Morgunblaðið - 08.01.2019, Side 32
32 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 8. JANÚAR 2019
Gestir Þjóðleikhússins hafa ekki
verið fleiri í 40 ár en þeir voru á ný-
liðnu ári. Þetta kemur fram í til-
kynningu frá leikhúsinu. Samkvæmt
upplýsingum frá leikhúsinu komu
rétt undir 100 þúsund manns í leik-
húsið árið 2017, en um 112 þúsund
gestir 2018.
„Leiksýningar Þjóðleikhússins
gengu einstaklega vel á liðnu ári, og
hafa gestir í Þjóðleikhúsinu ekki
verið fleiri í 40 ár. 33 sýningar af
ólíku tagi voru á fjölunum, en þar af
voru níu sýningar fyrir börn og ung-
linga. Framboð á leiksýningum fyrir
börn og unglinga var sérlega gott,
og alls voru gestir á barna- og fjöl-
skyldusýningum um 44.000. Líkt og
venja hefur verið síðustu ár bauð
leikhúsið leikskólabörnum af höfuð-
borgarsvæðinu á sýningar, auk þess
sem barnasýningarnar Oddur og
Siggi og Brúðukistan voru sýndar á
ríflega þrjátíu stöðum um allt land.
Það er stefna Þjóðleikhússins að
kynna sem flestum börnum töfra-
veröld leikhússins, óháð búsetu og
efnahag. Mest sóttu sýningar ársins
á Stóra sviðinu voru söngleikurinn
Slá í gegn og fjölskyldusýningin
Ronja ræningjadóttir, en í Kass-
anum sótti fjöldi gesta hina rómuðu
sýningu á Föðurnum. Rekstur leik-
hússins hefur einnig verið með mikl-
um ágætum undanfarin ár og er
þetta fjórða árið í röð sem rekstrar-
afkoma leikhússins er jákvæð,“ seg-
ir í tilkynningu. Ekki reyndist unnt
að fá endanlegar tölur fyrir árið
2018, en samkvæmt upplýsingum frá
leikhúsinu var rekstrarafkoma 2017
um 40 milljónir.
Vinsæl Sigurður Þór Óskarsson og
Salka Sól sem Birkir og Ronja.
Metaðsókn í Þjóðleikhúsið
Í ár eru 500 ár frá dauða ítalska
endurreisnarmeistarans Leonardos
da Vinci en hann lést í Amboise í
Frakklandi 2. maí árið 1519. Dánar-
afmælisins er og verður víða
minnst. Þrátt fyrir að Da Vinci hafi
tekið sér margt fyrir hendur er
hann þó þekktastur fyrir myndlist-
arsköpunina og er sjónum beint að
henni. Listunnendur hafa þegar
getað séð merkar sýningar á verk-
um Da Vinci sem settar hafa verið
upp í tilefni ártíðarinnar. Í Teylers-
safninu í Hollandi lauk um liðna
helgi rómaðri sýningum á teikn-
ingum eftir meistarann og 20. þessa
mánaðar lýkur í Uffizi-safninu í
Flórens annarri og ekki síður lof-
aðri sýningu þar sem getur m.a. að
líta 72 myndskreyttar síður úr svo-
kölluðu Codex Leicester-bókverki
sem Da Vinci vann á árunum 1504
til 1508 og er í eigu Bills Gates.
Safn bresku konungsfjölskyld-
unnar á meira en 500 teikningar
eftir Da Vinci og verða settar upp á
þeim nokkrar sýningar. 200 verða
sýndar í Buckingham-höll í maí og
80 til í Holyroodhouse í nóvember.
Þá verða 144 teikningar sýndar
samtímis á 12 öðrum sýningum víðs
vegar um Bretland. Louvre-safnið í
París hýsir ekki bara þekktasta
verk Da Vinci, Monu Lisu, heldur á
það fimm önnur málverk hans. Síð-
ar á árinu verður sett þar upp mikil
sérsýning og er stefnt á að sýna
fleiri verk eftir Da Vinci en áður
hafa sést á einum stað.
Merkilegt Í Uffizi í Flórens er nú sýning
á Codex Leicester, bókverki Da Vinci.
Fjöldi Da Vinci-sýninga á dánarafmæli
Ofurhetjumyndin Aquaman var
þriðju helgina í röð sú sem skilaði
mestum miðasölutekjum af þeim
kvikmyndum sem sýndar voru í
kvikmyndahúsum landsins. Myndin
skilaði um 3,9 milljónum króna í
miðasölu og sáu hana um 2.800
manns en frá upphafi sýninga hafa
um 22.300 séð hana. Teiknimyndin
um Spider-Man, Köngulóarmann-
inn, og fjölmargar útgáfur hans úr
öðrum víddum, var önnur tekju-
hæsta mynd helgarinnar og skilaði
um 3,1 milljón króna. Kvikmyndin
um endurkomu barnfóstrunnar
Mary Poppins skilaði svo um 2,6
milljónum króna og sáu hana um
2.200 manns.
Bíóaðsókn helgarinnar
Aquaman enn á toppnum
Aquaman 1 3
Spider-man: Into the Spider-verse 3 4
Mary Poppins Returns 2 2
Holmes and Watson Ný Ný
Robin Hood (2018) Ný Ný
Bumblebee 4 2
Bohemian Rhapsody 8 10
A Star Is Born (2018) 11 14
Ralph Breaks the Internet 5 6
Second Act 6 2
Bíólistinn 4.–6. janúar 2019
Nr.
