. s Lau 2/2 kl. 20:00 7. s Lau 19/1 kl. 20:00 4. s Lau 26/1 kl. 20:00 6. s Sun 3/2 kl. 20:00 8. s Athugið. Aðeins verða átta sýningar. Ég dey (Nýja sviðið) Fim 10/1 kl. 20:00 Frums. Mið 16/1 kl. 20:00 3. s Fim 24/1 kl. 20:00 5. s Sun 13/1 kl. 20:00 2. s Fim 17/1 kl. 20:00 4. s Sun 27/1 kl. 20:00 6. s Trúir þú á líf fyrir dauðann? Fólk, staðir og hlutir (Litla sviðið) Mið 13/2 kl. 20:00 33. s Mið 20/2 kl. 20:00 37. s Mið 27/2 kl. 20:00 41. s Fim 14/2 kl. 20:00 34. s Fös 22/2 kl. 20:00 38. s Fim 28/2 kl. 20:00 42. s Fös 15/2 kl. 20:00 35. s Lau 23/2 kl. 20:00 39. s Fös 1/3 kl. 20:00 43. s Lau 16/2 kl. 20:00 36. s Sun 24/2 kl. 20:00 40. s Lau 2/3 kl. 20:00 44. s Lífið er ekki nógu ávanabindandi BORGARLEIKHÚSIÐ Kynntu þér nýjan tapas-matseðil Leikhúsbarsins á borgarleikhus.is Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Ronja Ræningjadóttir (Stóra sviðið) Sun 13/1 kl. 13:00 30.sýn Sun 3/2 kl. 13:00 36.sýn Sun 10/3 kl. 16:00 47.sýn Sun 13/1 kl. 16:00 31.sýn Sun 3/2 kl. 16:00 37.sýn Sun 17/3 kl. 13:00 Aukas. Mán 14/1 kl. 19:30 Sun 10/2 kl. 13:00 38.sýn Sun 17/3 kl. 16:00 48.sýn Lau 19/1 kl. 13:00 Aukas. Sun 10/2 kl. 16:00 39.sýn Sun 24/3 kl. 13:00 Auka Lau 19/1 kl. 16:00 Aukas. Sun 17/2 kl. 13:00 40.sýn Sun 24/3 kl. 16:00 Auka Sun 20/1 kl. 13:00 32.sýn Sun 17/2 kl. 16:00 41.sýn Sun 31/3 kl. 13:00 Auka Sun 20/1 kl. 16:00 33.sýn Sun 24/2 kl. 13:00 42.sýn Sun 31/3 kl. 16:00 49.sýn Lau 26/1 kl. 13:00 Auka Sun 24/2 kl. 16:00 43.sýn Sun 7/4 kl. 13:00 50.sýn Lau 26/1 kl. 16:00 Auka Sun 3/3 kl. 13:00 44.sýn Sun 7/4 kl. 16:00 51.sýn Sun 27/1 kl. 13:00 34.sýn Sun 3/3 kl. 16:00 45.sýn Sun 14/4 kl. 13:00 52.sýn Sun 27/1 kl. 16:00 35.sýn Sun 10/3 kl. 13:00 46.sýn Sun 14/4 kl. 16:00 53.sýn Stórskemmtilegur og æsispennandi söngleikur fyrir alla fjölskylduna! Einræðisherrann (Stóra Sviðið) Fös 11/1 kl. 19:30 5.sýn Fim 24/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 8/2 kl. 19:30 Auka Lau 12/1 kl. 19:30 6.sýn Fös 25/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 9/2 kl. 19:30 12.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 7.sýn Fös 1/2 kl. 19:30 Auka Lau 16/2 kl. 19:30 13.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 8.sýn Lau 2/2 kl. 19:30 11.sýn Lau 23/2 kl. 19:30 14.sýn Siggi Sigurjóns mætir Charlie Chaplin! Jónsmessunæturdraumur (Stóra sviðið) Fös 22/2 kl. 19:30 Frums Fös 1/3 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/3 kl. 19:30 5.sýn Fim 28/2 kl. 19:30 2.sýn Fim 7/3 kl. 19:30 4.sýn Lau 16/3 kl. 19:30 6.sýn Fyndinn og erótískur gamanleikur Fly Me To The Moon (Kassinn) Lau 19/1 kl. 19:30 23.sýn Lau 26/1 kl. 19:30 24.sýn Nýtt verk eftir höfund hins geysivinsæla leikrits Með fulla vasa af grjóti Þitt eigið leikrit (Kúlan) Fös 25/1 kl. 18:00 Frums. Fim 14/2 kl. 18:00 6.sýn Lau 2/3 kl. 15:00 12.sýn Fim 31/1 kl. 18:00 2.sýn Fös 15/2 kl. 18:00 7.sýn Lau 9/3 kl. 15:00 14.sýn Lau 2/2 kl. 15:00 3.sýn Lau 16/2 kl. 15:00 8.sýn Lau 9/3 kl. 17:00 Auka Fim 7/2 kl. 18:00 Aukas. Fim 21/2 kl. 18:00 9.sýn Sun 17/3 kl. 15:00 15.sýn Fös 8/2 kl. 18:00 4.sýn Lau 23/2 kl. 15:00 10.sýn Lau 23/3 kl. 15:00 16.sýn Lau 9/2 kl. 15:00 5.sýn Fös 1/3 kl. 18:00 11.sýn Lau 23/3 kl. 17:00 17.sýn Það er þitt að ákveða hvað gerist næst! Velkomin heim (Kassinn) Lau 2/2 kl. 19:30 Frums Lau 9/2 kl. 19:30 3.sýn Fös 15/2 kl. 19:30 5.sýn Sun 3/2 kl. 19:30 2.sýn Sun 10/2 kl. 19:30 4.sýn Insomnia (Kassinn) Lau 12/1 kl. 19:30 7.sýn Fim 17/1 kl. 19:30 8.sýn Fös 18/1 kl. 19:30 9.sýn Brandarinn sem aldrei deyr Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari) Mið 16/1 kl. 20:00 Mið 30/1 kl. 20:00 Mið 13/3 kl. 20:00 Mið 23/1 kl. 20:00 Mið 6/2 kl. 20:00 Spunasýningarnar vinsælu snúa aftur - engin sýning eins! Mið-Ísland (Þjóðleikhúskjallarinn) Fös 11/1 kl. 20:00 Fös 18/1 kl. 20:00 Fös 25/1 kl. 20:00 Fös 11/1 kl. 22:30 Fös 18/1 kl. 22:30 Fös 25/1 kl. 22:30 Lau 12/1 kl. 20:00 Lau 19/1 kl. 20:00 Lau 26/1 kl. 20:00 Lau 12/1 kl. 22:30 Lau 19/1 kl. 22:30 Lau 26/1 kl. 22:30 Fim 17/1 kl. 20:00 Fim 24/1 kl. 20:00 Bara Góðar - Uppistandssýning (Þjóðleikhúskjallarinn) Sun 20/1 kl. 20:00 Sun 27/1 kl. 20:00 leikhusid.is | midasala@leikhusid.is | 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.