Var
síðast
Vikur
á listaKvikmynd
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Sjávarmaður Aquaman í sam-
nefndri kvikmynd um hetjuna.
First Reformed
Metacritic 85/100
IMDb 7,1/10
Bíó Paradís 17.40, 22.00
Kalt stríð
Metacritic 91/100
IMDb 7,8/10
Bíó Paradís 18.00
Roma
Morgunblaðið bbbbb
Metacritic 95/100
IMDb 8,6/10
Bíó Paradís 21.00
Suspiria
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 64/100
IMDb 7,3/10
Bíó Paradís 18.00
Nár í nærmynd
Bíó Paradís 20.00, 22.00
Holmes og Watson 12
Einkaspæjarinn Sherlock
Holmes og aðstoðarmaður
hans, dr. Watson, lenda í
kostulegum ævintýrum.
Metacritic 24/100
IMDb 3,4/10
Laugarásbíó 20.00, 22.00
Smárabíó 17.40, 19.30,
20.00, 21.40, 22.10
Háskólabíó 18.20, 21.00
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.30
Bumblebee 12
Breyti-vélmennið Bumble-
bee leitar skjóls í ruslahaug í
litlum strandbæ í Kaliforníu.
Charlie, sem er að verða 18
ára gömul, finnur hinn bar-
áttulúna og bilaða Bumble-
bee.
Metacritic 35/100
IMDb 7,0/10
Laugarásbíó 17.30
Sambíóin Álfabakka 20.00,
22.30
Sambíóin Egilshöll 20.00,
22.40
Sambíóin Akureyri 19.45
Sambíóin Keflavík 19.30
Smárabíó 17.10, 19.50,
22.20
Second Act IMDb 5,8/10
Laugarásbíó 17.45, 19.50,
22.00
Háskólabíó 18.30, 20.50
Borgarbíó Akureyri 19.30,
21.30
Mortal Engines 12
Eftir Sextíu mínútna stríðið
lifa borgarbúar á eyðilegri
jörðinni með því að ráðast á
smærri þorp.
Morgunblaðið bbmnn
Metacritic 48/100
IMDb 6,6/10
Laugarásbíó 20.00
Smárabíó 19.40, 22.40
Fantastic Beasts:
The Crimes of
Grindelwald
Bönnuð börnum yngri en 9
ára.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 57/100
IMDb 7,7/10
Sambíóin Álfabakka 19.30,
22.20
Bohemian
Rhapsody 12
Sagan um Freddie Mercury
og árin fram að Live Aid-
tónleikunum árið 1985.
Morgunblaðið bbbbn
Metacritic 49/100
IMDb 8,4/10
Háskólabíó 20.30
A Star Is Born 12
Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 88/100
IMDb 8,3/10
Sambíóin Kringlunni 16.45,
19.00, 21.45
Spider-Man: Into the
Spider-Verse Morgunblaðið bbbbm
Metacritic 87/100
IMDb 8,8/10
Laugarásbíó 17.30, 22.35
Sambíóin Álfabakka 17.30
Sambíóin Keflavík 17.00
Smárabíó 15.00, 16.40,
16.50, 19.40, 22.20
Háskólabíó 18.00, 20.40
Borgarbíó Akureyri 17.15
Halaprúðar hetjur Eftir að þau verða bestu vinir
halda bjór og köttur í stór-
hættulegt ferðalag, til að
bjarga vinum þeirra sem var
rænt af geimverum.
IMDb 5,8/10
Sambíóin Álfabakka 17.45
Nonni norðursins 2 Smárabíó 15.20, 17.40
Borgarbíó Akureyri 17.30
Ralf rústar
internetinu Metacritic 71/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.10
Sambíóin Egilshöll 17.30
Sambíóin Akureyri 17.00
Sambíóin Keflavík 17.00
Mary snýr aftur til Banks-fjölskyldunnar í
London á tímum kreppunnar miklu.
Metacritic 66/100
IMDb 7,6/10
Sambíóin Álfabakka 17.45, 19.40
Sambíóin Egilshöll 17.00
Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.30
Sambíóin Akureyri 17.00, 19.30
Sambíóin Keflavík 19.30
Háskólabíó 18.10
Mary Poppins Returns 12
Robin Hood 12
Krossfarinn Robin af Loxley og
Márinn félagi hans gera upp-
reisn gegn yfirvöldum.
Metacritic 32/100
IMDb 5,4/10
Sambíóin Álfabakka 17.00,
17.20, 19.50, 22.10, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.30,
20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 22.10
Sambíóin Akureyri 22.10
Sambíóin Keflavík 22.20
Aquaman 12
Arthur Curry kemst að því að hann
er erfingi neðansjávarríkisins Atl-
antis, og þarf að verða leiðtogi
þjóðar sinnar.
Metacritic 53/100
IMDb 7,9/10
Sambíóin Álfabakka 19.20, 20.30, 22.20
Sambíóin Egilshöll 17.00, 20.00, 22.30
Sambíóin Kringlunni 16.20, 19.20, 22.20
Sambíóin Akureyri 22.10
Sambíóin Keflavík 22.00
Nánari upplýsingar um sýningar og sali má finna á heimasíðu kvikmyndahúsanna
Kvikmyndir
bíóhúsanna